júlíjúlíjúlí

júlí er búin að vera ósköp notalegur hér á Íslandinu og ég voða lítið flakkað um á netheimum. Dóttirin virðist njóta sín mjög vel hér umkringd fjölskyldunni, frænku sinni Sunnu og vinkonum Vöku og Sögu Maríu. Hún hefur þroskast heil mikið og bætt inn í orðaforðann nokkrum orðum þ.á.m Júja sem er fyrsta nafnið sem hún kann (þýðir Júlían) og svo Íló sem þýðir Ísold. Í dag fórum við mæðgur að gefa bra bra eftir nauðsynlegt kaffistopp á besta kaffihúsi bæjarins, Tíu dropa. Síðan hlaðin gömlu brauði fórum við áleiðis að tjörninni, bærinn var aðeins mannaður fólki í rándýrum útivistarfötum og einstaka barnavagnabílstjórum. Á tjörninni sáum við ekki mikið af bra bra en við urðum skjótt umkringdar gæsum. Í flýti bútaði ég brauðið og dreifði á meðan Ísold smeik við starandi gæsirnar ríghélt í pils mitt og nagaði brauðbita. Í lokinn vorum við svo kominn í hann krappann þegar mávarnir komu með skrækjum og tilheyrandi árásum þannig að við flúðum yfir Þingholtin niður í fyrirheitna norðurmýrina. Nú svo hefur sundþjálfun Ísoldar gengið vel og hún hætt að ríghalda í okkur eins og lítill trjáfroskur.
Annars verður erfitt að setja inn í nýjar myndir þar sem við erum í smá myndavélahallæri.... en nú erum við ekkert svo langt í burtu ;)

Ummæli

Vinsælar færslur