Heilagur Patrekur (PIPIOGPUPU 9 ÁRA!)
ég vaknaði upp við þá martröð að hafa ekki fengið neinar afmæliskveðjur á Facebook, þorði nánast ekki að kíkja, kíkti samt og sá að ég hafði fengið einhverjar, hjúkk! Fór þá að velta mér upp úr því hvað ég væri orðin óheyrilega gömul og ekki nándar nærri heimsfrægð. Fékk svo kaffibollann upp í rúm og þá gat ég þó huggað mig við að eina gráa hárið mitt sem er núna orðið eins árs eða tveggja hafði ekkert fjölgað sér áður en ég ákvað að aflita hárið á mér og lita það bleikt...þó ég sé að sjálfsögðu allt of gömul fyrir slík uppátæki. Svo heyrði ég mömmu í Brussel og tilveran varð aðeins bærilegri. Ég klæddi mig í sailor kjólinn, setti bleika hárið upp í hnút dreif mig á Skoska næturhimninum í furðulegri rigningu sem var ekki beint rigning heldur láréttur blautur vindur, hjólaði meðfram kanalinum og beint á huggulegasta kaffihús veraldar, þar sem himnaríkisskonsan beið eftir mér. Þar komst ég að því að pipiogpupu fallegasta blogg í heimi er orðið níu ára! trúiði þessu, finnst það eitthvað svo verulega miðaldra að eiga níu ára blogg en gæti engan veginn hugsað mér að eyða því út af dýrmætum kommentum pabba. Elsku pabba sakna átakanlega mikið á afmælinu mínu (ég veit það hljómar eigingjarnt og eitthvað en maður var nú einu sinni einkabarn) Pabbi hefði nefnilega hringt í mig og sagt mér söguna af því þegar ég fæddist, þegar hringt var á fæðingarlæknirinn til hjákonunar til að taka mig með keisara, hvernig vorið kom þennan dag fyrir 38 árum á miðvikudegi í Aix-en-Provence og hvernig froskarnir og krybburnar sungu einstaklega fagurlega þá nóttina. Svo hefði pabbi spurt mig hvað mig langaði í og gefið mér akkurat það og einhverjar bækur að auki. En hvað sagði Fía Sól, ef maður saknaði einskis þá hefði maður aldrei elskað eða eitthvað svoleiðis, gott mottó.
Það er nú meira hvað maður er mikill forréttindapjakkur, því nú bíða mín frekari veisluhöld með elskhuganum og afkvæmunum þannig nei ég get ekki kvartað! ég held ég verði nú að eyða einhverri orku í að huga að raunverulegum vandamálum heimsins.
Það er nú meira hvað maður er mikill forréttindapjakkur, því nú bíða mín frekari veisluhöld með elskhuganum og afkvæmunum þannig nei ég get ekki kvartað! ég held ég verði nú að eyða einhverri orku í að huga að raunverulegum vandamálum heimsins.
Ummæli