Arnar liggur í sófanum og horfir á fáránlegan þátt, maður með ljóst afró er með kennslustund í olíumálun í sjónvarpinu. Hann er að mála mjög merkilega landslagsmynd, eiginlega stórkostlega takkí mynd, hvítt jólalandslag á svörtum grunni, ó nei nú er hann að taka utan af myndinni þannig að hún er orðin kringlótt, mjög slæmt. oh my god á hverju er þessi maður, hann talar hæga ensku.... ég vissi ekki að við værum með enska stöð, var eitthvað í þessu grænmeti frá tyrkneska markaðnum. Ok hann heitir Bob Ross.
Annars er ég ekkert allt of brött þannig að síðar....

Ummæli

Tinna Kirsuber sagði…
Bob Ross, Bob Ross!!! Hann er æði! horfði stundum á hann úti í Hollandi, undarlegasta sjónvarpsefni svo ekki sé meira sagt.
Nafnlaus sagði…
Já Bob Ross er æði. Mjög gaman að sjá hvað hann er frábær listamaður...
ertu nokkuð með gubbupest?
ertu búin að fá bréfið þitt? póstlagði það á laugaveginum á sunnudagsmorgni, hafði miklar áhyggjur af því að einhver hefði kannski pissað í póstkassann og að bréfið myndi eyðileggjast.
Móa sagði…
hey bob ross er æði
er ekki með gubbuna
og búin að svara bréfinu
sendi það frá alexander
Hef líka séð bob ross á listasafninu á Akureyri.... taldi mig fullfæra um að mála sæmilega landslagsmynd eftir þá fræðslu

Vinsælar færslur