mánudagur, 29. desember 2008

Krumminn á skjánum


Ég veit ekki hvað krumminn krúnkaði sem við Stella frænka og telpnahjörðin mættum í dag hjá Rútstúni, ég veit hins vegar að það getur varla verið verra en heimsósóminn sem vellur út úr öllum fjölmiðlum. Skammdegisþunglyndið sem vanalega tekur við af jólunum er hjá mörgum veruleiki jólanna í ár. Desembermánuðurinn okkar hefur líklega ekki verið mjög frábrugðinn öðrum, við tókum þátt í stressinu með því að tvíbóka hverja mínútu fyrir jól. Allt til þess að geta svo haldið börnunum hátíðleg jól og slappað af...það eru allir svo mikið að stressa sig á því að ná að hvíla sig, lesa allar jólabækurnar, baka í rólegheitunum og prjóna allar jólagjafirnar. Mitt í öllu kaósinu, dafna börnin saklaus af glæpum góðærisins.Verður afkoma barnanna tryggð? Hvort Björgúlfarnir, Davíð, síungi gráhærði bankastjórinn eða hinir alsaklausu(í þeirra eigin huga) leiði hugann einhvern tíman að því, leikur mér forvitni á að vita. Ekki á svo að skiljast að ég sé svartsýn eða þunglynd, ég er nokk bjartsýn á að fá vinnu þegar minni lýkur að fjölskyldan geti lifað sæmilegu lífi í skuldafeninu.
Kannski er þetta kæruleysi eða aðgerðarleysi, því ekki er hægt að segja ég hafi verið aktíf í andófinu hef ekki mætt með slæðu við opinberar byggingar þennan mánuðinn þó frumburðurinn sé búin að lýsa því yfir að hún sé búin að fá nóg af mótmælum. Verst þykir mér þó að flestir þeir er stóðu í þessum glæpum sitja þarna í sætum sínum senda manni ekki einu sinni jólakort (sem í stæði, Takk kæra þjóð fyrir að leyfa okkur að taka ykkur í "#$%T%/Y$U), hvað um það!


Næst á dagskránni hjá okkur er að halda upp á fæðingarafmæli tveggja snótra, gullmolanna okkar( sem eru fæddar á sitt hvoru árinu sitt hvoru megin við áramótin...er þetta skiljanlegt stærðfræðingum?), búið er að panta balletköku af foreldrunum því þetta á að vera prinsessuafmæli hið mesta. Við sem höfum staðið okkur með prýði hingað til í afmæliskökugerðinni erum nokkuð stressuð því kröfurnar eru gífurlegar...hvernig á balletkaka að vera eiginlega? spyr maður sig, og ekki dettur mér til hugar að panta fullbúna köku frá kapítalísku bakaríi. Snót númeró dúó er búin að eiga afmæli og varð tveggja vetra með miklum glans fimm dögum fyrir jól, hún og skyrgámur eiga þennan dag sameiginlegan. Fékk jólaball og míníveislu, varð altalandi og alsyngjandi í kjölfarið. Miklar meiningar hefur hún líka um hvernig hlutunum skal háttað og síðast en ekki síst skulu allir vera kurteisir við fröken Karólínu Thoroddsen! Eða eins og hún orðar það við systur sína og hnykklar brýrnar "EKKI DÍÐA ANÖNU" (hún kann að segja sitt fulla nafn en kýs þó að kalla sig anana sem hún beygir með glans eða hreinlega Anna) móðirin er hæstánægð með dótturina enda góður kostur nútildags að standa fyrir sínu.

miðvikudagur, 10. desember 2008

la sofasaga


Já, þeir eru mættir í stofuna til okkar og nei það þýðir ekki að rúv séu að taka kreppufortíðarþrána út í ystu æsar. Okkur áskotnaðist nefnilega nýr sófi og með honum stól í stíl, það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá gripinn var nefnilega Derrick-það er einhver munchen áttatíubragur á honum, traustur úr brúnu leðri og þægilegur. Derrick er sko ekkert annað en ávísun á notalegt kvöld með afa og ömmu fyrir einhverjum áratugum í mínum huga, matarkex og jafnvel moli frá einum af felustöðum afa, stefið og skýrmælt og hófstemmd spenna. Þegar Derrick og stóllinn komu varð ljóst að stóllinn er ekki síðri en sófinn og hefur sá hlotið nafnið harry Klein. Í þessum skrifuðu orðum sit ég í harríinum með fótaskemil og það er algjörlega yndislegt ég prjóna jafnvel hraðar í honum en í gamla. Fínu frúarsófinn úr vesturbænum var orðinn ansi lúinn eftir trampólínæfingur yngstu kynslóðarinnar hér á bæ en það verður að segjast að sá stóð sína pligt þrátt fyrir allt.

laugardagur, 6. desember 2008

Vííííííííííí


Vííííííííííí, originally uploaded by pipiogpupu.

skemmtilegar myndir frá krepputímum, yndislegar ferðir í sumarbústað með frænkunum, Ólafsfjarðar ferð með Tinnu und co og bara svona beisik mótmæli og önnur borgaraleg óhlýðni ;)

föstudagur, 5. desember 2008

alles mugligt

Ætlar engin flokksbróðir Stalíns Oddsonar að klappa honum á bakið og leiða hann á heilsuhæli, maðurinn er búinn að vera of mikið og of lengi að klúðra hlutunum konunglega. Hann þarf bara hvíld, af mannúðarástæðum.
....
Annars er jólaskapið komið með tilheyrandi stressi yfir því að ég nái að njóta aðventunar nógu vel, með því að baka nægilega oft með stelpunum, með því að smíða, prjóna, klastra saman jólagjöfum, vinna, læra fyrir próf. Samt vil ég helst ná að slappa mikið af liggja undir sæng, borða mandarínur og piparkökur...íslenska aðventan er alveg yndisleg þversögn.
.....
Stelpur eru búnar að fá jólaklippinguna, eru sætari en allt jólasælgætið til samans, farnar að syngja jólalögin og búnar að baka í leikskólanum.
......
Aldrei þessu vant var ég nokk ánægð með tilnefningar til bókmenntaverðlauna og þá sérstaklega með ÓÁÓ.

fimmtudagur, 27. nóvember 2008

endalausa langavitleysa

já ég er að tala um ástandið/kreppuna/ömurleikann/íhaldsklúðrið/afleiðingar kapítalismans...já segið svo að hann virki, segið svo að íhaldið viðhaldi stöðugleika í fjármálum. Hverjir missa svo vinnunna eru það þeir sem gáfu vinum sínum ríkisbankanna, eru það vinirnir sem gátu ekki hætt að græða í bönkunum...ó nei!
jamm ég þarf mína útrás eins og aðrir!

öööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööö

annað er það frétta að auðvitað erum við markeruð af þessari fjárans pólitík, uppfull af áhyggjum og kvíða förum við þó á mótmælin og gerum okkar besta í andófinu. Það er ekki hægt að láta menn komast upp með þetta. Vonandi hættir svo fólk að kjósa þetta íhald.
uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

Börnin eru sem betur fer uppfull af gullkornum og gleðistundum. Og svo fara jólin að koma sem er einn annamesti tími þessarar familíu, jól plús tvöfalt afmæli.
Karólína syngur og syngur og talar og talar, hún er líklega á hápunkti máltökunar, öll orð eru endurtekin og skiptir litlu hvort hún skilji þau eða ekki, segir flóknar setningar og veit sko alveg hvað hún vill ekki. Hún kann að sýna skap sitt og er með sérstaklega sætan fýlusvip :( algjöra skeifu(sá svipur er fengin úr minni föðurætt;).
Ísold er orðin mjög upptekin af táknmálinu sem er kennt á leikskólanum, hún kennir mér að meðaltali eitt til tvö ný tákn á viku. Ég sjálf fór að læra táknmál í leikskólann eitt kvöldið svo ég skil eitthvað af því sem hún er að tákna. hún er líka á hápunkti bleika/prinsessu skeiðsins, kjólar, sokkabuxur, bleikt og fjólublátt eru aðal málið. En svo er hún líka farin að pæla mikið, hún er hugfangin af fólki með brún andlit frá afríku og langar mikið að fara þangað, spáir í lífsins spurningum en tekur líka hlutverk eldri systur mjög alvarlega og er mikið í því að kenna Karólínu að bera rétt fram og sýnir henni mikla umhyggju.
Systurnar eru líka farnar að leika sér mjög mikið saman og Karólína komin á þann aldur að nú verður hún að vera með í öllu, ekkert smábarn lengur. Svo eru þær að toppa í mömmustelpustælum sem þýðir afbrýðisemisköst og getur verið mjög þreytandi fyrir mömmuna.
lifið heil!

laugardagur, 25. október 2008

fyrsta vetrarnóttin

stundum (eins og foreldrar ungra barna vita) þá geta næturnar eða nætursvefninn farið fullkomlega úrskeiðis. Þannig var nóttin okkar, ein systirin vaknar upp með harmkvælum og hin vaknar líka, allt í einu eru þessir litlu líkamar búnir að hertaka hjónarúmið svo við foreldrarnir liggjum í sitthvoru horninu með lítið horn af sængunum tveim. Svona um miðja nótt er maður nú ekkert sérstaklega undirbúin undir táhögg í andlit eða spark í magann, þegar svo systurnar fara í sólbaðsleikinn eða trampólínhopp, heyrist í aumum röddum foreldrana "það er nótt, elskurnar mínar...lokiði augunum" Nei nei þær létu ekki segjast yngsti fjölskyldumeðlimurinn fór að syngja öll lögin sem hún kann, afi minn og amma mín, gamli nói (reyndar sungið pabbi pabbi pabbi nói), dansi dansi gúkka mín og frumburðurinn vildi bara knúsa og vernda þá litlu með alls kyns tilfæringum. Nei örþreyttir foreldrar voru ekki að hugsa hve stoltir þeir væru af þessum hæfileikaríku og umhyggjusömu einstaklingum....þau vildu bara sofa. Eftir tveggja tíma þref, sækja vatn og þetta venjulega. Þá fór móðirin með ungana í sína eigin rúm, sú litla ætlaði sko ekki að láta segjast og varð alveg snar, móðirin reyndi að rugga litlu í svefn en ekkert gekk og hálf nóttin ónýt. Brá þá móðirin á það ráð að leggja litlu systur við hlið stóru systur, lét síðan hina undurfögru rödd Sigríðar Thorlacius leika fyrir svefni af hinni stórgóðu plötu gilligill....Og viti menn, systurnar sofnuðu í faðmlögum og foreldrarnir líka!

mánudagur, 20. október 2008

Brúðkaupsferðin og kannski síðasta ferðin!


Brúðkaupsferðin, originally uploaded by pipiogpupu.

áður en íslendíngar hættu að vera hipp og kúl yfir nótt, heimskreppan sprengdi íslenska kapítalismann og forsetafrúin fór að éta gullbryddað svið....þá fórum við til Berlínar í áhyggjulaust og skemmtilegt frí.

fimmtudagur, 9. október 2008

kreppuljóð

Kreppuljóð

(tileinkað S.S. 100 ára)

Tunglið er úr osti
og krónan er úr sandi
rann milli fingra sauðmanna

Úlfur úlfur
hrópaði hann
og Eyjan sökk í djúpt skuldahaf

björgúlfarnir flugu
á svörtum einkahröfnum
með skuldahala króna á eftir sér
eins og smástirni á svörtum himninum

Í Portúgal sitja þeir á plaststólum
Í kremlituðum frottésloppum
pappírinn orðinn að tisjúi
og orðstírinn að deigi

Við sitjum í súpunni
með steisíón bíl og kassalaga einingahús
tilboð á myntkörfum í toisareöss
og það er reykt ýsa í matinn.

Tíminn og vatnið
eða var það Tímon og Púmba á fréttatíma,

Verður gapastokkur á hallærisplaninu?

fimmtudagur, 2. október 2008

hvað skal gera!

jú ætli maður sé ekki orðin þunglyndur út af kreppunni miklu, farin að lesa viðskiptasíðu mbl, libération og le monde, kíki reglulega á eyjuna og allt kemur fyrir ekki, kapítalisminn virðist vera að falla. Peningaupphæðir sem erfitt er að skilja eru að hverfa í eitthvað efnahagssvarthol..

En hvað er hægt að gera þá, er búin að safna saman nokkrum kreppu/aðhaldsráðum svo ef þið pitchið inn þá get ég jafnvel grætt heilann helling næstu jól!!!(ég er ekki að tala um þessi einföldu eins að spara peninga og setja inn á bankareikning(enda virðist það ekki borga sig), eða versla í bónus(verslar einhver í nóatúnum nú til dags?).
kreppuráð

dagleg neysla
Drekka kaffið í vinnunni eða í opinberum stofnunum(s.s. bönkum hehe) og hætta að kaupa kaffi á kaffihúsum eða í búðum.
nota sodastream tæki fyrir gosvatnsáhugafólk, ef tæki ekki til sleppa gosinu.
láta sér nægja eina heita máltíð á dag í vinnunni, skyr á kvöldin og láta bjóða sér í mat um helgar.
endurnýta endurnýta og já endurnýta...allt milli himins og jarðar
ónýt föt er hægt að sauma í og gera að einhverju allt öðru og nýtilegu
elda súpu og láta endast í nokkra daga
tína ber og mosa upp á fjallendi (þannig lifði fjallaeyvindur og túristar í háa herrans tíð) Og ganga þangað (sleppa frá þrælabúðunum sem kosta morðfjár ... Laugar)
tíska/fatnaður
retro...eða bara halló
ekkert vera kaupa ný föt á sig eða börn
fá föt af eldri börnum(höfum alveg fengið holskeflu undanfarið sem betur fer)
menning
allt sem er ókeypis er gott
listasafn reykjavíkur og íslands
internetafþreyingarefnisstuldur(hef aldrei stundað slíkt...hum)
horfa á gömlu vídeóspólurnar, dvd
Lesa (ÚÚÚúúúú)
þekkja tónlistarblaðamenn, þeir spila nýja músík og bjóða manni á tónleika
Jólin
eigum við ekki bara að gleyma þeim þangað til á útsölunum í janúar

efnahagsráð
biðja davíð um að þjóðnýta heimilshaldið!

að endingu ef ekkert af þessu er nógu gott þá er staðreynd að við þurfum ekki gucci, bang og olufsen, ittala eða levis! merkjasnobb er ópíum kapítalistans!

Annars veit ég ekkert hvað ég er að tala um hef aldrei átt pening eða kunnað að spara, veit minnst um það hvað er að gerast, hver er að búllía hvern davíð eða jón ásgeir.
þigg hins vegar fleiri kreppuráð.

fimmtudagur, 25. september 2008

haust

Jamm ég er netverutilvistarkreppu, eins og sést líklegast...myspace(hefur verið afskipt í þónokkurn tíma), feisbúkk, bloggið, myndasíðan er slatti mikil viðvera í tilbúnum heimi. Í heimi mannfólksins er alveg nóg við að vera...svo blogg um brúðkaupsferð, að börnin sem voru nýfædd í gær eru skyndilega orðin svo stór, kreppuráð, þvottafjallsbaráttan og svo auðvitað óendanlega gáfulegt blogg um allt milli himins og jarðar verður að bíða.
Læt þó flakka uppskrift af reyniberjahlaupinu sem tókst frábærlega hjá okkur Stellu:
slatti af reyniberjum tínd í garðinum og sett í frysti með greinum og laufum...

Berin sett í pott með greinum og laufum
epli skorin í bita (kjarni og hýði með)
látið sjóða í slatta af hvítvíni og epladjúsi (frakkar láta berin liggja í hvítvíni í marga daga)
þegar þetta er orðið að saft eru ber og epli sigtuð frá
saftin soðin með sykri einn á móti einum.

Hlaupið látið í krukkur og látið kólna yfir nótt með engu loki.
Það er afbragð með hreyndýri og með bláum osti auk þess sem það er mjög fallegt á litinn!

þriðjudagur, 9. september 2008

lune de miel

við erum á leiðinni í okkar eigin lune de miel/honeymoon/brúðkaupsferð... nei ekkert john og yoko upp í rúmi allan daginn með myndavélar í andlitinu, enginn gondóli,engin parísarklisja á pont neuf....Berlín... er áfangastaðurinn eða berlin by night. Það eru nákvæmlega þrjú ár sem við fórum þangað þá til þess að búa og við munum nú Gista hjá góðum vinum sem eiga einmitt heima beint á móti þar sem við áttum heima á danzigerstrasse. Annars er planið rómantískt og nostalgíst....smá frí frá tímon, púmba seríosinu og hinu daglega amstri (ekki hægt að uppljóstra öllu hér)Litlu píurnar okkar verða auðvitað í góðum höndum bæði hjá ömmu og afa á sólvöllum og ömmu rós!
Hins vegar er ég ásamt næstum allri þjóðinni byrjuð í líkamsrækt(bikiniform fyrir jólin), nánar tiltekið rope yoga(sem mér finnst hljóma einstaklega dónalega) fer í laugar(þangað sem hálf þjóðin fer) teygi líkamann og passa mig að flækja mig ekki. Hef hins vegar orðið þess áþreifanlega vör að það er ákveðið dresskóde í þessum bransa litirnir eru svart hvítt og rautt...allt annað er algjörlega úti og ég lít að sjálfsögðu út eins og selur dulbúinn fyrir gaypride...kannski maður fjárfesti í eitthvað aðeins meira smart fur gymmið þarna í deutschland!
síðsumarmyndir komnar...

mánudagur, 1. september 2008

kreppa og sulta

haustið er komið, nokkrar vikur síðan mér þótti of kalt til að gista í tjaldi þó ungviðið sé enn að biðja um það. Sumarið er kannski helst til stutt...en hvað um það þó ég hafi verið löt við að skrifa hér þýðir ekki að ég hafi brallað neitt upp á síðkastið. Sultugerð á hug minn allann jafnvel þó ég hafi ekki unnið sultukeppnina (mér til mikillrar armæðu)
ég bjó þá til eftirfarandi sultu:
rifs 1kg
kirsuber 300gr frosin sem ég lét liggja í sérríi
svo var það vanillustöng frá madagasgar (en mamma gaf mér heillt búnt sem er öruglega gulls ígildi)
og sykur auðvitað

sultan hljóp ekki alveg nógu vel og varð helst til þunn, hins vegar á hún líklegast eftir að vera dásamleg út á ris allemand á jólunum.

í gær gerði ég svo krækiberjahlaup
notaði hinn yndisfagra kitchenaid þeytara til að merja berin
tók svo saftina og setti í pott með sykri og sítrónusafa
hafði sykur í minna mæli til að láta berjabragðið njóta sín
notaði hleypiefni að nafni gelatine
og úr var hið fínasta hlaup.

Svo gerði ég reyndar yndishindberjapæ líka læt kannski þá uppskrift hér síðar.

á döfinni er svo rifsberjachutney, uppskrift sem ég fékk á sólvallagötu,
oldstyle rifsberjahlaup og svo ætlum ég og Stella frænka að reyna við reyniberjahlaup....
spennó;)

mánudagur, 18. ágúst 2008

Hringur 2008


mætti kvennfélaginu mínu, originally uploaded by pipiogpupu.

Myndir úr hringferð fjölskyldunar eru komnar á alnetið, þvílíkur fjöldi mynda var tekin en þó flestar af stúlkum tveim og oft inn í tjaldi svo að þær gefa ekki alltaf miklar upplýsingar um hvar við erum. En hvað um það ísland er land þitt und alles, svo að...

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

flökkuhjarta, íjó og ammaló

síðsumars eru hugur og hjarta eitthvað eirðarlaus, þeim langar að ferðast um heiminn og upplifa eitthvað framandi og ævintýralegt. Þó virðast ævintýrin hrannast upp við þröskuldinn jafn ótt og títt og óhreini þvotturinn og er það oftast í companíi við litlu ævintýrakönnuðina mína. Um versló var farin ævintýraferð út í viðey ásamt fögru föruneyti Þorgerðar. Þar lék Ísold múmínmömmu og vék aldrei úr hlutverki, Karólína lék houdini, tókst að hverfa af yfirborði jarðar ofan í grasbala! Stelpurnar gistu eina nótt hjá afa og ömmu í bústaðnum og fóru svo með okkur í dásamlegan berjamó á nesjavelli ásamt systurhlutanum af Herðubreið. Karólína talar og talar, í miklu uppáhaldi eru ammaló og íjó(ammarós og júlían) Sá síðast nefndi var hetja heimilisins í síðustu viku þegar við vorum bæði komin til vinnu og ammaló í ferð svo að hann gerði sér lítið fyrir og hugsaði um stelpurnar alla vikuna, róló, hafragrautur og ýmis viðvik. Hvar værum við án hans veit ég ekki. Svo hafa systurnar leikið með frænkunum í hlíðunum, Áslaugu Eddu og Þórdísi Ólöfu í sundi og róló. ´
Sumarið á Íslandi er búið að vera alveg dásamlegt og með smá rökkri og berjum er það fullkomið (fyrir utan geitungana)þess vegna er mér illskiljanlegt hve flökkueðli mitt er sterkt. Að þessu sögðu þá erum við að plana ferð norður og svo alvöru rómóbrúðkaupsferð á fornar slóðir(Berlín) með hjálp ömmuló og íjó.

fimmtudagur, 31. júlí 2008

sumarið er tíminn

þegar maður/kona skrifar klisjublogg og áfram í þeim stílnum þá hef ég ekki farið á netið nú dögum ef ekki vikum saman. Já þannig á það að vera á sumrin er það ekki? ég er búin að gleyma existentialistaangistinni sem fylgir fésbókinni, lykilorðum á hinar og þessar síður. Hvað hef ég brallað í staðinn...ummm hvar á ég að byrja... Í fyrsta lagi vísitölufjölskylduhringvegaferðalag með stoppum í tveimur fáförnum en guðdómlegum austfjörðum var dásamlegt, veðrið elti okkur, eiginmaðurinn snúinn til útilegulífs og börnin elska tjaldútilegur svo mikið að eldri dóttirinn heimtar annað ferðalag í hvert sinn er við setjumst upp í bíl. Litlan hefur farið hamförum í prakkaraskap segir könguló með prakkararöddu hleypur eins og vindurinn og klifrar um allt. Veðruð fengum við að gista tvær nætur í parís norðursins í heimahúsi vina, þar hittum við kött að nafni Albert sem þó ekki væri stór var hann ógurlegt tígrisdýr í augum borgarbarna minna, þar fengu þær líka að smakka kókó pepps í fyrsta sinn... Akureyri er himnaríki. Svo var okkur boðið í afmæli í eyjafjarðarsveitinni fáeinar aldir aftur í tímann hlýjað sér við eld, borðuð heimaræktuð jarðaber með rjóma, pönnukökur bakaðar á heimasmíðaðri pönnu, víkingaknattleikur spilaður og geitur og kanínur skoðaðar í fjósinu. Já það er satt.
Þegar heim í borgina var komið var tekið til við að skoða leyndardóma höfuðborgar, sundlaugar í fjarlægum borgarhlutum kannaðar, fundum nýjan róló við seðlabankann (kannski bankastjórarnir ættu bara að taka nokkrar salíbunur ekki gera þeir gagn innanhús). Nú svo í dag kynntumst við árásarmáfunum við skítapollinn(tjörnina), borðuðum páfagaukaís, Ísold hitti bestu vinkonu sína af leikskólanum og fórum í geitungadrápsgrillveislu. Nú svo inn á milli bóna ég gólf, þvæ þvott, reiti arfa, berst við geitunga, brýt saman þvott og MAMMA Mía læt mig dreyma um að búa við miðjarðarhafið í vöggu heimspekinar grikklandi.mamma mía er frábær mynd hvað sem snobbarar og skarfar segja og ekki nóg með það hún er feminísk.

þriðjudagur, 15. júlí 2008

sumarfrí

við erum komin í sumarfrí, mislangt að vísu. Skotturnar eru ægilega ánægðar með þetta enda komin tími til að koma þeim aðeins úr rútínunni og eyða tíma saman. Ég eyddi helginni sem grasekkjumamma og það var sko tekið til höndinni, farið í gegnum föt og fataskápa kvennþjóðar hér á bæ. Síðan kom rokkaður og lúinn Arnar úr rokkdokumentation á austfjörðum og er nú búinn að raka sig og ég klippti svo makkann af honum, sum sé nýr maður og var Karólínu nokkuð brugðið þegar hún sá pabba sinn svona hálfberan á hausnum.
Systurnar leika sér meir og meir saman sem þýðir líka að þær æsa hvor aðra upp í alls kyns mishávaðasama iðju, hoppa, kitla og æpa úr sér lungun...Já það leikur sér! Það eru auðvitað mikil plön fyrir sumarfríið og strax búið að sprengja það með aktívítet af ýmsum toga. jamm og já var að lesa bloggið eitthvað aftur í tíman og sá ég að margar færslur enda á því að ég segist annars hafa lítið að segja...merkileg mótsögn en ég endurtek Á dagskrá næstu viku verður Áá daagskráá nææstuu viiikuuuuuu!

fimmtudagur, 10. júlí 2008

Maðurinn minn


Burt Reynolds-stellingin, originally uploaded by pipiogpupu.

sjón er sögu ríkari....
smá spennuuppbygging í brullaupsmyndamálum!

miðvikudagur, 9. júlí 2008

óbærilegur léttleiki tilverunar...

það er eitthvað svo undarlegt við það að þegar eitthvað endar og eitthvað nýtt tekur við þá er ákveðið millibil milli endisins og hins nýja sem getur verið óendanlega sorglegt nema maður finni fyrir andvara hins nýja.

útivera

við fjögur fræknu erum lítið innivið þessa daganna, yngsta barnið fer að hágráta um leið og við förum inn fyrir hússins dyr. Strax eftir leikskóla hlaupa stelpurnar eins og þær eigi lífið að leysa beint út í garð, í gær borðuðum við kvöldmatinn á la veranda, stelpurnar léku sér svo þangað til þær voru settar í bað og rúm. Um helgina gerðum við gott betur og gistum í tjaldi, raunar í annað skipti þetta sumarið sem við gistum við fagra vatnið. Í þetta skiptið hittum við fyrir Stellu Soffíu og Kristján og þeirra dömur. Frænkurnar Ísold og Áslaug Edda léku sér út í hið óendanlega og voru eins og tvær baunir í belg. Litla skvísan mín var líka í essinu sínu enda engir húsveggir nálægt og minnsta prinsessan á svæðinu virtist líða best í kúrulegum magapoka. Eftir ágæta nótt var þvílíkt kanaríveður í þjóðgarðinum og náðum við flest að flatmaga eitthvað og teiga expresso. Arnar sofnaði reyndar í sólinni með gleraugun á enninu og er með skemmtilegt far eftir það. Annars hef ég lítið að segja um mikið eða mikið um lítið þessa daganna, og á veröndinni er ein alaskaöspin í andarslitrunum að snjóa hvítum bómullarfræum.

þriðjudagur, 1. júlí 2008

summer dancing in ponderosa

Það verður að segjast að merkileg er hegðan íslendinga í sambandi við veðrið, fyrir utan þá margtuggðu staðreynd að hér er rætt um veðrið endalaust, hef ég einnig orðið vör við meðvirkni með rigningunni. Eftir því sem veðrið varð betra og gerði lífskilyrðin hér á landi bærileg fóru að heyrast fleiri raddir að nú þyrfti sko að rigna duglega eða við megum nú við smá gróðurskúrum eða hvar er þessi rigning sem veðurfræðingurinn var búinn að spá(með löngunartón)...og allt er þetta fyrir gróðurinn. Í löndum þar sem þurrkur er vandamál bíður fólk í marga mánuði eftir dýrlegum gullslegnum dropunum. Hér erum við búin að liggja í bleyti frá því í ágúst á síðasta ári og gróðurinn með og sjáist til sólar í meira en viku samfleytt er fólk farið að bíða eftir rigningu! Já þetta er óskiljanlegt og sérstaklega vegna þess að ég er jafn meðvirk með rigningunni og allir í kringum mig en eins og velflestir þá vil ég samt sem áður sem mest af sól og sumarblíðu...svo er það hin merkilega staðreynd með íslenska veðurfarið að hér kemur ekki rigning nema rokið fylgi...hvað er þetta með rokið og rigninguna þau eru jafn háð hvort öðru og paul og linda mccartney eða plokkfiskur og rúgbrauð...

fimmtudagur, 26. júní 2008

af öðrum merkisviðburðum

þá tók yngri dóttir okkar sig til og kúkaði í kopp í fyrradag og í gær pissaði hún í koppinn, við hin þrjú klöppuðum og æptum af fögnuði yfir þessu afreki hennar og þótti henni þessi mikla hvatning ekki leiðinleg...þeir eru misjafnir áfangarnir í eðli sínu en merkilegir engu að síður.

brúðkaupið 21. júní,

tíu árum frá fyrsta kossinum inn á herbergi í hinni rómantísku mývatnssveit. Það var haldið síðasta laugardag í garðinum okkar hér í norðurmýri. Og já ég blogga...nýgift kona með giftingarhring á vinstri hendi. Ég er ekkert sérlega vön að bera hringa svo ég stend mig að því þessa daganna að virða fyrir mér hringinn endalaust. Þó ég hefði ekki haft trú á því breytist margt á þessum tímamótum, meira en bara það að nú kalla ég Arnar, manninn minn...það mun taka mig einhverja stund að venjast af því að kalla hann kærasta(sem mér finnst reyndar svo fallegt orð). Brúðkaupið okkar var fullkomið, sól skein í heiði og allt gekk eftir sem við höfðum vonast eftir. gestirnir, veigar og veitingar, hljómsveitin, skemmtiatriðin allt saman varð að hinu yndislegasta gardenpartýi. En það er ljóst að til að standa að einu brúðkaupi er eins gott að eiga góða að, við hefðum aldrei getað þetta án ykkar, Takk allir, þið vitið hver þið eruð:)
Annars erum við enn í einhvers konar spennuáfalli og þvílíku gjafaflóði...takk kærlega fyrir okkur öll sömul. Lauma einhverjum myndum í bráð en nú þarf ég að fara skipuleggja útilegur, piknikk og bakstur með dásemdarhrærivél;)

fimmtudagur, 19. júní 2008

eins og hálfs árs í dag

Karólína er eins og hálfs árs í dag sem er auðvitað merkisafmæli, eftir helgi fer hún í eins og hálfs árs skoðun, þetta þýðir að Ísold verður þriggja og hálfs árs eftir nákvæmlega tvær vikur(þær hafa gert þessa útreikninga mjög auðvelda fyrir máladeildarmömmu sína). Annars er brúðkaupsundirbúningur í sögulegu hámarki sem er auðvitað alls ekki ástæðan fyrir því að ég er að blogga um miðja nótt... Verð að segja að við erum bæði mjög hissa yfir öllu því sem maður þarf að hugsa um í sambandi við slík veisluhöld og jafnvel þó maður fari ekki amrísku leiðina. Allt kom þó fyrir ekki og komumst við familian í sögufrægan hjólatúr niður í laugardal á þjóðhátíðardaginn, börnin sátu í makindum í forláta hjólavagni á meðan ég dró þau og Arnar bisaðist við að hjóla á lánshjóli frá bróður mínum. Þetta var hin skemmtilegasta ferð, vorum fremur heppin að sleppa við allt mannhaf miðborgar, drukkum kaffi í blómagarði og dýfðum okkur svo í ylvolga laug. Það gefur auga leið að þetta verður stundað í sumar.

mánudagur, 16. júní 2008

fimmtudagur, 12. júní 2008

Furry happy monsters

hvers vegna bankastarfsmenn tala við mig eins og ég sé enn í unglingavinnunni skil ég ekki. og OMG á nafn mitt er minnst í Se og Hör get ekki sagt að ég fíli það,þó ég hafi ekkert á móti því að á unnustans sé minnst. við familian erum bara sátt við að horfa á muppets allan daginn ef út í það er farið og er einn fjölskyldumeðlimur að verða ansi loðinn eins og persónurnar í þessu myndbandi!

þriðjudagur, 10. júní 2008

gæsin

jamm ég var gæsuð um helgina líkt og ektamaðurinn tilvonandi var steggjaður(eins og sagt er frá í blöðunum). Mér tókst að vera algjörlega clueless með þetta til ðe end,þannig að surpræsið var algjört:) Dagurinn hefði ekki getað verið betur skipulagðari, ofsalega ánægð með að fara í rómó sveitalaug, svo var búið til eitt stykki stell handmálað af afskaplega smekklegum og myndarlegum vinkonum mínum:). Rúsínan í pulsuendanum (eða quesadillaendanum)Santa Maria algjörlega langbesti veitingastaðurinn í öllum alheiminum með besta mexikóska mat(mexikóskur matur auðvitað er hreinn unaður) ekki er það verra að hægt er að ganga út úr veitingastaðnum án þess að biðja um yfirdráttarheimild(dásamleg verð).
Sum sé dásamlegur dagur með yndislegum fljóðum!

laugardagur, 7. júní 2008

Ég hlakka óstjórnlega til jólanna...

there, i said it...vitur kona sagði mér að þetta væri flótti frá brúkaupsstressi...hvort sem það er satt eða ekki þá fékk ég mestu gæsahúð allra tíma í jólasenunum á sex in the city myndinni.Myndin er alls ekki fyrir fólk með snert af brúðkaupsangist en hún er samt æði... Ég er fullkomlega laus við dómgreind í sambandi við sex und da shití , ég bara dýrka þær...En að öðru en mínu sjálfhverfa sjálfi.
Litla Karólína er búin í aðlögun í leikskóla stóru systur, aðlögunin gekk glimrandi og Karólína algerlega tók allt saman í nefið( hún er reyndar óþarflega huguð þessa daganna og var næstum búin að dýfa sér í laugardagslaug hérna um daginn). Ísold mín er glöð og kát með að litla systir sé komin og er voða upptekin af vinkonum sínum á leikskólanum þessa daganna. K er farin að segja nokkuð mörg orð og skilja mikið. Hún er farin að segja nafn frænda síns, Júlíans(ÍJA) en það var einmitt líka fyrsta nafnið sem Ísold sagði.
annað af viti hef ég ekki að segja, morgunhani heimilisins vaknar nú eftir fjóra tíma svo ég ætla að "hitt ðe sakk"

föstudagur, 30. maí 2008

Helsinki


hands around glass, originally uploaded by pipiogpupu.

Helsinki er geggjuð, Jussi og Maija eru yndisleg. Helgin okkar skötuhjúa í Helskinki tókst ótrúlega vel. Stelpurnar voru hér heima í góðum höndum ömmu Rósar svo við fórum út í góðum fílíng snemma á föstudagsmorgun. Eftir þriggja tíma flug sem við sváfum af okkur með galopin munninn út í loftið! Hittum við góða vini okkar frá Berlín Jussa og Maiju. En þeirra höfum við nú saknað sárt í tvö ár. Auðvitað hafði ekkert breyst við nema kannski að Arnar og Jussi voru farnir að líkjast meira að innan sem utan. Helgin var nýtt til hins ýtrasta í að smakka á finnskum veigum, spásséra um borgina, nokkrar plötubúðir þræddar, einn fatamarkaður(keypti þrjá kjóla á 3 evrur). Finnskt partý, rokkbarir þræddir ein af öðrum...annar hver finni er rokkari og hinn er þungarokkari...kreisí. Fórum á moskvabarinn að eigin ósk þar sem Arnar sjarmeraði alla með íslenskum rímum. Fórum í sveitina til vinkonu minnar frá því þegar ég bjó í París fyrir 12 árum! Nú og svo auðvitað sauna og rúsneskur kvöldverður. Helsinki áminnti mig um að ekki allir þurfa að falla inn í íslenska mótið það er alveg hægt að vera rokkforeldri, að það er yndislegt að ferðast og já okkur langar aftur sem fyrst og þá með stelpurnar og jafnvel í múmínland. Hellingur af myndum af okkur fjórum fræknum andlegum systkynum í rokkborginni.

mánudagur, 26. maí 2008

brúðarangist


ég bjó til nýja síðu fyrir brúðargjafalista og almenna brúðarangist. Við vorum í yndislegu brúðkaupi í gær og það er mánuður í okkar brullaup!
hér eru hugmyndir að gjöfum!!!LISTINN

miðvikudagur, 21. maí 2008

fíni sófinn!


Leggst með tilþrifum , originally uploaded by pipiogpupu.

með sófadealernum margfræga.

sunnudagur, 11. maí 2008

Mahnahmahnah!

Klassíker að sjálfsögðu, nú eru Í og K orðnar húkked og syngja menemene endalaust(báðar en sú eldri með meiri wiskýröddu en sú yngri:), Muppet show er æði!!!

þriðjudagur, 6. maí 2008

nýr sófi, nýtt líf

sit á glænýjum sófa sem er eldgamall, allt sitt líf hefur hann búið á ránargötu eða frá því húsið var byggt fyrir um 80 árum. Nú síðast í eigu fínnar frúr. Við fengum hann hins vegar í gegnum íbúa úr húsinu hvers nágranni var nýbúinn að kaupa umrædda íbúð þar sem sófinn átti dvalarstað. Sófinn, sögufrægi er kominn austur fyrir læk í norðurmýrina og situr undir húsmóðurinni í þessum rituðu orðum. Rósóttur, farin að láta á sjá, með bogadregið bak og fullkomlega heila gorma! Nú er bara sjá hversu vel hann á eftir að þola vistina og hvort hann endist lengur en draumaíkeasófinn. Já gamli sófinn(sem var mun yngri en nýji) var mikið hugarangur fyrir húsmóðurina og olli mér miklum sálarkvölum. Ektamanninum þótti nú þægilegt að liggja í þeim gamla og lét ekki galla hans á sig fá. Sá gallinn var á honum að seturnar gátu aldrei setið kjurrar og það var mjög erfitt að hafa hann í föstum skorðum. Litlu fínu dömunum mínum fannst gaman að renna sér á pullunum hvolfa þeim og búa til strönd. Hins vegar tóku þær hinum nýja heldrifrúarsófa úr vesturbænum ekkert ílla og eldri daman var búin að búa til strönd úr púðum fyrir háttinn. Sá gamli(ungi) fékk náðarsamlegast far á hauganna og var það húsmóðirin sjálf sem reif hann í sundur eins og reyndur hvalaskurðmaður. Merkilegt nokk!

mánudagur, 28. apríl 2008

vá hvað ég fylgist ekki með tækninýjungum!

Sit á bókasafninu, með tölvuna mína, hlusta á tónlist í itunes og var að komast að því ég er tengd öðrum itunesurum hér inni og get óski ég þess hlustað á tónlist fullkomlega ókunnugra stúdenta....þannig sameinust við mannfólkið í tónlistinni:)
You are my litle pandabear...and i love you...Kimya dawson.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

gleðilegt sumar:)

ferskt er sumarloftið eftir rigningu! eftir annasaman dag bað litla(eldri) stelpan mömmu sína um að teikna fjölskylduna á magann sinn og líka Áslaugu Eddu frænku sína úr hlíðunum. Enda fékk hún að prufa fína hjólið hennar í dag á klambratúninu og sjálf fékk hún líka hjól í sumargjöf, lítið bleikt notað hjól með hvítri körfu en kannski heldur stórt. Litlan(yngri) fékk að prufa þríhjólið sem er líka heldur stórt á meðan við foreldrarnir hófum tiltekt í garðinum. Mamma mín tók svo við ömmustelpunum seinni partinn á meðan við sukkum okkur í öll hin verkefnin sem bíða okkar, ég að þýða og Arnar að búa sig undir sumarmetalþátt, en nú er ég einmitt að hlusta á hann. Gleðilegt sumar fólk til sjávar og sveita (og þið sem villist hingað í frumskóg einkalífs-hugsanna)

þriðjudagur, 22. apríl 2008

vorið kom tveimur dögum fyrir sumardaginn 1.

það er prófatíð hjá mér og ég er frekar andlaus, ég virðist hugsa meira um verkefni og stúss sem ég þarf að klára þegar ég er búin með þessar ritgerðir.
Hins vegar eru stelpurnar hressar, sú litla alltaf að segja fleiri orð og sjöunda tönnin komin í hús, jaxl nánar tiltekið og hefur biðin eftir honum verið löng og spennuþrungin. Ísold tók smá svefntíma rebellion hérna um daginn og sagðist aldrei ætla að fara sofa eitt kvöldið. Hins vegar er ég sannfærð um að Í. sé b-svefntýpa og Karólína a-týpa, sem lýsir sér þannig að aldrei hefur verið neitt mál að láta Karólínu í svefninn á kvöldin en hún vaknar á bilinu sex til sjö, nær sjö ef við erum heppin. Ísold hins vegar hefur alveg sofið til níu, tíu og er stundum bara ekkert þreytt á kvöldin! Svo er það annað að þær sofa mjög ólíkt, Karólína sefur í einum rykk og vaknar næstum aldrei en Ísold virðist bæði sofa lausar og fá martraðir upp á síðkastið hefur hún verið að segja okkur frá alls kyns óraunverulegum hlutum um leið og hún vaknar sem við höldum að geti verið draumar. Já ég gæti skrifað og talað endalaust um svefn...
Við foreldrarnir fórum að hlusta á Í. syngja með deildinni sinni á leikskólanum um daginn, lag af plötu Hafdísar Huldar, englar í ullarsokkum. Ísold var því með vængi og í ullarsokkum yfir sokkabuxur. Söngurinn var yndislegur, krakkarnir svo klárir og þeir eldri voru meðfram því að syngja, að syngja á táknmáli(segir maður það?) litla barnið okkar stóð sig með prýði og var þetta eitt það krúttlegasta sem ég hef séð, sérstaklega undir endann þegar minnsti engillin(Ísold) fór að hoppa og dilla sér.
Eitt í viðbót er að leita að gammeldags tjaldi, þessum þríhyrningslöguðu frá seglagerðinni ægi, voru mjög oft appelsínugul á sínum tíma. Ef þið vitið um eitt slíkt sem ekki er verið að nota látið mig vita.M

föstudagur, 18. apríl 2008

ÍSold


ÍSold, originally uploaded by pipiogpupu.

setti inn nýjar myndir á flickrið og þá aðallega af litlum þokkadísum, já getiði nú!

mánudagur, 14. apríl 2008

vinnandi

Ég var að koma úr vinnunni! En ég er byrjuð í starfsnámi í þýðingum! Mér líst ótrúlega vel á þetta allt saman.
Annars var okrað þvílíkt á mér um daginn fékk pensilín út af hálsbólgunni sem var komin upp í enni og kinnholur(víðförult hor eða ætti ég að segja léttúðugt) pensilínið kostaði heilar fimmþúsund krónur og að meðtaldri læknisheimsókn, eyrnadropum handa K. og ýmissa lyfjanauðsynja varð ég næstum rúin að skinni. Nú ætla ég að mótmæla lyfjakostnaði með því að neita að verða veik, sjö níu þrettán! Svo ætla ég að reyna eftir bestu getu að gera mér ekki falsvonir um falsvor....mikið vildi ég að til væru kirsuberjatré hér í sveitinni því blóm þeirra á vorin taka öllum fram.

þriðjudagur, 8. apríl 2008

dagurinn í dag

Fiskar: Þú ert að læra ýmislegt fróðlegt að einni af áhugaverðar persónunum í lífi þínu. Það er ekki eins og þú gleypir við öllu, en það er gaman að pæla í þessu.

Ég er orðin enn óþreyjufyllri en venjulega eftir einhvers konar mið-evrópsku vori, fullkomlega óraunsæ. En hvenær, má ég spyrja hefur raunsæi eða venjulegt þótt áhugavert... Annars er ég með hálsbólgu og er á leið í táaðgerð. En þar er að finna áhugaverða manneskju í mínu lífi, dásamlegur fótsnyrtir. Nú vantar bara að pallbílaeigendur flytji til texas eða fái sér hjól, það má vera pallur á þeim hjólum mín vegna.

fimmtudagur, 3. apríl 2008

vörubílasinfónía

Þeir eru staddir á snorrabrautinni sem stendur eða eru að umkringja norðurmýrina hávaðinn er slíkur, þeir minna mig á bubba byggi þeir eru eitthvað svo krúttlegir svona farmslausir og litlir...Þurfum við ekki að fara skapa teppur í matvörubúðunum og flauta og gera alla brjálaða, matarverðið má nú bara ekki hækka mikið meira

þriðjudagur, 1. apríl 2008

móa finnur lykt af vori...


fórum enn eina ferðina á barnaspítalann í dag með skottið litla, hún er s.s. lasin. Góðu fréttirnar eru þær að hún er orðin 8.2 kíló sem er frábært því hún hefur staðið í stað svo lengi og fallið á kúrfunni. Já ég er eitthvað svo himinlifandi yfir þessu að mig langaði að segja öllum heiminum frá. Eins og sést á myndinni hér að ofan þá eru
allar þessar áhyggjur og veikindi búin að gefa mér þessa fínu bauga.
Annars fór ég frábæra kvennfélagsferð (Herðubreiðar) í sumarbústað þar var margt brallað en um það má auðvitað ekki spjalla hér á alvefnum. Arnar sá um börn og bú á meðan auðvitað með prýði. Ísold er voða mikið í ástarjátningunum þessa daganna, tók á móti litlu systur með þessum orðum í dag "Ég elska þig Karólína mín" og smellti á hana kossi. Við mig sagði hún þegar ég tók Karólínu úr skónum " sko, dugleg varstu, ég elska þig mamma" og fyrir svefninn sagði hún "mamma, pabbi og karólína elska ísold heitt"...sem sagt með jákvæða hvatningu og tilfinningahitann alveg á tæru. Í dag fann ég fyrir vorinu í fyrsta sinn og það var yndislegt.

þriðjudagur, 25. mars 2008

hamingjusund


Ég mæli með: ristuðu brauði með gráðosti og páskaeggi frá nóa...ummmmmmm dásamlegt; sundleikfiminni í vesturbæjarlauginni en ég verð að vera með litríka sundhettu eins og hinar konurnar næst; kræklingatínslu og áti með góðum vinum; að horfa á vídeó á morgnanna...ég dýrka það og að lokum mælist ég til þess að vorið láti sjá sig.

þriðjudagur, 18. mars 2008

afmælissimo

Þegar við vöknuðum í morgun segir Ísold við mig
"þú átt ekki afmæli núna á þá pabbi afmæli?"
Við bara fáum ekki nóg af afmælum hérna á auðarstræti. Afmæli mitt var yndislegt, það var lögð heil helgi undir heilagan Patrek enda ekki annað hægt.
Ég fékk dásamlegar gjafir og þar á meðal kampavínsfreyðibað frá mínum heitelskuðu sambýlingum sem ég ætla í eftir tilfinningaskyldunna.
Annars er ég nú orðin þrjátíutveggja og hef ég lært heilmargt síðan á síðasta afmæli t.d. að blanda cosmopolitan kokteil, að lita á mér hárið smjörappelsínulitað(það stóð blondissimo á pakkanum) og meira að segja eitthvað gáfulegt en hver nennir að lesa eitthvað mont. Takk allir fyrir allar kveðjurnar á mæspeis, feisbúkk, í smsum, símleiðis og feis tú feis....mér þykir svo vænt um það. Ban thai, lín, herðubreið, dansfélagi og aðrir fiskar fá líka sérstakar þakkir;)

Hér er ennþá veikindaástand, litla Karólína var víst öllum til mikillrar furðu með lungnabólgu...og einhvern slímtappa í lungunum sem við og sjúkraþjálfari erum að banka úr henni. Hún er líka komin á svaka járnmixtúru. Hún er nú samt ótrúlega hress, farin að segja helling að orðum, með betri lyst en ekki alveg nógu dugleg að hósta þessu hori upp úr sér.
Ísold er búin að vera mjög hress undanfarið en vaknaði með smá hitaslæðing í morgun, um daginn sagði ég við hana og skrifaði á töfluna hennar--við viljum vor-- hún bætti við "ekki hor", sem sagt nýja mottóið okkar. Hún segist líka elska súkkulaði og er ákaflega stolt af því að vera með brjóst og nafla.

miðvikudagur, 12. mars 2008

Móheiður

Konunafn, líklega "móður+heiður"...: hugbjört.
fann þetta í gömlu íslensku orðabókinni sú er var í eigu pabba, eins allar þær sem sitja hér á gamla skrifborðinu hans sem ég sit einmitt við akkúrat núna. það er dásamlegur ilmur í þeim.

mánudagur, 10. mars 2008

Juno


fór á dásamlega bíómynd í gær, Juno, stelpurnar munu fá að sjá þessa mynd á unglingsárunum í stað kynfræðslu af hálfu móður þeirra, það er víst. Tónlistin í myndinni er frábær, ótrúlega mörg uppáhaldslög og uppáhaldstónlistarmenn (kimya dawson sjá tengil til hægri). Ég kom heim afar æst yfir þessu og segi Arnari frá því að við verðum að útvega okkur þetta. Þá hafði hann fengið plötuna inn um lúguna fyrir helgi... ég er alveg hætt að greina hvað við eigum af tónlist. Nú eru stelpurnar í leikskólanum og við Arnar miklu hressari eftir að hafa fengið mikla hjálp frá mömmum okkar.... Mömmur eru æði, hvar væri maður án þeirra.
Í gær átti merkisvinkona afmæli, til hamingju Tinna! Í dag á æskuvinkona mín afmæli sem var herbergisfélagi á fæðingardeildinni og þá er vika í afmæli mitt, Jibbí.

fimmtudagur, 6. mars 2008

nú er nóg komið!

Mér hefur fundist nóg komið frekar lengi núna, ég hef reynt að detta ekki í sjálfsvorkunarpyttinn, margir hafa það mun verr, ég veit. Hins vegar erum við nú familian búin að setja norðurmýrarmet í samfelldum veikindum pestum og fleiri horrbjóði. Nú þegar við vöknuðum öll fjögur með magapest af verri endanum og tilheyrandi var mér eiginlega allri lokið. djöfull er mér farið að þykja þetta ástand ömurlegt. Nú er nóg komið, þið þarna guðir guðleysingja!
ps. það er ekki bannað að kommenta...

mánudagur, 3. mars 2008

Lumi for Jussi and Maja


Lumi for Jussi and Maja, originally uploaded by pipiogpupu.

snjór snjór endalaus snjór...merkilega líkt orðinu sjór. Fórum út á land fyrir helgi þar sem minn kærasti hélt fyrirlestur um pönk. Jussi var eitthvað að kvarta yfir snjóleysi í sínu landi svo ég bauðst til að senda honum okkar enda búin að fá nóg í bili. setti inn helling af myndum af stelpunum líka þær eru hreint ómótstæðilegar, prinsessurnar mínar. Í dag á æskuvinur minn afmæli, hann Olsen sem þýðir að ég á afmæli eftir tvær vikur, Úha!

sunnudagur, 2. mars 2008

tveggjabóluhlaupabóla

Það er saga að segja frá þvi, við erum sem sagt búin að bíða eftir hlaupabólunni á litla snúð núna síðan sú eldri fékk hlaupabóluna fyrir tæpum þrem vikum. Okkur var tjáð að við þyrftum líklega að bíða í þrjár vikur...það stóðst, við eyddum þessum þrem vikum í það að stara rannsakandi á barnið á degi hverjum. Í síðustu viku stóð biðin í hámarki því hún var heima vegna asmans. Á Hlaupaársdeginum þegar allir voru voða ruglaðir í útvarpinu, birtist ein pínulítil bóla á hálsinum og ég hugsaði ok, nú hlýtur hún að fara bresta á. En ekki virtist bóla (hihihih) á fleirum og ég pældi ekki meira í því. Daginn eftir var bólan eina orðin aðeins stærri... og síðla dags birtist ein á bakinu, dararardada. Eitthvað fannst okkur hún vera með hitaslæðing en samt vorum við ekki viss. Ætli þær komi ekki í nótt hersingin frá bólu. Í dag voru bólurnar tvær,systurnar, farnar að sverja sig í ætt við hlaupabóluna, stærri með vatni í. Hins vegar komu ekki fleiri bólur hvorki í nótt né í dag og það þrátt fyrir miklar rannsóknir, stækkunargler og alle græjer. Karólína litla með litlu bólurnar tvær var ekki með hita í dag en þó aðeins minni í sér en venjulega.Hver hefði trúað því að hlaupabóla væri efni í spennusögu. Hitt veit ég að pabba hefði þótt þetta skondin hlaupabóla sem kom á hlaupársdeginum. Góðar stundir.

miðvikudagur, 27. febrúar 2008Eftir miklar og háværar yfirlýsingar af minni hálfu að ég elski snjóinn þá verð ég að segja að mig langar nú til að eygja vorið. Ég er búin að fá nóg af því að horfa á snjóinn út um gluggann með veikt barn inni. Hins vegar geri ég mér fullkomlega grein fyrir því í hvaða landi ég bý og vona bara að vorið verði komið fyrir brúðkaupið okkar. Amma Rós gaf stelpunum lítið mannvirki sem ég fótbraut mig næstum við að hengja upp í tré, það var fyllt af dýrindis fuglakorni úr blómavali og á að fæða svanga fugla úr grenndinni eða hvaðanæva, við gerum engan fuglamun. Ég hef ekki séð neinn fugl gæða sér á þessu enn, kannski er fuglafóðrunarstöðin ekki nægilega hátt uppi en maður hefði nú haldið að allt væri hey í harðindum, það er að koma kreppa for crying outloud! Með þessu vonumst við sem erum í sóttkvíinu til að hafa eitthvað skemmtilegt að horfa á út um gluggann.
Gleymdi að láta flakka eitthvað af þessum gullkornum stelpanna. Ísold og ég höfum mjög svo notið þjónustu bókasafnsins í þessum veikindum öllum, síðast þegar við vorum þar sagði hún mér þegar hún var sem fyrr að dást að fiskunum í fiskabúrinu. "mamma, ég elska fiska" síðan gengum við framhjá fugl sem hangir í loftinu, "mamma ég elska fugla" og síðan á leið út af safninu segir hún "ég elska bók"...dásamlegt!
Svo höfum við fjölskyldan líka notið kjarvalstaða til þess að skipta um umhverfi þegar við erum búin að húka inni aðeins of mikið. Þar erum við í góðum fílíng, gott kaffi, gott pláss fyrir börnin og leikföng (líklega eina barnakaffihúsið á íslandi). Síðustu helgi erum við eitthvað að tsilla þar þegar Sammi jagúar gengur inn, þá tekur Ísold sig til bendir á hann og æpir "Pabbi, þetta ert þú!" Jahá skemmmtilegt það.
Karólínu gullkorn þessa daganna er að hún segir mjög oft Nei, ekki að hún sé eitthvað neikvæð, nei nei, hún bara veit upp á hár hvað hún vill ekki. Inn á milli segir hún svo váááááááá.

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Frjálsar Færeyjar og Grænland!

Frábært vídeó, góður málstaður og er ég eiginlega ótrúlega hissa á að það hafi ekki fengið meiri umfjöllun þessi ótrúla harða pólítiska afstaða Bjarkar. Miðað við hversu stolt við erum af því að hafa viðurkennt sjálfstæði eystrasaltslandanna þá ættum við að standa betur með frændum vorum og grönnum. Högni Heydal og þjóðernisflokkurinn í Færeyjum unnu kosningasigur nú síðast og vona ég því að eitthvað fari að gerast í þessum sjálfstæðismálum þeirra.

mánudagur, 18. febrúar 2008

Arnar og englakórinn

Arnar á afmæli í dag því var haldið smá afmæli í gær, kaka, pakki og kerti. Ísold virðist jafn mikil áhugamanneskja um afmæli og mamma sín því hún hafði ofsa gaman að syngja fyrir pabba sinn í gær og öllum þessum afmælishefðum. Í dag fékk afmælisbarnið svo pönnukökur sem féll vel í kramið hjá hlaupabólu-Ísold . Hins vegar má segja að ég hafi fengið gjöf í tilefni af afmæli Arnars, því mér var boðið surprise út að borða og á tónleika í gærkveldi. Líklega eina dásamlegustu tónleika sem ég hef farið á, með kór frá Eistlandi. Söngurinn svo fagur að það er eins og hann hljómi enn inn í mér og verkin sjálf sem þau fluttu undurfalleg. Rétt eins og þau væru beintengd við almættið. Þau fluttu meira að segja þrjú íslensk lög og aldrei hef ég fengið jafn mikla gæsahúð við það að hlusta á Krummi svaf í klettagjá.

sunnudagur, 17. febrúar 2008

lögmálið um þvottahrúguna

Ég get sagt með fullvissu að ég hef oft á tíðum vanmetið húsmóðurstarfið. Annað er víst að ég tel mig ekki vera neitt efni í fullkomna húsmóður. Svo er auðvitað sú breyta komin inn í myndina að við lifum á tuttugustu og fyrstu öldinni og okkur kvennfólkinu ekki einum ætlað að skúra, skrúbba og vaska. Hins vegar er það víst að á okkar heimili hefur þvotturinn verið mínar ær og kýr(hingað til a.m.k). Ekki get ég sagt að ég skari fram úr á því sviði. Ég flokka jú en aðeins lauslega dökkt frá ljósu. Rúmföt, handklæði á sextíu, flest á fjörtíu nema ull og sérviskufatnað. Ég strauja aldrei nema í ítrustu neyð og stend ekki í miklu þvottapjatti yfirleitt.
Hins vegar hef ég ekki enn náð að komast út úr þvottahrúgunni. Nú t.d. er ástandið þannig, hreina hrúgan (ekki brotin saman) mannhæðarhá en óhreinahrúgan 2 til 3 þvottavélar. Það er alveg sama hversu einbeitt ég er öðru hvoru megin myndast hrúga og þegar sú er loks er uppurin hefur hún vaxið hinum megin. Ekki svo ólíkt því að ýta á undan sér stein upp brekku sem rúllar aftur niður áður en maður nær toppnum og þá er farið aftur af stað. Hver þremillinn!

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

ég á þessa bleiku skó


ég á þessa bleiku skó, originally uploaded by pipiogpupu.

sjóræningjamyndir frá afmæli, öskudagssjóræningjamyndir enn ekki komnar!

"hvar er Karólína api?"

Segir hér lítill bólóttur apaköttur við mig með söknuðartón á valentínusardeginum og leikur sér með tuskudýrsapa. Hlaupabólan komin í hús já ekki seinna vænna, væna. Ísold saknar litlu systur sinnar sem er á leikskólanum, mér þykir þessi systraást falleg. Annars er ótrúlegt hvað er hægt að vera ótrúlega sætur þakinn bólum, þetta tekst dóttur minni...Snillingur! eins og hún kallar sjálfa sig stundum.

mánudagur, 11. febrúar 2008

alaskaöspin

Í íbúð móður minnar sem býr hinum megin við götuna bjó eitt sinn skógræktarstjóri, sá flutti inn tré eða græðlinga og eitt þeirra var alaskaösp. Í sumar voru nokkur hæðstu trén úr garðinum hennar mömmu tekin en öspin fékk að vera hins vegar rifnaði hún upp með rótum í óveðrinu á föstudagskvöldið. Ég hreinlega skil ekki hvernig þetta gat gerst. En það sem meira er að litlu munaði að hún félli inn um stofuglugga mömmu og undir honum sátu í sófa mamma og Ísold. Já það gæti virst eins og ég væri að melódramatísera atburði helgarinnar en ekki í þetta skiptið, hurð skall nærri. Ég og bróðir minn vorum að leggja lokahönd á eldhúsið mitt þegar þetta gerðist, löbbuðum fljótt til mömmu og sáum strax í rótina á trénu og risaöspina liggjandi ská yfir garðinn þannig toppgreinarnar strjúka stofuglugga mömmu. Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, ég bið að minnsta kosti ekki um fleiri ævintýri í bili þetta var tréð sem fyllti mælinn. Skógræktarstjórinn gaf öllum íbúum götunnar tré og græðlinga á sínum tíma svo að alaskaaspir má finna í fleiri görðum. Eitt tré rétt fyrir utan gluggann minn þykir mér hafa vaggað helst til of mikið í undanförnum óveðrum það er ekki nærri eins stöndugt og stóra öspin sem féll. Ógnvænleg fyrirbæri þessi óveður og tré.
Annað er það að frétta að við erum komin heim úr fríinu, eldhúsið er fagurhvítt með snotrum höldum(í stað stálgrárra klunnalegra) og darraddada ég stóðst ekki mátið og málaði einn vegg í undursamlegum lit, kallaður rose bonbon af málaranum(mér), svo bætti ég við nokkrum gylltum englum.

föstudagur, 8. febrúar 2008

málað, squattað og bloggað

Í fyrri nótt vöktum við Ísold frá fjögur til sex og horfðum út um gluggann þar sem snjóinn kyngdi, birtan og friðsældin, allt var fullkomið og við svo grunlausar um óveðrið sem átti eftir að skella á. Hins vegar er ég farin að mála eldhúsinnréttinguna, já enn á ný. Reyna að bæta fyrir mitt eigið klúður. Í þetta skiptið mála ég í stíl við fagra snjóbreiðuna, í hvítum. Í gær málaði ég eina umferð af grunni og aðra af lakki. Ég er með konstant höfuðverk af lyktini svo það var ákveðið að fjölskyldan skyldi squatta aðra íbúð í norðurmýrinni, hjá móður minni að sjálfsögðu. En það var eitthvað óendanlega rómantískt við óveðrið, ófærðina, vesenið sem myndaðist í veðrinu í gær og svo var notalegt að fara í frí eitthvert annað þó það væri ekki nema rétt yfir götuna. Nú þarf ég að mála enn aðra af lakki áður en hausinn minn springur.

mánudagur, 4. febrúar 2008

Karólína hlær í sekknum


Karólína hlær í sekknum, originally uploaded by pipiogpupu.

Já það tók heillangan tíma að prjóna þennan yndislega sekk en svona er það nú bara, kannski næ ég einhvern tíma hraða afmælisbarns dagsins í dag eða föðursystra minna. Sekkurinn passar vel utan um Karólínu litlu og er guðdómlega hlýr í vagninn eða þegar við hlaupum upp götuna til ömmu Rósar. En litla skottið er hins vegar öll að braggast segir mín móðurlega tilfinning mér, kinnar og læri sællegri og hún stöðugri í lappirnar. Svo er hún að uppgötva í sér skapið og er alveg farin að láta Ísold vita ef hún gengur of langt í að stjórnast með raddböndunum. orðaforðinn er meira að segja farinn að glæðast hún segir, hæhæ í símann, datt og dettur, "detta"(þetta) og bendir á allt mér finnst alltaf eins og ég verði þá að útskýra hvað hún sé að benda á mjög ítarlega. Nú hún byrjaði að segja takk fyrir löngu, kurteisa daman og auðvitað mamma og pabbi. Þær systur eru farnar að tjá sig saman af miklum móð, við matarborðið kenndi Ísold litlu systur að kinka kolli til að segja já og hrista höfuðið neitandi. (metbloggdagur hjá mér;)...

ég er orðin leið á

a) að ein vika geti ekki hafist eða endað án þess að önnur stelpan sé veik hvað þá báðar.
b) að maður þurfi að grátbiðja um sýklalyf fyrir barn sem er búið að hósta eins og stórreykingarmanneskja í nokkrar vikur.
c) skammdeginu í mér og öðrum.
d) andvökunóttum

I have to get off this train

Helgin; mæli með: Mikines á kjarvalstöðum. Var að spá út frá því hvort staðarnafnið Mykines væri það sama eða svipað og Saurbær. Auðvelt að týnast í myrkri Mikines og blóðgast í grindhvalaveiðum hans. Allra síðustu tónleikar með i adapt voru inspirerandi eins og þeir fyrstu kannski, spurning hvort allir aðlagist. Darjeeling limited er yndisleg mynd--mig langar í ferðalag um Indland og sömuleiðis að líf mitt daglega sé fullt af ævintýrum í túrkís, appelsínugulum og bleikum. Dætur okkar léku í sinni eigin stórmynd hjá ömmu Rós-The great escape. Eldri klifraði úr rimlarúmi sínu renndi fyrir op á ferðarúmi litlu síðan trítluðu þær skríkjandi inn í stofu (reyndu tvívegis, gefast ekki upp stúlkurnar litlu.)

fimmtudagur, 31. janúar 2008

Stjörnuspá

---
FiskarFiskar: Þig langar til að eyða deginum í draumalandi, en hagsýni hlutinn af þér finnst það tímaeyðsla. En það er ekki satt. Fantasíur halda manni gangandi.
-MBL-

miðvikudagur, 30. janúar 2008

lítil stelpa liggur á öxl minni og handlegg. ég vélrita með hinni. will oldham ruggar henni með vögguvísu og ég kemst í angurvært mók. janúar senn á enda hvað tekur við, hvað er á næstu síðu.
---

mánudagur, 28. janúar 2008

loksins

hef ég tíma til að taka prófið hennar Eddu. Þýðir víst lítið að argaþrasast út í þessi stjórnmál endalaust, þetta hefði auðvitað verið gullið tækifæri fyrir pabba að snúa mér til anarkisma.
jæja here goes, fur Edda
Q: Kysst einhvern sem er í topp vinum hjá þér?
A: aðeins saklausa á kinnar

Q:Verið handtekin?
A: nei

Q: Kysst einhvern sem þér líkar ekki við?
A: jú ætli það ekki

Q: Haldið á snák?
A: nei og hef mikla fóbíu fyrir þeim

Q: Verið rekin úr skólanum?
A: nei

Q: Sungið í karíókí?
A: já

Q: Gert eitthvað sem þú ætlaðir þér ekkert að gera?
A: Nei...einmitt er það ekki í eðli mannsins hreinlega. Svarið er því JÁ

Q: hlegið þar til að þú fórst að gráta?
A: já

Q: veitt snjókorn með tungunni
A: já nú síðast í morgun

Q: kysst eh í rigningunni?
A: já

Q: Sungið í sturtu?
A: já

Q: Setið á þaki?
A: já

Q: Verið ýtt í sundlaug í öllum fötunum?
A: nei

Q: Brotið bein?
A: ne

Q: Rakað hárið þitt (sko á hausnum)
A: nei

Q: Strítt einhverjum?
A: já

Q: farið í leikinn yfir?
A: já

Q: skotið úr byssu?
A: nei

Q: gefið blóð?
A: nei

Q: var skólinn lærdómsríkur?
A: já það er spurning.

"hver var seinastur/seinust"

1. sem þú bakaðir súkkulaði köku með?
með Ísold fyrir afmæli hennar.

2. en pönnsur?
ég baka á meðan Ísold sporðrennir þeim.

3. Sem þú varst í bíl með?
Karólínu á leið í leikskólann

4. Fórst í kirkju?
það man ég ekki

5.fórst í "mall" með?
Karólínu

6. Sem þú talaðir við í símann?
mömmu

7. Kom þér til að hlæja?
stelpurnar litlu títtnefndu

8. þú varst í tölvunni?
augljóst

10. Sem þú týndir einhverju?
er alltaf að týna einhverju en finn mjög oft aftur.


VILT ÞÚ FREKAR....??
1. Gat í naflann eða í tunguna?
nógu götótt en spurning um tattú

2. Alvarleg eða fyndin?
fyndin og alvarleg einstaka sinnum

3. Drekka kúamjólk eða hestamjólk?
soja

4. Dáið í eldi eða vera skotinn?
hvers konar spurning er þetta, viðheld vestrænni hefð og trúi á eilífðina

VELDU ANNAÐHVORT..BARA EITT!!

1. sól eða tungl?
tungl

2. Haust eða vetur?
haust

3. rétthent eða vitlaus hent?
rétthent

4. rigning eða rok?
rigning

ALMENNAR SPURNINGAR!

6. hvar býrðu?
Norðurmýri

8. Viltu giftast einhvern tíman á lífsleiðinni?


9. Hefurðu smakkað hreindýr?
ummmjá

10.Hefurðu borðað S.P.A.M (þ.e.a.s. ef þú veist hvað það er)
nei og veit það ekki

13. Eldarðu stundum?
já,

14. Skapið núna?
Ekta mánudagur en samt fínt

Á SÍÐUSTU 48.KLST HEFUR ÞÚ...??

1. kysst einhvern?
já, börn og mann

2. Sungið?
söng í bílnum Richard hawley(held ég)

5. Dansað ?
nei en dansa í kvöld

6. Grátið?
nei, ótrúlegt
þá veistu það Edda og þið hin líka.

fimmtudagur, 24. janúar 2008

versti dagur ársins

Einhvers staðar las ég að 21 janúar væri samkvæmt vísindalegum niðurstöðum versti dagur ársins. Hins vegar held ég að 24. janúar hafi náð að toppa það með fullkomnum ömurleika. Valdaránið svívirðilega líklega hápunkturinn. Ég fékk auðvitað niðurgang af ósköpunum, ég er ánægð með þá sem fóru og mótmæltu á pöllunum. Sjálfstæðismenn og leppurinn þeirra virðast ekki hafa hugmynd um þýðingu orðsins lýðræði. Kosningar takk!

þriðjudagur, 22. janúar 2008

Nei haltu nú kjafti

Ég hélt bókstaflega að þessi janúarmánuður gæti ekki orðið verri, en jú. Tapsárir og bitrir kolluklæddir sjálfstæðismenn tóku að sér á að sýnast vitfirrtan mann til að yfirtaka borgina á ný. Þeir verða bara að hafa völdin annað er óásættanlegt. Þessi undarlegi maður sem var að bjarga sjálfstæðismönnum úr eigin klípu finnst mér ekki mjög spennandi kostur, en að hann hafi ekki ráðfært sig við varakonu sína sýnir hversu úthugsað þetta var og ekki finnst mér það mjög velferðarleg eða jafnréttisleg hugsun. Málefnasamningur kemur ekki í stað góðra verka og frammúrskarandi borgarstjóra. Þar að auki skil ég ekki hvers vegna hann var að svíkja hinn "góða" borgarstjóra eins og hann orðaði það sjálfur ef hann var svona hrifinn af honum. NEi ó sei sei nei. Hvað sem má segja um tilurð meirihlutana, fannst mér Dagsstjórnin fín og ég sé eftir henni. Nú þurfa borgarbúar hins vegar að súpa seyðið af valdagræðgi og eigingirni stjórnmálamanna. Mér finnst þetta ömurlegt...Hvernig væri að mótmæla sýna að okkur sé ekki sama um hver fer með hagsmuni okkar. Kosningar takk!
Heimilisástandið er svona svona Karólína fór beint úr ælupest í kvef og fengum það svo staðfest að hún hefur ekki þyngst nóg undanfarið og er allt of létt. Þannig að hún er komin á rjómasmjör og sultu kúr, má alls ekki drekka vatn því það inniheldur ekki kalóríur og eins og staðan er þarf Karólína kalóríur. Já merkilegt nokk. Ísold fór hins vegar í fyrsta sinn til tannlæknis í dag sem gekk bara vel þannig séð. Hún grét ekkert og leist vel á umhverfið. Hins vegar var hún treg til að opna munninn en þetta var ágætis aðlögun og ekki verra að fá verðlaun.

föstudagur, 18. janúar 2008

lönguæluvitleysa

titillinn lýsir ástandinu á heimilinu undafarna viku. Nenni nú ekkert að fara nánar út í það, ekkert sérlega lekkert... Hins vegar mætti ég í dansinn, í skólann og er enn einu sinni virkilega að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Yesserí, ég hreinlega skil ekki fólk sem er með þetta allt saman á hreinu á unga aldri, smíðar plan og fer eftir því. Og hvernig er hægt að gera eitthvað eitt þegar mann langar helst að gera þúsund hluti. Já svona var nú það, heimsókn í heilann minn! Ekkert sérlega spennandi, áhugavert eða hvað. Bloggið er sönnun þess að það er ekkert svo krassandi að skyggnast inn í hugsanir fólks og stundum er það hreint og beint dead boring. En snjórinn er fínn, myrkrið bjartara og gráminn bleikari.

mánudagur, 14. janúar 2008

best of 007

jæja hvað er svona best of godammit, ég er í einhverju minnisleysisþunglyndiskasti en ætla gera það samt.

Vísitölufjölskylduárið 007.

001. prjón ársins, sekkurinn yesserí ógeðslega flottur sekkur úr djúpfjólublárri lamadýrsull handa Karólínu...hum hum á bara eftir nokkrar umferðir og saum(og já hún mun passa í hann).

002. tónleikar ársins, Björk auðvitað og lagið I declare independence. Þvílíkt lag, statement, æði. Hringdi í Vonbjörtu til Færeyja í sæluvímu á eftir.

003. skemmtun ársins
; kántrítónleikar í litla þorpinu okkar Beaureceuil undir stjörnubjörtum himni,lugtir og 33 cl flöskubjór ekki skemmdi dans rhinoceros-konunar.

004. Ferðalag ársins; Dvölin í beaureceuill við fjögur, mamma og Júlían. Þvílík ævintýri, Æskuslóðirnar, madame et monsieur demaria fyrrum nágrannar, húsið, sólin, la Sainte Victoire, les coqliqots, maturinn, markaðurinn.....ummmmmmm þetta var guðdómlegt í alla staði fullkomin ferð í heimahaga, til fortíðar og til framtíðar...
ohh já við lifum enn á þessu verður að segjast.
Og ferð okkar Tinnu til Glasgow, var geggjuð verslað af okkur fæturna og jólagjöfum bjargað, borðað úti og gott mömmufrí.

005. leiðinlegt ársins
; að missa af brúðkaupum tveggja vinkvenna, að tölvan hans arnars krassaði rétt fyrir jól, jónasar hallgrímssonar skemmtunin,að hafa eyðilagt eldhúsinnréttinguna, veikindin eyrnabólgur, kvef,lungnabólgur og rsvírusar ohh ömurlegt.

007 plötur ársins
; íslenskt þá finnst mér Hjaltalín og Ólafar Arnalds við og við og volta/Björk. Ekki endilega í þessari röð eða einhverri röð.
erlent man ekki en er alltaf að hlusta David bowie safnplötuna seinna tímabilið þ.e. eitís...scary monsters og það allt já og svo vaselines sem kom út í den tid.

008 afrek ársins; Allar þvegnar þvottavélar, gólf og allt það sem góðar húsmæður gera án nokkura svitaperlna eða sjálfhóls; canard a l'orange sem ég eldaði í bústað á gamlárs; Ferðalagið frá marseille til reykjavíkur sem byrjaði klukkan 600 að staðartíma og endaði 300 að staðartíma, á einum tímapunkti var ég að því komin að kyrkja flugvallarstarfsmann á charles de gaulles sem kunni ekki á hátalarakerfið né að panta strætó til að ferja farþega að flugvél, Karólína í magapokanum kom í veg fyrir það.

009 bók ársins; Öll trixin í bókinni eftir Arnar Eggert Thoroddsen og Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson.

010 ljóð ársins; ljóð eftir mig, lyngmóar sem kom út í sýningarskrám á öllum norðurlöndum

011 matur ársins
; maturinn sem mamma eldaði á hverjum degi í beaureceuill, þvílík snilld og hvílíkur kokkur.

013 Börn ársins Ísold og Karólína, dásamlegar í alla staði. ÓTrúlegt hvað þær hafa stækkað og þroskast og farnar að leika saman eins og vindurinn. svo auðvitað öll hin börnin sem fæddust á þessu dýrðarári og bara öll börn. Börn eru yndisleg.Vonir ársins 2008
Meiri snjó, gifting okkar Arnars í sumar, vinnu handa mér, færri veikindi, að sleppa við augnaðgerð, hitta jussa og maju í helsinki og þá viivi og sonju líka.
Að lokum Meira sund meiri hamingja.

miðvikudagur, 9. janúar 2008

Jólastelpurnar okkar


Jólastelpurnar okkar, originally uploaded by pipiogpupu.

hlóð inn þvílíkri mergð af jólamyndum gat ekki hætt. Annars er ástandið hér ekki beysið, ég með massíva sýkingu í auga, Arnar með Tannpínu og Ísold skott með hálsbólgu. Karólína heldur því upp fjörinu þessa daganna.

mánudagur, 7. janúar 2008

hátíðirnar búnar

Já jólin búin og barnaafmælin tvö, nú tekur raunveruleikinn við. Undanfarið hefur svefninn verið með versta móti hér í norðurmýri þar sem eldri stelpan er hrikalega hrædd við lætin, jafnvel þó maður geti leikið hugrakkann sjóræningja í veislum er ekki þar með sagt að maður fíli írakseftirlíkingarlætin. Ég skil barnið mjög vel átti mjög erfitt með þetta þegar ég fluttist til íslands, fannst ótrúlegt að sjá frændsystkyni halda á blysum og jafnvel skjóta upp rakettum. Nóg var að halda á stjörnuljósi. Nei ó nei hingað og ekki lengra nú hef ég á tilfinningunni að fólk kaupi endalaust af sprengjum og ekki er mikil ljósadýrð, aðallega óhljóðadýrð. Þetta verður líka argaþras ársins hjá mér, því nóg get ég þrasað um þetta. Nú situr umrædd stelpa í næsta herbergi og er að leira kolkrabba, orma og rólóró og er að syngja "sparaðu hvítlaukinn Hallgrímur minn". Lasin eftir allt svefnleysið býst ég við.
Sjálf lofa ég best of 007 og jólamyndum...

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Þriggja ára í dag


Þriggja ára í dag, originally uploaded by pipiogpupu.

2. janúar 2008. Ísold mín frumburðurinn er þriggja ára í dag. Hún er afskaplega ánægð með áfangann og talar um lítið annað en ísinn sem hún ætlar að fá í veislunni. Hins vegar er hún frekar hrædd við flugelda svo það var eins gott að við familían vorum í bústað á áramótunum sjálfum. Hún er nú dugleg að finna skýringar á öllu og sagði mér það að henni þætti þessir hurðaskellir í honum Hurðaskelli ekkert þægilegir(hávaðinn í flugeldunum). En það er ekkert ólógíst að hurðaskellir sjálfur sé að skapa svona skarkala á leið heim til grýlu.
Ísold er voða stolt af litlu systur sinni sem labbar út um allt þessa daganna og þær farnar að leika slatta mikið saman.
Mér sjálfri finnst ekkert svo langt síðan hún var alveg pons, liggjandi á mér og við báðar furðu lostnar yfir öllu saman. Þá minnti hún á lítinn trjáfrosk kuðluð upp að bringunni og hún á reyndar þessa takta enn til . litla yndið mitt.
Annars gleðilegt ár allir