laugardagur, 29. desember 2007

ó jólajól

Stundum eru þessi jól hérna á íslandi alveg of, allt þetta endalausa konfekt sem ég hef talið mér trú um að ég megi borða vegna þess það eru jólin. Ég er farin að ilma af gröfnum lax og appelsíni. Neinei þetta er hætt að ganga svona það er massíft átak...eftir jól. Já ég er sokkin í þetta íslenska ástand, ég held ég sé að fá postjólamelankolíu sem er orsökuð af ofneyslu á súkkulaði, lax, kjöti og gjöfum(sem ég er afskaplega þakklát fyrir). Snjórinn, já jólasnjórinn hann var sko velkominn, hann er æði.
Annars fór ég í íkea í dag hafði þangað ekkert sérstakt að sækja, útsalan í íkea er aldrei neitt rosalegt en tókst að koma heim með ilmkerti. Eitt ilmar af jarðaberjum og hitt af súkkulaði, nú fær nefið eitt að njóta lystisemdanna á meðan ég fæ mér hrökkbrauð og vatn. Og ég sem hélt að ég vildi hafa jólin alltaf, það er bara ágætt að hafa þau einu sinni á ári, sérstaklega í landi þar sem þau eru í fullkomnum yfirgír.

mánudagur, 24. desember 2007

gleðileg jól allir

sem villast á þessa blessuðu síðu...
Helsta afrek mitt fyrir þessi jól var að skrifa mína fyrstu málfræðiritgerð!! Henni var skilað í skjóli nætur aðfararnótt Þorláksmessu. Þorláksmessa fór í að undirbúa jólin, fór reyndar í bæinn í gærkveldi og hélt að það væri mitt síðasta. Jæja ennþá helling eftir .....

fimmtudagur, 20. desember 2007

sveimérþá

Afmæli skipta máli, eins árs skottan borðaði eins og hestur í dag sagði pólska matráðskonan mér og líka hérna heima í kvöld! Svo er hún eiginlega bara farin að labba, stendur, labbar fimm til sex skref, dettur,skríður og stendur upp á ný. Og nú næstu einu og hálfu vikuna á ég eina eins árs og eina tveggja....úlala

miðvikudagur, 19. desember 2007

Karólína eins árs í dag, jibbí!!!

Litla jólabarnið okkar á afmæli í dag, hún fór með banana og piparkökur í leikskólann. Það þarf líklega ekki að ítreka það hve yndisleg lítll hnáta hún Karólína er. Einstaklega geðþekk, klár og kát. Á sunnudaginn síðasta héldum við upp á afmælið fyrir familíu og vini, bökuð var múmínafmæliskaka. Fengum Sólu sem sérstakan eplaskívubakara og jólaglöggsbruggara og ekki nóg með það heldur gaf hún henni múmínpiparkökuhús sem er ekkert smá flott. Við er líka afskaplega stolt af stóru systurinni sem var afskaplega myndarleg að hjálpa til við að baka og undirbúa afmælið. Ísold var ekkert afbrýðisöm þó Karólína væri miðpunkturinn og samgladdist litlu systur á afmælinu. Í dag er svo jólaball hjá Ísold og afmæliskaffi hjá Karólínu leikskóla s.s. hátíð út um allan bæ. Mér finnst hálfótrúlegt að sé liðið ár frá fæðingu Karólínu, litla barninu mínu.

Karólína


Karólína, originally uploaded by pipiogpupu.

fimm daga


fimm daga, originally uploaded by pipiogpupu.

þriðjudagur, 18. desember 2007

Jólahvað!!!

omg eitthvað,einhver hefur sest að í ennisholunni minni. Hún er sum sé ekki lengur hola hún er full af einhverju sem veldur mér sárum höfuðverki. Það sem hjálpar ekki er að setningafræðiritgerðin er að reyna á allar mínar heilasellur(þær tíndu og lömuðu líka). Mér líður eins og ég sé að togna í hausnum, er hægt að fá teygjubindi fyrir hausa...?
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi einhvern tíman sitja í þjóðdeild þóðarbókhlöðunar og reyta hár mitt yfir bók skrifuð á einhverju norðurlandamáli um fornmál! Nei er hægt að gerast þjóðlegri, held nú varla. Nú megið þið hætta að ávarpa mig á ensku eða tala afskaplega hátt og skýrt við það eitt að sjá ásjónu mína. Reyndar gerðist það í haust að kona ávarpaði mig á íslensku í heita pottinum í sundhöllini, ég hikstaði og var næstum búin að segja mottóið mitt,ha, ég er íslensk....ég hef bara dvalið langdvölum erlendis;)konan horfði á mig eins og ég væri nýsloppin af kleppi.
Ég bað bókasafnsvörðinn um að fá að ljósrita upp úr þessari merku bók en til að nálgast hana þurfti ég að aðlaga mig að lífi san quentin fanga á death row. "Það stendur hér hvernig þú ferð að" sagði konan og benti á plastað blað á afgreiðsluborðinu. Síðan fyllti ég út í þríriti hver ég væri,trúflokk og hvaða blaðsíður ég vildi fá ljósritaðar. Allt þetta til að vernda bókina...sem kom út 1966 og liggur ekkert undir skemmdum. dísus! Jæja vonandi hef ég tíma fyrir jólin þetta árið. Hverjum datt í hug að skipuleggja próf fyrir jól! það er ömurlegt fyrirkomulag. Ég segi próf í byrjun nóv og síðan í febrúar og laaaaaannnnnnnnngt jólafrí.

föstudagur, 14. desember 2007

systur


systur í bíltúr, originally uploaded by pipiogpupu.

Ísold og Karólína voru heima alla síðustu viku og skiptust á í þarsíðustu, mikið var tekið af systramyndum á því tímabili. Þegar átti síðan að taka myndir af bötnuðum systrum fyrir jólakortið, þurfti 70 tilraunir. Hvað gerðu menn á filmutímum og hvernig halda ljósmyndararnir börnunum kyrrum?
Í dag fór Ísold í sína fyrstu jólaklippingu á rakarastofuna á klapparstíg. Hún stóð sig með prýði, krullur fengu að fjúka (til að fá betri rækt í hárið) og er komin með sæta telpnaklippingu. Í dag fór Ísold í kirkju með leikskólanum svo að við fengum öll ný hlutverk, Karólína leikur jesúbarnið, Ísold er mamman, Arnar er kindin og ég er vitringur(og svo skiptum við endalaust um hlutverk). Þetta finnst kindinni okkar alveg ótrúlega skemmtilegt. Alveg heilluð af leikhúsi og við orðin heilaþveginn af abbabbabb, í því leikriti er hún auðvitað Aron Misti(neisti heitir hann víst). Annars áskotnaðist okkur nokkrar gamlar vídeóspólur úr vídeóleigunni okkar til að hressa upp á úrvalið, og nú er Poppsins(Marý Poppins) mikið uppáhald sem okkur líkar vel því það er fullkomin klassík.
Litla daman er ennþá í þann veginn að fara labba, algjör kelirófa. Þegar hún kemur á leikskólann byrjar hún að faðma fóstrurnar og svo fáum við knús þegar við sækjum hana. Yndi.

miðvikudagur, 12. desember 2007

múmínpiparkökuhús í stormi

Ég hef ástríðufullan áhuga á veðri, ég er alltaf að verða þess meira vör að minnsta kosti að ég gæti talað endalaust um þetta óviðráðanlega fyrirbæri. Ekki nóg með það þá tengist þessi veðurfarsárátta mín heimsendaótta. Það getur ekki verið að þetta stormasama haust sé eðlilegt, hvar er snjórinn, hvar er veturinn okkar? Aðrir sambýlingar mínir deila þessum áhuga frekar takmarkað með mér og sá fullorðni gæti ekki verið meira ónæmur á veðrið(fer út á stuttermabol í mínusgaddi).
Þegar ég var að hlusta á útvarpsfréttamanninn með hörmungarröddina í dag og hann sagði mér að nú væri það staðfest norðurpóllinn verður líklega allur bráðnaður 2013! Og ég sem hélt við værum seif næstu hundrað árin, hvað meinar maðurinn með þessu. Í kjölfarið heyrðist í útlenskum heimsósómaröddum sem sögðu nú væri ekki lengur tími til að ræða málin, það yrði að kalla saman þing tafarlaust og fá öll lönd til að taka þátt, sem sagt stofna nefndir. Á þeirri stundu fannst mér ég reyndar vera stödd í starwars mynd og hætti að hafa áhyggjur af heimsendanum. Ég hélt því bara áfram að reyna klára allt fyrir jólin eins og allir og við stelpurnar vorum meira að segja boðnar í að baka múmínpiparkökuhús í vesturbænum. Í stormsama skammdeginu keyrðum við svo heim hlustuðum á jólalögin á léttbylgjunni og slepptum kvöldfréttunum.

föstudagur, 7. desember 2007

Knútur og Karólína


Um þetta leyti fyrir ári síðan voru Knútur og Wilson Mugga aðalfréttirnar og ég gjörsamlega að tryllast ú óþolinmæði að bíða eftir henni Karólínu minni. Nú er Knútur yfir 100 kíló hamingjusamur og vinsæll húnn í Berlín, líklega höfum við losnað við óboðna gestinn Wilson M. hef ekki heyrt neitt um hann lengi. Karólína er hins vegar hin hressasta rétt yfir sjö kíló að jafna sig á Rs-vírus. Svo er hún þvílíkt í startholunum að æfa sig að ganga og brestur það á líklega á næstu dögum. Systir hennar Ísold er að jafna sig á lungnabólgu og er mikið að teikna portret af fjölskyldunni þessa daganna, hún vill auðvitað fá verkin sín upp á vegg svo að íbúðin er þakin myndum af okkur. En snjórinn er kominn og það er hreint dásamlegt....hlakka til jólanna.

mánudagur, 3. desember 2007

mýrarangist

Án þess að ætla barma mér hefur ákveðinn taugatitringur hreiðrað um sig í brjóstholinu mínu. Ég varð þess áþreifanlega vör í dag í Bónus á Laugaveginum(af öllum stöðum) fann að ég starði heldur lengi á mysingsdollurnar og gat engan vegið ákveðið hvort ég ætti að taka fjólubláu dolluna eða Gotta og þessi viðbrögð endurtóku sig við hverja einustu hillu. Er það upandgo eða drytechlotionfree, pepparkakör eða piparkökur,fjör eða létt mjólk, spínatsalat í poka eða lambhaga í boxi, ýsa eða sænskar kjötbollur svona hélt þetta áfram þar til kaldur svitinn perlaðist fram á ennið og ég farin að ráfa um búðina algerlega stjórnlaust. Tilvistarangistin getur víst dúkkað upp á ótrúlegustu stöðum og komið fram í undarlegum hegðunum. Líklega er afskaplega góð og gild skýring á þessu, litlu skinnin eru enn heldur lasin, ég á að vera byrjuð á ansi mörgu fyrir skiladag í Hí....uhhh guðminngóður þessi færsla gerir mig stressaða. Það var því mjög vel þegið að fá ömmu stelpnanna frá Sólvöllum til að taka vaktina aðeins. Ég tók mér smá göngu í gegnum mýrina að kjarvalstöðum þar náði ég að róa mig aðeins með kaffilögg á meðan ég las fasteignablaðið.

laugardagur, 1. desember 2007

lungu með pest og pönnukökur

Familian fór til læknis í morgun, Ísold og Karólína báðar með lungnabólgu. Ástandið er búið að vera fremur hörmulegt alla vikuna, nokkrar heimsóknir á barnaspítalann með þá yngri sem er jafnvel með asma(en vil samt taka því með fyrirvara þar sem hver læknir hefur sína útgáfur af þessu), sú eldri fyrst grunuð um barkabólgu en versnað eftir því sem leið á vikuna. Við foreldrarnir höfum líka verið lasin með hósta og beinverki. Skólinn minn er í svolítillri hönk út af þessu ástandi en ég vil helst minnst hugsa um það á meðan ástandið er svona. Gerðum okkur því glaðan dag ( þrátt fyrir aum lungu) og við Ísold bökuðum pönnukökur a la muminmamma. Síðan átu allir af bestu lyst enda uppáhaldsmatur margra hér á heimilinu.
Veðrið minnti mig óþyrmilega á prúsneska veturinn þegar við stigum út grátt og ískallt. En ekki bætti úrskurður læknisins, mér fannst í nokkur sekúndubrot eins og ég væri stödd í krankhaus friedrichshein. Annars þrátt fyrir þessa minningu frá slæmum tíma í Berlín erum við orðin nokkuð heit fyrir að kíkja þangað í heimsókn, heimsækja vini, sýna nýjum fjölskyldumeðlimi rólóana og anda prenzlauer hip og kúl loftinu.
Annað í fréttum er að þegar móðir mín var í Bratislava í vikunni, þar sem hún var í hótelherberginu að hugsa um dóttur sína fannst henni allt í einu heyra mjög vel í mér og leit á sjónvarpsskjáinn... nei nei, haldiði ekki að þar hafi ég blasað við í franska sjónvarpinu að tala um fæðingarorlof hið íslenska á frönsku;) ætli ég sé ekki búin með kortérið mitt, glöð að mamma náði því;)

mánudagur, 26. nóvember 2007

geymt en ekki gleymt


Hugmynd að þím-park ( á engilsaxnesku theme-park t.d. disney eða múmíndalur) hér á Íslandi. Þessari hugmynd laust niður í huga minn þegar ég var að lesa leiðara skrifaðann með zetu í ónefndu blaði. En þar er sagt frá því að andófsmaður Pútíns Rússlandsforseta,nefnilega Kasparov hafi verið handtekinn og fangelsaður í fimm daga. Þessu var svo líkt við ofsóknir Stalíns heitins. Nei nei kaldastríðið er enn við lýði, því það er eins og svipuðum aðgerðum ameríkana sé aldrei lýst á viðlíkan hátt(guantanamo...hum hum). Jæja hvað um það, hugmyndin er sú að þar sem við eigum nú einn andófsmann, Bobby Fisher skákmann(af amerísku bergi brotinn, tilviljun!!) gætum við tekið að okkur fleiri eins og t.d. Kasparov. Þeir myndu svo vera aðal-attraction þímparksins. Byggð væri skákhöll og í einum salnum væru þeir með daglega uppákomu, skák, rifrildi um skák og skákaðferðir nú og svo auðvitað týpíska melódramatíska prímadonnustæla og köst sem við þekkjum svo vel hjá stórmeisturunum. Í öðrum sölum gæti verið bókasafn, kennslustofur og meira að segja rannsóknarstofur með ofvöxnum skákmönnum. Aðalviðburður skákhallarinnar væru Kaldastríðsdagar, þar sem bandarískir skákmenn myndu mæta rússneskum, á boðstolnum væri kalt buffet og kælt vodka. Sæmi Rokk gæti verið safnvörður. Við höfum allt til alls, nú þurfum við bara smá Björgólfsfé og Kasparov. Þvílík hugmyndaauðgi, þegar ég ætti að vera grúfa mig yfir lærdómnum;)

fimmtudagur, 22. nóvember 2007

um stúlkubörn

Hvar er snjórinn minn? spyr Ísold á leið heim úr leikskólanum, svo segir hún " laufblöðin öll farin, en hvar er snjórinn. Ísold er að sjálfsögðu einstaklega skýrt barn og veit vel að þegar laufblöðin eru farin ætti að kyngja niður snjó. Við biðjum um smá snjó sem sagt.
Ísold hefur gaman af því að leika hin og þessi hlutverk og setja hina og þessa í hlutverk stundum er Arnar Ísold og þá breiðir hún yfir hann og segir góða nótt jólapakki, svo stundum er ég Ísold hún Karólína og Arnar ég, við erum stundum alveg rugluð hvaða hlutverk við eigum að leika en hún er alltaf með þetta á hreinu. Svo breytir hún röddinni eftir því hvort hún er að leika mig, pabba, karólínu og svo auðvitað Mikka ref. Hún er mjög ánægð með sig þegar hún gerir þarfir sínar í kopp eða klósett og við hvetjum hana auðvitað áfram. Hún kveður oftast pissið eða kúkinn áður en þau leggja af stað í vegferð sína. Kúkinn nefnir hún eftir stærð, stór kúkur er pabbakúkur og um daginn fylgdu tveir smávaxnir þeir hétu auðvitað Ísold kúkur og kalíní kúkur og var mjög ánægð að Karólína hefði fengið sinn(því þetta er mikill heiður). Þrátt fyrir að stundum finnist henni Karólína tæta óþarflega mikið í dótinu sínu ber hún mikla umhyggju og verndartilfinningu fyrir litlu systur. Í morgun fylgdi hún litlu systur í leikskólann og sagði deildarstjóranum svo ekki færi milli mála "þetta er Karólína mín" en hver á þig þá segir deildarstjórinn, "mamma og pabbi".

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Bókahelgi

Bók Arnars míns og Einars Bárðar kom út á föstudag á afmæli Jónasar. Svaka útgáfupartý með frægu fólki, vinum og tilheyrandi glysi. Svo erum við að fara í annað glyspartý í kvöld...(gær) þó ég sé engan veginn stemmd og vill helst ekki fara út fyrir hússins dyr! Við hér á Íslandi hljótum að taka með fyrirvara öllum fréttum um hlýnun jarðar!

Partýið var hörmung, bombur og grámenn, alls ekki þess virði að maður færi út í þennann frostvind. Í dag tók yngsta barnið fyrstu skrefin óstudd heima hjá ömmu sinni og afa á Sólvallagötu, hún var gífurlega stolt af sjálfri sér og við auðvitað líka...ótrúlegt hvað þau vaxa fljótt þessi gull:) bara mánuður í að Karólína verði eins árs.

Svara áskorun Eddu og tileinka Arnari.

1: Hardcover or paperback, and why?

Kiljur, þær eru girnilegri eins og Edda segir. Elska rendurnar á kilinum sem sýna að maður hefur lesið bókina oft.


2: If I were to own a book shop, I would call it…
kál og kenning3: My favourite quote from a book (mention the title)
Tala til þín blítt sem sjálfur skíni/og stjörnur blómgist á engi eigin blóðs/mín eigin sýn eru stjörnur blóðs þíns/ skuggi minn fölnar er mæli til þín blítt/.../ tala svo blítt til þín/ sem talir þú til mín. e. R. W.
nei ég kann þetta ekkert utanbókar en þessi ljóðaþýðing pabba úr pólsku ljóði blasti hér við mér(þar sem ég sit) og hún er ein af þessum mörgu uppáhalds...

4: The author (alive or deceased) I would love to have lunch with would be…
Tolstoy

5: If I was going to a deserted island and could bring only one book, except for the SAS survival guide, it would be
Anna Karenina

6: I would love someone to invent a bookish gadget that
man ekki eftir neinu í fljótu bragði er það ekki einmitt kosturinn við bókina það þarf ekkert háþróað "gadget" til að njóta hennar. Bókin er háþróaðasta afþreyingin.


7: The smell of an old book reminds me of…
það er ekki hægt að segja eitthvað eitt. Mjög sérstök lykt af pabbabókum t.d. svo er nýjubóka lykt, bókasafnabókalykt...


8: If I could be the lead character in a book (mention the title) it would be…
Anna Karenina...kannski ekki svo eftirsóknarvert en hvar væri maður án dramans!


9: The most overestimated book of all times is…
hef líklega ekki lesið hana.


10: I hate it when a book…
glatast í láni, er vond eða tilgerðarleg

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

bonne nuit

Ekki varð af heimsendi þó mér hafi næstum tekist að vera álíka melódramatísk í sjálfsvorkun minni og fólkið á eddunni. Okkur er öllum að batna og sem betur fer því ég er komin í slæm mál í skólanum. En á morgun er stór dagur, bonne nuit

miðvikudagur, 14. nóvember 2007

þriðji i pest

Ástand á heimilinu, ungarnir sluppu ekki undan pestinni og ég versnaði aftur. Góðu fréttirnar eru að ég fékk sýklalyf fyrir augað. Nú ætla ég að láta mér batna og ungunum líka.

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

la peste

Hef aldrei viljað aðhyllast einstaklingshyggju eða aðrar einhverfar íhaldshyggjur sem kemur því náttúrulega ekkert við en ég hefi smitað betri helminginn að pestinni minni. En ég er orðin mjög þjóðleg og farin að sjá að pestar og veður eru langbestu umræðuefnin, um þetta er hægt að tala endalaust. Lýsa alls kyns tilbrigðum og ef hægt er að tengja pestina við veðrið þá verður það óhjákvæmilega krassandi umræðuefni. Eitthvað annað en verðbólga og stýrivextir, hver nennir að hlusta á þvaður um það...bankastarfsmenn kannski. Ég botna ekkert í þessum fréttum sem boða heimsenda í fjármálaheimum...þýðir þetta að ríka fólkið fær að blæða...tæpast. Augað mitt (svo ég fari nú út í eitthvað krassandi) er nú orðið fremur rautt í augnkróknum og bólgið. Vonandi held ég sjóninni þó ég fái ekki tíma hjá lækni fyrr en á morgun.

mánudagur, 12. nóvember 2007

ó mig auma

Já ótrúlega hæfileikaríkir háskólanemar og norðurmýrarhúsmæður geta líka veikst... Nei ég hefði svo sem ekki trúað því heldur. En upplitið á mér (aumingjans ég í efsta veldi) var hreint út sagt ömurlegt. Lungum og lifrum var ælt og dagurinn fór í eitt allsherjarmók. Ofan á það bætist að augað mitt er bólgið og undarlegt á að líta líklega af illkynja sýklum! Annað er það að frétta að mér var bjargað frá skömm aldarinnar í fagnaði hér í bæ, þvi þó ég hafi þrábeðið nokkra gesti um að syngja með mér Purple rain eða Susie Q þá þáðist enginn boðið, úff. Hins vegar njóta litlu prinsibessurnar mínar gaulsins í mér því við höfum farið út í miklar samanburðarrannsóknir á Vísnabókinni í nokkrum útgáfum. Hver veit nema purple rain verði vögguvísan annað kvöld. Jæja ég ætla fara fá mér smá kóka kólalögg og kringlu.

mánudagur, 5. nóvember 2007

eplasæt


eplasæt, originally uploaded by pipiogpupu.

Setti inn fjölmargar myndir af tveimur gullmolum.

indie-ísold


indie-ísold, originally uploaded by pipiogpupu.

þriðjudagur, 30. október 2007

snjóbíll

Snjór, ótrúlega jólalegur jólasnjór úti og ég er gersamlega að tryllast úr jólaspenningi. Millinn okkar er (nissan sunnyinn okkar sem var metinn á eina milljón af bankastjóranum) búinn að vera á síðustu metrunum heillengi. Miðstöðin engri lík, blæs framan í mann ísköldum blæstri sem er ekki alveg málið á hrímköldum vetrarmorgnum, nú svo var bremsan eiginlega farin, ein framrúðan föst og flestar þeirra mosagrónar...já já og margt fleira sem ég kann ekki að nefna en fjórtán ágætis ár (undanfarin ár hefur afi verið kraftaverkalæknirinn í lífi millans og kom honum í gegnum skoðun sem frægt er orðið). Í gær var sem sagt keyptur alvöru bíll af gerðinni Ford, hann er ekkert ólíkur þeim fyrri að ytri gerð silfurgrár langbakur, en þegar inn er komið mætir manni heitur bíll með framrúðuhitara og nútíma tónlistarflutningagræjum. Millinn með sitt kasettutæki var kvaddur á eldshöfða á þessum kalda vetrarmorgni og heim keyrðum við á fullorðinsbílnum sem er okkar fyrsti keypti bíll. Spurning hvað fókusinn verður kallaður! Kemur allt í ljós. En við erum í það minnsta ferðbúinn fyrir veturinn.

miðvikudagur, 24. október 2007

Brest

úrkomumet í sept og okt síðan 1936....þetta er eitt af þessum metum sem hefði ekki þurft að slá. Næ ekki að líta rómantískum augum þetta stormsama haust. Rakst á einhverjar skeppnur í ullarpeysu skápnum mínum en var ekki viss hvað væri á ferðinni, síðan hafa peysurnar fengið að dúsa útá snúru í öllu rokinu og skápurinn hreinsaður með ajax-geðveiki.
Leornado di Caprio á lausu en alls ekki jafn sætur og mér fannst hann í den, líklega það sem brasílíska beibið hugsaði.Hvað um það ég er alveg jafn andlaus og síðast og hef lítið sem ekkert að segja(endalausar þversagnir).

sunnudagur, 21. október 2007

glasgowsimi

Já ég er á lífi eftir Glasgowævintýrið þrátt fyrir snert af ofverslun. Verslaði ýmislegt en þó mest spjarir á mig og familíu já og svo auðvitað jólagjafir. En svo var líka slakað á, sofið í heilum nóttum, borðað ítalskt...ekkert svo spennt fyrir beikonvöfðum haggis og fórum líka í dagsferð til Edinborgar sem er æði(gædinn vildi meina að hún væri Aþena norðursins!)nokkrir guinnessar runu ljúflega niður sem sagt hið ágætasta mömmufrí. VIð stöllur komumst heim með herlegheitinn. Ýmislegt hafði gerst hérna heima á meðan, Karólína var veik heima alla vikuna með berkjubólgu, fékk sína þriðju tönn, fór að segja Ma ma. Ísold var fullorðnast helling og alltaf að segja okkur brandara. En allir spjöruðu sig án mín Arnar fékk góða hjálp tveggja ömma( hvernig sem fleirtalan á þeim er) og meira að segja langa og löngu.
Símanum mínum var stolið úti svo að honum var lokað í nokkra daga, en nú er ég kominn með nýjan síma en samt með sama númer en símanúmerin ykkar glötuð. Man ekki meir í bili og frekar andlaus bloggari í kvöld...;)

fimmtudagur, 11. október 2007

ég keypti eitt stykki juðara í dag.... þið sem eruð ekki handlagnar húsmæður, eins og ég! þá er það tæki til að pússa með sandpappír á alls kyns fleti eins og eldhúsinnréttingu. Jebs, ég var í allan dag að pússa eins og "#$(/("$(/&$ og auðvitað er heimilið í rúst og ég verð að klára þetta allt pússa, mála (appelsínugult), laga til, þrífa, kenna litlufrönskukrökkunum....allt þetta áður en ég skelli mér með Tinnu minni í haustlitaferð til Glasgow. Þar munum við skoða söfn og liggja í baði! Nei grín shop til we drop verður líklega viðkvæðið;). Þetta verður verkefnið okkar í verkefnavikunni!!!
um stjórnmál verð ég að tjá mig síðar maður er ennþá að ná andanum hérna.

mánudagur, 8. október 2007

timi

stundum hefur maður lítinn tíma samt gerir maður ýmislegt annað en að nýta tímann eins og það er kallað á nútímamáli. Töluðu fornmenn svona mikið um tímann? Er það firring að leyfa sér ekki að gera eftirfarandi vegna tímaleysis...logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Snorkfrøken
Du er Snorkfrøken! Du er romantisk og du drømmer om den store kjærligheten! Men du er kanskje litt for forsiktig!
Ta denne quizen på Start.no

niðurstaða ég er langt frá því að vera upptekin nútímakona sem hefur varla tíma til að anda.

föstudagur, 5. október 2007

notalegt haust

það er bara hið notalegasta haust hér í mýrinni, laufin í fallegum litum þekja garðinn. fuglarnir í reynitrjánum, fiðrildin upp um alla veggi að reyna flýja veturinn. Karólína hefur hins vegar nælt sér í smá pest svo að við höfum bara huggað okkur síðan í gær og skólinn fær aðeins að gleymast rétt á meðan.
Hins vegar langi ykkur til að bjóða mér í kaffi þá er þetta rétti staðurinn.


Finnsku vinir okkar fóru til Tókyó og tóku þessa mynd;)

miðvikudagur, 3. október 2007

Íslenski draumurinn

Ég er í einum kúrsi í háskólanum sem fær mig iðulega til að efast um hvort ég ætti yfir höfuð að vera að tjá mig á íslensku. Í síðasta tíma var mikið rætt um sjúkdóm sem hrjáir íslenska þjóð nefnilega þágufallssýki. Úff verð að viðurkenna að ég er ekki með þetta neitt á hreinu með aukafallsfrumlagið. En þessir tímar fá mig mikið til að hugsa um íslenskukunnáttu. Mér finnst(má það?) stundum eins og íslenskan sé afskaplega fínn kántrí klúbbur og maður fær ekki inngöngu nema maður hafi alist upp í einhverju fjárhúsi úti á landi þar sem fólk talar hið raunverulega góða mál...en við sem höfum alist upp í Reykjavík hvað þá út fyrir landsteinana getum ekki haft svo góða máltilfinningu. Reyndar finnst mér ég oft hafa betri máltilfinningu á hinu móðurmáli mínu þó þar vanti mig mikinn fullorðinsorðaforða og stafsetningu(þvílíkt kombó). Þá er spurningin er máltilfinningin eini mælikvarðinn á hvað sé rétt eða rangt og hver segir til um hver hafi góða máltilfinningu eður ei. Er tungumálið að þróast með fleiri linmæltum höfuðborgarbúum og nýbúum, er það slæmt? Mér finnst líka eitthvað svo týpískt að það sé talað um þágufallssýki...er hægt að taka pensílín við henni? En ég hlakka til og ykkur kvíður fyrir svo ekki er öll von úti, eða hvað? jú tell mí

föstudagur, 28. september 2007

leikskólalíf

eldri anginn okkar er heima með hitaslæðing í dag, henni leist reyndar ekkert á að Kalíní sín þyrfti að fara á leikskólann. Vildi hafa hana hjá sér. Í gær var dagurinn ótrúlega pródúktívur, náði að læra heima og með hjálp afa og ömmu í holtó gat ég loks sett upp gardínur inn í svefnherbergi, sýningum sem sagt hætt og sem betur fer því vindhviður gærdagsins feyktu öllum eftirhangandi laufum af trjánum.
Litli angi er búin með aðlögun þó svo við foreldrarnir eigum eitthvað eftir í að aðlagast þessu. Okkur líst nú bara ágætlega á leikskólann hennar og finnst hún hafa mannast helling síðan hún byrjaði. Maður er náttúrulega æstur í að fá leikskólapláss svo maður geti sinnt námi og vinnu en síðan hellist yfir mann samviskubit þegar maður lætur barnið frá sér. Þrátt fyrir þessar þversagnir er ég ósköp ánægð með leikskólana og fólkið sem hugsar um börnin okkar. yesserí svo mikið viturlegt hef ég að segja í dag!

miðvikudagur, 26. september 2007

menning í norðurmýri

Hvað er að frétta héðan úr norðurmýri, tja ykkur er velkomið að kíkja sjálf. Við tókum niður níðþungar og stórhættulegar rimlagardínur fyrir um viku síðan og gengur ílla að fá eitthvað í staðinn. Ein af fáum breytingum sem karldýr heimilisins hefur stutt frá upphafi því gardínur eru tákngerfing firringar siðmenningarinnar(vill hann meina). Maðurinn var ekki gerður til að vera lokaður inni í felum frá öðrum(hvað þá að fela líkamann með fötum)! Niðurstaðan er að við erum nú til sýnis en ég læt ykkur um að finna út hvenær er mest krassandi að kíkja. Best er auðvitað að planta sér á göngustíginn þar er einmitt fínasta útsýni yfir svefnherbergi okkar og stofu.

miðvikudagur, 19. september 2007

af systrum

Sóttum Karólínu í aðlögun, 5. dagur. Henni gengur stórvel virðist vera hörkutól en er voða glöð að sjá okkur aftur. Samskipti þeirra systra eru alltaf að verða meiri. Um daginn kallaði ég að maturinn væri til; systurnar voru þá í barnaherberginu og Arnar að leggja á borðið. Ísold segir við litlu systur sína að koma nú og setjast við matarborðið en tekur svo ráðin í sínar hendur þegar hún áttar sig á að hún er ekkert að hlýða. Næsta sem ég sé er Ísold haldandi á Karólínu á hausnum, Arnar hljóp til og náði henni án þess að nokkuð gerðist. Úff
Í gær var fullskipuð dagskrá eins og venjulega, við Kalíní versluðum í matinn síðan fór ég að sækja ísold og fara með hana í franska bókasafnið. Arnar og Kalíní sáu um að ganga frá matnum á meðan og undirbúa kvöldmat. Arnar hringir síðan í mig þá hafði hann fundið glerbrot í munni litlunar!!! Það sem getur gerst stundum er rosalegt, þá hafði ein barnamatskrukka brotnað í matarpokanum og hún komist í þetta. Þetta bjargaðist, Arnar náði því og athugaði vel, hins vegar eru taugarnar þandar með svona lifandi ryksugu.
Góðu fréttirnar eru þær að krílína fór í mælingu og er alveg að vaxa og dafna vel.
Um kvöldið var svo foreldrafundur á ísoldarleikskóla þar kom í ljós að á leikskólanum hennar er met af menntuðum leikskólakennurum og starfið til fyrirmyndar. Svo sá ég vídeó af daglegri rútínu á furustofu deild Ísoldar. Það var gaman að vera fluga á vegg í lífi litla beinsins sjá hana leika sér, borða og sofa. Hún er sem sagt bara pluma sig vel þó hún sé yngst á nýju deildinni.

föstudagur, 14. september 2007

eirðarleysi

já ég er að farast úr eirðarleysi.
Hins vegar svo ég haldi áfram fréttaflutningi frá okkar lífi (vegna einskærs áhuga ykkar;) þá er ég að fara vera með krakkahóp í alliance francaise á laugardögum í vetur, einhvers konar frönskukennsla innan gæsalappa þar sem þetta á nú að vera fyrir 5- 8 ára krakka. Ísold verður með mér og pikkar upp kannski nokkrar setningar.
Svo er það hin fréttin kláraði stykki loksins í herðubreið í gær ekki sekkinn góða, en hólk. Bleikur og gylltur, átti að vera trefill en er miklu kúlari sem hólkur(eða hvað sem maður kallar þetta fyrirbæri sem getur verið trefill og húfa í senn), jibbí. Var að fatta að hann á eftir að smellpassa við hjólið-úha. Nú verð ég setja sekkinn á fastforward ef hann á að klárast áður en Karólína er komin á fullt í Sólgarði. Bytheway henni gekk vel í dag lék sér og var hin hressasta reyndi hins vegar að skríða yfir andlit kollega síns í aðlögun....hum hum.

fimmtudagur, 13. september 2007

" NEI hlusta á Metal"


Sagði eldri dóttir mín við mig í morgunsárið þegar ég bað föður hennar að spila eitthvað aðeins léttara ! Arnar var auðvitað mjög glaður með viðleitni dóttur sinnar enda er hann að byrja með metalþátt í kvöld sem heitir einmitt-Metall. Ég treysti á að þið metalhausarnir leggið við hlustir á rás tvö klukkan 22:00 í kvöld! Efast ekki um að Arnar eigi eftir að spila frábært þungarokk af ýmsum toga, persónulega myndi ég bara spila orthodox metal oftast bara Black Sabbath og svo myndi ég alltaf spila TÚ MINUTES TÚ MIDNÆT með járnfrúnni rétt fyrir miðnætti.
Það er náttúrulega hellingur að frétta, en í dag byrjaði krílína speedy í aðlögun á Sólgarði og það er nákvæmlega ár síðan systir hennar byrjaði á Sólborg. í dag var hún nú aðeins í klukkutíma með þrem öðrum krílum í herbergi langminnst en mest á hraðferð. Hún skreið út um allt og yfir alla nú og ekki nóg með það heldur var hún ekkert að veigra sér við það að rífa leikföngin af hinum börnunum, hum hum...
Fengum plássið fyrirvaralaust, ég reyndar trúði því að við fengjum ekki pláss fyrr en um áramót svo það er auðvitað svolítið undarleg tilfinning að Karólína sé byrjuð á leikskóla alveg heilu ári yngri en Ísold var þegar hún byrjaði.
Já svo fór ég á klippingu í gær, jesserí topp-lady!

mánudagur, 10. september 2007

laugardagur, 8. september 2007

sameining og jafnvægi

jæja fyrsta skólavika byrjuð, gekk þokkalega en fór reyndar langmest í að endurskipuleggja hvaða kúrsa ég ætti að taka og hvað væri hentugast. Annars er ég að reyna hætta að velta mér upp úr því hve mikið er að gera hjá mér, því mér finnst leynast einhvers konar vestræn firring og eigingirni í því. Langflest af því sem maður er að gera velur maður sjálfur, þannig að hafi maður mikið að gera þá er það vegna þess maður vill það! og hvers vegna vera gera mál úr því og þar að auki þeirri eigingjörnu hugsun að það sé meira að gera hjá manni en hjá einhverjum öðrum hvað þá að halda því fram að það sé mikilvægara.
Stelpurnar komnar saman í herbergi og gengur vel. Sú yngri reyndar töluvert fljótari að sofna en sú eldri en hingað til hafa þær lúrað saman alla nóttina án vandræða. Ég man alveg eftir því sem lítil stelpa að hafa talað við sjálfa mig inn í svefninn og hugsað með öfund til krakka sem gátu talað við systkynin sín á kvöldin svo ég get ekki ímyndað mér annað að þeim eigi eftir að líka þetta fyrirkomulag en það kemur líklega bara í ljós.

sunnudagur, 2. september 2007

hjólahamingja

Eins og þið vitið sem nennið að lesa þetta blaður mitt var hjólinu mínu stolið í mai síðastliðinn(þriðja í röð; kommon!), ég hef verið í reglulegu sambandi við Jóhannes hjá löggunni, en nei ég hef ekki fengið hjól mitt til baka og vegna hárrar sjálfsábyrgðar eða vegna þess hve hjól mitt var ódýrt fékk ég zero út úr tryggingum. En hvað um það ég tók mig til og spurði kollega mína í prjónaklúbbnum Herðubreið (kratarnir stálu nafninu frá okkur helvískir) hvort einhver ætti gamlan fák til að selja mér og viti konur, Sóla og Þura áttu slíkan handa mér og gáfu mér. Það heitir ROCKY sem mér finnst auðvitað all-svakalega kúl og í dag tók ég mig til og spreyjaði það gyllt á meðan Kalíní svaf og Ísold bjó til graut í sandkassanum. Það er geggjað!
Á morgun byrjar skólinn og smá taugatitringur í gangi og áhyggjur yfir tímaleysi.
af börnum, Karólína segir dada, baba, mama, jæja en eina orðið sem okkur finnst hún segja og skilja hvað hún er að segja er "hæ". Ísold talar um margt og mikið sum orð eru enn á einhvers konar barnamáli eins og; skófla er slobba, kollhnís er púddnís, Paddi broddgöltur í dýrunum í Hálsa... heitir Broddlákur.

miðvikudagur, 29. ágúst 2007

stelpurnar Í, M og K


stelpurnar Í, M og K, originally uploaded by pipiogpupu.

áttum smá kvalitítime á laugardaginn þar sem karlfólkið tók mynd af kvennfólkinu. Annars er bara mikið að gera svo að seinna....
ps setti inn myndir frá síðsumri

laugardagur, 25. ágúst 2007

pabbaafmæli

jamm í dag. Sakna hans og margar spurningar brenna á mér, ætlaðar pabba. Honum þótti ég með forvitnari manneskjum. Já já annars kemur þetta ykkur ekkert við en stundum bara eitthvað...
anyways haustið er most definitely komið sundlaugar fyllast af skólasundkrökkum, keyptur pollagalli, fuglarnir farnir að syngja haustsönginn vantar bara að Hörður Torfa boði til tónleika og þá er haustið officially on.

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

má blogga smá

Var að klára risaþýðingu sem á að skilast í lok vikunnar svo ég leyfi mér þann munað að blogga(hvað sem það nú er).
Verð að segja að mér finnst ég stundum búa í andrésblaði, af hverju er annars litlausi borgarstjórinn okkar að taka einn ískáp úr vínbúð í miðborginni? til að kenna íslendingum að drekka vín, til að fólk hætti að kaupa sér vín niðri í bæ, til að fullir unglingar hætti að láta eins og bavíanar niðrí bæ eða til að rónarnir hætti að drekka. Nei ég veit ekki til hvers en mér finnst þetta eiginlega bara fyndið og sorglegt í senn.
Annars eru þetta vonandi einu sumarprófin sem ég mun nokkurn tíman skrá mig í sjálfviljug, það er hálf ömurlegt að hafa þetta hangandi yfir sér allt sumarið, sérstaklega þar sem maður kemst sjaldan í þetta vegna óþrjótandi barnastúss.
Í dag bættust síðan áhyggjur við vegna þess að hún Karólína kemst ekki strax inn á leikskólann og ekki útséð um hvort hún kemst inn. Ekki að við viljum losna við litla geðþekka skriðdýrið okkar en fullt nám mitt og Arnars vinna er svolítill pakki. En það getur ekki annað en reddast! eða hvað?

mánudagur, 20. ágúst 2007

haustverkin+sumarprof-menning

ówell, hef ekki verið neitt sérlega dugleg á þessum vettvangi en þar sem ég á að vera að læra akkurat núna þá...
Heimilið barnlaust en ekkert sérlega laust við að þurfa smá tiltekt, langar alltaf að laga til á verstu tímum. Helgin fór í smá haustverk, við Ísold tíndum rifsber úti í garði á meðan Arnar og Krílína( nýja nicknamið þar sem hún K. hefur staðið í stað á kúrfunni og aðeins þyngst um 300gr á þremur mánuðum)horfðu á og skriðu út um alla lóð. Á laugardagsmorgni var svo farið snemma á fætur, og ég fór í að búa til sultur á meðan feðginin þrjú voru sett fyrir framan sjónvarp. Fyrir klukkan ellefu hafði ég svo búið til slatta af rifsberjahlaupi og líka Norðurmýrarsultu(mín eigin uppfinning í bland við stuld á franskri uppskrift!). Með hana var brunað út í mosfellssveit í sultukeppnina og þannig sluppum við algjörlega við að gera nokkuð menningarlegt á menningarnóttina! Tada.... Úrslit voru kynnt kl 15 og ég fékk ekki verðlaun, sem hefði ekki verið neitt svekkjandi ef ég hefði ekki verið með 6 efstu. Næst ætla ég að vinna það er alveg ljóst. Keyptum svo ferskt grænmeti á markaðnum sem við gæddum okkur á um kvöldið.

Uppskrift að Norðurmýrarsultu:
Rifsber soðin með einni ferskju í pott og síðan ferskja, stönglar og ber sigtuð frá safanum.
í öðrum potti hindber og mynta soðin saman
Síðan er þessu blandað saman og sykrinum bætt útí.
Hlutföll eru alltaf 1/1 af sykri og berjum sem þýðir eitt kíló af berjum á móti einu kílói af sykri.
Í þetta skiptið reyndi ég að hafa sykurmagnið í minna lagi og slumpaði bara.
Sultan er ljúffeng verð ég bara að segja.

mánudagur, 13. ágúst 2007

Ísold með fjall í hárinu


Ísold með fjall í hárinu, originally uploaded by pipiogpupu.

Komum heim í gær eftir vel heppnaða heimsókn á Grundarfjörð til Ragnheiðar og Steinunnar. Grundarfjörður er mjög fallegur bær og Kirkjufellið fallegasta fjallið, Ísold og Steinunn léku sér sem aldrei fyrr og við slökuðum á. Það jafnast ekkert á við íslensku sveitina. Ég væri alveg til í sætt hús í fallegum bæ út á landi með útsýni til fagurra fjalla, hreint loft og óendanlega mikið pláss fyrir litlu dísirnar okkar. Hvenær við flytjum næst veit ég ekki en það má alltaf dreyma. Bílferðirnar hins vegar geta verið ansi erfiðar, sérstaklega þegar ég sit milli grátandi barna. Setti inn myndir af Grundarfjarðarferð og Hjalteyrarferð.

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

til hamingju með afmælið í gær tinna mín


þann áttunda áttunda núll sjö.
afsakið hlé sagði tölvan þegar ég reyndi skrifa þetta í gær. Tölvan fraus og svo fór ég að eltast við speedy gonzales sem er meira en lítið mál: Karólína sem sagt ætlar að slá öll met, skríður ofsahratt, stendur upp við hvert tækifæri og tekur jafnvel skref. Ekki er hægt að segja að hún hafi þessa eiginleika frá mér sallarólegri. speedy fékk svo fyrstu tönnina á leið norður um versló-ein komin hellingur eftir!
Annars finnst mér eiginlega bara komið haust, hvort það er rigningin, dimman eða rigningin veit ég ekki en áhugi minn á kertaljósum og prjónaskap eykst með hverri mínútunni af rigningu.
Mig vantar nokkur ráð í uppeldinu; hvernig segir maður ómálga barni að ryk, sandur, steinar, fjaðrir, límmiðar séu ekki til átu.

þriðjudagur, 31. júlí 2007

Ef maður er hjátrúarfullur og trúir á mýstíska hluti hvað þýðir það þá þegar maður sér 9 austurlenska búddamúnka á barnsaldri í eitís strætóskýli á digranesveginum á meðan finnskur poppari syngur heart of glass með blondie á móðurmáli sínu í útvarpinu.
djöflasýra!

föstudagur, 27. júlí 2007

fríið


mæðgur, originally uploaded by pipiogpupu.

dældi inn helling af provence myndum. ferðasögu var lofað: í nokkrum setningum þá var þessi dvöl dásamleg, þrjátíu stiga hiti upp á dag en samt gola, sveitahúsið var fullkomið með villtum garði og lítillri á, þar fyrir handan gulur hveitiakur undir hvítri fjallshlíð Sainte Victoire. þar vörðum við miklum tíma við að slaka á, skoða garðinn og dýralífið og svo borðuðum við dýrindismat á hverju kvöldi sem listakokkurinn mamma reiddi fram úr velvöldu suður-frönsku hráefninu. Dögunum eyddum við með ferðum til Aix, á markaðinn, á æskuslóðir mínar, í heimsóknir til fjölskylduvina, í skoðunarferðir í lítil þorp, á ströndina(Ísoldar uppáhald) og meira að segja einn daginn í stórborgina Marseilles. Síðla dags vorum við yfirleitt komin snemma svo stelpurnar gætu aðeins slakað á, þá fór Ísold oft á "rólóró" með pabba og Karólína vildi fá sinn kvöldmat klukkan sex ekki mínútu fyrr né síðar(hún var nokkurs konar klukka í tímaleysinu). Síðan voru systurnar baðaðar saman og beint í háttinn. Kvöldin eyddum við í að skeggræða (Arnar skeggjaði ræddi sérstaklega) og lesa, lesnar voru upp kvöldsögur og skemmtiþættir. Því þarna var ekkert net né sjónvarp og einmitt vegna þeirrar staðreyndar var fríið mjög mikið frí.
Við lentum auðvitað í ýmsum ævintýrum sem verða kannski sögð síðar. Mér fannst tímabært að koma aftur til Aix og finna hvaðan ég kem að einhverju leyti en líka finna hvers vegna ég vildi flytja til Íslands á sínum tíma og hvers vegna mér finnst gott að búa á Íslandi. Aix var bæði mjög breytt og töluvert minni en líka alveg eins, og mér fannst eins og sums staðar þá þekkti ég hvert tré og hverja gangstéttarhellu. Gæti vel hugsað mér að flytja aftur til Aix eitthvað tímabundið en þetta eru svo sem allt vangaveltur. Jæja man ekki meir, kæra fólk.

fimmtudagur, 19. júlí 2007

jahá

við Arnar og Ísold urðum undrandi þegar sjö mánaða unginn(s.s. Karólína sem er sjö mánaða í dag) stóð upp í rúminu sínu áðan... jahá. Þá er spurning þarf að lækka rúmbotninn strax? jamm og jæja

úr pottinum

A:Hvað er þetta með ingibjörgu, hún hefur ekki hætt að brosa síðan hún komst í embættið.
B: hún brosir nú ekki jafn breitt og Geir (Innslag ritara: gerir það einhver?)
C: sjálfstæðismenn segja að munurinn á davíð og geir sé að sjá megi munnvikinn á geir í hnakka hans en brosið hans davíðs
hætti við eyrun!...
A;B OG C hahahhahahhah
A: En hvað með Ingibjörgu alltaf á einhverju flandri?
B: geir kemur því náttúrulega þannig fyrir að hún sé ekkert á landinu, snýr vélinni í loftunum sé þess þörf.
Aftur HAHAHHAHAHAHHAHAH
A:En þeir áttu ekkert með að skrifa okkur undir þetta Íraksstríð; VIÐ ERUM FULLVALDA ÞjÓÐ (með þjóðrembuáherslu)
B; Nei ég segi það með þér, hvernig eigum við þessi smápeð svo að verja okkur.
C; Látum við ekki björn og Víkingasveitina bara um það.
og aftur HAaahhaaaaaaaaahahhahahhahahhahhah
B: já við ættum nú bara hugsa um að reka þessa rio tinto heim til sín.
C Það er kannski í lagi að gefa þeim eina lóð; Kolbeinsey!!(er ekki viss um að ég heyrði rétt.)

Já það er ekki öll vitleysan öll, hvernig væri að hafa þingsköp bara í pottunum.

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Bonjour Ísold


Bonjour Ísold, originally uploaded by pipiogpupu.

fyrsti skammtur að myndum kominn, það líður um mig mikil þægindatilfinning við skoða myndirnar. Það verður bara að segjast þetta var dásamlegt frí. Sólin, Místrallin, Familian í provence...ummmm. Það mun ekki líða aftur svona langur tími áður en ég fer aftur á æskustöðvarnar

þriðjudagur, 10. júlí 2007

um ljóð og merkisdaga

Fékk fréttir um það að ljóð eftir mig væri komið í katalóg fyrir farandssýningu í norrænahúsunum sem byrjaði í færeyjum. Sýningin verður opnuð hér á afmæli pabba þ.e. 25. ágúst sem mér finnst skemmtilega tilhlýðilegt. Fyrir ljóðið fæ ég nokkuð háa upphæð í dönskum krónum. Ljóðið var pantað...hum hljómar eins og ég sé tónskáld á 18. öld, það átti að fjalla um náttúru. Ég var ekki lengi að skella upp politicallý correct ljóði, hvort ég sé sjálf ánægð með útkomuna verður að liggja milli hluta. En nú geta einhverjir sem ég hef gagnrýnt fengið útrás, skemmtilegt finnst ykkur ekki. Veit ekki hvort ég hef geð í mér að birta það hér á þessu mömmubloggi mínu.
Annars vil ég óska ömmu minni Ólöfu P. Hraunfjörð til hamingju með afmælið, en hún er skírð í höfuðið á merkisljóðskáldinu Ólöfu frá Hlöðum.

laugardagur, 7. júlí 2007

pipi og pupu

Við erum komin heim, langar að súmmera ferðina og dvölina betur en veit ekki hvar skal byrja. Ferðin heim var næstum sólahringslöng og ströng og samgöngutækin mörg sem við notuðum. Við reyndum að venja ísold af bleyju í fríinu sem gekk ílla til að byrja með og slysin mörg(mikið pipi og pupu), en nú í kvöld biður ungfrúin um koppinn og kúkar rosa fínt. Við auðvitað mjög stolt stóðum skælbrosandi og klappandi yfir afrekinu. Karólína er komin á skrið búin að vera á fullu að skríða aftur á bak en er farin að taka eitt til tvö fram á við síðan í fjórða. Ferðasögur koma seinna og jafnvel einhverjar myndir.

mánudagur, 2. júlí 2007

jaeja;jaeja

nu erum vid ad koma og eg hlakka barasta til, tho mer finnist kalt thegar hitinn er laegri en 25 stig;;;;Hlakka til ad hitta kaera vini og bara thetta venjulega ad keyra a stationbil nidur bustadaveginn med born og bonuspoka i aftursaetinu. Hid einfalda lif sem sagt.
JA og hurra fyrir brudhjonunum Gunnthoru og Mikael og lika Valdisi og Joa.
MOhei

föstudagur, 22. júní 2007

godir dagar i provence og mauradisko

vid hofum thad gott her gott vedur endalaust, dyralifid verdur ahugaverdara med hverjum deginum. Isold horfir a maura og talar vid tha, nema hvad ad hun drap einn an thess ad blikna og segir hatt og snjallt "eg drap maurinn" sidan "allt i lagi nuna, hann bara lullA" thad er horft a mumin ut i eitt og husid okkar meira ad segja kallad muminhusid af Isold::: thad er ekki svo fjarri lagi thvi huseigandinn a antik muminbrudur fra aesku sinni i husinu...geggjad flottar. Nu svo eru lika edlur her, sniglar og svo audvitad fjarans moskitoflugurnar sem finnst eg svona serstaklega gomsaet. Forum aftur a strondina og i thetta skiptid lek isold a alls oddi i sjonum.
Karolina vard sex manada a kvennadaginn og thvi var fagnad medal annars med ad foreldrarnir foru romo ut ad borda i Aix en Provence. Karolina er ad staekka thvilikt fa ljost har og er vid thad ad fara skrida... vill flyta ser kannski adeins um of ad verda stor.
gleymdi ad vid hlustum lika endalaust a nyja abbabbabb diskinn og tha meira(maura) disko sem er algjor snilld!!!!!!

fimmtudagur, 14. júní 2007

Isold og Moa fara a campingnetid i thorpinu

Her erum vid i godum gir forum a strondina i Cassis sem er algjor paradis, sjobadid var dasamlega hressandi. Isold vildi helst moka; hitinn er frekar stigandi en i dag er vel theginn vindur og pinu skyad. hins vegar tholi eg hitann mun betur en sidasta sumar thegar eg var olett. Isold er geggjad ad fila sig og spilar a munnhorpu;)

laugardagur, 9. júní 2007

allt i fina i kina

hef ekki tima fyrir mikid bladur auk thess sem lyklabordid er allt of syrt.
Vid komumsttt heil i sveitaodalid sem er heimili okkar nu um stundir. Isold er farin ad segja bonjour og cava
Karolina er thvilikt aest i ad borda mat og annars nokkud satt. liklega um 30 STIGA HITI en baerilegur vegna mistralsins(gustsins)
buin ad skoda heimili mitt gamla og heimsaekja nagranna sem kynntust mer jafnlitillri og K.
annars er bara fint ad slaka a og lifa franska lifinu....solarkvedjur

mánudagur, 4. júní 2007

súkkulaði flugferð

svona rétt áður en maður fer í sveitina. Flugferðin í gær gekk vel en hins vegar var Ísold með þvílíkan galsa að ég hef aldrei vitað annað eins. Ég veit ekki hverjum datt í hug að hafa flæðandi súkkulaði um alla flugvelli. Í dag verður sko ekkert súkkulaði í lestinni takk fyrir. Karólína var reyndar vakandi alla ferðina. Coralie var að koma au revoir

i love PARIS in the summer

lalíla, sit hér í penthouse íbúð með stórfjölskyldunni, tvær litlar dömur sofa inn í herbergi. Af svölunum sé ég parísarþök og litla strompa í bastilluhverfinu og í beinni sjónlínu glitrar eiffelturnin eins til að blikka mig og segir Bienvenue Mohei. Mitt fyrsta verk þegar ég kom var að heyra í æskuvinkonu minni sem ætlar að hitta okkur í morgunsárið áður en við hoppum í lestina niður til aix.

föstudagur, 1. júní 2007

geðþekk litla systir söngfuglsins

Karólína fína fékk einkunina Mjög geðþekk og fín í sexmánaða skoðun sem var flýtt vegna fyrirhugaðs ferðalags. Hún sýndi allar sínar listir listavel hjá lækninum og brá ekki svip þegar hún fékk sprautu s.s. sannur víkingur.
Ísold söngfugl er voða kát þessa daganna, hún er alltaf að telja alla upp í stórfjölskyldunni og segir síðan "allir saman". Hún er dugleg að syngja og finnst voða gaman að dansa við litlu systur við abbababbtónlistina, kyssa hana og lesa fyrir hana( hvort sem er auglýsingabæklinga eða mústafa). Karólína brosir breitt til systur sinnar við þessi uppátæki hennar og finnst hún greinilega fyndin. Það verður skemmtilegra með hverjum deginum að fylgjast með samspilinu á milli þeirra, Ísold vill alltaf vel þó knúsin hennar geti verið harkaleg, hún er ekki alveg í postulínsdúkkugírnum eins og við vorum með frumburðinn okkar.
við foreldrarnir erum að farast úr fullorðinssjúkdóminum, stressi. Það gerir auðvitað lítið gagn en ýmislegt þarf að klára áður en stigið er upp í járnfuglinn á leið suður á bóginn. Í gær rakst ég á dagbók frá því fyrir sextán árum sem sannar að ég hafi verið gelgja...og ég sem hef alltaf haldið fram að ég hafi verið fremur skynsöm ung stúlka....ég verð að fara brenna þessa dagbækur.

af samyrkjubúinu þá eru kertastjakar komnir í gluggann og mér sýndist ég sjá kvennmann, úlalahhh!

sunnudagur, 27. maí 2007

Pólverskir nágrannar mínir

hafa tekið niður risahvítadiskinn af svölunum sínum sem nemur líklega pólverskar sjónvarpsstöðvar. Það var hin ágætasta skemmtun að sjá þá þrjá saman á svölunun eitthvað að klaufabárðast kallandi á tvo á grasflötinni með sínum fjölmörgu og seiðandi s-hljóðum. Mér er farið að þykja nokk vænt um þessa kauða, Arnar heilsar þeim yfirleitt með því að segja góðan daginn og skál á þeirra móðurmáli--til mín brosa þeir kankvíslega. Enda stundum ég og þeir á víxl öflugar gagnnjósnir sem við lærðum í kaldastríðinu.

Spurningin nú er sú
a) eru þeir að flytja...sem væri fremur sorglegt því þeir eru eina mannlífskryddið í götunni.
b) ætla þeir að fá sér nýjan og öflugri móttökudisk?( þá líklega til að geta njósnað um okkur betur)
c) kannski mótmæli eða uppgjöf við dagskránni á Polsat og þeirri staðreynd að þegar mynd er talsett er aðeins einn fenginn í verkið til að tala fyrir alla karakteranna og þeir talsetjarar sem ég hefi heyrt í hafa ekki hæfileika Ladda okkar...

Önnur grunsamleg staðreynd; nýkominn í samyrkjubúið á vegum íslenska fyrirtækisins áltak er síðhærður pólverji og talar hann stöðugt í símann á svölunum....! hvað er í gangi?
Grunlausir eru þeir að ég tengist póllandi ákveðnum böndum og að Karólína heitir í eftir pólskri hálfsystur minni.

þriðjudagur, 22. maí 2007

um afvegaleidd ungmenni og Ósmekklegar auglýsingar

Las viðtal við unga stúlku sem sagðist vera vinstrisinnuð en að kennari hennar hefði sagt sér að það væru margir þegar þeir væru ungir síðan hættu þeir því þegar þeir eldust vegna þess það virkar ekki!!!
í næstu setningu sagðist hún hafa kosið sjálfstæðisflokkinn..... Hún hefur elst óvenjuhratt hugsaði ég og sveiattan kennaranum hennar sem afvegaleiðir ungmennin.
Ósmekklegar þykja mér auglýsingar sem notast við komúnísk og sócíalísk minni....Tópasauglýsingin í fyrsta mai göngunni, Tm auglýsinginn um eilífðar ÍSLAND ÚR NATÓ mótmælandann, svo og slagorðaaulýsing sko eða vodafone símafyrirtækisins. Allar þessar auglýsingar eru lítilsvirðandi en einnig sýna hvað það er alls ekki fansí nú til dags að hafa skoðanir, hugsjónir og vilja berjast fyrir þeim, veita lýðveldinu smá aðhald með mótmælum. Er fansí að vera skoðanalaus og sama um allt sem er borið á borð fyrir mann af grámönnum. Í þessum rituðu orðum er Karólína að mótmæla núgildandi hugmyndum um framskríðingar með því að skríða afturábak...

mánudagur, 21. maí 2007

ferðalög

Við erum familian plús amma og móðurbróðir að fara í ferðalag...mér finnst það ekki beinlínis ferðalag til útlanda því við erum að fara þangað sem ég kallaði heim til ellefu ára aldurs, Aix en Provence. Þó ég ætti að vera orðin nokkuð útlærð í ferðalögum verður þetta fyrsta ferðalag mitt með tvær litlar skottur. Það er mér nokkurn veginn eðlislægt að pakka á vorin og haustin, hef gert það svo lengi sem ég man. Stundum kvíði ég ferðalögum, flugvélum og öllu því veseni sem því fylgir en hins vegar vildi ég ekki án ferðalagana og reynslunar af þeim vera. Draumaferðin til Írlands var sannarlega ein sú dásamlegasta ferð sem ég hef farið í, að keyra um hobbitalandslag með mínum heitelskuðu og ekki sakaði að litla skotta kom líklega undir þarna á slóðum forfeðrana. Ferð mín með mömmu fyrir ellefu árum til Ástralíu og Japan gaf mér algerlega nýja sýn á heiminn. Ferðin til Ameríku með Gunnþóru var geggjuð....
Æjá skemmtilegar minningar nú er ég alveg hætt að kvíða ferðalaginu en hlakka til að safna fleiri ferðaminningum.
-------

Fór að tilkynna stuld á hjólinu hjá löggunni í dag, sakna fáksins gífurlega og ekki hafði hann fundist. Líklega fæ ég hann úr tryggingunum en er soldið leið á að geta ekki bara fengið hjólið mitt tilbaka. Verð líklega að stofna hagsmunasamtök hjólaeigenda og hver er svona samviskulaus að stela hjólum, HA.

--------
Veðrið er algerlega sækó í dag fór út í hagli, síðan kom sól og steikjandi, slydda, haglél aftur og svo rigning.......................

-------
Nokkuð ánægð að fá smá félagshyggju í næstu stjórn og bara nýja stjórn vonandi verður samfylkingin samkvæm sér og nógu sterkt aðhald við íhaldið. Ánægð með að hafa kosið S en fannst þau eiga fleiri atkvæði skilið. Verst hvað Steingrímur minn uppáhaldsgaur sprakk soldið á limminu eftir kosningar, en fyrirgef honum það. Það getur líklega tekið á að vera alltaf í stjórnarandstöðu.

miðvikudagur, 16. maí 2007

þriðjudagur, 15. maí 2007

vonbrigði

tók út vonbrigðin með sólarhringsniðurgang og uppgangspest. Þetta er hrein ömurð...það ömurlegasta að fólkið í Þessu landi kýs alltaf þennan helvítis sjálfstæðisflokk, þó hann hafi dregið þjóðina óviljuga í íraksstríðið, starfrækji þrælabúðir á austfjörðum, fari ílla með börn, gamalmenni, fatlaða og stúdenta og síðast en ekki síst svífst einskis í loforðum sem eru svo svikin strax eftir kosningar. Nei samstarfsflokkurinn fær það óþvegið en þeir koma glottandi út úr þessum kosningum af því þeir kunna að ljúga. Hver kýs þetta, greinilega annar hver og fyrir hvað, Efnahagslegt jafnvægi....þessi helvítishræðsluáróður þeirra virkar greinilega á fólk. Verð að segja að ég finn ekkert sérstaklega fyrir þessu jafnvægi kannski ríka fólkið geri það. Orðin hundleið á öllu þessu vel meinandi fólki sem kýs alltaf gamla góða flokkinn sinn af því það hefur alltaf gert það. Þið megið bara eiga þetta. Verst er að hinn helmingurinn sem kaus breytingar þarf að sitja uppi með þessa bláujakkafataklíku. Grátlegar kosningar.

föstudagur, 11. maí 2007

sammála Eiríki Rauða

það er eittvað óhreint í pokahorninu þarna fyrir austan. Hann Eiríkur stóð sig með prýði. Við ættum bara að hætta að taka þátt í þessari vitleysu...vit leysu....v i t l e y s u ... v i t l e y s u...
V I T L E Y S A.
bara að næstu kosningar verði ekki svona grátlegar. Sá Guðlaug Þór ljúga að barni í kastljósinu, sagði að sjálfstæðismenn væru mjög duglegir í náttúruvernd og hefðu alltaf verið! Gaf síðan barninu appelsín og glotti við;)

miðvikudagur, 9. maí 2007

franska sjónvarpið-sjónvarpsstjarna

Heimsótti okkur í dag, nánar tiltekið france trois, vildu sem sagt taka viðtal við íslenska barnafjölskyldu vegna fæðingarorlofslaganna íslensku. Þrír gaurar með svaka græjur sem fylgdu mér í leikskólann til að ná í Ísold, komu síðan heim og mynduðu okkur og tóku viðtal við okkur. Mér leið nú hálf kjánalega enda ekkert sérstaklega hrifin af því að vera fyrir framan myndavél...en Ísold hins vegar var algerlega stjarnan. Hún var sko ekkert feiminn talaði út í eitt og brosti framan í myndavélina alltaf á réttum augnablikum. Mér fannst eiginlega bara stórmerkilegt að sjá barnið með alla taktana á hreinu og var ekki á móti þessari athygli, söng fyrir þá meira að segja franska lagið, reyndar með fullan munn af epli.
Karólína var alveg sallaróleg þó einhver franskur kall héldi á henni og pósaði ásamt systur sinni í sófanum algjörlega ómótstæðilegar saman. Það þarf nú líklega ekki að taka það fram að Arnar er ekkert óvanur slíku sjónvarpsstússi, bara eins og að drekka vatn fyrir hann. Mér fannst svona eftirá franskan mín frekar stirð en þýðir ekki að tala um það, enda á leið til æskuslóðanna eftir nokkrar vikur! Ef hins vegar litlu stelpurnar okkar bræða ekki frönsku hjörtun þá veit ég ekki hvað.

þriðjudagur, 8. maí 2007

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 28%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs!Hvaðan koma þessi 6.25 prósent eiginlega, ekki frá mér!
líklega var það bjórinn....hver andskotinn

das leben der anderen

Svo ég segi nú upp og ofan af því sem ég og fjölsk gerðum um helgina, hálfritskoðað auðvitað svo þið farið nú ekki að lesa eitthvað tilfinningaklám hérna....
Jæja þá fórum við AET til Berlínar á laugardagskveldið eða réttara sagt þýsku myndina líf annara. Myndin er vægast sagt frábær, ofsalega vel gerð, stórkostlegur leikur og bara frábær. Það var soldil stemning líka að sjá ýmsa staði frá Austur Berlín þar sem við dvöldum síðastliðinn vetur. Merkilegast að sjá stasíhöfuðstövðarnar en heimsókn okkar, mömmu og litla bróður míns þangað fyrir einu og hálfu ári síðan er mér mjög minnisstæð, stemninginn í húsinu frekar skrýtin og kaffiteríukonurnar virtust hafa séð tímana tvenna í þessum húsakynnum. Mynd sem þið verðið að sjá, bara alles.
í gær fórum við svo þrjú á Abbabbab leikritið og á meðan var Karólína litla hjá langafa sínum og langömmu í pössun. Við höfðum nú ekki gert ráð fyrir að leikritið væri fullir tveir tímar en Ísold stóð sig mjög vel, hélt reyndar að hún þyrfti að taka þátt í sýningunni og fór að tala ofan í leikarana og syngja, við urðum svolítið kindarleg því við vildum ekki vera þagga niður í litla sniðuga barninu okkar en hvað um það henni fannst mjög gaman þó hún væri orðin svolítið þreytt undir bláendan. Leikritið fannst mér mjög skemmtilegt og virka bæði fyrir litla og fullorðna. Ég fann mig mest í persónunni Aroni Neista sem gekk í hekluðum fötum og átti foreldra sem voru herstöðvarandstæðingar. Músíkin ein og sér er náttúrulega hrein snilld og hefur fengið að óma hér aftur og aftur upp á síðkastið. Karólína var voða dugleg að sögn löngu og langa sem eru auðvitað engir aukvissar í að hugsa um ungviðið.
Jæja og hvernig væri svo að fella núverandi stjórn og fá nýtt blóð í næstu ríkiststjórn, hum!

miðvikudagur, 2. maí 2007

hjólinu mínu stolið

sem sagt hjólinu mínu var stolið; rauðsanserað icefox gíralaust kvennhjól soldið gamaldags gerð með ljósbláumbarnastól, svartri körfu og lugt(með géi...ég veit).
Ég er auðvitað hrútsvekkt, þetta er þriðja hjólið mitt sem er stolið. Ef einhver sem vill svo vel til að les þessa síðu og rekst á hjólið mitt eða einhverjar upplýsingar um þennan dýrgrip þá væri það vel þegið.
Ohhhhhhhhhhhhhhhhhh ég er svo svekkt.

til hamingju með fyrsta mai.Mér fannst fréttaskýring á forsíðu moggans í dag fara algjörlega yfir strikið í virðingarleysi gagnvart fyrsta mai, en sá dagur hefur merkingu fyrir mjög marga og enn fremur sögu sem er mjög mikilvæg fyrir margt fólk. Það vantaði bara að hafa mynd með pistlinum af höfundi og fleiri sjálfstæðismönnum í hvítum peysum að spila krikket, glottandi.
Nú svo fór fyrirtæki hér í borg líka yfir strikið með því að borga unglingum til að auglýsa tópas með mótmælaspjöldum í kröfugöngunni, höfundum þessarar fásinnu hefur líklega þótt það fyndið og við hæfi en þetta var algjör skelfing...Gamall maður hnarreistur öruglega á níræðisaldri skammaði þá og maður sá að virkilega að þessi dagur hafði raunverulega merkingu fyrir hann. Verð að viðurkenna að það fauk líka í mig þetta var bara asnalegt.
Hins vegar er komin svolítill kosningafiðringur í mig, það má segja að ég hafi verið haldin pólítísku þunglyndi upp á síðkastið eða kvíða. Ástæðan er að hálfa mína ævi hefur sjálfstæðisflokkurinn verið í stjórn og það er löngu komið nóg... ég bara skil ekki hvers vegna þeir eru alltaf kosnir aftur og aftur. Þeir eru hreinlega búnir að vera of lengi við völd og vald spillir. Þeir til dæmis komast upp með að lofa allt í einu nú að geta bætt velferðarkerfi...þó þeir hafi haft öll þessi ár til að gera það.
Ef ég heyri enn einu sinni þessa mygluðu mýtu þeirra að ef vinstristjórn komist að þá fari fjármálin til fjandans, þá æli ég...ég sé ekki að þeir sjálfir séu að sýna svo frábæran árángur.
Hvernig væri að kjósa ekki bláa í ár.

föstudagur, 27. apríl 2007

alveg ofsasæt


alveg ofsasæt, originally uploaded by pipiogpupu.

hún Karólína mín, setti inn myndir af dömunum.

þriðjudagur, 24. apríl 2007

æðifinar æðar

finnst þessi hjartamynd ekkert sérlega góð til að horfa á, er líklega búin að fæla frá heilmarga með þessu gori. Rannsókn gekk vel, það leið ekki yfir mig og slagæðarnar ómskoðaðar, var sjálf alltaf að leita að baun eins og ég er vön að gera í sónar en sem betur fer var engin baun í hálsinum mínum og konan sagði að ég væri með fínar æðar... gott að vita að maður sé fínn að innan. Annars er ég frekar eirðarlaus þessa daganna og skapið jafn stabílt og veðráttan. Það er svo margt á dagskrá sem ég þarf að klára en einhvern veginn kem ég mér ekki að verki í flestum af þessum verkefnum. Ohh ef ég væri nú skipulögð og ekki svona hrikalega utan við mig....hugurinn reikar til Aix-en Provence, æskuslóðanna:

mánudagur, 23. apríl 2007

hjartað


Ég er að fara í rannsókn á morgun vegna þess ég lenti í úrtaki hjá hjartavernd. Nú í frekar neikvæðu sunnudagsskapi þá langar mig ekkert sérstaklega til að fara fastandi í blóðprufu einhvers staðar upp í smáranum en flestir þeir sem ég ráðfæri mig við segja að ég sé að spara mér stórpening með því að þiggja þessa rannsókn. Síðast þegar ég fór fastandi í blóðprufu endaði ég í kjöltunni á hjúkrunarfræðingnum og faðmaði hana í leiðinni, mjög skemmtilegt s.s.. Ég hef einu sinni áður lent í úrtaki og þá var verið að mæla beinþynningu í beinunum mínum það var þegar ég var nýorðin stúdent fyrir ellefu árum síðan(OMG) það var svo sem ágætt ég komst að því að ég er með 111% sterk bein sem ég veit ekki hvað þýðir, kannski hef ég miskilið þetta fullkomlega vegna þess hve vandræðalega mér fannst læknanemarnir vera þá. Nú er bara spurning hvað þeir munu komast að á morgun, hvort hjarta mitt sé hjartalaga, hvort ég hafi næga hjartagæsku og hvort jarðarberjasjeik sé gott fyrir litaraft hjartans.

fimmtudagur, 19. apríl 2007

miðvikudagur, 18. apríl 2007

sumarsalat

tókum forskot á sumarið borðuðum pastasalat og með fengum við okkur Ribenasaft....það er algerlega komið sumar finnst mér þegar ribenasaft er á borðum. ísold fannst saftin góð en kallaði það kaffi. Nú er fimm daga frí á leikskólanum svo við erum búin að syngja hálfa vísnabókina og meira að segja frönsku lögin í morgunsárið.

þriðjudagur, 17. apríl 2007

tilraun 2

ég var búin að skrifa mjög inspíreraðan texta um tilveru mína sem þrjátíu og eins árs húsmóðir í norðurmýri, en hún hvarf. Akkurat núna var ég að enda við að skúra sjö tonn af saltkex mylsnum af stofugólfinu sem eldri gríslingur skreytti gólfið með í morgun kl 5:30, en þá glaðvaknaði hún og ekki aftur snúið. Ekki hægt annað að dást að ungviðinu því þegar það vaknar þá er það sko ekki að freistast til að leggjast aftur í rekkju, ósei sei nei. Nú litla ungviðið heldur þokkalega kúlinu en þegar hún vaknaði um átta var hún heldur ekkert til að taka letidag í rúminu enda búin að sofa síðan sjö kvöldinu áður. Bleyjuútbrotið hennar er hins vegar loksins að hverfa (ég er viss um að einhver hefir áhuga á þessum upplýsingum); notaði gammeldags taubleyjur nú yfir helgina til að slá á þetta og MEN! þetta fer alveg með þvottakerfið hjá mér, nú er ég að drukkna í þvotti sem á eftir að brjóta saman. Annars fyrir utan sull, hor og útbrot gengur þetta ágætlega bara. Aðdáun mín á húsmæðrunum í gamla dag sem áttu upp undir annan tug af börnum er orðin ansi mikil og líka bara þeim sem hafa gert þetta að lífstarfi sínu því þetta er bara meira en að segja það og ef ég heyri enn einu sinni setninguna "já ertu bara heima núna" fær sá og hinn sami að heyra það. Annars er ég friðsöm að eðlisfari, svo engar áhyggjur.

föstudagur, 13. apríl 2007

Snorri H. oG Ísold Th.


Snorri H. oG Ísold Th., originally uploaded by pipiogpupu.

Jæja loksins komnar inn myndir úr kræklingatínslunni á föstudaginn langa. Sá bar nafn með rentu því dagurinn var langur og skemmtilegur.
Fengum frábært veður í Hvalfirðinum, tíndum eins og vindurinn meira en nokkur gat torgað. Síðan var snúið í höfuðborgina sumir heim og aðrir beint á Reynimel að hreinsa. Um kvöldið buðu svo Þuríður og Sólveig meistarakokkar uppá dásamlegar kræklingakræsingar fyrir 30 manns. Það endaði að sjálfsögðu með söng og partýi!
Í fjörunni voru ansi mörg börn með í för í þetta skiptið og á myndinni má sjá Ísold og Snorra í góðri samvinnu

þriðjudagur, 10. apríl 2007

DECLARE INDEPENDENCE

dont let them do this to you, er með þetta lag á heilanum.
Björk er náttúrulega bara snillingur. Ég er enn að ná mér eftir frábæra tónleika, uppklappslagið hitti mig algerlega í hjartastað tileinkað Færeyjum og Grænlandi. Magnað að hún skuli láta sig þetta varða, hversu skýr boðskapurinn var og kraftmikill fluttur af henni. Gat ekki orða bundist og hringdi í Vonbjörtu til Færeyja. Ég er alla veganna hæst ánægð með þetta múv hjá stjörnunni, ég get ekki ímyndað mér annað en fleiri verði snortnir. Jónas Sen og blásarastelpurnar lúkkuðu líka frábærlega og yndislegt að sjá Anthony og björk syngja saman eins og feimnir unglingar...Væri líka alveg til að sjá þau öll aftur seinna á túrnum.
Karólína er náttúrulega líka snillingur því hún tók sig til í gærkveldi að sofna klukkan 1900 og sofa til hálf tólf sem gerði það að verkum að við gátum verið á þessum tónleikum róleg.
frí kennt við hátíð kristinna var afskaplega gott og notalegt, gott að geta dundað sér almennilega með Ísold og sjá hversu rosalega henni hefur farið fram undanfarna mánuði í leikskólanum. Merkilegt að fylgjast með þessum börnum vaxa, ekki svo langt síðan Ísold var jafn lítil og Karólína og allt í einu kann hún að syngja fleiri lög en mamma sín.

fimmtudagur, 5. apríl 2007

paaaasaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaza´áskar

allt í einu er koman eithvað að gefa sig en það ég vildi sagt hafa...við erum komin í frí. Ætlum að reyna plana sem minnst fram í tímann þó maður losni aldrei við að plana með krílin sín. En get ekki skrifað þar sem Ísold er að sulla og Karólína að kalla!!!

mánudagur, 2. apríl 2007

bollywood

við sitjum hér mæðgur og bíðum eftir feðginum sem skruppu í búð. Við erum að hlusta á lúna spiladós sem spilar örlítið falskt og litlu uppþvottavélina. Sú síðastnefnda fengum við í haust gefins frá mömmu/afa og ömmu, hún er dásamleg hefur bjargað nokkrum geðheilsum. Einhvern veginn er bara mun skemmtilegra að skola og raða í hana en að vaska upp stútfullan vaskinn. Helgin var soldið strembinn, Arnar mikið að vinna en okkur tókst engu að síður að mæta í barnaafmæli og veislu bróður míns.
Ég varð voða glöð með hafnfirðinganna sem sögðu nei við frú Burns. Mér fannst hótanir og kúgunaraðferðir hennar fremur lúalegar, nú er bara spurning hvort hún standi við orð sín og pakki saman víst hún fékk ekki það sem hún vildi. Hvað væri þá hægt að nota þetta húsnæði í, well hvernig væri að búa til okkar eigið hollywood/bollywood....feðgini komin bless bless

miðvikudagur, 28. mars 2007

mánudagur, 26. mars 2007

þegar vorar

ekki nógu snemma í sálarlífinu mæli ég með:
að fara í rósablaðabað og sofna í hreinum rúmfötum
taka til á skrifborðinu sínu og skoða gamlar dagbækur, miða og kort
fá smá tíma til að vera út af fyrir sig
annars er ég að leita að þýðingu á orðinu "lyngmóar" yfir á ensku, takk?

þriðjudagur, 20. mars 2007

úff púff, þvílíkt andskotans veður. Voðalegt að berjast við þetta, gleymdi algerlega að gera það sem ég þurfti á göngu minni með Karólínu í vagninum, Snorrabrautin sérstaklega erfið hélt hreinlega að við myndum fjúka á haf út. Annars erum ég og Karólína báðar búnar að eiga afmæli, ég á laugardaginn sánkti Patrek og var dagurinn ósköp notalegur og kvöldið dásamlegt.(þakkir til prinsessanna allra). Svo í gær varð Karólína þriggja mánaða hvorki meira né minna og í tilefni dagsins hló hún! Líklega að hlæja að bugtum og beyjum móðurinnar í mömmujóganu.

fimmtudagur, 15. mars 2007

syngur fingralagið


syngur fingralagið, originally uploaded by pipiogpupu.

Ísold syngur og syngur þessa daganna enda flensan að baki og allir orðnir hressir. Ísold er voðalega umhugað um systur sína og knúsar hana mikið, þegar hún grætur spyr hún hana "hvað er að kalíní mín". Fullorðins vísitölulífið gengur ágætlega er meira að segja komin með bakverk í stíl við aldurinn sem er að færast yfir.......jam ég á afmæli bráðum. Ótrúlegt fyrir einu ári vorum við á ferðinni á Írlandi, afmælisdeginum varði ég í cork í skrúðgöngu þar sem allir og þá meina ég allir voru rauðhærðir. Kvöldinu áður hafði ég drukkið guinness og whiský til þess að róa aldurskrísuna og það verður að viðurkennast að með mjöðinum hvarf krísan eins og dögg fyrir sólu.

miðvikudagur, 7. mars 2007

Hey þú?


Hey þú?, originally uploaded by pipiogpupu.

ástandið heldur áfram, nú er Karólína komin með hor og nokkrar kommur. Setti inn nokkrar nýjar myndir.

mánudagur, 5. mars 2007

flensuskott

Flensan náði í skottið á okkur, því fórum við lítið um helgina nema einn langan bíltúr um alls kyns úthverfi borgarinnar(sem ég kalla út í sveit, en það má AET auðvitað ekki heyra). Á laugardagskveldið fékk svo Ísold mikinn hita svo við fórum á læknavaktina hér handan við götuna á sunnudaginn. Alltaf þegar litla skottið mitt verður veikt þá er ég guðslifandi fegin að búa ekki í henni Berlín, því þó hún sé að mörgu leyti frábær fannst mér sýstemið þeirra ekkert sérlega frábært, hvað þá að geta ekki skilið leiðbeiningar á lyfjunum eða að vera húðskömmuð af þýskum lækni(úff). Svo er auðvitað bara óþægilegt að vita ekki hvert nákvæmlega maður getur farið í neyð með lítil veik börn og skilja fólkið ílla. Þjóðverjarnir eru auðvitað svo nákvæmir að ef þeir kunnu ekki á útlendingadæmið sendu þeir mann bara burt! Þetta þýðir að ég kann ósköp vel að meta að geta sótt auðveldlega í læknishjálp....þetta er farið að hljóma eins og eitthvað sem stjórnmálamaður myndi segja, but what the hell!
Í dag voru allir veikir nema litla(minnsta) skott þannig að ástandið var ekki beysið. En einhvern veginn kemst maður í gegnum daginn, mamma kom eins og frelsandi engill með svo miklar birgðir að við erum vel undirbúin undir kjarnorkustyrjöldina.
Annars sæki ég hér með um gott veður og batnandi tíð...þessi veikindi eru þreytandi.

þriðjudagur, 27. febrúar 2007

allt og ekkert

Ég á mér indverskan nafna og sá er karlkynspersóna í Heroes þáttunum, hann heitir sum sé mohinder. Indverjar ættu því ekki að eiga erfitt með að bera fram nafnið mitt eins og flestum öðrum þjóðum. Annars er lítið að frétta nema að ég er algerlega að krókna úr kulda, stelpurnar hressar báðar tvær ( smá innskot Kalíníní prumpar mjög mikið þessa daganna krúttlegum langdregnum prumpum og Ísold hins vegar talar út í eitt, hvaðan skyldu þær hafa þessa eiginleika. Enn fremur munu þær fyrirgefa mér þessi orð í framtíðinni?;))og okkur finnst öllum gott að sé að birta til. well O well

laugardagur, 24. febrúar 2007

john Corbett


aðdáendur Aidans í Sex in the city voru dekraðir um helgina því sýndar voru tvær myndir með þessum myndarlega manni. Arnar verður líklega að teljast einn harðasti aðdáandi hans hér um slóðir því hann halaði niður heillri plötu eftir hann. Corbett gaf út sína eigin countryplötu sem hljómar alls ekki ílla.
Annars er mér ekki skemmt yfir þessum stjórnmálum, sjálfstæðisflokkurinn sem er búinn að eyðileggja þetta blessaða land með Kárahnjúkavirkjun og fleiri spjöllum er að reyna korteri fyrir kosningar að gefa sig út fyrir að vera grænn flokkur, kommon. Hvað næst. Hvernig væri að gefa út lista yfir öllu því sem þeir hafa klúðrað, loforð sem þeir efndu ekki. Hvernig væri að fólk færi að vakna úr þessu sjálfstæðisflokksdái og kjósi eitthvað annað(og þá er ég ekki að meina framsóknarflokkinn) þakka ykkur fyrir.

fimmtudagur, 22. febrúar 2007

ljósálfur sóttur á leikskólann

Ísold var sem sagt ljósálfur á öskudaginn, hún var nú ekkert hrifin af þessum vængjum þegar lagt var af stað á leikskólann. En þegar ég sótti hana var hún orðin sæl og sáttur ljósálfur sem sat við að púsla.
Karólína dafnar ósköp vel og er að setja met í brosmildi nú svo er hún farin að standa í heilu samræðunum með hjali. Nýjar myndir komnar.

sunnudagur, 18. febrúar 2007

föstudagur, 16. febrúar 2007

best að setja á sig gleraugu


best að setja á sig gleraugu, originally uploaded by pipiogpupu.

setti inn nokkrar myndir teknar í janúar og febrúar. Annars er myndavélin eitthvað að fara í taugarnar á mér svo hæg og léleg birta alltaf hreint. gleðilega hátíð

afmæli afmæli afmæli

þetta er nú meiri afmælishelgin. Í dag á hún Þorgerður mín afmæli og vona ég að fyrrum kúgarar okkar í köben dekri við hana með smörrebröd og hogmkaupum.
Nú svo á minn heitelskaði afmæli á sunnudaginn og í því tilefni bið ég ykkur að tjúna á 97.7 milli 1400-1700 fyrir magnaðan afmælisútvarpsþátt. Karólína verður svo tveggja mánaða á mánudaginn þann 19. feb, þessi fyrstu mánaðarafmæli eru eitthvað svo merkileg finnst mér. (Reyndar finnst mér afmæli bara stórmerkilegt fyrirbæri)
Nú svo má ekki gleyma sjálfum konudeginum á sunnudaginn!! Ísold tók nú smá forskot á þessi hátíðarhöld öll sömul og hélt upp á kaþólskan valentínusardag og gaf föður sínum undurfagra túlípana.

mánudagur, 12. febrúar 2007

vonda skapið

Já, ég var í svo vondu skapi áðan að það rauk út úr eyrunum á mér, einhvers konar blanda af isoleringu og hversdagspirringi. Ekki bætir ástandið að það er heimsmeistaramót í keilu hér á efri hæðinni á undarlegustu tímum...en hvað um það Ég og Karólína fórum út í ferska loftið og með hverju skrefi bættist skap mitt. Fékk dásamlegt kaffi hjá Þorgerði á Tíu dropum(besta kaffihúsi bæjarins) sem gerði síðan gæfumunin. Nú svo keypti ég fingravettlinga á litla skrippildið hana Ísold og gekk svo heim á leið. Það er greinilegt að það er ágætt að viðra heilann til að viðhalda góðu skaplyndi í hversdagsins ólgusjó.
Það sem gæti bætt ástandið enn meir væri að:
Ríkistjórnin falli og !"#%$#"% íhaldið fái sögulega lítið fylgi.
Davíð Oddson hætti að eyðileggja fjárhag allra landsmanna með þessum fáránlegu vöxtum sínum.
Friður komist á í heiminum.
ég gæti prjónað hratt eins og Brynja og fleiri.
Er ég að ætlast til of mikils, já líklega.

föstudagur, 9. febrúar 2007

Mumin


Ísold er með múmínálfana algerlega á heilanum, syngur upphafstefið og vill horfa á þá stanslaust. Hún kann orðið nöfn allra persónanna talar þó mest um múmínsnáða og Míu litlu. Sú síðastnefnda er alveg dásamlega neikvæð alltaf hreint. Ísold er líka farin að kunna handritið utan að og getur sagt setningarnar áður en persónurnar sjálfar segja þær. Nú er okkur foreldrunum farið að lengja eftir annari múmínspólu því við erum búin að sjá þetta aðeins of oft- en maður fær víst aldrei nóg af því góða.

miðvikudagur, 7. febrúar 2007

Karólína


Karólína, originally uploaded by pipiogpupu.

stækkar og er farin að líkjast móður sinni!

mánudagur, 5. febrúar 2007

softporn

ég var að komast að því eftir krókaleiðum að æskuvinkona mín er búin að skapa sér nafn í softporni....Ójá, og þið þekkið hana að öllum líkindum ekki þar sem hún er frá suður Frakklandi(og nei ég læt ekki upp nafn hennar fyrir porn áhugamenn). Hún er sem sagt leikkona og hefur leikið í töluvert mörgum myndum og þáttum en er greinilega frægust fyrir að sýna bert hold sitt. Ég viðurkenni að ég fór strax að hugsa hvort ég væri nú sjálf búin að afreka nóg miðað við aldur. Síðan komst ég að því að önnur æskuvinkona mín frá suður Frakklandi sem ég kynntist á fæðingardeildinni fyrir 30 árum er líka orðin mamma og hún á meira að segja tvær stelpur eins og ég...Það er eitthvað svo skrítið að sjá og heyra frá vinum sínum eftir svona langan tíma og allt er þetta hægt vegna internetsins, þar er hægt að skyggnast inn í líf ókunnugra sem kunnugra og það undarlegasta er hve sýniþörf fólks er sterk. Það er eins og maður gangi um hverfi þar sem allir eru með gardínunar dregnar frá og sumir jafnvel bjóði fólki inn að kíkja líf sitt. Annars hef ég sjálf verið í smá ómeðvituðu softporni síðustu vikur en ég hef tekið eftir að þar sem ég sit í sófanum og gef unganum mínum brjóst að ég er með áhorfendur, hópur pólverja sem býr á móti okkur;).

laugardagur, 3. febrúar 2007

gobba og gitla

Ísold fór í fyrsta sinn í leikhús í dag á skoppu og skrítlu og það var ofsalega gaman. Ísold var voða spennt þegar Skrítla tók á móti okkur í ganginum og tók svo mikið þátt í sýningunni. Reyndar á tímabili hélt ég að hún ætlaði að vera þriðja leikkonan þar sem hún endurtók heilu setningarnar sem Skoppa sagði(er soldið í páfagaukastarfsemi). Mér fannst yndislegt að sjá andlit hennar ljóma og hvað hún var klár að skilja allt sem fór fram. Ekki var ónýtt að Skoppa sjálf talaði við Ísold og þekkti hana strax sem dóttur pabba síns og svo tók ég mynd af þeim saman. Það er orðið ansi langt síðan ég fór með pabba á línu langsokk í þjóðleikhúsinu en það var gaman að upplifa þessa sérstöku stemningu í leikhúsinu(vantaði bara bláan ópal í hléinu). Eftir sýninguna talaði Ísold um Skoppu og líka hvað allir krakkarnir voru fínir og sætir.
Karólína líður miklu betur og er alveg hætt að hósta, stóra systir er soldið mikið að kyssa hana rembingskossum á mitt andlitið þessa daganna, veit ekki alveg hvað Kalíníní finnst um þessa blautu kossa.

þriðjudagur, 30. janúar 2007

af börnum

er það að frétta að veikindi hafa verið að herja á dömurnar mínar, Ísold nýbúin að jafna sig af eyrnabólgu og kvefi í upphafi síðustu viku þegar sú litla fer að kvefast meir og meir. Á laugardaginn kíki ég til læknis með hana í annað skiptið og fæ þá að vita að hún sé líklega með rs-vírus. Sá var víst eitthvað búin að ganga á leikskóla þeirrar eldri, en Karólína sem í einhverri nafnabók þýddi lítil og sterk hefur verið dugleg að drekka og láta sér batna. Við sem vorum nýfarin að fara út að spóka okkur höfum því verið innilokaðar síðustu daga og eitthvað áfram. Karólína ætlar að verða brosmild, en hún fór að brosa rétt orðin þriggja vikna og brosir meir með hverjum deginum. Auðvitað er myndavélin aldrei til staðar þó á þessu gullnu augnablikum og auðvitað er myndavélin orðin eitthvað hálf léleg.
Hins vegar eignuðust stúlkurnar lítinn frænda á laugardag sem heitir Reginn og er litli bróðir hennar Sunnu sem við hlökkum þvílíkt til að sjá.

þriðjudagur, 23. janúar 2007

Ég sveik ykkur um annállinn og fólk líklega búið að missa áhugann á slíku þegar er svona langt liðið á janúar. En ðið er allt í einu horfið úr firefox vafranum mínum og ég veit ekki hvernig ég á að laga það (þetta er skrifað í safari)...er einhver tölvunörd hérna!! Sem kann svona. Jæja hvað um það hér er smá best of;

Vandræðalegasti atburður ársins 2006 (og fyndnasti svona eftirá):
Þegar ég ældi á húsvörðinn okkar herra Hamar. Það var ekki gert í gamni get ég sagt ykkur né til að móðga hann en ég var með morgunógleðina frægu sem ég virðist fá í stórum skömmtum þegar ég er ólétt. Ég var á leið niður risavaxna stigaganginn, ég fann æluna koma upp svo ég vatt mér að næsta glugga og ældi, ælan lenti á skallanum á herra Hamar sem var í óða önn að gera vorhreingerningu í pínulitla bakgarðinum. Ég sá að hann leit upp og var ekki skemmt að fá eitthvað gums á hausinn en ég hljóp út og skipaði Arnari með Ísold og Tobba að gera slíkt hið sama svo ekki kæmist nú upp um mig.... ældi svo í portinu til að gera ástandið enn betra!

Besta ferðalag ársins 2006:
Írlandsferðin góða, að koma úr vetrargrámanum með fúlu Þjóðverjunum inn í þetta dásamlega Baileys landslag með káta rauðhærða fólkinu er engu líkt. Það var yndislegt að keyra þarna um, tala við Írana, stoppa á sveitakrám með arineldi, gista á notalegum b og b, sjá sjóinn eftir nokkra mánaða sjóleysi ... líklega bjargaði ferðalagið geðheilsunni. Nánar: heilagurpatrekur.blogspot.com.

Besti drykkur ársins 2006:
Guinness í kránni við verksmiðjuna í Dublin....ummmmmmmmmmmmm, sjálfir Írar trúa á drykkinn sem allra meina bót, mæla til dæmis með því ef maður vill fara í megrun að drekka einungis Guinness því í honum eru öll næringarefni! Athyglisvert.

Versti drykkur ársins 2006:
Kaffið á Írlandi er gjörsamlega ódrekkandi, bragðast eins og gamalt te með kaffikeimi. Líklega áróður svo að maður drekki frekar te eða fræga Guinnessinn.

Restaurant ársins 2006:
Nú rauði drekinn auðvitað á Danziger!! Dásamlegur thai matur og skemmtilegir kallar sem urðu góðir vinir Arnars.

Ótrúlega merkilegt 2006:
Að fylgjast með Ísold þroskast og læra dag frá degi.

Dásamlega merkilegt 2006:
Litla Karólína sem kom í heiminn rétt fyrir jól, algerlega dásamleg.

Afrek mitt 2006:
Fæddi tvö börn á tveimur árum, maður gæti haldið að ég væri skipulögð.

Besti aupair ársins 2006:
Júlían litli bróðir minn( höfðinu hærri en ég), hefðum aldrei lifað af júnímánuð án hans. Ég með æluna á háu stigi og Arnar þurfti auðvitað að vinna fyrir okkur. En Júlían kom sá og sigraði, tók fyrstu kúkableyjuna um leið og hann kom af flugvellinum og ég er stolt af dugnaðinum hjá drengnum.

Besti matur ársins 2006:
Allur sá matur sem móðir mín snertir verður að guðaveigum....hún er dásamlegur kokkur, verður ekki af henni skafið.

Besta plata ársins 2006:
Belle og Sebastian, Adam Green, Beth Orton...þeirra nýju plötur eru mér efst í huga.

Bestu tónleikar ársins 2006:
Adam Green sem ég fór ein á. Posies með Arnari, Jussa og Maju. Jamm og svo sykurmolatónleikarnir. Allir einstakir á sinn einstaka hátt.

Besta bók ársins 2006:
Hef lesið óvenjulítið undanfarið ár, eiginlega til skammar. En ég var mjög hrifin af Yosoy eftir Guðrúnu Evu, Loftskipi eftir Óskar Árna og ævisögu Anais Nin.

Besta málverk ársins 2006:
Málverkið sem Maggi (Magnús Helgason) málaði á vegginn fyrir okkur í Ísoldar herbergi.

Já og svo ég taki smá óskar á þetta þá vil ég þakka fjölskyldu og vinum sem tóku svo vel á móti okkur þegar við fluttum heim, mömmu sérstaklega fyrir að hýsa á stundum viðskotaílla ólétta konu og familí í eina þrjá mánuði.
já svona var það.

sunnudagur, 14. janúar 2007

sister of siam

Ef þið viljið skoða myndir af öðrum en mér kíkið á flickr síðuna búin að fylla á hana. En þessi sjálfskoðun hefur leitt í ljós ýmislegt. Finnst nefið á mér alla vega skuggalega líkt nefinu á demantadorrit;)

miðvikudagur, 10. janúar 2007

appelsínafvötnun, fiskidagur, áll og vísitölulíf

fiskur er í ofninum sem er rúmlega tvöfalt eldri en ég(þ.e. ofninn ekki fiskurinn) miðvikudagur á að vera fiskidagur. Ég hef ekki drukkið appelsín í þrjá heila daga. Vísitölulífið tekur aðeins meiri tíma en hitt, fleiri þvottavélar og meira fjör. Spurning um annál, skyldi orðið vera myndað úr orðinu annum (latínu, þýðir ár) og áll (sem bítur í halann á sjálfum sér) væri það ekki logískt í það minnsta. Kannski birti ég einn slíkann á næstu dögum, hilsen

þriðjudagur, 2. janúar 2007

Ísold tveggja ára

Ísold á afmæli í dag, var sungið til að vekja skinnið í morgunsárið. Síðan fór hún í kjól og með pabba í leikskólann. Þar fékk hún kórónu sem henni þótti mjög sniðug. Skemmtilegast fannst henni að láta syngja fyrir sig því í bílnum á leiðinni heim bað hún mig að syngja "ísodd afmæli ída" og svo blandaði hún fleiri lögum með svo að úr varð stórskemmtileg lagasyrpa.
Svo margt hefur gerst síðan Ísold var svona lítil eins og systir hennar að mér finnst það hreint ótrúlegt. Það er auðvitað dásamlegt að fylgjast með henni dafna vel í öllum þessum breytingum okkar. Nú síðast fyrir tveimur vikum eignaðist Ísold litla systur sem hún hefur tekið ofsalega vel okkur finnst það einstakt hversu góð hún er við litla barnið sem óneitanlega tekur smá af athyglinni sem hún átti vísa hingað til.
Á fyrstu myndinni er hún nokkura daga, næsta mynd er tekin í eins árs afmælinu sem haldið var hjá ömmu Rós fyrir ári síðan og sú seinasta var tekin á aðfangadag síðastliðinn