Ég viðurkenni
svona síðustu daga mína og kvöldstundir í þessari menningar eða ætti ég frekar að segja fótboltaborg....að ég hef horft á nokkra leiki. Enda erfitt að komast hjá því. Mér leist nú ekkert á Frakkana til að byrja með en núna er ég auðvitað orðinn harðasti(eða einn af þeim) stuðningsmaður þeirra. í kvöld(púff þvílíkar játningar) er heimilisfólk mitt úti að horfa á boltann í massa stemningu og ég sit hér í rólegheitunum með Þýskaland-ítalíu leikinn í sjónvarpinu!!! lágt stillt reyndar. Eftir kvöldmáltíðina sem var á besta pizzastað borgarinnar sem er pönkpizzan. Hún er rekin af ítölum og er dásamlegur staður með leikgarði fyrir börn, ljúfengum mat og götuðum þjónum. En þó ítölsku pönkararnir(stressaðir fyrir leikinn)hafi gleymt að servera mér mína Créme caramel, þá held ég með þeim. Eitt er mér þó mikið í mun og það er að !#"#$(/%$ Portúgalarnir (sem eru engir fagurgalar þegar kemur að fótbolta, híhí) falli úr keppni eða hreinlega verði gerðir brottrækir, mér finnst þeir bara frekar ruddalegir. Ég hef nú bara aldrei séð annað eins en leikinn þeirra og Hollendinga!!
Allez allez allez allez la France og Henry sérstaklega;).
Allez allez allez allez la France og Henry sérstaklega;).
Ummæli
Arnar