þriðjudagur, 30. október 2007

snjóbíll

Snjór, ótrúlega jólalegur jólasnjór úti og ég er gersamlega að tryllast úr jólaspenningi. Millinn okkar er (nissan sunnyinn okkar sem var metinn á eina milljón af bankastjóranum) búinn að vera á síðustu metrunum heillengi. Miðstöðin engri lík, blæs framan í mann ísköldum blæstri sem er ekki alveg málið á hrímköldum vetrarmorgnum, nú svo var bremsan eiginlega farin, ein framrúðan föst og flestar þeirra mosagrónar...já já og margt fleira sem ég kann ekki að nefna en fjórtán ágætis ár (undanfarin ár hefur afi verið kraftaverkalæknirinn í lífi millans og kom honum í gegnum skoðun sem frægt er orðið). Í gær var sem sagt keyptur alvöru bíll af gerðinni Ford, hann er ekkert ólíkur þeim fyrri að ytri gerð silfurgrár langbakur, en þegar inn er komið mætir manni heitur bíll með framrúðuhitara og nútíma tónlistarflutningagræjum. Millinn með sitt kasettutæki var kvaddur á eldshöfða á þessum kalda vetrarmorgni og heim keyrðum við á fullorðinsbílnum sem er okkar fyrsti keypti bíll. Spurning hvað fókusinn verður kallaður! Kemur allt í ljós. En við erum í það minnsta ferðbúinn fyrir veturinn.

miðvikudagur, 24. október 2007

Brest

úrkomumet í sept og okt síðan 1936....þetta er eitt af þessum metum sem hefði ekki þurft að slá. Næ ekki að líta rómantískum augum þetta stormsama haust. Rakst á einhverjar skeppnur í ullarpeysu skápnum mínum en var ekki viss hvað væri á ferðinni, síðan hafa peysurnar fengið að dúsa útá snúru í öllu rokinu og skápurinn hreinsaður með ajax-geðveiki.
Leornado di Caprio á lausu en alls ekki jafn sætur og mér fannst hann í den, líklega það sem brasílíska beibið hugsaði.Hvað um það ég er alveg jafn andlaus og síðast og hef lítið sem ekkert að segja(endalausar þversagnir).

sunnudagur, 21. október 2007

glasgowsimi

Já ég er á lífi eftir Glasgowævintýrið þrátt fyrir snert af ofverslun. Verslaði ýmislegt en þó mest spjarir á mig og familíu já og svo auðvitað jólagjafir. En svo var líka slakað á, sofið í heilum nóttum, borðað ítalskt...ekkert svo spennt fyrir beikonvöfðum haggis og fórum líka í dagsferð til Edinborgar sem er æði(gædinn vildi meina að hún væri Aþena norðursins!)nokkrir guinnessar runu ljúflega niður sem sagt hið ágætasta mömmufrí. VIð stöllur komumst heim með herlegheitinn. Ýmislegt hafði gerst hérna heima á meðan, Karólína var veik heima alla vikuna með berkjubólgu, fékk sína þriðju tönn, fór að segja Ma ma. Ísold var fullorðnast helling og alltaf að segja okkur brandara. En allir spjöruðu sig án mín Arnar fékk góða hjálp tveggja ömma( hvernig sem fleirtalan á þeim er) og meira að segja langa og löngu.
Símanum mínum var stolið úti svo að honum var lokað í nokkra daga, en nú er ég kominn með nýjan síma en samt með sama númer en símanúmerin ykkar glötuð. Man ekki meir í bili og frekar andlaus bloggari í kvöld...;)

fimmtudagur, 11. október 2007

ég keypti eitt stykki juðara í dag.... þið sem eruð ekki handlagnar húsmæður, eins og ég! þá er það tæki til að pússa með sandpappír á alls kyns fleti eins og eldhúsinnréttingu. Jebs, ég var í allan dag að pússa eins og "#$(/("$(/&$ og auðvitað er heimilið í rúst og ég verð að klára þetta allt pússa, mála (appelsínugult), laga til, þrífa, kenna litlufrönskukrökkunum....allt þetta áður en ég skelli mér með Tinnu minni í haustlitaferð til Glasgow. Þar munum við skoða söfn og liggja í baði! Nei grín shop til we drop verður líklega viðkvæðið;). Þetta verður verkefnið okkar í verkefnavikunni!!!
um stjórnmál verð ég að tjá mig síðar maður er ennþá að ná andanum hérna.

mánudagur, 8. október 2007

timi

stundum hefur maður lítinn tíma samt gerir maður ýmislegt annað en að nýta tímann eins og það er kallað á nútímamáli. Töluðu fornmenn svona mikið um tímann? Er það firring að leyfa sér ekki að gera eftirfarandi vegna tímaleysis...logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Snorkfrøken
Du er Snorkfrøken! Du er romantisk og du drømmer om den store kjærligheten! Men du er kanskje litt for forsiktig!
Ta denne quizen på Start.no

niðurstaða ég er langt frá því að vera upptekin nútímakona sem hefur varla tíma til að anda.

föstudagur, 5. október 2007

notalegt haust

það er bara hið notalegasta haust hér í mýrinni, laufin í fallegum litum þekja garðinn. fuglarnir í reynitrjánum, fiðrildin upp um alla veggi að reyna flýja veturinn. Karólína hefur hins vegar nælt sér í smá pest svo að við höfum bara huggað okkur síðan í gær og skólinn fær aðeins að gleymast rétt á meðan.
Hins vegar langi ykkur til að bjóða mér í kaffi þá er þetta rétti staðurinn.


Finnsku vinir okkar fóru til Tókyó og tóku þessa mynd;)

miðvikudagur, 3. október 2007

Íslenski draumurinn

Ég er í einum kúrsi í háskólanum sem fær mig iðulega til að efast um hvort ég ætti yfir höfuð að vera að tjá mig á íslensku. Í síðasta tíma var mikið rætt um sjúkdóm sem hrjáir íslenska þjóð nefnilega þágufallssýki. Úff verð að viðurkenna að ég er ekki með þetta neitt á hreinu með aukafallsfrumlagið. En þessir tímar fá mig mikið til að hugsa um íslenskukunnáttu. Mér finnst(má það?) stundum eins og íslenskan sé afskaplega fínn kántrí klúbbur og maður fær ekki inngöngu nema maður hafi alist upp í einhverju fjárhúsi úti á landi þar sem fólk talar hið raunverulega góða mál...en við sem höfum alist upp í Reykjavík hvað þá út fyrir landsteinana getum ekki haft svo góða máltilfinningu. Reyndar finnst mér ég oft hafa betri máltilfinningu á hinu móðurmáli mínu þó þar vanti mig mikinn fullorðinsorðaforða og stafsetningu(þvílíkt kombó). Þá er spurningin er máltilfinningin eini mælikvarðinn á hvað sé rétt eða rangt og hver segir til um hver hafi góða máltilfinningu eður ei. Er tungumálið að þróast með fleiri linmæltum höfuðborgarbúum og nýbúum, er það slæmt? Mér finnst líka eitthvað svo týpískt að það sé talað um þágufallssýki...er hægt að taka pensílín við henni? En ég hlakka til og ykkur kvíður fyrir svo ekki er öll von úti, eða hvað? jú tell mí