sjálfsvorkun, heimsendapest og veðrið!

Hvar er vorið eru bambarnir að segja með svardimmum bambaaugunum sínum.
Jeij,  nú verður sko skrifaður pistill mánaðarins um Uppáhalds uppáhellingar umræðuefni vina minna sem reyndar lesa aldrei þetta blogg... Og vá þau eru sko að missa af miklu ha! Í fyrsta lagi vorkenni ég sjálfri mér mjög mikið fyrir að hafa verið lasin allann undanfarinn mánuð, hósta eins og nítjándualdarberklasjúklingur, þessu fylgir iðagrænar horslummur, heiladauði, ofneysla verkjalyfja og síðast en ekki síst sjálfsvorkun...ekki misskilja mig (þú þarna ósýnilegi lesandi) ég vil ekki þína vorkun eða nokkurs annars en mér finnst ágætt einstaka sinnum að liggja í fleti eigin sjálfsvorkunar...af því það er svo jákvætt og skapandi. Já veðrið það sem ég get þvaðrað um þetta asnalega veður. Nei ég hef ekkert á móti snjó, frosti og det hele í Nóv, des, jan, feb...en í Mars er ég búin með kuldakvótann minn fyrir þennan vetur. Nú vil ég sjá blómstrandi kirsuberjatré, lauka kíkja upp úr jörðinni og glaða smáfugla...Hvað á það að þýða að demba á mann tonn af snjó, helfrost og hroðbjóð og það rétt fyrir afmæli mitt! Nei það er ekki í boði!!! En svona fyrir utan öll þessi hörmulegheit þá hef ég varla efni á því að væla þar sem ég á afmæli í næstu viku!!!!!!!!!!!!!!YESSS og ég get boðið mig fram til forseta!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!ÍHAAA, OG ÉG ER AÐ FARA TIL NEF JORK!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gaman að sjá myndirnar. Þyrnirósin og Garðabrúðan sætar. Kemur flott út "hárið" á Garðabrúðunni. amma B
Nafnlaus sagði…
Frábærar myndir! knús til ykkar!
Nafnlaus sagði…
AMmaRós
Móa sagði…
takk Rós og Bryndís...hvar væri ég án ykkar segi ég nú bara, þið eruð yndislegar:)
Díses, ég les þetta blogg samviskusamlega. Sem er afrek vegna þess að ég veit fyrir allt sem þú setur inn á það.
Móa sagði…
ég veit tinna but youre the only one!
Móa sagði…
þú þarna skyggna krúttið þitt:)
Heiða sagði…
ef þú ert að pæla í hinum ósýnilegu lesendum, þá viðurkennist það fúslega að ég er einn þeirra. hef stundum bara alls ekkert að kommenta um en segi samt svona inni í hausnum á mér, "já, nákvæmlega". eins og einmitt þetta varðandi snjóinn. Ég er ekki aðdáandi snjós í þéttbýli, og ég hef fyrir löngu tekið upp þann sið að halda líka upp á afmælið mitt í júlí í góðu veðri, því janúarlok eru hörmulegur tími á íslandi. reyndar ef við teljum áfram frá 25.jan (mitt afm.) og afturábak frá 30.des (elvars afm.) þá mætumst við þann 14. júlí. Við höfum haldið veislur þá...bæó!
Móa sagði…
14. júlí, góður dagur til að fara upp í sendiráð og fá sér smá kokteil...:)

Vinsælar færslur