Dont BE YOU, BEYONCÉ!

ég velti ýmsu fyrir mér á áramótum, ég get ekki að því gert en hvað sem ég reyni fell ég ansi passlega undir flokkinn vestræn hvít kona sem gerir óraunhæf áramótaheit á hverju ári og stendur sjaldnast við þau. Já ég veit það er líka recurrent theme á þessu bloggi!
En svo þykir mér líka afskaplega merkilegt að horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp, lesa blöð og jafnvel verlsa í matinn...alls staðar er verið að segja mér að ég eigi að hefja nýjan lífstíl, borða betur og helst taka einhverjar megrunarpillur með...fyrir rétt rúmri viku síðan voru allir þessir fyrrnefndu að segja mér að ég ætti að borða rjóma, steikur, maccintosh konfekt og helst meiri rjóma....
Væri ég geimvera þættu mér þessar öfgar á þessum samliggjandi mánuðum afar undarlegar, oder?

Fyrsta áramótaheitið mitt fjallar að sjálfsögðu um útlitið...því þrátt fyrir allt er útlitið spegill sálarinnar:

Ég ætla að verða eins og BEYONCÉ að öllu leyti árið 2013 og ég ætla líka dansa eins og hún. Verst er þó að hún drekkur pepsí í öll mál...

Annað fullkomlega óyfirstíganlega áramótaheitið mitt á þessu fagra ári.
Ég ætla að elda eins margar uppskriftir og óendanlega gómsætar  e. Nigellu og ég mögulega get og ekki fitna um gramm og jafnframt standa við fyrsta áramótaheitið!

þriðja dásamlega áramótaheitið mitt fjallar um ofuruppeldishæfileika mína:

Ég ætla aldrei aftur að æsa mig upp við 8 ára barnið mitt...þó hún kalli mig prumpukonu og öskri úr sér lungun, segi "Svindl" 20 þúsund sinnum á dag þegar hún er ósátt við að þurfa borða hafragraut, þurfa að taka lýsi, þurfa fara í skólann, þurfa að fara í strætó niður í bæ og gera eitthvað skemmtilegt, þurfa að taka strætó heim. Já og síðast en ekki síst þegar ég segi henni að hún fái ekki snjallsíma og það þó hún hafi séð einhverja níu ára stelpu í búð með snjallsíma....

fjórða: ferðast um skotland í tjaldi (ok aðeins raunhæfara markmið)

fimmta: hjóla lengra og hraðar...um hæðótta edinborgina, prjóna hraðar(jafnvel meira en eina flík á ári), lesa meira, gefa sjálfri mér meiri tíma, vinna meira, gefa út þýðingu, hætta að borða nammi, fara oftar í ísköldu skosku sundlaugarnar, hætta að horfa á Holliday(sem ég er einmitt að horfa á akkurat núna...) eða viðlíka myndir aftur og aftur, fara oftar í kampavínsfreyðibað, borða fleiri jarðaber, vera betri dóttir, systir, vinkona, ástkona, mamma, frænka, svilkona og móa (er það hægt? nei ég bara spyr), hætta að gera allt of mörg óyfirstíganleg áramótaheit!

Í fyrra las ég að algengasti dagur til þess að gefast upp á áramótaheitunum væri 10. janúar... svo ef ég held þetta út í 6 daga þá er ég að standa mig...JIBBÝ

Ummæli

Vinsælar færslur