þriðji í afmælisviku-skyndiindí

Er að mestu komin yfir aldurskrísu já og svo þurfti ég heldur betur að stíga í óttann varðandi veðurhræðslu mína því ég byrjaði á indíánasundsnámskeiði í gær og það var óveður að sjálfsögðu, mikið er hressandi að synda í stormi! já magnað við Edda vorum auðvitað unglömbin á staðnum, þar fór aldurskrísan. nú svo synti ég þarna indíánasundið (eins og frakkar kalla það) af miklum móð, ég segi nú ekki að ég geti synt alla leiðina til Ameríku en ég vonast til að verða flugsynd eftir þetta. Ég segi það enn og aftur
-----------sund er hamingja----------------
hef svo sem engu við þetta að bæta nema, mikið hlakkar mig til afmælis míns; JIBBÍ

Ummæli

Heiða sagði…
er indjánasund skriðsund? hvað er það á frönsku?
Edilonian sagði…
Lærðum flugsund með fótunum og voru því eins og hafmeyjur og svo syntum við skrúfusund og vorum eins og sírenur!! Mig langar ALLTAF að vera á sundnámskeiði...sund er sko hamingja:-)
Móa sagði…
la nage indienne, Heiða
og já skrújú sundið er líka skemmtilegt:), Edda

Vinsælar færslur