mánudagur, 26. desember 2005

Hvað hef ég svo gert á íslandi hinu góða. Jólahátíðin hefur farið afskaplega vel fram á nýja fjölskyldusetrinu mínu. Eftir þokkalegan skerf af jólakortagerð, innpökkun og dramatík hófust hátíðarhöld. ég fékk sérstaklega fallegar gjafir, er búin að hitta fjölskyldu og vini.Hef innbyrgt alls kyns kjöt,súkkulaði og jólaöl.
Djammaði um síðustu helgi eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Auðvitað hef ég verið nógu lengi til að bölva veðrinu og verðinu. Svo hef ég lesið allt of lítið( er að stríða við hræðilega lesstíflu).Unnið á virðulegu kaffihúsi þar sem kakóið bókstaflega flóði á Þorláksmessu en yndislegar vinkonur mínar reka nú TÍU DROPA. Allt í einu finnst mér reyndar eins og allir séu búnir að breytast í virðulega kaffihúsaeigendur, kennara, fjármálajöfra eða lækna,held samt að þetta sé allt saman bráðþroska lið og hef því engar áhyggjur af undirritaðri.
Og hvað á ég eftir að gera;
Fara í sund auðvitað.
hanga með vinum og fjölskyldu meira.
Halda upp á eins árs afmæli.
Lesa trilljón bækur.
áramót... með tilheyrandi.
fara í bíó.
Man ekki fleira í bili.

sunnudagur, 25. desember 2005

Gleðileg jól


Hér er Ísold með hestinn sem hún fékk hjá jólasveininum í Berlín á litlu jólunum.
við sendum hugheilar kveðjur um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Móa og có

föstudagur, 16. desember 2005

Maður er bara komin heim eins og sagt er eftir hellaða flugferð...og er að fara hitta liðið í aften.so see you guys.

miðvikudagur, 14. desember 2005

djö er madonna kúl

er að horfa á myndbönd á mtv með öðru, ég er geðveikt að fíla þennan retródans hjá madonnunni. Annars finnst mér allt eftir fyrir þessa blessuðu íslandsferð, er því að vaka smá. 'Eg hlakka til að komast í faðm vina og fjölskyldu þó ég kvíði öðru. Þetta eru að minnsta kosti tímamótajól fyrir okkur. Í dag kláraði ég að mestu jólagjafakaup þó eins og þið vitið þá er stærsta gjöfin okkar í ár sú staðreynd að við komum til ykkar in person.
Djö eru strokes ekki kúl, bara frekar tippó karlar í töffaraleik.uhhhh


hvernig skyldi jólaundirbúningurinn vera hjá Duggarfjölskyldunni?
Kannski ekkert svo mikið að gera hjá manni, hum...

mánudagur, 12. desember 2005

við Ísold settum skóinn ekkert út í glugga í fyrri nótt og vorum ekkert að pæla í þessu í morgun. En þegar við komum svo að kerrunni niðri í gangi þá sat þar bangsi með jólasveinahúfu, greinilega ætlaður prinsessunni, Stekkjastaur....? eða hvað, alla leið til þýskalands, eða kannski herra hamar(kannski er hann jólasveinn í útlegð sem húsvörður)og hann dýrkar Ísold! Merkilegt ef þið vitið eitthvað gefið ykkur fram.

sunnudagur, 11. desember 2005

Föðurland er hugarástand

Mig bráðvantar nýtt föðurland( sem það hér með á óskalista), buxurnar sem ég keypti í fyrra eru löngu búnar að syngja sitt síðasta og nú er bara brjálæðislega kalt hérna. Síðastliðinn föstudag fórum við í mjög skemmtilega og fræðandi göngu um Berlín. Við heimsóttum meira að segja gröf Hegels og komumst að því að kona hans heitin átti sama afmælisdag og ég. Alla veganna þegar heim var komið varð ég að fara í klukkutímalanga sturtu til að fá hita í kroppinn. Fór út áðan á hjólinu hélt það væri búið að hlýna vegna þess að það væri rigning, nei staðreyndin er sú að það var enn kaldara vegna meiri raka,brrrrrrrrrrrrrrrr... Nú er ég farin að hlakka til að koma í hlýjuna til Íslands! Ótrúlegt að ég sé raunverulega að hugsa þetta.

fimmtudagur, 8. desember 2005

RosenrotNýjustu fréttir, Ísold er búin að fá þrjár tennur í efri góm, áttum aðeins von á tveimur en sáum laumufarþegann í morgun ásamt hinum tveim.
Annars er dagurinn búin að fara í jólastúss, sem var ansi notalegt að vera saman loksins í þessu stússi. Við tókum tram niður í Mitte, röltum um hverfið gersamlega frostbitin, hlýjuðum okkur í alls kyns búðum, Arnar fékk sér sína heitelskuðu currywurst með smá kampavíni útá( svolítið skrýtin matarmenningin hérna). Á leiðinni heim ákváðum við að sjálfsögðu að kíkja á Jólamarkaðinn og svipast um eftir jólagjöfum. Þar sem ég stend við að kaupa krydd sé ég Arnar með Ísold í fanginu vera að spjalla við annan föður, sá var með dóttur sína á hjóli. Nei nei hvað haldiði, þá var þetta hann Óliver bassaleikarinn í RAMMSTEIN. Hann sem sagt býr í Prenzlauer en við komumst að því og fleiru því Arnar spurði hann náttúrulega spjörunum úr, Óliver tók vel í það og sagðist öruglega hitta á okkur aftur hér í hverfinu! Þetta er nú bara svei mér þá miklu kúlara en að búa í sama landi og Björk.

þriðjudagur, 6. desember 2005

Fjölskyldubíll


Í síðustu viku örkuðum við í dótabúð hér á Raumerstrasse, þar er heill heimur af leikföngum og festum við kaup á nokkrum. Við ákváðum að hún fengi bara stóru pakkana fyrir jól. Þar sem við ætlum til Íslands(þann 15. eru þið byrjuð að telja niður?) verðum við að drífa vertíðina af, engir flutningar fram og til baka og bara litlir pakkar frá okkur við jólatréð...Þetta hljómar ansi fullorðins og skynsó kannski en auðvitað er þetta aðeins til þess gert að hafa meira pláss fyrir alla stóru pakkana sem við fáum frá ykkur(djók)!
Jæja alla veganna fékk dóttirin trékubba, einhverskonar grind sem mun líklega verða til þess að Ísold verði verkfræðingur eða nóbelsverðlaunahafi og svo síðast en ekki síst BÍL.... og enginn smá AUTO, bleikur strandbíll. ÚLALA hugsið þið líklega á að ofdekra barnið. Þið verðið náttúrulega að athuga að á meðan dvöl okkar á Íslandi stendur mun hún eiga sín fyrstu jól og einnig sitt fyrsta afmæli, svo hjálpar auðvitað að mamman er dótaóð og hefur það ekkert dvínað með árunum.
Annars hefur umtöluð það gott er afskaplega kát með framtak okkar, dundar sér mikið með kubbunum og grindina. Svo er hún alltaf að ýta bílnum á undan sér og burra. Hún er auðvitað búin að komast á lagið með að fara á bílinn og af og flauta með bílflautunni, ekki að spyrja að henni;).

laugardagur, 3. desember 2005

MARkKOZELEk

Jæja þá erum við búin að slá met hér í Berlín. Við fengum pössun tvö kvöld í röð. Það varð svo til þess að haldið var uppá fullveldisdaginn með stæl og allt í boði sendiráðsins.
Í gærkveldi fórum við síðan aftur út í frostnóttina til að hlusta á Mark Kozelek, goddam, ég stóð aðeins nokkrum skrefum frá honum á myrkum og fámenum stað(alveg eins og það á að vera).
Já hann stóðst allar mínar vonir og skýjaborgir þó Summerdress hafi hann ekki sungið, þá söng hann Mickael. Merkilegt hvernig hlutirnir þróast. Eitt sinn fyrir sirka 7 árum var krullhærður drengur að leyfa mér að hlusta á hljómsveitir með undarlegum nöfnum, þar á meðal Red house painters og allt í einu stend ég þarna í mínum sumarkjól á prúsneskri vetrarnótt og horfi á söngvarann syngja þessi mögnuðu lög. Mark var eitthvað svo venjulegur, jafn feiminn og mýturnar segja en RÖDDIN shiaze svo ótrúlega mjúk, falleg en samt svo karlmannleg og gítarleikurinn mamma mia hreint ótrúlegur. Hjartað á mér nötraði og mér fannst ég vera að kafna.Ótrúlegir tónleikar ótrúlegur maður( sem auðvitað er líka alger rokkari sagði einu manneskjunni sem dirfðist að trufla hann, drukkin þýsk ljóska, að þegja á ekki svo séntilmannlegan hátt)