mánudagur, 31. október 2005

já ég er nú meiri klaufinn, ætlaði að vera voða klár að setja eina skemmtilega mynd af heimilislífi. Annars hefur klaufaskapurinn minn aukist hrikalega með árunum og nú er svo komið að Arnar veit alltaf þegar ég er á næsta leiti því þá fara hlutir að hrynja með tilheyrandi óhljóðum. Auk þess hef ég þann hæfileika að geta dottið á jafnsléttu út af engu... en þann hæfileika hef ég frá pabba. 'I gærkveldi hrundi ACDC skiltið á hausinn á mér, stundum þarf ég ekki einu sinni að vera nálægt eins og þegar skermur af lampa nokkrum hrundi hinum megin við stofuna. Mínum heitelskaða hefur verið stranglega bannað að henda gaman að þessu því mér finnst það ekkert fyndið. En um daginn kom Arnar með eina skýringu sem ég gæti alveg sætt mig við. Þannig er að sumt fólk er svo kraftmikið eða með svo kraftmikla áru að efnislegir hlutir og fleira hrynja eða fara úr skorðum. Ég er sem sagt andlegur kraftajötun, og samt þarf ég alltaf að biðja arnar um að opna expressokönnuna.

sunnudagur, 30. október 2005

myndir af heimilinu, innlit útlit kemur síðar. Við erum enn að sjæna. 'Eg er ekki hissa þó sumir hafi fölnað þegar þau sáu í símaskránni að ég væri skráð húsmóðir, ég er engin
húsmóðir. En skítt með það

föstudagur, 28. október 2005

Arnar liggur í sófanum og horfir á fáránlegan þátt, maður með ljóst afró er með kennslustund í olíumálun í sjónvarpinu. Hann er að mála mjög merkilega landslagsmynd, eiginlega stórkostlega takkí mynd, hvítt jólalandslag á svörtum grunni, ó nei nú er hann að taka utan af myndinni þannig að hún er orðin kringlótt, mjög slæmt. oh my god á hverju er þessi maður, hann talar hæga ensku.... ég vissi ekki að við værum með enska stöð, var eitthvað í þessu grænmeti frá tyrkneska markaðnum. Ok hann heitir Bob Ross.
Annars er ég ekkert allt of brött þannig að síðar....

fimmtudagur, 27. október 2005

Dagur í Prenzlauer Berg

Í dag áttum við mæðgur afskaplega indælan dag í yndislegasta hverfi veraldar, Prenzlauer Berg. Ég tók upp kerrupokan og setti í hann lítinn grísling, því ég átti fastlega von á því að kuldinn væri farinn að bíta. En nei við gengum út fyrir portið, heilsuðum okkar kæra Hausmeister Herr Hamar. Hvað blasti við okkur nema sól og sumar. Ætli haustin séu alltaf svona hlý hér í Prússlandi því í dag var næstum tuttugasta hiti. Við sættum okkur að sjálfsögðu okkur alveg við þetta fyrirkomulag og þó gríslingur væri best klædda barn hverfisins þá hafði hún það ansi notalegt í kerrupokanum. Gengum lítinn hring, komum við í Alle Arcaden sem er kringlan hér í hverfinu, verslaði ég frímerki og skoðaði mörg undarleg grasker(halloween). Svo var ferðinni heitið á Helmholtzplatz þar sem ísold fékk að burra með litla bílinn sinn og horfa á mömmu moka. Við kíktum svo á plaköt í negativland vídeóleigunni, skoðuðum dót í himneskri dótabúð þangað til litla skinn sofnaði þá tók ég beint strik á Kastaníustræti fann mér notalegt kaffihús, skrifaði lítið sendibréf og drakk góðan kaffi latte. Það undarlega við þennan dag var að ég var tvisvar spurð hvort ég væri svíi, ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því. Að minnsta kosti myndu nýju finnsku vinir mínir ekki beinlínis fíla það í tætlur. Að lokum þá er Maya pæja búin að kaupa miða handa mér á Anthony and the johnsons, jeij.

þriðjudagur, 25. október 2005


�sold stendur � vagninum eins og Napoleon, �pir � vegfarendur og skipar �eim a� taka eftir s�r. � �etta skipti� me� sk�flu og f�tu � h�nd Posted by Picasa

mánudagur, 24. október 2005

I make love to mountain lions,Sleep on red-hot branding irons

Jæja þá erum við Arnar búin að skrá okkur í þýskunám. Við hentumst út úr rúminu tókum lestina í vestur fórum í himinháa blokk og tókum þýskupróf. Undirrituð sem hefur aldrei lært neitt tókst að þröngva sér á annað stig, eftir skriflegt og skrautlegt próf en einnig smá munnlegt próf hjá afgreiðslunni þar sem ég var spurð um aldur Ísoldar og fleira...ég sagði nein monat í stað neun en hvað um það við byrjum í november. Mér datt í hug að skrá gríslinginn sem tók þátt í þessari innritun í finnsku eða tyrknesku til að þjálfa heilann. En hins vegar sagði rapparinn okkur frá nokkrum leikskólum og einum sem þau hefðu sjálf stofnað! Sá er fyrir tvítyngd börn ensk-þýsk aðallega. Rapparinn og fjölskylda hans voru voða indæl og eru búin að gefa okkur heimilisfang hjá heimilislæknum og fleira nýtilegu fyrir smáfólkið.
Í gær fórum við í afskaplega skemmtilega haustferð til köpenick, það er úthverfi sem var einu sinni smábær í austri. Þar var afskaplega sætur gamall miðbær og fiskimannaþorp með litlum dúkkuhúsum. Yndislega melankólískt haustveðrið bætti um betur með haustlaufarigningu og fallegri trjágreinatónlist. Við sáum gömul kommúnistAminnismerki við ánna spree, Fallegt ráðhús og afskaplega sætt lítið kaffihús þar sem þjónustustúlkur voru með skemmtileg höfuðskraut sem leit út eins og rjómaslettur. Já það var ljúft alveg þangað til "prúsneskir haustvindar fóru að næða of grannt holdinu"(eins og aet orðaði svo fallega). Þá var hlaupið í lestina með skinnið í magapokanum góða, lentum í lestarógöngum í klukkutíma en komumst þó heil í yndislega hverfið okkar.

laugardagur, 22. október 2005

litlu airwawes

hér sit ég enn á ný með dýrindiskaffi, fullan maga af croissant (úr búðinni á jarðhæðinni sem selur vörur frá suður Frakklandi,tilviljun?) og með nýju Fall í eyrum. Sú hljómar helvíti vel. En við ástarfuglarnir höfum verið dugleg við tónleikasókn undafarna daga. Fyrst fengum við Eddu til að líta með krílinu og fórum á Sufjan Stevens og the illinoise makers. Það voru allt í lagi tónleikar í afskaplega fallegri kirkju. Í fyrradag fór Arnar ásamt fríðu föruneyti svartklæddra karlmanna á motörhead tónleika og í gærkveldi fórum við Edda á Keren Ann. Sú síðastnefnda var nú ekkert frábær en engu síður skemmtilegt að líta stórborgina augum undir tungsljósi og dreypa á guðaveigum.
Í dag höfum við sett upp fund við annað fólk af okkar tagi,þ.e. barnafólk. Ekki vitum við mikið um þetta fólk nema að pabbinn er rappari og eru tvö börn í spilinu, spennandi?
Ég hef mikið verið að skoða nýju Kristjaníuhjólin þeirra Ilmar og Stellu og er ég alveg græn af öfund. ég lenti sjálf í hjólaævintýri, því ég tók fákinn minn með frá íslandi en varð ég að láta hann í hendur þýsks hjólaviðgerðarmanns vegna punkteraðra dekkja. Sá sveiflaði gráa taglinu og fór eitthvað að tauta im deutschland bla im deutschland blabla. Þá stóðst minn kæri Icefox enga örryggisstaðla og á undraverðum tíma var þessi síðhærði búin að setja handbremsu, lukt ,bjöllu nú og svo til að kóróna verkið festi hann lítið hásæti fyrir litlu prinsessuna. Allt saman fokdýrt og hvort þessir öryggisstaðlar eru til eður ei verður bara liggja milli hluta.

þriðjudagur, 18. október 2005

Ég fæ víst ekki nóg af því að blogga þessa daganna, líklega vegna þess ég sakna margra hér í stórborginni. En hér sit ég með ambassador sódavatn í hönd við fína borðstofuborðið okkar. 'Ibúðin okkar er sem sagt farin að líta út eins og heimili með alle græjer, síðast í dag keyptum við sófaborð, ruslatunnu inn á bað og hrikalega raunsæa DDR vigt (appelsínugul). Við familían fórum út að borða á arabískan stað þar sem verðið var hlægilega lágt og cous cousinn góður. Ísold er komin á það mikið skrið að erfitt er að halda henni kjurri í langa stund, hún vill helst tína allt lauslegt af gólfum til átu og svo er hún mikið fyrir að abbast upp á aðra gesti í þeim tilgangi að sjarmera þá með augnhárunum.
Um daginn fórum við að hitta finnanna góðu á svakalega fríkuðu heimili sem þau leigja með innbúi( riddarabrynja hékk úr loftinu, í baðherberginu voru skeljar á veggjum og hægindastóll á palli fyrir ofan klósettið), eftir því sem leið á kvöldið sáum við að við eigum ótrúlega mikið sameiginlegt og fór það næstum út í öfgar.
En nú er næsta verkefni að skilja eitthvað í þessu tungumáli, keypti ég mér bækur á þýsku: Eine kleine Eisbar og Anne franks tagebuch
svo er ég með eina ljóðabók eftir Heine... en kannski ætti ég að bíða með hana.

jæja tinna þá er best að svara þessu klukki, nb komin með skype headfóne... tölumst.

5 staðreyndir gagnlegar sem gagnlausar.

Í fyrsta lagi þá hef ég ekkert/nada tímaskyn. Þetta getur komið sér vel, ég er minna stressuð, en þetta getur líka komið sér mjög illa fyrir þá sem eru nákomnir mér.

2. ég er mikill svefnbjörnzzzzzzzzzzzzz ég elska að sofa eins og þeir sem hafa búið með mér vita þá getur verið ansi erfitt að vekja mig.

3. Færri vita hins vegar að ég er haldin fóbíum. ég þoli illa mannmergð eftir hrikalegt slys í gangaslag í MR þar sem hluti af eyranu mínu glataðist næstum. Nú svo er ég haldin undarlegri innilokunarkennd, en hún blossar upp til dæmis þegar ég er með armbönd eða hálsmen. Mér finnst til dæmis mjög erfitt að bera armband á Roskilde.

4. 'Eg hef ákaflega myndrænt splatterímyndunarrafl, þetta er afskaplega óþægilegur eiginleiki, það eru ófá skipti sem ég sé mig fyrir mér alblóðuga á götunni úti þegar ég hjóla niður ákveðnar brekkur í Reykjavík. Stundum sé ég líka ofsjónir og eins og þegar ég sá glæpamann með tattú sitja fyrir mér upp í tré en þá var aðeins um að ræða samspil ljóss og skugga og laufblöð.

5.Disney myndir, ég veit! ekki mjög hipp og kúl en ég dýrka þessar politically correct kvikmyndir sem enda ávallt vel.

Ok það er nú líklegast búið að klukka alla sem ég þekki en aðrir feel free...

sunnudagur, 16. október 2005

INTERNETIÐ

JÁ það er komið í hús, ekki gekk það skammlaust og enn á eftir að gera það þráðlaust. En hér er ég komin á veraldarvefinn með hjálp velviljaðs heimspekinema. Hvar væri maður án heimspekinganna, já maður sig spyr?
Það hefur margt á daga okkar drifið en nú ætla ég aðeins að segja frá litla gullmolanum. Ísold fékk sínu fyrstu tönn þann 6. oktober og aðra þann 7.oktober, ég var farin að örvænta því flest börn sem ég hef fyrirhitt eru komin langt á undan í þessum efnum.
Amma Ísoldar kom og þótti okkur það ósköp notalegt. Ísold var sérstaklega glöð að fá að kúra hjá ömmu í stað þess að þvælast endalaust með foreldrum sínum. Ekki var það verra að Bryndís hjálpaði okkur að gera heimilislegra hér á Danziger.
En annars er Ísold afskaplega fjörug, talar mikið og er farið að bera á frekjuköstum. Að minnsta kosti er ungfrúin afskaplega ákveðin. Hún skríður hratt og er aðeins farin að ganga með. En eigum við nú svolítið í land með að koma reglu á svefn, en þetta hlýtur að fara koma allt saman:)

mánudagur, 10. október 2005

Ja ja ja, eg segi thetta oft thessa daganna...
Hvar a eg ad byrja?
i fyrsta lagi hvers vegna klukkar mig enginn. I odru lagi leyndardomurinn um internettengingu mou og arnars hefur verid leystur. Hefdi verid leystur fyrir tveim vikum ef vid skildum eitthvad i thessu****+++++ tungumali.I thridja lagi vid arnar upplifdum bransa daudans i gaer, forum a Robbie Williams tonleika+ fyrir og eftiraparty. Fyrst sottum vid passa a gullhoteli, thadan vorum vid keyrd i limmu a tonleika, nei djok i rutu en mjog finni rutu. Ur rutunni var okkur smalad i sal thar var matur og drykkur fyrir heila thridja heimsthjod. Sidan hlustudum vid a misskemmtilega tonlist og horfdum a thennan litla bretaling dilla ser. Eftir thad var farid i eftira party. Vegna ognarmikillrar innilokunarkenndar letum vid ekki smala okkur med helviti mikid af tonlistarbransagaurum og stulkum sem eru ad farast ur atroskunarsjukdomum inn i rutu heldur tokum leigara eins og alvoru folk. Vid komum a potsdamerplatz og arnar dreif mig fram fyrir rodina, nei nei hvad tha erum vid ekki skyndilega ad ganga a Bleikum dregli og a einni hlid er krokt af ljosmyndavelum og tokuvelum. Mer leid nu helst eins einhverri bondakonu ur dolunum og reyndi ad flyta mer sem mest eg gat en Arnar Eggert helt i hond mina, gekk haegt a dreglinum vinkadi ollu lidinu(u can imagine). Thegar inn var komid var krokt af thessu adurnefnda lidi. Vid gengum inn i herbergi thar sem vid blasti SUKKULADIBRUNNUR og JARDARBER, kOMMON er ekki lagi med folk. Arnari NB bodnir vindlar og Wiski af domum i frenchmaiden buningum....eg aetla ekki einu sinni ad faera meira i ord. Fullkomid brjalaedi.
eg er oskaplega glod ad fa komment fra ykkur kaeru vinir....

miðvikudagur, 5. október 2005

veruleikinn a internetkaffihusi; sat vid hlid franskrar stulku sem var ad tala a skype vid fjölskyldu sina. Hun var fremur vandraedaleg ad bidja thau um ad senda ser pening fyrir leigu, hlo eda gret greindi ekki alveg a milli. Sidan bad hun mommu sina um allt milli himins og jardar thetta og hitt skirteinid, pilluna og svo framvegis. Sidan spyr hun fjolskylduna hvort thau komi um jolin og virdist ekkert yfir sig glod med thad, reynir ad fa thau til ad gista a hoteli sem thau vilja greinilega ekki. Mer fannst hun hljoma frekar vanthakklat, ekki thad ad neitt af thessu komi mer vid en tharna sat hun vid hlid mer og trod upp a mig sinu einkalifi.
Godar frettir; Vid erum buin ad eignast finnska vini, vid hittum thau i u-bahn arnar spyr "suomi?" thau segja ja arnar segir og bendir a brjost ser "islandia" med russneskum hreim, thau hlogu og sogdust einmitt hafa verid ad flytja a islandischerstrasse her i PRenslauer berg, a thessari stundu urdum vid ad fara ut a Alexander. En sidan i gaer maeti eg gaurnum(thetta var par sem sagt) og stoppa eg hann, vid spjöllum og skiptumst a simanumerum. Thessi finnski gaur virtist eiga margt sammeiginlegt med arnari eins og ad safna plötum.
veit ekkert hvenaer thetta blessada net kemur, thad getur verid erfitt a stundum ad skilja svona litid, tsjuss

mánudagur, 3. október 2005

Svefnsofinn settur saman af undirritadri, hafdi eg enga tholinmaedi til ad bida eftir husbondanum sem var ad afla med skriftum. Tok mer skiptilykil i hönd og setti saman fjorar nidthungar hlidar saman(engra sexkanta thörf i thetta skiptid en thökk fyrir lanid), a thaer var svo aklaedi smokkad. A sofann eru strax komnir gestir flottafjolskylda fra schonhauser. Thau eru ad bida eftir appelsinugulri ibud a kuglerstrasse.
Isold og fjölsk foru i dyragardinn saum öll dyrin hans Noa, Isold var nu ekkert serlega upprifin,var mest ad skoda mannfolkid. Eg var otrulega hrifin af flodhestunum einn faeddur 1956,Otrulegt ad sja tha i vatninu their virtust svo lettir, sneru ser a alla kanta og dilludu rassinn i att ad ahorfendum. Aparnir fremur thunglyndir nema sa sem aeldi fyrir framan okkur og at sidan upp aeluna. Pandabjörnin vann kruttakeppnina en svartbjörninn gedveikrarkeppnina( var algerlega ad rusta einni lugunni tharna) og svo saum vid wascherschwein.... eg vissi ad Saesvin vaeru til, eg vissi thad eg vissi thad. Annars var ljonid i brjaludu skapi aepti og aepti eins hann vaeri ad leika i lionauglysingu eda Metro-Goldwyn-Mayer.