þriðjudagur, 28. febrúar 2006

Púff, það er 5 stiga frost úti og það snjóar, er vorið ekki að koma? Kannski kemur það á morgun með Arnari að minnsta kosti get ég eftir hvorugu beðið. Við mæðgur höfum haft það gott. Ég hef meðal annars komist að því að við mæðgur erum báðar mjög hrifnar af nýju Beth Orton og hún hefur sungið viðstöðulaust fyrir okkur í þennan tíma. Svo finnst okkur voða gott að kúra undir sæng fyrir framan Sesamestrasse að morgni dags. Á hinn bóginn finnst mér pínu mál að burðast bæði með Ísold og búðarpoka upp á fimmtu hæð og það undarlega við þetta er að mér finnst þolið mitt ekkert vera að aukast. Svo sakna ég hlýjunnar í rúminu á nóttinni og að ég þarf ekki að þrílæsa útidyrahurðinni og stara á litla ljósið í eldhúsinu til að sofna með Aet mér við hlið. Hins vegar er ég búin vera gera smá forsmekk að vorhreingerningu(ekki segja honum) þannig að allt verði spick og span þegar hann kemur. En mest langar mig í svona svona til að minnka álagið og gera heimilið bleikara.

sunnudagur, 26. febrúar 2006

morguninn


Vaknaði við að Ísold stóð upp í rúminu sínu og æpti á sinn einstaka hátt. Þá var farið á fætur með en semingi þó. Hafgragrautur látinn malla, lýsisflaskan tekin úr ísskápnum. Eitt stykki kúkur þrifið af rassi barnsins og hún látin í sunnudagsfötin. Sest við eldhúsborðið, ég enn í náttkjól(verð að fá mér fleiri sunnudagsföt til að eiga í við dömuna). Síðan var pínutiltekt og bert og ernie sett í gang. Ísold farin benda endalaust á vídeótækið þegar þeir eru ekki í gangi. Arnar hringdi svo í okkur mæðgur og fengum að heyra frá rokkævintýrum hans í Leipzig, Ísold sagði halló og kyssti símann(hún kann sig).Og hvað á svo að gera á þessum annars snjóhvíta morgni- ja ætli við höldum okkur ekki bara innivið,þrífum og huggumst. Fékk ferskan aspas á markaðinum í gær, og er að spá í metnaðarfulla súpugerð.
Aspasinn fengum við á uppamarkaðinum við Kolwitz. Markaðinn sækja nýorðnir foreldrar á aldrinum 3o og eitthvað til 40 og eitthvað, þeir eru langflestir með buggaboo barnavagna sem er rándýr og er líklega stöðutákn þarna í hverfinu. Ilmur af blómum, kryddum og nýbökuðu brauði umlykur mann þannig að ég stóðst ekki mátið og keypti alls kyns grænmeti, mangóávöxt og finnskan lakkrís þó verðið sé ekki í lægra lagi. Nokkrir cúrríwurstbásar eru þarna inn á milli og á einum þeirra var boðið upp á Kolwitz yuppie menu sem inniheldur auðvitað cúrríwurst með brauði(berlínskur skyndibiti) franskar og Kampavínsglas(kostaði tíu evrur sem er nú ekki gefið), Ég hins vegar lét mér nægja eina kúrríwurst enda búum við nær Helmholtzplatz( sem hefur enn ekki náð þessum standard).

föstudagur, 24. febrúar 2006

groundhog day

Jú við spjörum okkur stúlkurnar hér á Danziger, enda þýðir ekkert að vera með einhverja kvenrembu annars.
Í gær var einn liður í að vera sjálfstæður kvennmaður í stórborg settur í framkvæmd, ég hætti mér út fyrir hverfið og það þýðir að fara upp og niður stiga með barn og kerru. Tilgangurinn var að fara til Saturn og ná í tæki sem var þar í viðgerð. Á leið þangað tók ég eftir að ég var með pöntunarnúmerið en ekki sjálfa kvittunina og hugsaði sem svo að þeir hlytu að gefa mér séns. "kein problem" sagði maðurinn í afgreiðslunni þegar ég sagðist ekki vera með tiltekna kvittun en eftir að hafa fundið gripinn og litið á skilríkin skiptir hann skyndilega um skoðun og biður um pappírinn. Nú hugsa ég og reyni að stauta út úr mér að hann hefði ekki þurft þessa pappírs fyrir mínútu síðan. Auðvitað tekst það engan veginn, maðurinn horfir stífur á mig og bregður ekki svip," kannst du englisch sprachen" segi ég "Nur deutsch" hreytir hann út úr sér. Óþolinmóður kúnni býður fram túlkaþjónustu sem afgreiðslumaður afþakkar því hann þurfi aðeins þennan"#%#$"#$ pappír. Og hvað gerist þá suður frakkinn/íslendingurinn eða hvað það er kom upp í mér og ég þaust út hrópandi I hate you german people YOU ARE SO (smá hik var að hugsa fasisti) en sagði UNPOLITE...hum. Auðvitað rauk ég í ubahnin og tveir velviljaðir þjóðverjar hjálpuðu mér sitthvoran stigann með kerruna, hljóp og náði í pappírinn fór aftur í ubahnin fimmti þjóðverjinn þann daginn hjálpaði mér með kerruna upp stigann og síðan sá sjötti á potsdamer. Enn var ég engu að síður að blóta allri þjóðinni þó þann daginn hefði heill tugur séð af dýrmætum tíma sínum til að bera kerruna fyrir mig upp eða niður stiga á lestarstövðum. En hvað um það tvær ferðir á Potsdamer Platz sama daginn, Ísold sofnaði í fyrstu ferðinni á leið til Potsdamer og vaknaði ekki fyrr en í seinni ferðinni á sömu leið. Já svona líða dagarnir í Berlín þar sem er nota bene alltaf mun kaldara en í Reykjavík.

fimmtudagur, 23. febrúar 2006

roadtripp með Abba

Sitjum hér mæðgur að morgni dags á Danziger, Í gær fór ég til Hamborgar að leysa út þorramat(ekki spyrja, á einum tímapunkti stóðu nokkrir íslendingar yfir einum kassa af þorramat í bílskotti og voru að velta fyrir sér magn hákarls, þetta leit nú mest eins og eiturlyfjaviðskipti.). Þó stoppið í borginni væri stutt var gaman að sjá aðra borg, finna sjávargoluna og ekki amalegt að fara í roadtripp um þýskan autobahn. Við neyddumst til að hlusta á þýska útvarpið allan tímann þar sem engin var geislaspilari. Eftir akstur fram og til baka leið mér eins og ég væri búin að hlusta á ABBA(sem mér finnst reyndar fín hljómsveit en í hófi) í tvo sólarhringa, þessi tónlistarsmekkur þeirra hér getur gert hvern mann vitlausan.
Í dag er Arnar hins vegar á leið til Frankfurt, hann fór löngu fyrir sólarupprás og er að fara í rokkferðalag með kimono. Jæja maður hefði nú haldið að ég myndi sleppa við svona rokkútstáelsi þar sem unnustinn er ekki í hljómsveit en nei nei, svona er rokkið víst. Við mæðgur verðum því einar í næstum viku. Planið er að hafa það mjög huggulegt, leita að uppskriftum sem innihalda hindber, horfa á bert og ernie í sesamestrasse( Ísold dýrkar þá og Arnar líka reyndar) og aldrei að vita nema einhverjir kíki í heimsókn.
frúin í Hamborg

sunnudagur, 19. febrúar 2006

Konudagskaffi og afmæli

Afmæli Arnars míns í gær, sem byrjaði með sólarglætu inn um gluggann og sólskinsbrosi frá tveimur stúlkum. ísold gaf föður sínum fallegan pakka með innrömmuðum myndum af þeim feðginum. Síðan var tekið til við að vaska upp, hlaupa út í bakarí og eiga síðan ljúfa stund við afmælisborði. Við fórum svo í göngu um hverfið og virkileg vorlykt var í lofti að sjálfsögðu næg til að Arnar færi skyndilega úr að ofan og ekki í fyrsta skiptið þann daginn - ótrúlegur maðurinn. Kvöldið var með vinum (og ókunnugum), bjór og pizzu( klassískt) og haldið á krútthátíð glöð í bragði.
En hátíðunum linnir ekki því í dag er konudagur, já og meira að segja þjóðlegur. Hann byrjaði svipað þó fólk hafi verið ryðgað. Ísold var í það minnsta sett í kjól sem tvær konur gáfu henni í afmælisgjöf, þær Brynja og Þorgerður og var hún valkyrja dagsins. Þegar við svo konur heimilisins fengum tíma einar buðum við óvænt tveimur öðrum konum, þeim Eddu og Önnu Líf í konudagskaffi. Vaskað var upp, lagað til eftir litlu valkyrjuna og bakaðar heilsupönnukökur með ólífuolíu og sojamjólk. Konumál rædd í þaula- það er hreinlega ekki tekið út með sældinni að vera kona í dag.
Um huga minn flæddu ýmis konumálefni:
Í fyrsta lagi finnst mér sorglega mikið af ungum konum hreinlega fyrirlíta konur sem skilgreina sig m.a. sem femínista. Hvers vegna er mér stundum óskiljanlegt. Nei maður hendir ekki öllu skarti og hégóma og fer í rauða sokka, maður vill aðeins að konur(dætur) fái tækifærin öll(launin; athyglina; sjálfstæðið) , ekki til að vera karlar í karlaheimi heldur til að fá tækifærin sem kona.
Ég er orðin leið á karlrembubröndurum sem fjalla aðeins um að femínistar séu húmorslausar og bitrar rauðsokkur. Hvað þá þegar einhverjir karlar eða konur segja manni að það sé manns náttúrulega ástand að þrífa og skúra gólf og rökin eru þau að jú stelpur vilja vera í bleiku frá barnsaldri og vilja leika sér að dúkkum og straujárnum - vond rök þar.
Í öðru lagi er húsmóðurstarfið farið að íþyngja sálarlífi mínu finn mig ekki í endalausum þvottinum, ég vil fara gera mína hluti, udvikla mig. Allt í einu finnst mér kaldhæðnislegt að hafa skráð mig sem húsmóður í símaskránna í bríaríi með góðri vinkonu, fannst það gott mótvægi við spjátrunga sem vilja skrá sig sem lífskúnstnera eða snillinga(og hafa enga innistæðu fyrir því). Ég er ekki kona og barn, ég heiti Móheiður og ég á dóttur.

þriðjudagur, 14. febrúar 2006

Heilagur Valentínusí dag keypti ég afskaplega litaglaðan skúffuskáp fyrir stofuna og í gær fjárfesti ég í rósabúnti í plús, hjartalaga osti og tveimur konfektmolum handa manninum sem talaði við Mr Cave í dag. Ég hlusta ekki lengur á þjóðernishyggjuhátíðarhaldara sem vilja aðeins halda upp á eitthvað ef það var gert í den í moldarkofunum. Reyndar langar mig að ganga skrefinu lengra og fara safna hátíðisdögum úr sem flestum menningarheimum. Þessi endalausa lúterska nægjusemi "það eru ekki jól á hverjum degi" er að gera út af við mig. Ég veit að það er haldin kúluskítshátíð í Japan( heil hátíð vegna þörunga þarf betri ástæðu), svo væri hægt að halda upp á rússnesku jólin og kaupa jólagjafir á útsölunum, nú svo er kannski hægt að halda upp á nýárið með kínverjunum(og kínverjum) og gert aðeins auðveldari nýársheit. Svo væri hægt að halda ramadan með múslimum og líta á það sem heilsuátak.En það má alls ekki gleyma aðaldeginum nefnilega Heilögum Patreki;) sem er á næsta leiti.
Ps. ef þið vitið um einhverja góða hátíðisdaga, látið mig vita.
.

mánudagur, 13. febrúar 2006

u-bhf Eberswalder strasse


u-bhf Eberswalder strasse
Originally uploaded by pipiogpupu.
Við tökum ekki bara myndir af barninu þó hún sé endalaus uppspretta myndefnis. Tók nokkrar myndir af hverfinu í gráum litum því þó sé orðið frostlaust þá er enn vetrargrámi yfir öllu saman og jafnvel svolítið ófókuseruð stemning í gangi.

laugardagur, 11. febrúar 2006

föstudagur, 10. febrúar 2006

framtíð óskast

plön mín fuku út um veður og vind, nú vantar mig einhverja framtíð og það pronto. En nú langar mig helst að grúfa mig djúpt undir sæng og þegar ég vakna verð ég í rauðu bárujárnshúsi blár reykur liðast um og ég heyri blaðsíðum flett ótt og títt.

miðvikudagur, 8. febrúar 2006

hiti og klukkan

var sem sagt klukkuð af tveimur Eðalstúlkum, þeim og Eddu og Evu þannig að ég get ekki skorast undan.

Fjórar vinnur sem ég hef unnið við:
Guide/leiðsögumaður um ísland.
Unnið á fjórum leikskólum og nú síðast á Barónsborg sem var einkar ljúft
Menningarritari franska sendiráðsins, mjög súrt.
afgreiddi í hinni goðsagnakenndu plötubúð Japís.

Fjórar bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur.

Fyrst ber að nefna allann katalóginn hjá hjartaknúsaranum Woody Allen.
La boum, frönsk unglingamynd í hæsta gæðaflokki með Sophie Marceau.
Love actually
la double vie de Véronique(hljómar kannski yfirlætislega en ég held bara rosalega mikið upp á þessa mynd)

Fjórir staðir
Ólst að mestu upp á La petite chartreuse,15 í Aix-en-Provence
á nokkrum stöðum í kópavogi Þ.á.m Skjólbrautin og Holtagerðið sem voru fastir punktar
í mínu flækingslífi sem barn.
á Egilstöðum
Rue de Paris í París hvar annars staðar
Í Reykjavík á þónokkrum stöðum, Bleika húsið á laugaveginum var náttúrulega stórbrotnast með klóssettið úti og stundum varð ég að moka snjó til að komast þangað inn. Já og að lokum Danziger,Berlin. komin vel yfir fjóra staði en trúið mér þetta er stytt útgáfa.

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla
My ó my ....SIX FEET UNDER ég gjörsamlega dýrka þá og við erum rétt að byrja á 1. seríu
Sex in the city
twin peaks, þó ég hafi aðeins séð 1. seríu.
desperate houswifes

Fjórir staðir sem ég heimsótt í fríum
Færeyjar
ástralía og japan(með mömmu)
austurríki, þýskaland og tékkland(í hinu margrómaða bakpokaferðalagi um hjarta evrópu sem við arnar fórum í um árið)
London þegar Arnar hélt upp á stórafmæli

fernt matarkyns

cous cous(hjá mömmu)
mousse au chocolat
grónagrautur (hjá ömmu í skjólinu)
jarðaber

Fjórar heimasíður sem ég skoða daglega
Nú það er bloggyfirferðin
gmailið
mbl.is
ruv.is(hef saknað fréttanna upp á síðkastið

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á
á tíu dropum með stelpunum
á suðrænni eyju
í fjallakofa í ölpunum
á sígrænu írlandi

fjórir bloggarar sem ég klukka
Tinna
Tinna
Baldur
Stella


Annars ætlaði ég að láta ykkur veðuráhugamenn vita að það er búið að vera frostlaust í tvo heila daga Júhú, sem er mjög fín tilbreyting. Lenti hins vegar í alvöru íslensku slabbi í fyrradag á hjólinu, algjört helvíti en nú get ég gengið um í fínu gúmmístígvélunum mínum.
Í þessum skrifuðum var dóttir mín að hvolfa hálfum pastapoka á gólfið svo að síðar.

sunnudagur, 5. febrúar 2006

BA!


BA!
Originally uploaded by pipiogpupu.
setti inn örfáar myndir, en við höfum verið svolítið löt í þeim bransa undanfarið

föstudagur, 3. febrúar 2006

gestir

Fréttir herma að þau Brad og Angelina séu í berlín og ekki nóg með það heldur komu þau í heimsókn.... í hverfið sem sagt. Þau fóru með börnin tvö og bumbuna í dótabúð hér við Helmholtzplatz sem er í 3 mínútna fjarlægð og dótabúðin er einmitt uppáhaldsdótabúðin hennar Ísoldar jafnaldra hennar Zöhöru Pitts. ÚHÚ ekkert smá merkilegt finnst ykkur ekki.
Ísold hins vegar segir halló í tíma og ótíma á milli þess sem hún segir vá, mamma og pabbi. Ég ætti kannski að fara lesa schopenhauer fyrir barnið til að auka orðaforðann, veit að ég segi álíka mörg orð á þýskunni. Er orðin fremur leið á þriggja orða setningum og á að hljóma eins og indíáni. Danke shön
Annað fréttnæmt er að það er harla neitt frost, ég er komin á berlínarbloggkortið undir eberzwalder u-bahnstöðina(s.s. stöðin okkar, lína 2 og takið eftir ég er næstum hætt að kalla u-bahninn metró), þannig að tékkið á því.