fimmtudagur, 30. júní 2005

nú svo gleymdi ég black sabbath, ég vildi sjá þá líka.

Aet hringdi og leyfði mér að heyra í Le tigre í gegnum símann þær voru eitt af fjórum atriðum sem mig langaði að sjá... ég fékk pínu öfundar stíng, hin atriðin eru Sonic Youth sem ég er búin að missa af, Mugison sem við mæðgur höfum færi á að sjá þar sem það er um daginn. En það sem ég ætla totally að sjá er Joanna Newsom hún spilar kl 1300 á fjölskyldudaginn, þ.e. sunnudaginn. Annars fékk ég svolítið "drullu flashback þegar ég fór að ná í armbandið í gær, þannig ég nenni ekkert að hanga þarna á svæðinu.

Jarðarber(með jarðaberjabragði ekki súru vatnsbragði)með mascarpone ummmmmmmmmmmmmmmmmm.

miðvikudagur, 29. júní 2005

HÆhæ, átti að standa undir þessari kjánalegu mynd, sem átti að vera miklu minni og fara í profælið. En svona er ég nú klár á tölvur þegar allt kemur til alls.
Ég ætla nú alls ekki að kvarta undan sól en svakalega er ég orðin óvön þessu útlanda góða veðri, dóttirin fær alla þá sólavörn sem hún þarfnast, fínan sólhatt og allt. En við foreldrarnir sólbrennd eða með sólsting.Ótrúlegt en satt þá tókst mér að ganga öruglega 10 km í dag, tók vitlausann bus upp í sveit (hljómar heimskulega ég veit en á sér skýringu) og labbaði endalaust til að komast í bæinn aftur, með viðkomu í taxa reyndar. Á morgun ætla ég að labba í hálftíma í mesta lagi og helst að fara í kringlunna þeirra Hróarskeldubúa sem þeir kalla "torfan", og svo beint heim að slappa af. Annars er það að frétta að daman er farin að sitja,ég var nú ekkert að fatta það strax þú hún sæti í allan dag í vagninum án stuðnings. En fattaði það loksins þegar ég setti hana á teppið sitjandi, á meðan ég var að undirbúa matinn hennar og kom að henni enn sitjandi sem sagt á miðju teppinu og spilandi á pínulítið dótapíanó. Alveg ótrúlega krúttaralegt.

fimmtudagur, 23. júní 2005

miðvikudagur, 22. júní 2005

'otrúlegt, plöturöðun að mestu búin, bunkarnir komnir af gólfinu og aðeins fínröðun eftir. Fengum hjálp frá Júlían litla bróður, hlustuðum á merkilegar plötur þar á meðal búlgarskt þungarokk og lestarhljóð. Í það heila var þetta einkar skemmtileg áskorun. 'Ymislegt kom í ljós; S er að sjálfsögðu stærsti stafurinn í katalóg, I sá minnsti; nokkrir flokkar bættust við svo sem austur evrópskt rokk, ástralskt og nýsjálenskt rokk(sem hljómar allt eins og keivarinn);en sem komið er eru 50 plötur sem fara út,það eru til nákvæmlega eins eintök í safninu.
Það er mér líka orðið ljóst að Arnar fékk vinnu handa mér í japís á sínum tíma til að undirbúa mig undir einmitt svona aðstæður.
Og ég verð að viðurkenna að ég er ansi stolt af okkur, það er svo gaman að ná settu takmarki.

miðvikudagur, 15. júní 2005

gamli jálkurinn, það er tölvan mín ibook frá 2001, hún svínvirkar að sjálfsögðu með hjálp ótrúlegrar tölvukunnáttu minnar. núna er ég á airportinu heima kan jú belív itt....þannig get ég verið á netinu um leið og arnar úlalla. Veit svo sem ekki hversu lengi það endist. Anyways, við Ísold höfum aðeins verið að forðast sólina undafarna tvo daga þar sem ég varð pínu lasin en það er að lagast.

þriðjudagur, 14. júní 2005

jæja þá er það plöturöðunin, við arnar höfum einhent/einfætt okkur í plöturöðun. Það þarf að setja í Katalóg sem sagt popp og rokk en svo eru ýmsir flokkar: Klassík, Rapp, Djass, Sál, reggí,heims, dans/raf, Jóla,kvikmynda, barnatónlist, metal og so on....
Þetta er nú bara ágætisvinna sem verður eiginlega að gerast á meðan daman sefur.
Maður rekst nú á ýmislegt við þetta bæði gullmola og undarlegheit. Nú svo kynnist ég alls kyns plötum sem ég hef ekki heyrt áður. Nálin var að enda við að sleppa við plötu með Saint Etienne að nafni So tough. Og ég verð að gefa þessari plötu fjórar af fimm.
En ég vona nú bara að þetta taki ekki of langann tíma því ringulreiðin sem skapast í stofunni tekur á.

laugardagur, 11. júní 2005


m�r finnst svona matur ekkert g��ur... Posted by Hello

fimmtudagur, 9. júní 2005

Neikvæðni er algjör tásveppur. Það er einhvern veginn óleysanleg hringrás. Það byrjar yfirleitt á því að einhver hreytir í mig neikvæðum athugasemdum, ég næ svo aldrei að vera nógu orðheppin eða kaldhæðin til að svara þessu og þá verð ég fúl og neikvæð. Þá er það yfirleitt næsta manneskja sem lendir í mínu neikvæða skýi. Þetta er ömó. Svo er eitthvað svo lúterskt og íslenskt við þessa neikvæðni. Það er aldrei hægt að gleðjast yfir litlum hlutum því það er svo mikið af stórum vandamálum. Hver man ekki eftir að hafa horft á skandínavíska mynd á rúv á sunnudagskveldi, farið í rúmið með heiminn á herðum sér. Þessir skandínavar eru vissulega snillingar í þunglyndi.
Á svona stundum sakna ég ljósbláss miðjarðarhafsins, hljóðsins í froskum og "criquet" við náttfall og einfaldlega glaðlynds lífernis.

þriðjudagur, 7. júní 2005

fimmtudagur, 2. júní 2005

Hún ísold fór í sund í dag og stóð sig þvílíkt vel, ég tók andköf af stolti og spurði kennarann hvort hún væri ekki dugleg. Kennarinn játti því og brosti kankvís. Svo gaf hún mér leiðbeiningar hvernig ég geti haldið við þessum eiginleika. Þau læra þarna ýmislegt gagnlegt fyrir utan það að kafa, eins og að halda í bakkann, busla og einfaldlega að venjast sundlaugum. Ég hins vegar fór tvisvar í sund í dag, því nú er Arnar kominn í feðraorlof og ég fæ lots of Móatime..... sem ég ætla að eyða mestu í sund til að bursta "the girls" í brúnkukeppninni miklu. jibbíiii