mánudagur, 21. febrúar 2011

veikindi og ástarkonudagar

Flensan kom á auðarstrætið, arnar byrjaði og varð hryllilega veikur, síðan vorum við tvær mæðgur sem fylgdum í humátt. Mér tókst að verða múkkveik með miklu drama. Læknar vildu engan veginn lina þjáningar vorar svo að heimilislífið varð mikið til lamað. Mamma tók stelpurnar yfir nótt á meðan við hjónin vorum meðvitundarlaus, tók þvott og þreif... já ástandið var hræðilegt. Valentínusardagurinn minn var undirlagður svo það fór lítið fyrir hjartalaga súkkulaðimolum. Arnar tók svo restina af pestinni með sér til Osló á meðan við reyndum að jafna okkur heimafyrir, bökuðum myntugræna stjörnuköku fyrir afmælisbarnið sem gaf konu sinni stórfenglegt ilmvatn og bók:)! Næst á dagskrá kvennabústaðarferð! JúBBÍ!!

þriðjudagur, 8. febrúar 2011

Arnar í tölvunni í útlöndum

Fullt af myndum komnar á flickrið aðallega af okkur Arnari ... að sjálfsögðu, djók. en skemmtilegar myndir frá desember, utanlandsferð, afmæli, aðventu...Geggjað spennandi!

föstudagur, 4. febrúar 2011

hátíð nálgast!

Upp er að renna ein uppáhalds hátíðin mín en líka ein sú hátíð sem landar mínir elska að hata! Aðeins tíu dagar...á þessu heimili verður sett upp hjartaskór út í glugga og vonast eftir smáræði frá englum Valentínusar:).
Þessir kaldrifjuðu ástlausu grey sem búa hérna upp á einhverju ókennilegu skeri norður í hafi telja sér trú um að það sé ónatíonalískt, kapítalískt eða upprunalega amerísk markaðsbrella  að halda upp á dag ástarinnar! Þetta fólk vill bara sinn gamla góða bónda og konudag og fíníto. Þvílík fásinna því ástin er það fegursta í heimi hér, því Arístóteles gamli vildi meina að ástin sé primus motor alls og vegna þess að án ástar væru fæst okkar hér. Þetta fólk með steinhjörtun bendi ég á að um gamla trúarhátíð er að ræða...en það mætti segja það sama um jólin t.d.  Heilagur Valentínus er uppáhalds heilagi gaurinn minn(á eftir Patreki eins og gefur að skilja). Ekkert finnst mér fegurra en að tjá ást sína hvort sem er á pappahjarta eða með gróðurhúsaræktuðum rósum, hvort sem er handa heitelskuðum lífsfélaga eða bara einhverjum öðrum sem á pláss í hjartanu manns.
Já og svo er valentínusarsnjórinn kominn...júbbí!!!

þriðjudagur, 1. febrúar 2011

Bjartsýnismaðurinn breytir vandamálum í tækifæri. Svartsýnismaðurinn gerir tækifærin að vandamálum

ENgar áhyggjur, ég ætla ekki að breytast í einhverja Pollýönnu...En hins vegar hef ég ákveðið að breyta væntingum mínum til veðurs hér á landi. Já blessuð gróðurhúsaáhrifin! Því það er ekki á eina bókina lært en ég eins og fleiri landsmenn get ekki hætt að viðra skoðanir mínar á því að veðrið eigi að vera öðruvísi en það er. Þegar það er tchernóbíl frost og vindur vil ég fá hlýrra veður en þegar er hlýrra finnst mér dimmt og grátt, allt ómögulegt og ég er aldrei ánægð. Hvar er snjórinn spyr ég og er skiljanlega svartsýnni en ella vegna þessa dumbungs! En í dag ætla ég að snúa þessu við og í hvert skipti sem veðrið er einhvern veginn ekki í stíl við þankagang eða hugmyndir mínar um veðurfar á norðurhjara ætla ég að reyna líta á það allt öðruvísi...þ.e. jákvætt--því það er jú hugarfarið sem skiptir máli! Er það ekki?