föstudagur, 25. desember 2009

fimmtudagur, 24. desember 2009

þriðjudagur, 22. desember 2009

sunnudagur, 20. desember 2009

Fjórði í aðventu: síðasta sunnudagshugvekjan

Nú skal segja hvernig ungar konur í Norðurmýri halda jólin með jafnaðargeðinu að vopni...well ó well lífið er það sem kemur fyrir á meðan maður er upptekin við planleggingar. Já og jafnaðargeðið er ekkert sérstaklega hátt skrifað á tossalista næstu daga. En hvað um ég kláraði ritgerð sem ég hefði alveg öruglega getað vandað betur við,hitti vini, við familian áttum góðar stundir með löngum og langa í kópavoginum og ég hélt jólaafmæli fyrir litla jólabarnið mitt:
(varúð færsla breytist nú í væmið tal um eigin heitelskuðu afkvæmi)
Karólína varð þriggja ára í gær, stóra systir hennar vakti hana með hamingjuóskum(á sinni ofurskýru íslensku)og við foreldrarnir muldruðum hangandi sitt hvoru megin við þær á rúmbrík hjónarúmsins...Litlan var afar ánægð með að hún sjálf ætti loksins afmæli og tók því á móti öllum gestum með því að segja öllum"til hamingju með afmælið" þannig var það afgreitt! Og mikið hefur hún stækkað litla peðið mitt og þessi litla persóna þroskast. Það sem hún tekur uppá er stundum óborganlegt og líka stórfurðulegt.
Eins og þegar hún tók upp á því í haust að fara sanka að sér grjóti og er iðulega með fulla vasa af grágrýti. Nú nýlega fór hún að kjamsa á steinunum eins og hún ætli sér að verða forngrískur ræðulistamaður... Stóra systirin gerði okkur foreldrana afskaplega stolt því hún var full umhyggju og ástar til afmælisbarnsins--sýndi engin merki um öfundsýki. Samgladdist systur sinni og skemmti sér hið besta í litla
jólaafmælinu. Það er nú meira hvað þessi litlu skrippildi eiga mikið pláss í hjartanu.
(væmni búin)
Nei ég er ekki búin með jólagjafir og þið sem saknið kortsins verðið bara að gera ykkur þetta nöldur á pipiogpupu að góðu. Ég hef sko ekki bakað neitt meira nema ég gerði heilsukonfekt sem mínum ektamanni líst ekkert á. Ég er orðin stressuð, föndur er enn óklárað og farmvilleuppskeran farin til fjandans. En hvað um það ég bið bara um notaleg jól og að við höldum geðheilsunni. Já svo held ég bara að stressið sé hluti af jólunum þannig að það er ekki hægt að sleppa því alveg:)hátíðleikinn, æ nei finnst hann ekkert merkilegur....og árans verð of sein að pósta þessari færslu!Hvít jól, já takk!

sunnudagur, 13. desember 2009

þriðja kertis sunnudagur á þessum sýndarveruleikakrans!

Jú þetta er allt að koma, eða þannig en ég er bara frekar róleg og það var takmark þessa aðventuniðurtalningar. Meyjarskemman er orðin rósrauð fyrir tilstilli afskaplega duglegs lítils bróður(sem er ekki svo lítill lengur) og nú er stefna tekin á gjafatilbúning, ritgerðarklárun og svo auðvitað afmæli Karólínu. Já, Þrjú ár síðan Knútur ísbjörn fæddist í Berlín, Wilson mugga strandaði við íslandsstrendur og ég var fullkomlega viðþolslaus af óþolinmæði eftir þessari litlu gömlu geit minni. fyrir fjórum árum vorum við í Berlín á leið til íslands í jólafrí og jafnframt fyrstu jólin án pabba, fyrir fimm árum var ég kasólétt af frumburðinum, við Arnar tvö ein á sólvallagötu. Mikið líður tíminn hratt.

En systurnar fara alveg öruglega ekki í jólaköttinn þetta árið þar sem þær fengu guðdómlega reyndar konunglega jólakjóla frá ömmu þeirra og afa á sólvöllum. Ísold var svo hamingjusöm að hún getur varla enn á heilum sér tekið. Ég þarf augljóslega að gera e-h í mínum jólafatamálum svo líti ekki út fyrir að vera útigangskona við hliðina á þeim. Hins vegar erum við foreldrarnir enn að velta því fyrir okkur hvað við eigum að gefa þessum skottum...(til skammar ég veit) en má ekki kosta handlegg eða sálina? jólajólajóla hvað?
Það er nú meira hvað maður getur verið heillaður af þessu jólafyrirbæri. Og þessi hátíðleiki sem fólk er alltaf að tala um er hann svo eftirsóknaverður... Meira um það seinna.

sunnudagur, 6. desember 2009

heilagur nikulás (aðventa númeró dúó)

Jólaundirbúningur er hér í góðum farvegi síðan húsmóðirin tók þá ákvörðun að slappa af. Skrautið er í lágmarki, stelpurnar kláruðu piparkökurnar síðan síðustu helgi. Hins vegar er til nóg deig í ískápnum til að búa til fleiri. Svo er yngri kynslóðin dugleg við að syngja jólalög og við borðum öll mandarínur eins og að við fáum borgað fyrir það.
En sérst þú einn af þeim fáum lesendum þessa bloggs og eigir þú von á gjöf frá þessari familíu þá verð ég bara að hryggja þig með því að jú, jólagjafirnar sem koma héðan verða heimatilbúnar (alveg öruglega klastur). En það er auðvitað hugurinn sem gildir (hvaða gagn sem er nú að því). Já, sökum féskorts og almennrar óráðsíu í fjármálum verður þetta að vera svo ekkert sævar karl hérna eða debenhams! Hvað um það þetta er hins vegar stressfactor hinn mesti því nú þarf ég utan þess að klára tvær gáfulega ritgerðir, halda barnaafmæli og sómasamleg jól í auðarstræti, að smíða og klastra saman jólagjöfum! Það að ég sé að slappa af fyrir þessi jól er auðvitað helber lygi sit hér með uhuklísturputta og skrifborðið þakið rusli og engin gjöf komin í pappír. Jólin koma samt og allt það! og hvar er snjórinn?

(Viðbót frá ritstjóra: afrekaði að sjá nýju woody allen og hún er frábær mæli með henni! já og svo sá ég líka forsetafrúnna í yndislegum bleikum jogging með hlébarðarönd á hjóli við bessastaði á þessum ótrúlega fallegum degi.)