miðvikudagur, 31. ágúst 2005

hvað er þá eftir....setja í gám, fara aftur til tannlæknis, fá alls kyns pappíra, halda partý, hitta vini, koma í veg fyrir að sumir fari í veiðiferð, pakka í ferðatöskur, fá lykil að íbúð úti, kveðja fjölskyldu....og svona stúss. Er hægt að binda fyrir alla lausa enda já ég bara spyr.

þriðjudagur, 30. ágúst 2005

úúúúú, 6 dagar og ég er flogin frá litlu eyjunni. Við Arnar fundum tíma til að eyða í sumó með afa mínum, ömmu og júlían. Við dvöldum í Arnarborg við Stykkishólm í lúxusbústað, ummmm, það var ansi ljúft. Við Arnar sváfum á yndislegu blómalaki frá austurlöndum fjær rétt eins og við svæfum á blómabreiðu,litla kríli undi sér vel í ferðarúmi. Nú svo var bara ágætt að slaka á því við erum fórnarlömb vestræns hugsunarháttar og vorum að lamast úr stressi hér í borginni. Að sjálfsögðu bíður okkar einkar heilbrigt líf uppfullt af hugleiðslu og hollum mat austan við járntjaldið:)

föstudagur, 26. ágúst 2005

tæpar tvær vikur þangað til við losnum eða þið losnið við okkur. úff, ég er gjörsamlega búin að gefast upp á því að líta á planið, það hrannast upp atburðir, hittingar og stúss. Einbeitingin er í lágmarki.
Góðu fréttirnar eru þær að við aet sáum Kim larsen, sem var æði. Það verður bara að viðurkennast, hann er ógeðslega skemmtilegur. Það merkilega er að ég sá hann líka síðast þegar hann kom þá var ég 12 ára, nýflutt til landsins og mömmu fannst sjálfsagt að taka mig með sér út um allt. Annað merkilegt er að kim er fjandi kjaftstór, það er svakalegt að sjá það, það er bara eins hann sé með hjarir á hausnum.

mánudagur, 22. ágúst 2005

Nýjar myndir

loksins, loksins, ég er búin að setja inn nýjar myndir af Ísold 7 mánaða svo fylgja myndir af okkur og meira að segja af garðsölunni. Ágúst myndir

sunnudagur, 21. ágúst 2005

jæja ég hef nú verið svolítið slöpp um helgina og því hef ég tekið því rólega. Ég hef reyndar sokkið skammarlega djúpt í heim tölvuleikja og gleymt mér svo tímunum skiptir. Menningarnóttin fór þannig eiginlega framhjá mér. Kommúnulífið fer okkur ágætlega, þetta er farið að líkjast tilsammans. Eins og er er ég að reyna að forðast sunnudagsþunglyndisdagskránni á rúv.

fimmtudagur, 18. ágúst 2005

Rússneska stelpan

Móðir mín sagði mér skondna sögu hér í gærkveldi, þannig var að hún hitti Merkismanninn Steindór Andersen og fór að ræða við hann um ættfræði, sem er mikið áhugamál hjá mömmu. Þau komust nú að ýmsu eins og að mamma ber sama fornafn og móðir Steindórs. Nú þegar er liðið á samtalið berst talið að mér og unnustanum, og spyr hún hann hvort hann kannist ekki við okkur. Hann kannast vel við Arnar en segir um kærustu hans, "bíddu er hún ekki Rússnesk?"(Nota bene ég hef mjög oft rætt við Steindór, jafnvel drukkið kaffi með honum á mokka).
Við hlógum okkur máttlaus yfir þessu, þetta jafnast við eitt skiptið sem ég fór í kolaportið í svartri kápu, með hvíta loðhúfu og hvítt handloð. Skyndilega hleypur risastór maður til mín og blaðrar eitthvað á rússnesku, hann virðist vera nokkuð glaður að sjá mig faðmar mig og allt. Ég get ímyndað mér að hann hafi verið nokkuð vonsvikinn þegar ég tjáði honum á ensku að ég væri íslensk. Já já annars gæti ég fyllt margar blaðsíður af slíkum sögum. Það nægir greinilega ekki að heita Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir til að teljast til Íslendinga. Önnur þjóðerni sem ég hef verið kennd við eru: Ítali,Pólsk, Finnsk, Færeysk, Frönsk(kannski ekki svo óeðlilegt,hum,hum), Já og gyðingur líka, Tékki og margar fleiri.

þriðjudagur, 16. ágúst 2005

jæja þá er ég búin að eignast minn fyrsta tölvuleik (Tel ekki með gömlu handleikjatölvurnar....þessar litlu sætu). Litli bróðir minn á hið magnaða tæki playstation 2. En mér leiðast fótboltaleikir, drápsleikir og bílaleikir sem ku vera mjög vinsælir hjá 12 ára drengjum( og reyndar 31 drengjum líka) því fjárfesti ég í leik sem heitir sims og ætla ylja mér við hann það sem eftir er af dvöl minni hér hjá mor. Ég veit nú voða lítið um þennan leik en í honum er maður að búa sér til líf og fjölskyldu og svoleiðis, kannski er hægt að eignast lítið tölvuleikjabarn og þá verð ég að búa til aðra heimasíðu til að tala endalaust um það.tíhí

föstudagur, 12. ágúst 2005

sumarfrí, í dag leið mér eins og í sumarfríi. Við gengum niður laugaveginn í makindum hittum þar vini og kunningja og tókum því býsna rólega. Það má segja ég eigi í ástar-haturs sambandi við veginn eina þ.e. Laugaveginn, en ég hef gengið hann upp og niður upp á dag síðan ísold fékk leyfi til útivistar. Um margar aðrar gönguleiðir hafði ég svo sem um að velja, en alltaf geng ég laugaveginn. Kostirnir eru óneitanlega að þetta er eina gatan hér í borg þar sem er stöðugt líf, alls staðar annars staðar finnur maður óneitanlega fyrir mannfæð eyjarinnar eða ofgnótt bifreiða. Ókosturinn er kannski einmitt þessi þorpsfílingur, hvergi er maður óhulltur ef maður gengur þennan laugaveg, maður hittir alltaf einhvern.... og stundum nennir maður ekki að hitta neinn, heilsa fólki sem heilsar ekki til baka, eða fara út í smalltalkið. Ætli ég eigi ekki eftir að sakna þessarar litlu götu þegar við verðum komin út á stóru göturnar.

fimmtudagur, 11. ágúst 2005

tíminn flýgur frá okkur, mér finnst ég rétt svo vera að ná andanum eftir þessa svakalegu flutningstörn og strax eru aðeins rúmar 4 vikur til brottfarar. Það er svo margt fólk sem ég þarf að hitta, svo margt sem á eftir að redda. Mér sundlar bókstaflega, Við Arnar tókum okkur til og gerðum svaka plan til að losa aðeins um stressið. Rétt í þessu leit ég á hið mikla plan sem er hér fyrir ofan tölvuna og það er ekkert svo troðið, þó eitthvað sé skrifað í hvern einasta kassa. Já það er kannski pínu lúðó að gera svona plön, en hvað um það.

þriðjudagur, 9. ágúst 2005

Hér erum við í makindum og notalegheitum, mamma eldar dýrindismáltíðir og kokkar töfrate fyrir hálsbólguna sem ég náði mér í. Ísold farin að skríða og brölta þvílíkt mikið, en hún leitar uppi skó til að naga eins og hún fái borgað fyrir það. anyways later, ætla láta dekstra við mig.

mánudagur, 8. ágúst 2005

skandínavískt þunglyndi

fullorðins líf uhh, þvílíkar ákvarðannatökur undafarna daga. Hef farið í gegnum all flestar eignir mínar undanfarið, eitthvað fer í kassa út en mikið var losað.
Já þvílíkt dót sem safnast í kringum mann. Nú erum við búin að láta af hendi heimili okkar og enn á ný er ég að flytja (gróflega talið þá í þrettánda skiptið og 3ja skiptið á milli landa). Ég get ekki sagt að flutningar séu mitt uppáhald en samt þrauka ég nú þetta yfirleitt. Svo er mánuður þangað til við förum, úff.

mánudagur, 1. ágúst 2005

jæja litla sígaunabarnið er sofnað á nýja heimilinu sínu hérna hjá ömmu sinni austan við læk. í dag var hún ósköp dugleg og fór að skríða fram á við nokkur skref og vinkaði meira að segja ömmu sinni(vestan við læk) og afa bless, það var líka í fyrsta sinn. Mér finnst hún að sjálfsögðu afskaplega klár og dugleg.
EN ég er ósköp fegin að vera komin í móðurhús, því hér líður mér alltaf vel. Nú eru nákvæmlega níu ár síðan ég flutti héðan upphaflega, sem sagt að verða áratugur sem ég hef borgað rafmagnsreikninga. djö.. er maður orðinn fullorðinn.
Garðsalan gekk æðislega vel, við seldum allt frá samlokugrillum til stofuborða. Losnuðum við hellings af húsgögnum sem við hefðum líklega þurft að fara með á sorpu hvort eð er. En það sem mér þótti yndislegast var hversu mikið af vinum okkar kom. Takk kæru vinir,luvja....svo er það bara kveðjupartýið jíhaaa.