föstudagur, 30. maí 2008

Helsinki


hands around glass, originally uploaded by pipiogpupu.

Helsinki er geggjuð, Jussi og Maija eru yndisleg. Helgin okkar skötuhjúa í Helskinki tókst ótrúlega vel. Stelpurnar voru hér heima í góðum höndum ömmu Rósar svo við fórum út í góðum fílíng snemma á föstudagsmorgun. Eftir þriggja tíma flug sem við sváfum af okkur með galopin munninn út í loftið! Hittum við góða vini okkar frá Berlín Jussa og Maiju. En þeirra höfum við nú saknað sárt í tvö ár. Auðvitað hafði ekkert breyst við nema kannski að Arnar og Jussi voru farnir að líkjast meira að innan sem utan. Helgin var nýtt til hins ýtrasta í að smakka á finnskum veigum, spásséra um borgina, nokkrar plötubúðir þræddar, einn fatamarkaður(keypti þrjá kjóla á 3 evrur). Finnskt partý, rokkbarir þræddir ein af öðrum...annar hver finni er rokkari og hinn er þungarokkari...kreisí. Fórum á moskvabarinn að eigin ósk þar sem Arnar sjarmeraði alla með íslenskum rímum. Fórum í sveitina til vinkonu minnar frá því þegar ég bjó í París fyrir 12 árum! Nú og svo auðvitað sauna og rúsneskur kvöldverður. Helsinki áminnti mig um að ekki allir þurfa að falla inn í íslenska mótið það er alveg hægt að vera rokkforeldri, að það er yndislegt að ferðast og já okkur langar aftur sem fyrst og þá með stelpurnar og jafnvel í múmínland. Hellingur af myndum af okkur fjórum fræknum andlegum systkynum í rokkborginni.

mánudagur, 26. maí 2008

brúðarangist


ég bjó til nýja síðu fyrir brúðargjafalista og almenna brúðarangist. Við vorum í yndislegu brúðkaupi í gær og það er mánuður í okkar brullaup!
hér eru hugmyndir að gjöfum!!!LISTINN

miðvikudagur, 21. maí 2008

fíni sófinn!


Leggst með tilþrifum , originally uploaded by pipiogpupu.

með sófadealernum margfræga.

sunnudagur, 11. maí 2008

Mahnahmahnah!

Klassíker að sjálfsögðu, nú eru Í og K orðnar húkked og syngja menemene endalaust(báðar en sú eldri með meiri wiskýröddu en sú yngri:), Muppet show er æði!!!

þriðjudagur, 6. maí 2008

nýr sófi, nýtt líf

sit á glænýjum sófa sem er eldgamall, allt sitt líf hefur hann búið á ránargötu eða frá því húsið var byggt fyrir um 80 árum. Nú síðast í eigu fínnar frúr. Við fengum hann hins vegar í gegnum íbúa úr húsinu hvers nágranni var nýbúinn að kaupa umrædda íbúð þar sem sófinn átti dvalarstað. Sófinn, sögufrægi er kominn austur fyrir læk í norðurmýrina og situr undir húsmóðurinni í þessum rituðu orðum. Rósóttur, farin að láta á sjá, með bogadregið bak og fullkomlega heila gorma! Nú er bara sjá hversu vel hann á eftir að þola vistina og hvort hann endist lengur en draumaíkeasófinn. Já gamli sófinn(sem var mun yngri en nýji) var mikið hugarangur fyrir húsmóðurina og olli mér miklum sálarkvölum. Ektamanninum þótti nú þægilegt að liggja í þeim gamla og lét ekki galla hans á sig fá. Sá gallinn var á honum að seturnar gátu aldrei setið kjurrar og það var mjög erfitt að hafa hann í föstum skorðum. Litlu fínu dömunum mínum fannst gaman að renna sér á pullunum hvolfa þeim og búa til strönd. Hins vegar tóku þær hinum nýja heldrifrúarsófa úr vesturbænum ekkert ílla og eldri daman var búin að búa til strönd úr púðum fyrir háttinn. Sá gamli(ungi) fékk náðarsamlegast far á hauganna og var það húsmóðirin sjálf sem reif hann í sundur eins og reyndur hvalaskurðmaður. Merkilegt nokk!