mánudagur, 29. maí 2006

ein í kotinu

Ísold er búin að njóta síðustu daga með afa og ömmu til fullnustu, hún hefur verið á fullu með sýningu og fengið næga athygli. Í gær héldum við svo upp á afmæli Bryndísar með íslensku lambakjöti eldað af kokkinum fræga, ummmm! Ísold lærði heilmikið á dvöl þeirra og er farin að segja nokkur orð inn á milli söngsins endalausa. Við foreldrarnir fengum líka smá hvíld og dekur sem var mjög vel þegið. Í dag var kotið okkar ansi tómlegt og Ísold saknaði ömmunnar og afans strax. Nú svo er vika í að við fáum aupair til okkar( hinn unga Júlían), já þetta er orðið frekar fullorðins hjá manni.
Mér fannst ég líka vera orðin ansi fullorðins þegar ég sá hinn unga jacques Lang orðinn gráhærður og krumpaður... Ég mundi eftir honum sem unga sniðuga stjórnmálamanninum. Well horfði svo á heilan umræðuþátt um það að hann ætlaði að fara í prófkjör í flokknum sínum( fyrir socialistana auðvitað). En þetta væri nú svo sem ekki frásögufærandi nema vegna þess hve ótrúlega stjórnmálaumræða getur verið skemmtileg!! Jacques í fyrsta lagi játaði ást sína á hinum og þessum og þá aðallega Mitterand síðan kom félagi hans fyrrverandi hægri(eða ætti ég að segja vinstri) hönd Mitterand. Félaginn var spurður hvernig hann héldi að Jacques myndi ganga og þá sagði hann(nb. hann átti greinilega koma til að styðja hans hlið). "Alls ekki vel" sagði félaginn, "socialistaflokkurinn í frakklandi er að skíta í buxurnar þessa daganna og þó ég elski þig jacques og styðji þig veit ég að þeir munu velja XXX í staðinn því þeir eru fífl". Já þetta kallar maður yfirlýsingu í lagi, ekki sé ég fyrir mér Geir H. Haarde játa Davíð ást sína eða segja að flokkurinn sinn sé að skíta í buxurnar.

mánudagur, 22. maí 2006

Belle et sebastien,


JÁJAÁJA´JA´JAhá ég sá Belle í gær JÍHAAAAA! Við Þorgerður fórum á tónleikana og hittum þar massa mikið af finnum þ.á.m Jússa og Maju. Við dönsuðum, ég gólaði og Þorgerður sá um að hemja mig..... Þetta var dásamleg upplifun. Kannski er skömm að segja frá því að í gær hafi verið mín fyrsta upplifun af þeim á tónleikum. Já ég er gjörsamlega búin að ofhlusta á þessa hljómsveit og sambýlingur minn til 5 ára og kærasti til átta(einn og sami maðurinn, geri aðrir betur) hefur þurft að þola ýmislegt í þessum Belle málum. Og því er ekkert að fara linna, nei nei ó sei sei. Þeir voru brjálaðir, skemmtu manni með gömlum og nýjum slögurum. Stuart var mjög fyndinn sérstaklega þegar hann gerði grín að þjóðverjunum..hum hum í Berlín og sá svo strax eftir því. Steve átti algerlega kvöldið með flottum dansi og Sara I. var líka flott á því. Engin tilgerð þarna eða "hey ég er fimm ára látalæti" bara góð tónlist og frábært grúv.
Nokkrar staðreyndir um samband mitt við þessa hljómsveit; held ég hafi fyrst heyrt í þeim hjá mínum góðu vinkonum Önnu Katrínu og Valdísi líklega rétt eftir París 96-97....er ekki alveg viss samt.
Ég man vel eftir teiknimyndinni úr franska sjónvarpinu og þá sérstaklega þemalaginu, held einmitt að þau hafi einhvern tíman tekið það.
Arnar hefur staðið sig með prýði í að útvega mér skemmtilegar upptökur með sveitinni og þá er eftirminnilegust jólaútvarpsþáttur með þeim...(Þetta hefur hann Arnar lagt á sig þó hann viti að diskarnir fari yfirleitt ekkert af fóninum þegar þeir eru einu sinni komnir í hús.)
Annars erum við bara í góðum gír ég er búin að vera hálf lasin sem hefur bitnað örlítið á gestinum og veðrið reyndar verið hálf undarlegt með heimsendadembum, molluhita og þrumuveðri. En tónlistin læknar allt.

mánudagur, 15. maí 2006

vorfuglarnir

Maimánuður er svolítill gestamánuður hér á Danziger. Við fengum hérna einn gest fyrir helgi í nokkrar nætur sem vill kannski ekki láta nafns síns getið á veraldarvefnum, en hvað um það við og gesturinn áttum góða daga og mikið var rætt um þann tíma sem ég og Arnar vorum að kynnast í Mývatnssveit. Ó hin fagra Mývatnssveit, hennar var s.s. saknað sárt og er því ekki seinna vænna að sjálf prinsessa þeirra Mývetninga hún Þorgerður komi og vermi hjörtu okkar. Prinsessan kemur á morgun og ég get ekki beðið.
Seinna í mánuðinum koma svo Afi og Amma Ísoldar sem litla fjölskyldan bíður í ofvæni eftir að hitta og ég þykist vita að þau hlakki líka mikið til að hitta litla ungan sinn eftir alla þessa mánuði. Er farin í bað.

sunnudagur, 14. maí 2006

þriðjudagur, 9. maí 2006

mánudagur, 8. maí 2006

er að verða húkt á þessum prófum!

You scored as French. French!

French

90%

Aussie

75%

British

65%

Japanese

65%

Taiwanese

60%

German

55%

American

45%

Chinese

45%

HongKonger

40%

Singaporean

10%

What will you be after reborn? (translation)
created with QuizFarm.com

Merkilegt þar sem ég fæddist nú í frakklandi til að byrja með og ég sem hélt ég væri alveg komin með of stóran skammt af frökkunum, well. Annars er ég að hlusta á nýja tökulagaplötu 22 pistepirkko sem er dásamleg og ekki nóg með það heldur gerði vinur okkur umslagið.

sunnudagur, 7. maí 2006

fimmtudagur, 4. maí 2006

blómasnjór

Það er undursamlegt veður í berlín og til marks um það er nágrannakona mín næstum nakin hérna á nærliggjandi þaki allan liðlangan daginn. Við mæðgur erum hins vegar búin að finna hinn fullkomna garð sem er aðeins í tveggjamínútna fjarlægð. Þetta er einhvers konar kirkjugarður sem liggur á milli tveggja gatna. En á vegum einhvers konar trúfrelsis samtaka, grafirnar eru reyndar örfáar og liggja á víð og dreif á stórri grasflötinni með þónokkrum trjám. Þetta er eilítið skuggsæll garður og friðsæll og í einu horninu er afskaplega menntaður leikvöllur. Þar er t.d. róla sem er eins og karfa í laginu og margir krakkar geta verið í í einu. Þarna verjum við þessum sólríku dögum okkar og á okkur snjóar hvítum og gulum blómum úr trjánum, alveg yndislegt.

mánudagur, 1. maí 2006

erste mai

Í fyrra fór litla familían mín í hina hefðbundnu 1. mai göngu í Reykjavík en í ár forðuðumst við slíka viðburði. Okkur var nefnilega tjáð að hér væru oft óeirðir, bensínsprengjur og þjóðernissinnar nokkuð aktífir. Ekki er hægt að fara með litlar dömur á svoleiðis flakk þannig að við fórum í lautarferð í Volkspark Friedrichshain með finnunum. Í Volksparkinum var mikið af fólki sumir á línuskautum, sumir í strandbolta og enn aðrir í fótbolta. Reyndar tókst mér að sýna berlínska mannasiði(þ.e. enga) við strákapjakka sem voru alltaf að sparka í okkur bolta(er ekki mjög stolt af sjálfri mér).
Annað er það að frétta að ég er farin að lesa á ný... Anna Katrín var svo góð að lána mér Draumalandið eftir Andra Snæ. Hins vegar er ég alls ekki að fíla þessa bók, þennan predíkunartón og finnst hún ekkert sérstaklega vel skrifuð. Er líklega að mála mig út í horn miðað við þau viðbrögð sem bókin hefur annars fengið. But well, þessar michael moore bókmenntir eru bara ekkert fyrir mig, þegar orð eins og "hagvöxtur" er búið að koma upp oftar en tvisvar á sömu blaðsíðu þá nenni ég ekki að lesa, hvað þá "vísitala". Mér gæti ekki verið meira sama þó ég viti ekki hvað er að tegra hamingjuna, sérstaklega ef ég skyldi finna hana. Svo þarf ekkert að segja mér að þessi blessaða virkjun andskotans séu mistök frá helvíti(finnst ágætt að þessar skoðanir hans sannfæri einhverja). Jæja þetta á nú ekki að vera neinn reiðilestur yfir þeim annars mjög svo viðkunnanlega Andra Snæ en ég fíla bara fantasíuna hans betur. Þetta hefði ég þurft að ræða við pabba en þó við værum furðanlega oft mjög sammála var það ekki gefið, sakna hans.