sunnudagur, 29. nóvember 2009

1. í aðventu

ég man mjög vel eftir því þegar ég kom til Íslands fyrst um jól. Það var eins og að ganga inn í litla jólasnjókúlu, ævintýraveröld. Allt svo fullkomlega jólalegt og hátíðlegt. Mjólkurglasið og smákökurnar hjá ömmu í skjólinu, þegar ég sá jólasvein í holtagerðinu og amma manaði mig upp í að hlaupa á eftir honum með pönnuköku. ég kom að sjálfsögðu ekki upp orði, af feimni. Ég var með stjörnur í augunum þegar ég flaug svo heim þar sem reyndar ég þurfti ekki að ganga í vetrargalla, húfu eða vettlingum...
Ég man líka eftir að hafa heyrt ættingja mína vera kvarta yfir jólastressi...skyldi þetta nást... sögðu þau. Þá náði ég engan veginn þessari hugmynd, hverju vildu þau ná og hvernig í ósköpunum gat þeim þótt þessi ævintýraveröld stressandi. Núna get ég vel skilið þetta fullorðna fólk, það þarf að njóta aðventunar svo mikið, baka svo mikið, kaupa gjafirnar allar og ná að föndra með börnunum, föndra gjafir, fara í öll boðin, jólahlaðborðin, ekki eyða of miklum peningum, gera þennan asnalega krans, skreyta...allt að sjálfsögðu áður en klukkan slær sex á aðfangadagskvöld, jesús góður maría og jósep! Þurfa allir íslendingar alltaf að vera jafn fullkomnir um jólin. Slöppum af um jólin!
ps. ég er búin að baka piparkökur, fara með krakkana á sleða um helgina og nei ég er ekki búin að skreyta og hef ákveðið að sleppa jólakortum þetta árið!

föstudagur, 13. nóvember 2009

hjal og tal

ísold hefur margt að segja, hún t.d. vaknar talandi. Yfirleitt til að segja frá draumum sínum sem eru mjög litríkir og svakalegir. í dag vaknaði hún til að segja mér að vinkona sín á leikskólanum hefði sagt :"mamma, x segir að herra latur heiti herra hvíli" Ég verð að vera sammála vinkonunni að það nafn hljómar mun betur.
litlan er loksins farin að segja nafn sitt almennilega þó við séum strax farin að sakna kanínu litlu... hún heitir KA ro Lí na eins og hún segir með miklum tilþrifum. áðan á klósettinu spurði hún mig "mamma engarðu bara pissa?" já sagði ég, hún svarar stóreyg " ég enga(elska)að kúka"!
Viðræður systrana geta svo verið óendanleg uppspretta gleði og undrun, karólína vaknar yfirleitt fyrst og reynir að vekja systur sína sem vaknar svo og byrjar strax að mala "karó eigum við að koma leika" eða "karó eigum við að búa til búð" og svo taka þær strax til við að leika og stundum erfitt að gera þeim ljóst að það sé ákveðin dagskrá í gangi. Um daginn voru þær að ræða daginn sinn á leikskólanum, litlan segir við vorum í döngdund þá kemur stóra strax Nei þú átt að segja SÖNGSTUND óaðfinnanlega litlan segir aftur hátt og enn óskýrt DÖNGDUND og svona halda þær áfram endalaust sem stundum endar í hláturkasti og stundum í rifrildi.
Ísold kallar systur sína nokkrum fyndnum uppnefnum. Oft segir hún t.d. þegar systirin er eitthvað að prakkarast...þú ert ALGJÖR og nýverið hefur hún tekið upp á því að kalla hana Rassgatið þitt, eða algjör kanína og skopparakringla:). Systirin svarar iðulega nei ég heiti Ka ró lí na!