miðvikudagur, 20. júní 2012

áætlanir um að vera ósammála þjóðinni!

Ég er mikið að spekúlera núna í að stofna annað blogg...sem væri ekki svona persónulegt þvaður, eitthvað meira profesiónelt. En auðvitað er ég búin að búa til risastóra flækju í hausnum út af því. Ég er líka að spekúlera að lesa þessa grein eftir Guðberg sem allir eru svo hneykslaðir yfir en ég meika það ekki. Hann Guðbergur er auðvitað frændi minn man ekki hvernig en amma var afskaplega hrifin af honum og frændum mínum er einkar lagið að vera á móti öllu og segja eitthvað hrikalega asnalegt. Svo nenni ég heldur ekki að lesa þennan pistil sem ég ímynda mér að sé hræðilegur af því ég nenni ekki að vera sammála múgæsingunni. já já svona er lífið í þorpinu íslandi eins gott maður er að flytja héðan...hinir vilja bara myglaðan forsetan aftur og sjálfstæðisflokkinn við stjórn og þá erum við nú aldeilis búin að læra af reynslunni, vei hvað verður gaman á íslandi þá!

mánudagur, 11. júní 2012

mon amoureux


viðræður við franska samstarfskonu:
Franska: Já hvað segirðu, ertu að flytja til skotlands? en interessant. Tekurðu fallegu stelpurnar þínar með þér?
Móa: ouioui.
í millitíðinni koma eiginmaður og börn að sækja mig upp á safn og hanga fyrir utan í einarsgarði.
Franska: Jeminn eina en hvað stelpurnar þínar eru guðdómlegar. Hvað segirðu er þetta elskhugi þinn?
Móa: já þetta er elskhuginn minn:)
Franska: Tekurðu hann líka með til Skotlands?

Það verður að segjast eins og er að franskur hugsunarháttur getur verið svo miklu rómantískari og gjörsamlega óþýðanlegur yfir á- Hvað áttuekkimannhundhúsogbörn hugsunarháttinn sem ríkir á þessu landi.


fimmtudagur, 7. júní 2012

einhvers staðar einhvern tímann aftur...

einhvers staðar erum við stödd mismunandi mikið til staðar...en alltaf á einhverjum stöðum. Um helgina færðum við okkur úr stað og fórum í hina undurfögru mývatnssveit. Jú það hlýtur að vera einn fegursti staður á jörðu. Fyrir 14 árum var ég þar stödd og þá var ég á allt öðrum stað í mínu lífi...sami staður en samt ekki sá sami! - staður. Hrikalega staðbundið orð, en samt erum við ekki bundin stöðum með rótum eins og öspin í næsta garði. Við færum okkur stöðugt úr stað og í stað. Og enn fremur getum við verið allt annað en á staðnum í huganum. Þegar ég var krakki var ég ansi lagin við það að vera ekki á staðnum eða "í skýunum" eins og frakkar orða það sem þýðir ekki óbærilega glöð heldur utan við mig. Ég þráði líka að geta verið á nokkrum stöðum í einu, helst á íslandi og frakklandi samtímis, fá góða mjólk, hressandi golu en líka pain au chocolat og nýtýnd kirsuber...Þegar ég fæddist bjó ég í húsi sem heitir á próvensölsku Togo de gun og þýðir Hvergi (líkast til andstæðan við að fæðast á Staðarstað)  Ef hvergi er staður er þá hvergið nokkuð til?