þriðjudagur, 31. janúar 2006

Einu sinni

Einu sinni ætluðum við pabbi að stofna ferðaskrifstofu sem átti að heita Í fótspor Grettis, ferðirnar áttu sem sagt að ganga út á það að þvælast á alla þessa staði sem hann Grettir Á var að þvælast um, sofa undir berum himni eða stelast í fjárhús reynt að finna einhverja svía til að slást við eða láta íslenska ólátabelgi slást við tilvonandi viðskiptavinina. Nú svo væri boðið upp á hrátt kindakjöt og fornan mat(gamlan eða súran) En rúsínan í pylsuendanum væri Drangeyjarsundið og skilyrðislaus þáttaka auðvitað. Það sem leiðsögumannastarfið gerir manni, ha.
Ég er viss um að þjóðverjar myndu falla fyrir þessu þeir eru með svo pervertískan áhuga á íslandi nú svo væri auðvitað hægt að gera fjandi góðan raunveruleikaþátt úr þessu, Grettir sterki eða eitthvað svoleiðis.
Alls ótengt þessu þá datt mér í hug að ef ég ætti að skrifa svona alternatíva lifa í Berlín handbók myndi ég eyða miklu plássi í flokkun sorps:(ekki hætta lesa þetta verður mjög spennandi eftir smá)
Jæja málið er að þýðverjar eru fanatískir sorpflokkunarmenn, í portinu okkar standa margar tunnur og fyrst þegar við fluttum hingað pældum við ekkert mikið í þessu. Þar til einn dag þegar hann herra Hamar(húsvörður) stoppaði Arnar í stigaganginum og sagði "Der mull sortieren", eftir það upphófst okkar sorpflokkunarsjálfsnám.
Til að auka á spennuna kemur smá upptalning ÚHA!!
Það er sem sagt ein almennt rusl tunna, ein fyrir umbúðir(ótrúlegt hvað mikið er í umbúðum), pappír sér, hvítt gler, brúnt gler og grænt(man ekki hvort það er í einni eða tveim), glært gler svo er ein fyrir lífrænt rusl og pappakassastatíf. Þetta er ótrúlegt. Þetta krefst auðvitað mikillrar skipulagningar í eldhúsinu og nú er svo komið að í hvert skipti sem við löbbum hæðirnar fimm niður er alltaf lítill poki með í för sem á að fara í einhverja tunnuna. Ég er samt enn skíthrædd við að hitta herra Hamar og ef það gerist er ég sannfærð um að hann sjái að ég hafi óvart sett bananahýðið í umbúðapokann en ekki lífræna.

laugardagur, 28. janúar 2006Hvað haldiði, Móheiður Hlíf var í saumaklúbb í gærkveldi. Þessi ævaforna og vinsæla stofnun í íslensku samfélagi hefur alveg farið framhjá mér hingað til. Á leiðinni í gær fannst mér þetta vera voðalega fullorðins eitthvað, man aðallega eftir einhverjum frænkum og mömmum vinkvenna minna sem töluðu um þessa fundi. Alltaf fremur heilög kvöld og algerlega forboðið utanaðkomandi að vita hvað færi þarna fram. Af öðrum meðlimum saumaklúbbs austur-berlínskra kvenna varð mér ljóst að þetta er líka algengt hjá ungum píum meira að segja frá tólf ára aldri, já viti menn. En eins og gefur að skilja get ég ekki sagt meir um þessa mjög svo skemmtilega kvöldstund nema að ég prjónaði um 10 umferðir á bleikgylta treflinum mínum, ÚHA....
Í dag héldum við skytturnar þrjár út úr húsi til að skoða hipp og kúl pönkara hverfið Friedrichshain. Fórum með tramminum að Frankfurter tor, þar skerast tvö hrikalega mikil breiðstræti þau Varsjávarstræti og Karl Marx allee með tilheyrandi stórgerðri arkítektúr. Við lölluðum okkur inn í lítið, eilítið grófara umhverfi en í PB en ósköp vinalegt hverfi(hverfin hér í borg eru mjög misjöfn og fólk getur talað um hverfið sitt og borið saman við önnur út í hið óendanlega). Pönkararnir voru þarna á hverju strái afskaplega vinalegir flestir þó einhverja snoðhausa þóttist ég nú sjá. En greinilegt þó að hverfið er á uppleið svona vinsældar og verðlega séð þó það sé alls ekki orðið svona hálf miðaldra eins og margir vilja meina Prenzlauer Berg sér orðið....(thirtysomething listauppar með ung börn!!!).

miðvikudagur, 25. janúar 2006

á afmælisdegi bróður míns

Fór ég í diskóbað, hlustaði á nýju cat power, las tvö viðtöl á þýsku. Hið fyrra við reese whitherspoon skildi ég eiginlega allt saman en hið síðara við hinn fjallmyndarlega luke wilson skildi ég eiginlega ekkert í(hefur ekkert með eðlishyggju að gera enda er ég algerlega mótfallinn henni). En hvað um það þá er minna frost í dag en í gær og mamma náði mér algerlega niður á jörðina með allt. Þannig að ég er bara sátt í frostríkinu. Já og til hamingju með daginn minn kæri bróðir.

þriðjudagur, 24. janúar 2006

Enn herjar á okkur heljarmikið síberíufrost(Jússa og Maju finnst þetta nú ekkert miðað við heimahagana sína þar sem nú er 33 stiga frost), einhver teikn eru þó á lofti að eigi að hlýna um nokkrar mínusgráður á næstu dögum. Við höfum verið dugleg við að halda okkur inni en í gærkveldi fórum við í kvöldverðarboð í Kreuzberg og splæstum leigubíl á okkur vegna kulda. Þar fyrirhittum við tónlistarmenn og aðra listfengna berlínarbúa sem vildu meina að Ísold hefði mikinn takt í sér og væri jafnvel efni í trommuleikara. En nú er Ísold mín farin að labba um alla íbúð, á labbi um íbúðinna má oft sjá hana reyna smella fingrum sem okkur finnst auðvitað stórmerkilegt.

mánudagur, 23. janúar 2006

17 stiga frost úti

Jólagjöfin í ár hérna megin við gömlu járngluggatjöldin er ekki plasmasjónvarp heldur diskókúla. Við fengum eina slíka frá fjölskyldunni á Kugler sem hefur nú fengið sinn sess í íbúðinni. Reyndar eru núna tvær diskókúlur á þessum 70 fermetrum, ein erum við með í geymslu fyrir framsækinn ungan íslenskann listamann og er eiginlega meira diskóviti. Þessi nýtilfengna settum við svo upp inn á baði þannig að nú getur draumur minn um diskóbað orðið að veruleika.
Annars fórum við á kreisí tónleika með The posies, sem ég fíla helvíti vel eftir þetta kvöld. Litla daman okkar var pössuð af íslenskri próffesíonal barnapíu. En áður en við fórum komum við við á Islandisher strasse og hlustuðum á rokk og nú er eftirfarandi lag með norsku hljómsveitinn Turbo negro orðið mitt uppáhaldslag minnir mig á heimahaganna;).
City, City of Satan
City, City of Satan

Oh let me tell you about a city known as Satan
City, City of Satan
Where all the people look so good you gotta hate them
City, City of Satan

But when you feel it and your blood runs hot
You gotta keep on rockin, give it what you got
In the City, City of Satan
City, City of Satan

A thousand years of lies and still they gotta fake it
City, City of Satan
You gotta wear a mask if you wanna make it
City, City of Satan

But when you feel it and your blood runs hot
You gotta keep on rockin, give it what you got
In the City, City of Satan
City, City of Satan

You don't really wanna go there
You dont really wanna make it, go home
Put your make up on, make your hair real pretty
And meet me tonight down in Satan's city

Oh Satan's City boy I gave you all my leather (yes I did)
Oh Satan's City man you gave me stormy weather

But when you feel it and your blood runs hot
You gotta keep on rockin, give it what you got
In the City, City of Satan
City, City of Satan
Everybody now!
City, City of Satan
Everybody now!
City, City of Satan

You dont really wanna go there
You dont really wanna make it, go home
Put your make up on, make your hair real pretty
And meet me tonight down in Satan's city

Spend the night forever!

Ooooh-ooh-ooh woo-ooh x8

fimmtudagur, 19. janúar 2006

sólargeislinn

Jæja nú þykist ég vita að margir sem skoða þessa síðu eru aðeins að bíða eftir fréttum af litla sólageislanum okkar en ekki til að lesa endalausar, fúlar og egóískar fullorðinsfréttir.
Ísold sem sagt dafnar vel eftir heimkomu mér finnst hún vera breytast töluvert núna. Hún er ekkert smábarn lengur heldur krakki sem er meira að segja afskaplega ræðin og kát.Helstu orðin eru mamma og baba svo er ég farin að heyra da(takk), ba(bless) og ja(já)....annars talar hún og syngur alveg frá morgni til kvölds. Eftir átak fyrir jól er komin regla á svefninn og sefur hún frá átta á kvöldin til 7/8 á morgnanna, þetta þýðir auðvitað harkan sex á morgnanna. Þrátt fyrir miklar sýningar á afmælisdaginn er hún ekki farin að ganga neitt mikið en þegar hún sleppur hún sér gengur hún til hliðar eins og krabbi, hliðar saman hliðar. Henni finnst gaman í kubbunum að taka þá upp úr og setja í boxið, en mest spennandi eru eldhússkáparnir; pottar, pönnur og hrísgrjónapokar..úha.
Næstu mál á dagskrá er að berjast við drekann þýskaskriffinskubáknið og koma barninu á leikskóla.

frænkurnar Sunna og Ísold á Íslandi um jólin(mynd tekin af ömmu Bryndísi)

þriðjudagur, 17. janúar 2006

nokkrir sólargeislar og gylltir tónar

Fór út fyrir húsins dyr, augun þoldu næstum ekki magnið af birtunni sem tók á móti mér um leið og ég steig út. Ég lygndi aftur augunum og leyfði geislunum að skína á lúnu augun mín, ó þvílík sæla. Minn nýji háls,eyrna og neflæknir úrskurðaði mig á góðum batavegi. Ég tók svo lengri leið heim gekk um hverfið sem var ekkert svo grátt undir vetrargeislum og heimþráin sem hefur herjað á mig í þessum veikindum minnkaði töluvert. Í kvöldmat eldaði ég pizzu og fann frábæra útvarpsstöð sem spilar aðeins slagara, whitney houston,Nena,Abba,beatles,byrds og auðvitað Stones(í þessu rituðu orðum hljómar joleen með hini einu sönnu Dolly). Við mæðgur dilluðum okkur við gyllta tóna. Arnar fór út með ruslið, þegar hann kom úr þeirri ferð færði hann mér plötu með einni af mínum uppáhaldssveitum, lalipuna. Platan er einkar snotur að sjá og ég get ekki beðið eftir að heyra tónanna sem verður víst að bíða nálarinnar sem þarf að endurnýja.En á meðan les ég allmusic þar eru taldar upp stemningar/moods sem tónlistin þeirra skapar:
* Melancholy* Restrained* Soft* Somber* Tense/Anxious* Trippy* Warm* Rousin* Hypnotic
* Eerie* Detached* Soothing* Smooth* Clinical* Cerebral
Einnig eru talin upp þemu sem tónlistin fjallar um
* The Creative Side* Comfort* Housework* At the Office
Freistandi!

föstudagur, 13. janúar 2006

svona til að na þeim þrettanda

koman hvarf! en hér er hún...
annars er þetta ekkert pródúktívur dagur nema að ég fékk loks sýklalyf við bronkítis(helvítis) Kannski kemst ég út að sjá Berlín í Janúar.

fimmtudagur, 12. janúar 2006

Fyrst voru það hvít rúmföt, fannst allt í einu að ég þyrfti að skipta út öllum ósamstæðu skræpóttu sængurverum fyrir skjannahvít. Svo stóð ég sjálfa mig að því að láta mig dreyma um gulan station volvó bíl þegar ég horfði á bíó um daginn. Hvað er að gerast með mig?
viljiði þið taka Þátt í smá vitleysu með mér?

Settu nafnið þitt í comment og.....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt..

ok og ekki láta mig líta illa út, takk

miðvikudagur, 11. janúar 2006

Hettusótt eða eitthvað þaðan af verra. Ég er gjörsamlega raddlaus, átti eina hörmulegustu nótt allra tíma(væl, væl ég veit verið fegin að ég er ekki að hringja í ykkur og láta vorkenna mér) fékk eitt mesta kuldakast allra tíma. Hvað sem ég reyndi að kuðla mig að mínu mennska teppi, breiða yfir mig eins mikið af ábreiðum og ég náði í án þess að fara undan sænginni þá gekk ekkert, hélt ég væri að deyja. Svo vaknaði ég auðvitað í hitabeltisloftslagi og hélt að ég næði ekki andanum. Einhvers staðar þarna á milli sá ég alls kyns sýnir fyrir utan gluggann eins og svarthærða konu í miklum hvítum kjól. Arnar hefur séð um að hjúkra mér og hugsa um barn og bú. Óþarft að taka fram að hann hefur staðið sig með prýði, herramaðurinn minn.
Já svona er lífið í Janúar.

mánudagur, 9. janúar 2006

Af afspurn, hef ekki heilsu í miklar útivistir enn, þá er hrikalega kallt úti. Eins og að ganga í frystikistu sagði Arnar. Æi ég er hætt við öll fögru fyrirheit mín; vera dugleg í leikfimi og svoleiðis. Ég ætla bara að hanga inni( eins og í fyrra því ísold mátti ekkert fara út og ég treysti mér ekki heldur) undir teppi, drekka kakó og vonast bara til að síminnkandi matarbyrgðir komi til móts við hreyfingarleysið. Janúarbyrjun hér er soldið grá og skap mitt líka....það hlýtur að batna einhvern tímann í mars apríl.

sunnudagur, 8. janúar 2006

Ég er nú bara drullulasin hérna heima með sjálfgreinda hettusótt sem byrjaði í smá kvefi okkar mæðgna, stutt ferð út í prússneska fimbulkuldann gerði það að verkum að mér hríðversnaði. Vorkenni sjálfri mér auðvitað heilmikið og lít ekkert sérlega vel út. Setti inn nokkrar jólamyndir og stefnan er að setja áramóta og afmælismyndir á næstu dögum.

föstudagur, 6. janúar 2006

Komin heim

til Berlínar í þetta skiptið, og ekki svo slæmt. Enn erum við ekki farin út úr húsi því við vorum misilla farin eftir ferðina miklu.
Fasistaflugfélagið flugleiðir hefur nú í tvö skipti sett okkur aftast í vélina í algerum keng og ónotum. Það er víst einhver hefð að troða barnafólkinu aftast, hvers vegna get ég ekki ímyndað mér ; til þess að trufla ekki saga klass fólkið kannski oijbaRASTA. Það ætlaði nú að gera útslagið þegar ónefnd leikkona með rödd sem fer alveg í mínar fínustu fer að leiða okkur í dásemdir þess að vera á Saga #$%#$#% CLASS og að sjálfsögðu á yfirstétta ensku. Það er náttúrulega út í hött að lággjalda flugfélögin Easy jet og Ryan air skuli gera svo miklu betur við mann, setja barnafólk í forgang ( þau vita líklega að ef börnin eru ekki óánæg og grátandi allan tímann þurfa hinir farþegarnir ekki að hlusta á grátur alla flugferðina). Svo ég haldi áfram kvartinu. Þá þegar við komum loks á Shonefeld Airport og fórum að ná í taxa, Ísold stjörf af þreytu og pirri, þá vildi enginn taxi taka okkur. Það er nefnilega ólöglegt að taka börn nema vera með tilhlýðilegt sæti. Allt í lagi með það en þarna stóðum við í kuldanum 20 leigubílar og enginn þeirra með sætið. Hvað á maður að gera þá, horið rennandi úr nös Ísoldar og ég við það að missa stjórn á mér, ef það eru lög að hafa barnastóla þá ættu að minnsta kosti einhverjir leigubílar að vera með svoleiðis... Allir hristu þeir hausinn þar til góðhjartaður leigubílstjóri sá aumur á okkur og sagðist eiga börn sjálfur. Jæja guði sé lof fyrir manngæskuna og samhyggðina.
Annars gerðum við smávægis útúrdúr á ferðalaginu og lögðum leið okkar til Ámágri nánar tiltekið að Hollendingadýpi, þar hittum við fyrir hana Stellu Soffíu og Áslaugu Eddu. Það var nú ósköp notalegt að geta hvílt bein á alvöru heimili en ekki stálköldum flugvellinum, fá ábót á pelann hennar Ísoldar og auðvitað ekki síst að berja augum nýja frænkuna sem er forkunnarfögur og alveg ofsa róleg og góð.

mánudagur, 2. janúar 2006

Ísold eins árs


fyrsta baðið

lúr í vöggu

í hitakassa(ein fyrsta myndin)

ísold á nýarsdag í baði
Nú er að verða nákvæmlega ár síðan Ísold kom í heiminn eða skaust út þannig að ljósmæður þurftu að hafa sig allar við til að grípa hana. Hún var strax látin í fang mitt, fjólublá og pínulítil með risastór galopin augu bítandi í neðri vörina. Hún líktist helst litlum froski. Arnar stóð yfir mér grátandi með bros út að eyrum og þegar var farið með hana í hitakassa fylgdi hann á eftir þannig að ekkert færi milli mála. Hún var í hitakassanum í 2-3 tíma til að jafna sig á útkomunni. Við fengum hana svo í hendur stálslegna og vörðum nóttinni í að horfa á nýju manneskjunna.
Úti var bylur og myrkur, litla vetraprinsessan fékk strax nafnið Ísold sem mér finnst hæfa henni afar vel.
Í dag svo ári síðar var haldin veisla með barbapabbaköku og ástvinum. Ísold í prinsessukjól gerði sér lítið fyrir og fór að labba, þ.e sleppti sér og labbaði fáein skref þar til hún datt eða greip í eitthvað fast og þetta gerði hún fram á kvöld þannig að skrefin urðu fleiri í hvert skipti.
Síðasta ár hefur verið mjög merkilegt í mínu lífi, það er svo margt sem ég er farin að skilja betur. Pabbi var vanur að tala við mig á afmælisdaginn hvar sem ég var í heiminum og segja mér frá því þegar ég kom í heiminn, fannst hann aldrei hafa sagt það nógu oft þegar vorið hófst í Aix um árið.
fjölskylda og vinir takk fyrir öll smsin, kveðjurnar, gjafirnar og fallegu orðin.
Gleðilegt nýtt ár