sunnudagur, 27. maí 2007

Pólverskir nágrannar mínir

hafa tekið niður risahvítadiskinn af svölunum sínum sem nemur líklega pólverskar sjónvarpsstöðvar. Það var hin ágætasta skemmtun að sjá þá þrjá saman á svölunun eitthvað að klaufabárðast kallandi á tvo á grasflötinni með sínum fjölmörgu og seiðandi s-hljóðum. Mér er farið að þykja nokk vænt um þessa kauða, Arnar heilsar þeim yfirleitt með því að segja góðan daginn og skál á þeirra móðurmáli--til mín brosa þeir kankvíslega. Enda stundum ég og þeir á víxl öflugar gagnnjósnir sem við lærðum í kaldastríðinu.

Spurningin nú er sú
a) eru þeir að flytja...sem væri fremur sorglegt því þeir eru eina mannlífskryddið í götunni.
b) ætla þeir að fá sér nýjan og öflugri móttökudisk?( þá líklega til að geta njósnað um okkur betur)
c) kannski mótmæli eða uppgjöf við dagskránni á Polsat og þeirri staðreynd að þegar mynd er talsett er aðeins einn fenginn í verkið til að tala fyrir alla karakteranna og þeir talsetjarar sem ég hefi heyrt í hafa ekki hæfileika Ladda okkar...

Önnur grunsamleg staðreynd; nýkominn í samyrkjubúið á vegum íslenska fyrirtækisins áltak er síðhærður pólverji og talar hann stöðugt í símann á svölunum....! hvað er í gangi?
Grunlausir eru þeir að ég tengist póllandi ákveðnum böndum og að Karólína heitir í eftir pólskri hálfsystur minni.

þriðjudagur, 22. maí 2007

um afvegaleidd ungmenni og Ósmekklegar auglýsingar

Las viðtal við unga stúlku sem sagðist vera vinstrisinnuð en að kennari hennar hefði sagt sér að það væru margir þegar þeir væru ungir síðan hættu þeir því þegar þeir eldust vegna þess það virkar ekki!!!
í næstu setningu sagðist hún hafa kosið sjálfstæðisflokkinn..... Hún hefur elst óvenjuhratt hugsaði ég og sveiattan kennaranum hennar sem afvegaleiðir ungmennin.
Ósmekklegar þykja mér auglýsingar sem notast við komúnísk og sócíalísk minni....Tópasauglýsingin í fyrsta mai göngunni, Tm auglýsinginn um eilífðar ÍSLAND ÚR NATÓ mótmælandann, svo og slagorðaaulýsing sko eða vodafone símafyrirtækisins. Allar þessar auglýsingar eru lítilsvirðandi en einnig sýna hvað það er alls ekki fansí nú til dags að hafa skoðanir, hugsjónir og vilja berjast fyrir þeim, veita lýðveldinu smá aðhald með mótmælum. Er fansí að vera skoðanalaus og sama um allt sem er borið á borð fyrir mann af grámönnum. Í þessum rituðu orðum er Karólína að mótmæla núgildandi hugmyndum um framskríðingar með því að skríða afturábak...

mánudagur, 21. maí 2007

ferðalög

Við erum familian plús amma og móðurbróðir að fara í ferðalag...mér finnst það ekki beinlínis ferðalag til útlanda því við erum að fara þangað sem ég kallaði heim til ellefu ára aldurs, Aix en Provence. Þó ég ætti að vera orðin nokkuð útlærð í ferðalögum verður þetta fyrsta ferðalag mitt með tvær litlar skottur. Það er mér nokkurn veginn eðlislægt að pakka á vorin og haustin, hef gert það svo lengi sem ég man. Stundum kvíði ég ferðalögum, flugvélum og öllu því veseni sem því fylgir en hins vegar vildi ég ekki án ferðalagana og reynslunar af þeim vera. Draumaferðin til Írlands var sannarlega ein sú dásamlegasta ferð sem ég hef farið í, að keyra um hobbitalandslag með mínum heitelskuðu og ekki sakaði að litla skotta kom líklega undir þarna á slóðum forfeðrana. Ferð mín með mömmu fyrir ellefu árum til Ástralíu og Japan gaf mér algerlega nýja sýn á heiminn. Ferðin til Ameríku með Gunnþóru var geggjuð....
Æjá skemmtilegar minningar nú er ég alveg hætt að kvíða ferðalaginu en hlakka til að safna fleiri ferðaminningum.
-------

Fór að tilkynna stuld á hjólinu hjá löggunni í dag, sakna fáksins gífurlega og ekki hafði hann fundist. Líklega fæ ég hann úr tryggingunum en er soldið leið á að geta ekki bara fengið hjólið mitt tilbaka. Verð líklega að stofna hagsmunasamtök hjólaeigenda og hver er svona samviskulaus að stela hjólum, HA.

--------
Veðrið er algerlega sækó í dag fór út í hagli, síðan kom sól og steikjandi, slydda, haglél aftur og svo rigning.......................

-------
Nokkuð ánægð að fá smá félagshyggju í næstu stjórn og bara nýja stjórn vonandi verður samfylkingin samkvæm sér og nógu sterkt aðhald við íhaldið. Ánægð með að hafa kosið S en fannst þau eiga fleiri atkvæði skilið. Verst hvað Steingrímur minn uppáhaldsgaur sprakk soldið á limminu eftir kosningar, en fyrirgef honum það. Það getur líklega tekið á að vera alltaf í stjórnarandstöðu.

miðvikudagur, 16. maí 2007

þriðjudagur, 15. maí 2007

vonbrigði

tók út vonbrigðin með sólarhringsniðurgang og uppgangspest. Þetta er hrein ömurð...það ömurlegasta að fólkið í Þessu landi kýs alltaf þennan helvítis sjálfstæðisflokk, þó hann hafi dregið þjóðina óviljuga í íraksstríðið, starfrækji þrælabúðir á austfjörðum, fari ílla með börn, gamalmenni, fatlaða og stúdenta og síðast en ekki síst svífst einskis í loforðum sem eru svo svikin strax eftir kosningar. Nei samstarfsflokkurinn fær það óþvegið en þeir koma glottandi út úr þessum kosningum af því þeir kunna að ljúga. Hver kýs þetta, greinilega annar hver og fyrir hvað, Efnahagslegt jafnvægi....þessi helvítishræðsluáróður þeirra virkar greinilega á fólk. Verð að segja að ég finn ekkert sérstaklega fyrir þessu jafnvægi kannski ríka fólkið geri það. Orðin hundleið á öllu þessu vel meinandi fólki sem kýs alltaf gamla góða flokkinn sinn af því það hefur alltaf gert það. Þið megið bara eiga þetta. Verst er að hinn helmingurinn sem kaus breytingar þarf að sitja uppi með þessa bláujakkafataklíku. Grátlegar kosningar.

föstudagur, 11. maí 2007

sammála Eiríki Rauða

það er eittvað óhreint í pokahorninu þarna fyrir austan. Hann Eiríkur stóð sig með prýði. Við ættum bara að hætta að taka þátt í þessari vitleysu...vit leysu....v i t l e y s u ... v i t l e y s u...
V I T L E Y S A.
bara að næstu kosningar verði ekki svona grátlegar. Sá Guðlaug Þór ljúga að barni í kastljósinu, sagði að sjálfstæðismenn væru mjög duglegir í náttúruvernd og hefðu alltaf verið! Gaf síðan barninu appelsín og glotti við;)

miðvikudagur, 9. maí 2007

franska sjónvarpið-sjónvarpsstjarna

Heimsótti okkur í dag, nánar tiltekið france trois, vildu sem sagt taka viðtal við íslenska barnafjölskyldu vegna fæðingarorlofslaganna íslensku. Þrír gaurar með svaka græjur sem fylgdu mér í leikskólann til að ná í Ísold, komu síðan heim og mynduðu okkur og tóku viðtal við okkur. Mér leið nú hálf kjánalega enda ekkert sérstaklega hrifin af því að vera fyrir framan myndavél...en Ísold hins vegar var algerlega stjarnan. Hún var sko ekkert feiminn talaði út í eitt og brosti framan í myndavélina alltaf á réttum augnablikum. Mér fannst eiginlega bara stórmerkilegt að sjá barnið með alla taktana á hreinu og var ekki á móti þessari athygli, söng fyrir þá meira að segja franska lagið, reyndar með fullan munn af epli.
Karólína var alveg sallaróleg þó einhver franskur kall héldi á henni og pósaði ásamt systur sinni í sófanum algjörlega ómótstæðilegar saman. Það þarf nú líklega ekki að taka það fram að Arnar er ekkert óvanur slíku sjónvarpsstússi, bara eins og að drekka vatn fyrir hann. Mér fannst svona eftirá franskan mín frekar stirð en þýðir ekki að tala um það, enda á leið til æskuslóðanna eftir nokkrar vikur! Ef hins vegar litlu stelpurnar okkar bræða ekki frönsku hjörtun þá veit ég ekki hvað.

þriðjudagur, 8. maí 2007

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 28%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs!Hvaðan koma þessi 6.25 prósent eiginlega, ekki frá mér!
líklega var það bjórinn....hver andskotinn

das leben der anderen

Svo ég segi nú upp og ofan af því sem ég og fjölsk gerðum um helgina, hálfritskoðað auðvitað svo þið farið nú ekki að lesa eitthvað tilfinningaklám hérna....
Jæja þá fórum við AET til Berlínar á laugardagskveldið eða réttara sagt þýsku myndina líf annara. Myndin er vægast sagt frábær, ofsalega vel gerð, stórkostlegur leikur og bara frábær. Það var soldil stemning líka að sjá ýmsa staði frá Austur Berlín þar sem við dvöldum síðastliðinn vetur. Merkilegast að sjá stasíhöfuðstövðarnar en heimsókn okkar, mömmu og litla bróður míns þangað fyrir einu og hálfu ári síðan er mér mjög minnisstæð, stemninginn í húsinu frekar skrýtin og kaffiteríukonurnar virtust hafa séð tímana tvenna í þessum húsakynnum. Mynd sem þið verðið að sjá, bara alles.
í gær fórum við svo þrjú á Abbabbab leikritið og á meðan var Karólína litla hjá langafa sínum og langömmu í pössun. Við höfðum nú ekki gert ráð fyrir að leikritið væri fullir tveir tímar en Ísold stóð sig mjög vel, hélt reyndar að hún þyrfti að taka þátt í sýningunni og fór að tala ofan í leikarana og syngja, við urðum svolítið kindarleg því við vildum ekki vera þagga niður í litla sniðuga barninu okkar en hvað um það henni fannst mjög gaman þó hún væri orðin svolítið þreytt undir bláendan. Leikritið fannst mér mjög skemmtilegt og virka bæði fyrir litla og fullorðna. Ég fann mig mest í persónunni Aroni Neista sem gekk í hekluðum fötum og átti foreldra sem voru herstöðvarandstæðingar. Músíkin ein og sér er náttúrulega hrein snilld og hefur fengið að óma hér aftur og aftur upp á síðkastið. Karólína var voða dugleg að sögn löngu og langa sem eru auðvitað engir aukvissar í að hugsa um ungviðið.
Jæja og hvernig væri svo að fella núverandi stjórn og fá nýtt blóð í næstu ríkiststjórn, hum!

miðvikudagur, 2. maí 2007

hjólinu mínu stolið

sem sagt hjólinu mínu var stolið; rauðsanserað icefox gíralaust kvennhjól soldið gamaldags gerð með ljósbláumbarnastól, svartri körfu og lugt(með géi...ég veit).
Ég er auðvitað hrútsvekkt, þetta er þriðja hjólið mitt sem er stolið. Ef einhver sem vill svo vel til að les þessa síðu og rekst á hjólið mitt eða einhverjar upplýsingar um þennan dýrgrip þá væri það vel þegið.
Ohhhhhhhhhhhhhhhhhh ég er svo svekkt.

til hamingju með fyrsta mai.Mér fannst fréttaskýring á forsíðu moggans í dag fara algjörlega yfir strikið í virðingarleysi gagnvart fyrsta mai, en sá dagur hefur merkingu fyrir mjög marga og enn fremur sögu sem er mjög mikilvæg fyrir margt fólk. Það vantaði bara að hafa mynd með pistlinum af höfundi og fleiri sjálfstæðismönnum í hvítum peysum að spila krikket, glottandi.
Nú svo fór fyrirtæki hér í borg líka yfir strikið með því að borga unglingum til að auglýsa tópas með mótmælaspjöldum í kröfugöngunni, höfundum þessarar fásinnu hefur líklega þótt það fyndið og við hæfi en þetta var algjör skelfing...Gamall maður hnarreistur öruglega á níræðisaldri skammaði þá og maður sá að virkilega að þessi dagur hafði raunverulega merkingu fyrir hann. Verð að viðurkenna að það fauk líka í mig þetta var bara asnalegt.
Hins vegar er komin svolítill kosningafiðringur í mig, það má segja að ég hafi verið haldin pólítísku þunglyndi upp á síðkastið eða kvíða. Ástæðan er að hálfa mína ævi hefur sjálfstæðisflokkurinn verið í stjórn og það er löngu komið nóg... ég bara skil ekki hvers vegna þeir eru alltaf kosnir aftur og aftur. Þeir eru hreinlega búnir að vera of lengi við völd og vald spillir. Þeir til dæmis komast upp með að lofa allt í einu nú að geta bætt velferðarkerfi...þó þeir hafi haft öll þessi ár til að gera það.
Ef ég heyri enn einu sinni þessa mygluðu mýtu þeirra að ef vinstristjórn komist að þá fari fjármálin til fjandans, þá æli ég...ég sé ekki að þeir sjálfir séu að sýna svo frábæran árángur.
Hvernig væri að kjósa ekki bláa í ár.