mánudagur, 26. desember 2005

Hvað hef ég svo gert á íslandi hinu góða. Jólahátíðin hefur farið afskaplega vel fram á nýja fjölskyldusetrinu mínu. Eftir þokkalegan skerf af jólakortagerð, innpökkun og dramatík hófust hátíðarhöld. ég fékk sérstaklega fallegar gjafir, er búin að hitta fjölskyldu og vini.Hef innbyrgt alls kyns kjöt,súkkulaði og jólaöl.
Djammaði um síðustu helgi eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Auðvitað hef ég verið nógu lengi til að bölva veðrinu og verðinu. Svo hef ég lesið allt of lítið( er að stríða við hræðilega lesstíflu).Unnið á virðulegu kaffihúsi þar sem kakóið bókstaflega flóði á Þorláksmessu en yndislegar vinkonur mínar reka nú TÍU DROPA. Allt í einu finnst mér reyndar eins og allir séu búnir að breytast í virðulega kaffihúsaeigendur, kennara, fjármálajöfra eða lækna,held samt að þetta sé allt saman bráðþroska lið og hef því engar áhyggjur af undirritaðri.
Og hvað á ég eftir að gera;
Fara í sund auðvitað.
hanga með vinum og fjölskyldu meira.
Halda upp á eins árs afmæli.
Lesa trilljón bækur.
áramót... með tilheyrandi.
fara í bíó.
Man ekki fleira í bili.

sunnudagur, 25. desember 2005

Gleðileg jól


Hér er Ísold með hestinn sem hún fékk hjá jólasveininum í Berlín á litlu jólunum.
við sendum hugheilar kveðjur um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Móa og có

föstudagur, 16. desember 2005

Maður er bara komin heim eins og sagt er eftir hellaða flugferð...og er að fara hitta liðið í aften.so see you guys.

miðvikudagur, 14. desember 2005

djö er madonna kúl

er að horfa á myndbönd á mtv með öðru, ég er geðveikt að fíla þennan retródans hjá madonnunni. Annars finnst mér allt eftir fyrir þessa blessuðu íslandsferð, er því að vaka smá. 'Eg hlakka til að komast í faðm vina og fjölskyldu þó ég kvíði öðru. Þetta eru að minnsta kosti tímamótajól fyrir okkur. Í dag kláraði ég að mestu jólagjafakaup þó eins og þið vitið þá er stærsta gjöfin okkar í ár sú staðreynd að við komum til ykkar in person.
Djö eru strokes ekki kúl, bara frekar tippó karlar í töffaraleik.uhhhh


hvernig skyldi jólaundirbúningurinn vera hjá Duggarfjölskyldunni?
Kannski ekkert svo mikið að gera hjá manni, hum...

mánudagur, 12. desember 2005

við Ísold settum skóinn ekkert út í glugga í fyrri nótt og vorum ekkert að pæla í þessu í morgun. En þegar við komum svo að kerrunni niðri í gangi þá sat þar bangsi með jólasveinahúfu, greinilega ætlaður prinsessunni, Stekkjastaur....? eða hvað, alla leið til þýskalands, eða kannski herra hamar(kannski er hann jólasveinn í útlegð sem húsvörður)og hann dýrkar Ísold! Merkilegt ef þið vitið eitthvað gefið ykkur fram.

sunnudagur, 11. desember 2005

Föðurland er hugarástand

Mig bráðvantar nýtt föðurland( sem það hér með á óskalista), buxurnar sem ég keypti í fyrra eru löngu búnar að syngja sitt síðasta og nú er bara brjálæðislega kalt hérna. Síðastliðinn föstudag fórum við í mjög skemmtilega og fræðandi göngu um Berlín. Við heimsóttum meira að segja gröf Hegels og komumst að því að kona hans heitin átti sama afmælisdag og ég. Alla veganna þegar heim var komið varð ég að fara í klukkutímalanga sturtu til að fá hita í kroppinn. Fór út áðan á hjólinu hélt það væri búið að hlýna vegna þess að það væri rigning, nei staðreyndin er sú að það var enn kaldara vegna meiri raka,brrrrrrrrrrrrrrrr... Nú er ég farin að hlakka til að koma í hlýjuna til Íslands! Ótrúlegt að ég sé raunverulega að hugsa þetta.

fimmtudagur, 8. desember 2005

RosenrotNýjustu fréttir, Ísold er búin að fá þrjár tennur í efri góm, áttum aðeins von á tveimur en sáum laumufarþegann í morgun ásamt hinum tveim.
Annars er dagurinn búin að fara í jólastúss, sem var ansi notalegt að vera saman loksins í þessu stússi. Við tókum tram niður í Mitte, röltum um hverfið gersamlega frostbitin, hlýjuðum okkur í alls kyns búðum, Arnar fékk sér sína heitelskuðu currywurst með smá kampavíni útá( svolítið skrýtin matarmenningin hérna). Á leiðinni heim ákváðum við að sjálfsögðu að kíkja á Jólamarkaðinn og svipast um eftir jólagjöfum. Þar sem ég stend við að kaupa krydd sé ég Arnar með Ísold í fanginu vera að spjalla við annan föður, sá var með dóttur sína á hjóli. Nei nei hvað haldiði, þá var þetta hann Óliver bassaleikarinn í RAMMSTEIN. Hann sem sagt býr í Prenzlauer en við komumst að því og fleiru því Arnar spurði hann náttúrulega spjörunum úr, Óliver tók vel í það og sagðist öruglega hitta á okkur aftur hér í hverfinu! Þetta er nú bara svei mér þá miklu kúlara en að búa í sama landi og Björk.

þriðjudagur, 6. desember 2005

Fjölskyldubíll


Í síðustu viku örkuðum við í dótabúð hér á Raumerstrasse, þar er heill heimur af leikföngum og festum við kaup á nokkrum. Við ákváðum að hún fengi bara stóru pakkana fyrir jól. Þar sem við ætlum til Íslands(þann 15. eru þið byrjuð að telja niður?) verðum við að drífa vertíðina af, engir flutningar fram og til baka og bara litlir pakkar frá okkur við jólatréð...Þetta hljómar ansi fullorðins og skynsó kannski en auðvitað er þetta aðeins til þess gert að hafa meira pláss fyrir alla stóru pakkana sem við fáum frá ykkur(djók)!
Jæja alla veganna fékk dóttirin trékubba, einhverskonar grind sem mun líklega verða til þess að Ísold verði verkfræðingur eða nóbelsverðlaunahafi og svo síðast en ekki síst BÍL.... og enginn smá AUTO, bleikur strandbíll. ÚLALA hugsið þið líklega á að ofdekra barnið. Þið verðið náttúrulega að athuga að á meðan dvöl okkar á Íslandi stendur mun hún eiga sín fyrstu jól og einnig sitt fyrsta afmæli, svo hjálpar auðvitað að mamman er dótaóð og hefur það ekkert dvínað með árunum.
Annars hefur umtöluð það gott er afskaplega kát með framtak okkar, dundar sér mikið með kubbunum og grindina. Svo er hún alltaf að ýta bílnum á undan sér og burra. Hún er auðvitað búin að komast á lagið með að fara á bílinn og af og flauta með bílflautunni, ekki að spyrja að henni;).

laugardagur, 3. desember 2005

MARkKOZELEk

Jæja þá erum við búin að slá met hér í Berlín. Við fengum pössun tvö kvöld í röð. Það varð svo til þess að haldið var uppá fullveldisdaginn með stæl og allt í boði sendiráðsins.
Í gærkveldi fórum við síðan aftur út í frostnóttina til að hlusta á Mark Kozelek, goddam, ég stóð aðeins nokkrum skrefum frá honum á myrkum og fámenum stað(alveg eins og það á að vera).
Já hann stóðst allar mínar vonir og skýjaborgir þó Summerdress hafi hann ekki sungið, þá söng hann Mickael. Merkilegt hvernig hlutirnir þróast. Eitt sinn fyrir sirka 7 árum var krullhærður drengur að leyfa mér að hlusta á hljómsveitir með undarlegum nöfnum, þar á meðal Red house painters og allt í einu stend ég þarna í mínum sumarkjól á prúsneskri vetrarnótt og horfi á söngvarann syngja þessi mögnuðu lög. Mark var eitthvað svo venjulegur, jafn feiminn og mýturnar segja en RÖDDIN shiaze svo ótrúlega mjúk, falleg en samt svo karlmannleg og gítarleikurinn mamma mia hreint ótrúlegur. Hjartað á mér nötraði og mér fannst ég vera að kafna.Ótrúlegir tónleikar ótrúlegur maður( sem auðvitað er líka alger rokkari sagði einu manneskjunni sem dirfðist að trufla hann, drukkin þýsk ljóska, að þegja á ekki svo séntilmannlegan hátt)

þriðjudagur, 29. nóvember 2005

af múmín og öðru húslegu

Sem sagt hann Jússí tjáði mér það um daginn að hann hefði hitt hana Tove Janson og konuna hennar, meira að segja farið heim til hennar verið með í fórum sínum frumteikningar af Múmínálfunum(hann er sko grafískur hönnuður), þetta þótti mér afskaplega merkilegt. Einnig sagði hann mér að fyrst þegar hann hitti hana var hann aðeins patti og hún var að árita bækur, aðeins farið að slá í hana en hún sat þarna víst í þröngum leðurjakka með risasólgleraugu og sígarettu í kjaftinum. Á Jússí æpti hún og bað hann að tala hærra því hún væri orðin svo gömul.
Af húslegum þönkum, við foreldrarnir fórum aftur með gríslinginn til læknis en þurftum að bíða lengi í þar til gerðu leikherbergi með helling af fínum þroskaleikföngum. Ísold fyrst feimin við börnin hélt í mig á meðan hún lék sér með einni hendi...en svo fór mín að skríða út um allt og reyna leika við hin börnin. Einn á að giska fjögura ára vildi nú ekkert láta trufla sig í kubbaleik og sló næstum til dótturinnar þegar hún ætlaði að taka af honum einn kubbinn, þá rumdi allt í einu í föðurnum svo hátt að allir á læknastofunni frusu og litu til okkar(þetta var magnþrungin mínúta á læknastofunni)Arnar gekk til dótturinnar og tók upp. Drengurinn mætti þungbrýnum Óðni sem ég varð að róa niður og móðir drengsins varð svo einnig að róa hann. Faðirinn kannski ekki of vanur þessum daglegum árekstrum í leik barna og sá því aðeins rautt þegar þegar einhver fór að abbast upp á augasteininn sinn.
mynd tileinkuð Sunnu...

mánudagur, 28. nóvember 2005

gefið ljóð og lýðið á

eins og færeyingar segja svo fallega(kann ekki færeyska stafsetningu). Annars hefur þessi mánudagur verið ágætishvíld eftir annasama eða Reykvíska helgi, partý, jólamarkaðsferð, matarboð, fundur og út að borða. En í gærkveldi fór ég á Antony and the johnsons tónleika í þjóðleikhúsi þeirra austurþjóðverja, tónleikarnir voru nokkuð magnaðir á fallegum stað og ófá tárin fengu að falla. Eftir tónleikana á leið heim ásamt Eddu, Jússí og Maju rákumst við á Mikka nokkurn Ref sem sést í augun á myndini....og svo er önnur mynd þar sem sést eitthvað í rebba þar sem hann húkir yfir mús sem berst fyrir lífi sínu, árangurslaust. Já stórborgarlífið
. Síðan lukum við þessu dásamlega kvöldi á því að ganga um Lúcíu jólamarkaðinn í Kulturbrauerei(gömul bruggverksmiðja þar sem nú er brugguð menning). Já jólaskapið er sko komið í mig og það er bara mjög jólalegt hér í Berlín, kannski hjálpar þessi fyrrnefndi jólamarkaður sem er hér í götunni, snjórinn( sem virðist reyndar ekki hafa þann eiginleika að festast á jörðinni) og ofsafalleg jólaljósin sem farin eru að skína alls staðar. kíkið á nýjar myndir!

föstudagur, 25. nóvember 2005

Það snjóar í Prenzlauer Berg

Og það snjóar enn og alltaf gleðst ég yfir litlu hlutunum. Ísold lærði að segja vá þegar við litum út um gluggann í morgun og báðar skríktum við.
Og hvað afrekuðum við svo í dag, við fórum til Artz(læknir) það var auðvitað lífsreynsla, þessi kort frá tryggingastofnun sem eiga auðvelda manni lífið þykja mér ekki auðvelda neitt. Allar upplýsingar á kortinu og leiðbeiningar skrifaðar á íslensku
og þeir kannast bara ekkert við þetta fyrirbæri. Well, komumst þó að því að hér er svaka velferðakerfi, allt ókeypis meira að segja lyfin. Hjá lækninum voru voða mörg börn og ekki furða miðað við fæðingartíðnina hér. Artzinn hjálpaði okkur heilmikið og ráðlagði en eitt þótti mér merkilegt en hann talaði um te sem vökva fyrir Ísold, en vegna pestarinnar missti hún mikinn vökva, litla skinnið mitt. Jæja við keyptum baby-te í biofrish markt.
Gleymdi einu, læknirinn er bæði venjulegur læknir og hómópat...sem er fremur algengt virðist vera hér...þeir eru svo natural þessir þjóðverjar.
Á Raumerstrasse er svo læknir sem heitir Isolde Gottschalk..... ætli Ísold verði gott skáld, verð nú að hlaupa því umrædd er komin í annað herbergi.

miðvikudagur, 23. nóvember 2005

listalistalistar

Pestin hefur eitthvað haldið áfram að herja á okkur og þá sérstaklega hana Ísold, ég var nú orðin voða hrædd um hana þangað til ljósmóðir mín á íslandi sagði mér að lítil kríli eru lengur að jafna sig á svona ælupestum. Það var voða gott að heyra í ljósmóðurinni þó ég hafi nú áorkað að panta tíma hjá lækni á þýsku. En ég hef undanfarið saknað töluvert þessarar öryggistilfinningar sem ég finn hvergi annars staðar en á skerinu norður í atlanshafinu. En okkur líður nú samt voða vel á heimilinu okkar, kannski kemur öryggistilfinningin með málinu.
En svona til að hressa upp á bloggið svara ég hér kitlinu hennar tinnu, þó pínu feimin ég sé við þetta....
here goes
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. ferðast um mongólíu, madagaskar og Írland.
2. ganga á esjuna, laugaveginn, arnarvatnsheiði, hornstrandir og keyra gæsavatnaleið.
3. lesa mest allt bókasafnið hans pabba.
4. eignast mína eigin sundlaug.
5. giftast með pomp og pragt.
6. eignast fleiri börn.
7. búa í færeyjum.

7 hlutir sem ég get gert:
1. hlegið endalaust.
2. gleymt mér og tímanum.
3. búið til gott mousaka og mousse au chocolat.
4. grátið úr mér augun.
5. lesið hratt.
6. sett saman húsgögn...úr íkea.
7. sett tunguna upp að nefbroddi(þá er maður skáld segir þjóðsagan).

7 hlutir sem ég get EKKI gert:
1. neitað mér um sætindi.
2. svarað nógu vel fyrir mig.
3. farið í brú eða hlaupið hratt.
4. borðað þorramat.
5. horft á Lost highway.
6. logið almennilega.
7. verið vandvirk.

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Gáfumenni samt ekki í hrokafulla kantinum
2. einlægni
3. réttlætiskennd
4. húmor
5. Krullótt hár, skegg
6. gleraugu
7. göngulagið hans arnars...

7 frægir karlmenn sem heilla mig:
1. Arnar Eggert Thoroddsen
2. Will Oldham
3. Marc Ruffalo
4. Marc kozelek(Red house painters)
5. Marc Eitsel(American Music club)
6. Woody Allen
7. Noam Chomsky

7 orð sem ég segi oft:
1. "goddam"
2. merde
3. ó ó
4. magnað
5. crazy in love
6. gríslingur
7. litla skinn

7 manneskjur sem ég kitla:
1. tinna á
2. ilmur
3. edda
4. baldur
5. Rúna
6. Anna Katrín
7. Valdís

sunnudagur, 20. nóvember 2005

Kölnarvatnið

Við sitjum hér uppí herbergi sem ég er farin að þekkja afar vel. Við teigum rándýrt ískalt vatn frá hótelbarnum náföl í framan. Pestin náði sem sagt í okkur öll, ég fékk hana í nótt og nú síðast Arnar með kvöldinu. Góðu fréttirnar eru þær að Ísold mín er búin að jafna sig og sefur nú vært. Í fyrramálið er svo lestin tekin heim, fréttir herma að þar sé veturinn kominn og meira að segja hafi snjóað!
Af Köln sá ég eitthvað, fór með góðum vini mínum honum Magga í göngutúr um verslunargötunar, sáum jólamarkað, borðuðum rándýra samloku á Peter Ustinov veitingastað og enduðum á því að skoða þessar ógnarlegu Dómkirkju sem er ein magnaðasta sem ég hef nokkurn tíman augum litið. Reyndar sáum við í dag þegar við fórum loks öll út úr hótelherberginu í leit að opnu apóteki(árángurslaust) að hér eru kirkjur gersamlega á hverju horni.
Fyrir áhugasama vini um líf okkar í germaníu þá setti ég inn myndir af íbúðinni okkar.
Þangað til næst...

laugardagur, 19. nóvember 2005

Friðþæging útgefandans, útgáfa II

Kannski er óviðurkvæmilegt að skrifa þetta hér en þar sem ég er nú er einmitt á menningarhátíð í Köln sem ég hef ekki tök á að sjá þá ætla ég að gefa "menningu" gaum. Var nefnilega að skoða lesbókina í dag, þar var grein um pabba. Já hvað skal segja, einhvern veginn langar mig helst til að hringja í pabba. Við myndum hlægja að þessu og með einni setningu myndi hann afgreiða þetta endemis þrugl. Aldrei var pabbi hrifinn af bókmenntafræðingum og alltaf skil ég betur og betur hvers vegna. Allt þykjast þeir vita, nægir ekki að tala um fjárans bókmenntirnar. Þessi anskotans póstmódernismi hefur gefið þeim skotleyfi á allt mögulegt allt frá nafngiftum á hárgreiðslustofur til göngulags fólks. ekki er ég að reyna fegra ímynd föður míns en pabbi hætti að reykja fílterslausar fyrir langalöngu og ekki var hann róni þó það þjóni kannski þessari mýtu betur. Þessi grein er óskiljanlegt rugl sem angar af hroka og jafnvel biturð, því þarna er hann ekki að lýsa pabba. Það er reyndar skiljanlegt að pabbi væri aldrei viðræðuhæfur við hann.
Er þetta kannski dulinn auglýsingatexti fyrir Hallgrím Helgason, hugsaði ég.

Eftir Jónas H.
Hvurs er að dyljast? harma sinna þungu,
hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót;
hvurs er að minnast? hins er hvurri tungu ---
huganum í svo festa megi rót ---
ætlanda væri eftir þeim að ræða,
sem orka mætti veikan lýð að fræða.

föstudagur, 18. nóvember 2005

'Eg sit hér í hótelherbergi í Köln, dóttir mín liggur í rúminu, veik. Það byrjaði smá vegis í nótt en í u-bahninum á leið á zoo stöðina byrjaði litli gullmolin okkar að kasta upp, þið getið ímyndað ykkur að það var ekki fögur sjón. Fjögurra tíma lestarferð til Kölnar varð síðan afar löng, litla skinnið okkar afar slappt og við litin hornauga af önugum frökkum. Þegar við loks lentum hér hentumst við í leigubíl, risastór mjög drungaleg dómkirkja(býst ég við) gerði okkur bylt við og komum við hingað á hótel Ibis.
Og hér erum við enn í mjög litlu hjónaherbergi en voða fínu, Aet fór að vinna en keypti netið í sólarhring þannig best er að nýta það. 'Eg var að enda við að þvo tvö pils, tvo boli og náttkjól(alklæðnað minn í Köln) með handsápunni vegna ástandsins. Herbergið lyktar ekkert sérlega vel eftir ósköpin sem gengið hafa á, við erum búin að fá annan skammt af handklæðum. Sem sagt ef við fáum aldrei aftur að gista á Ibis þá er það ekki vegna Depp/Moss rokklifnaðar þó útkoman á herberginu sé öruglega ekkert ósvipuð. En ég vona nú að Ísold mín jafni sig alla veganna virðist hún sofa vært.

miðvikudagur, 16. nóvember 2005

Síðla dags á degi Íslenskunnar hlusta ég á færeyska tónlist, Jónas horfir á okkur hér í stofunni, myndina af Jónasi fékk ég frá pabba. Ég var í þýskutíma, kennarinn minn snotur kona á fertugsaldri sagði okkur að hún væri frá Leipzig. Það fyrsta sem ég hugsaði hvernig lífi skyldi hún hafa lifað í DDR....og hún las einmitt hugsanir mínar og sagði, Bitte frage um DDR eg get sagt ykkur allt. Þá að sjálfsögðu hrönnuðust upp spurningarnar og ég kom engri út úr mér en eitt sagði hún okkur. Þau fengu bara banana og appelsínur á jólunum og appelsínurnar voru grænar. Síðan tókst mér að komast undan
ágjörnu kínversku stelpunni og Marco frá Mílanó, fór því bara ein í minn U-bahn sat við hliðina á illa lyktandi litlum beygluðum manni ég fór sjálfsögðu að hugsa um hvort hann hefði fengið grænar appelsínur eða appelsínugular.

þriðjudagur, 15. nóvember 2005

Ég mun aldrei gleyma því þegar litlu frændsystkini mín voru að kenna mér að segja Maó á kínversku, (mááá ef mig minnir rétt) eða í þau ófáu skipti sem þau kitluðu mig þangað til mér fannst ég ekki ná andanum. Svo mun ég aldrei gleyma því þegar ég skildi litlu frænku mína eina eftir í kvennaklefa kópavogslaugar(hvað þá fyrigefið mér það). Nú er þessi umrædda frænka mín búin að eignast litla yndislega stelpu sem ég get ekki hætt að skoða myndirnar af.
En nú verð ég að þjóta í klippingu sem hún mamma var svo góð að gefa mér fyrir, tjúss.

mánudagur, 14. nóvember 2005


þýskur raunveruleiki;
Við mæðgur sitjum nú við eldhúsborðið og maulum piparkökur sem keyptar voru í bíómarkaðnum. 'Eg er ekki frá að komið sé smá jólaskap í okkur. 'I dag fóru mamma og Júlían það var eins og við manninn mælt en ég varð pínu leið og mædd fannst allt í einu voða tómlegt og kalt í stóru borginni.

sunnudagur, 13. nóvember 2005

Sunnudagarnir hér í Pberg þykja mér bara nokkuð ljúfir, kannski af því enginn mánudagskvíði hangir yfir mér. allt er rólegra án þess að vera ömurlegra, búðir eru lokaðar og maður finnur virkilega að allir eru í fríi. Berlínarbúar fara í brunch á kaffihúsum og taka því rólega...við Arnar og 'Isold ásamt gestum strolluðum niður á bar Gagarín(rússneskur brunch ummmm) og viti menn við sátum úti. Já þetta veður er fremur tíðindalítið hér. Nú svo var farið á Mauermarkt, markaður á svæði sem var einu sinni svokallað dauðasvæði milli austurs og vesturs. Þar keypti mamma mín handa okkur stórann spegil, dúk og fleira í litla hreiðrið okkar. 'I gær var þvílíkt matarboð, tvær stórfjölskyldur mættar með tilheyrandi látum, nautasteikur á liðið og fólk bara kátt.
En annars kæru vinir þá komum við til íslands um miðjan des, staðreyndin er að ég hlakka geðveikt til að berja augum þetta sker og litlu snjóbúanna mína.

fimmtudagur, 10. nóvember 2005


'Isold hressa eftir matinn! er hún ekki orðin stór?

setti inn halloween myndir, jeijjjjj.

miðvikudagur, 9. nóvember 2005

afmæli afmæli

afmæli er eitt yndislegasta fyrirbæri sem ég veit um. Í dag voru slík hátíðarhöld hér, byrjað var á pönnukökubakstri og borað í veggi. Litli bróðir minn sem er hálfu höfði hærri en ég, hjálpaði til við að leggja lokahönd á heimilið. Klóssetpappírshaldari, hankar allt fest upp í undarlega fratveggi. Svo fórum við litla stórfjölskyldan, Mamma og Júlían eru s.s í heimsókn. Við gengum borgina endilanga(eða eins mikið og hægt er á 6 klukkutímum) sáum unter den linden,borðuðum currywurst á hlaupum, fórum á klóssetið í humboldtháskólanum, brandenborgartor, fengum að fara framfyrir í Reichstag vegna barnavagns, enduðum svo á súrealísku Potsdamer platz(held ég hafi séð skíðabrekku,Hum!). Dagurinn síðan fullkomnaður á besta ítalska veitingastað þýskalands(svo segir í lonely planet, ekki ljúga þeir)..hljómar ótrúlega, en þessi veitingastaður sem er við okkar götu er líklega besti ítalski veitingastaður sem ég hef farið á(magnað hvað ítalskur matur getur verið góður). Lítill, troðfullur af fólki, innréttingar hefðbundnar ekkert sérstakar(að sjálfsögðu köflóttir dúkar), maturinn himneskur,vínið guðdómlegt, desertinn hreint yndi. Þjóninn talaði ítölsku/frönsku/þýsku við okkur allt í bland, va bene...ó já va bene! Nú skálum við í alvöru kampavíni fyrir afmælum og fæðingum....

mánudagur, 7. nóvember 2005

Segið svo að maður sé ekki "colorcoordinated"

föstudagur, 4. nóvember 2005

nokkrar nýlegar myndir úr the city of luv........ merktar Berlín.
Kíkið á þetta krakkar, þarna er ein mynd sérstaklega tileinkuð þeim Þuru og Sólu, Ein mjög skemmtileg móumynd, og ein misheppnuð mynd. Misheppnaðar myndir eða myndir þar sem maður myndast alls ekki vel eru áhugamál mitt því photosjoppaður heimur þykir mér lítið áhugaverður.

fimmtudagur, 3. nóvember 2005

ei

Hér sit ég eins og þjófur að nóttu. Við foreldrarnir erum með program, barnið á að venja af öllu dekri að nóttu til. Brjóstin framleiða enn fyrir nokkrar þriðja heims fjölskyldur og ég er að spá hvort ég geti sent afurðina eitthvert til þurfandi. Móðurhlutverkið virðist taka að minnsta kosti hrikalega á samviskutaugar mínar og ég er ekki einu sinni alin upp í lúthersku heldur í bullandi kaþólsku samviskuleysi.
Annars finnst mér glitta í vetrarkonung hér Prenslauer Berg, trén orðin vandræðalega ber og einhver grámi hefur færst yfir. Nú er ég viss um að okkur verði refsað þessi gósentíð og á von á síberíufrostinu(enn hugsa ég á lúthersku). Mikið öfunda ég ykkur af snjónum, mig gjörsamlega verkjar af heimþrá þegar ég hugsa um snjó. Í gærkveldi brá ég mér út af Danziger og fór í skólann, förinn sem slík mishepnaðist hræðilega. Fyrst gleymdi ég heimilisfanginu,hljóp til baka. Síðan gleymdi ég að stimpla miðann, hver kemur nema eftirlitið og rekur mig úr lestinni til að stimpla hann. Þá bíð ég í 5 mín eftir næstu lest og er þá strax orðin korteri of sein. Loks kemst ég á Ernst reuter platz geng upp úr metróinu/ubaninu í svarta myrkur, er ekki með gleraugun--hvar er fjárans Franklinerstrasse herbergi 1063. Þá birtist mér íslendingur sem ég vil nú kalla minn akademíska verndarengil því hann beindi mér á rétta braut, og varð ég ekki svo sein eftir allt saman.
Og hvað lærði ég well, basic "Ich heisse, Ich komme aus" þið vitið helling af málfræði sem var fínt og mér fannst ég græða á þessu. Eitt þótti mér asnalegt hvers vegna geta þau ekki haft accusativ á eftir nominativ eins og flest fallbeygjandi tungumál(sem ég kannast við a.m.k). ´
Á leiðinni til baka sagði rauðhærður bekkjarfélagi minn hann Marco frá Milano mér óþægilega mikið frá sjálfum sér eins og það að hann er með mjög slæma húð í Milano vegna mengunar, og að amma hans kostar hans viðskiptafræðinám hún er líka hálfklikkuð sagði hann, ekki þótti mér það fallega sagt. Hann var sem sagt mjög málglaður,hrósaði mér fyrir klæðaburð og spurði hvort ég væri gift sem mér þótti bara asnalegt. Kannski finnst mér köldu þjóðverjarnir bara mjög fínir eftir allt saman.

mánudagur, 31. október 2005

já ég er nú meiri klaufinn, ætlaði að vera voða klár að setja eina skemmtilega mynd af heimilislífi. Annars hefur klaufaskapurinn minn aukist hrikalega með árunum og nú er svo komið að Arnar veit alltaf þegar ég er á næsta leiti því þá fara hlutir að hrynja með tilheyrandi óhljóðum. Auk þess hef ég þann hæfileika að geta dottið á jafnsléttu út af engu... en þann hæfileika hef ég frá pabba. 'I gærkveldi hrundi ACDC skiltið á hausinn á mér, stundum þarf ég ekki einu sinni að vera nálægt eins og þegar skermur af lampa nokkrum hrundi hinum megin við stofuna. Mínum heitelskaða hefur verið stranglega bannað að henda gaman að þessu því mér finnst það ekkert fyndið. En um daginn kom Arnar með eina skýringu sem ég gæti alveg sætt mig við. Þannig er að sumt fólk er svo kraftmikið eða með svo kraftmikla áru að efnislegir hlutir og fleira hrynja eða fara úr skorðum. Ég er sem sagt andlegur kraftajötun, og samt þarf ég alltaf að biðja arnar um að opna expressokönnuna.

sunnudagur, 30. október 2005

myndir af heimilinu, innlit útlit kemur síðar. Við erum enn að sjæna. 'Eg er ekki hissa þó sumir hafi fölnað þegar þau sáu í símaskránni að ég væri skráð húsmóðir, ég er engin
húsmóðir. En skítt með það

föstudagur, 28. október 2005

Arnar liggur í sófanum og horfir á fáránlegan þátt, maður með ljóst afró er með kennslustund í olíumálun í sjónvarpinu. Hann er að mála mjög merkilega landslagsmynd, eiginlega stórkostlega takkí mynd, hvítt jólalandslag á svörtum grunni, ó nei nú er hann að taka utan af myndinni þannig að hún er orðin kringlótt, mjög slæmt. oh my god á hverju er þessi maður, hann talar hæga ensku.... ég vissi ekki að við værum með enska stöð, var eitthvað í þessu grænmeti frá tyrkneska markaðnum. Ok hann heitir Bob Ross.
Annars er ég ekkert allt of brött þannig að síðar....

fimmtudagur, 27. október 2005

Dagur í Prenzlauer Berg

Í dag áttum við mæðgur afskaplega indælan dag í yndislegasta hverfi veraldar, Prenzlauer Berg. Ég tók upp kerrupokan og setti í hann lítinn grísling, því ég átti fastlega von á því að kuldinn væri farinn að bíta. En nei við gengum út fyrir portið, heilsuðum okkar kæra Hausmeister Herr Hamar. Hvað blasti við okkur nema sól og sumar. Ætli haustin séu alltaf svona hlý hér í Prússlandi því í dag var næstum tuttugasta hiti. Við sættum okkur að sjálfsögðu okkur alveg við þetta fyrirkomulag og þó gríslingur væri best klædda barn hverfisins þá hafði hún það ansi notalegt í kerrupokanum. Gengum lítinn hring, komum við í Alle Arcaden sem er kringlan hér í hverfinu, verslaði ég frímerki og skoðaði mörg undarleg grasker(halloween). Svo var ferðinni heitið á Helmholtzplatz þar sem ísold fékk að burra með litla bílinn sinn og horfa á mömmu moka. Við kíktum svo á plaköt í negativland vídeóleigunni, skoðuðum dót í himneskri dótabúð þangað til litla skinn sofnaði þá tók ég beint strik á Kastaníustræti fann mér notalegt kaffihús, skrifaði lítið sendibréf og drakk góðan kaffi latte. Það undarlega við þennan dag var að ég var tvisvar spurð hvort ég væri svíi, ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því. Að minnsta kosti myndu nýju finnsku vinir mínir ekki beinlínis fíla það í tætlur. Að lokum þá er Maya pæja búin að kaupa miða handa mér á Anthony and the johnsons, jeij.

þriðjudagur, 25. október 2005


�sold stendur � vagninum eins og Napoleon, �pir � vegfarendur og skipar �eim a� taka eftir s�r. � �etta skipti� me� sk�flu og f�tu � h�nd Posted by Picasa

mánudagur, 24. október 2005

I make love to mountain lions,Sleep on red-hot branding irons

Jæja þá erum við Arnar búin að skrá okkur í þýskunám. Við hentumst út úr rúminu tókum lestina í vestur fórum í himinháa blokk og tókum þýskupróf. Undirrituð sem hefur aldrei lært neitt tókst að þröngva sér á annað stig, eftir skriflegt og skrautlegt próf en einnig smá munnlegt próf hjá afgreiðslunni þar sem ég var spurð um aldur Ísoldar og fleira...ég sagði nein monat í stað neun en hvað um það við byrjum í november. Mér datt í hug að skrá gríslinginn sem tók þátt í þessari innritun í finnsku eða tyrknesku til að þjálfa heilann. En hins vegar sagði rapparinn okkur frá nokkrum leikskólum og einum sem þau hefðu sjálf stofnað! Sá er fyrir tvítyngd börn ensk-þýsk aðallega. Rapparinn og fjölskylda hans voru voða indæl og eru búin að gefa okkur heimilisfang hjá heimilislæknum og fleira nýtilegu fyrir smáfólkið.
Í gær fórum við í afskaplega skemmtilega haustferð til köpenick, það er úthverfi sem var einu sinni smábær í austri. Þar var afskaplega sætur gamall miðbær og fiskimannaþorp með litlum dúkkuhúsum. Yndislega melankólískt haustveðrið bætti um betur með haustlaufarigningu og fallegri trjágreinatónlist. Við sáum gömul kommúnistAminnismerki við ánna spree, Fallegt ráðhús og afskaplega sætt lítið kaffihús þar sem þjónustustúlkur voru með skemmtileg höfuðskraut sem leit út eins og rjómaslettur. Já það var ljúft alveg þangað til "prúsneskir haustvindar fóru að næða of grannt holdinu"(eins og aet orðaði svo fallega). Þá var hlaupið í lestina með skinnið í magapokanum góða, lentum í lestarógöngum í klukkutíma en komumst þó heil í yndislega hverfið okkar.

laugardagur, 22. október 2005

litlu airwawes

hér sit ég enn á ný með dýrindiskaffi, fullan maga af croissant (úr búðinni á jarðhæðinni sem selur vörur frá suður Frakklandi,tilviljun?) og með nýju Fall í eyrum. Sú hljómar helvíti vel. En við ástarfuglarnir höfum verið dugleg við tónleikasókn undafarna daga. Fyrst fengum við Eddu til að líta með krílinu og fórum á Sufjan Stevens og the illinoise makers. Það voru allt í lagi tónleikar í afskaplega fallegri kirkju. Í fyrradag fór Arnar ásamt fríðu föruneyti svartklæddra karlmanna á motörhead tónleika og í gærkveldi fórum við Edda á Keren Ann. Sú síðastnefnda var nú ekkert frábær en engu síður skemmtilegt að líta stórborgina augum undir tungsljósi og dreypa á guðaveigum.
Í dag höfum við sett upp fund við annað fólk af okkar tagi,þ.e. barnafólk. Ekki vitum við mikið um þetta fólk nema að pabbinn er rappari og eru tvö börn í spilinu, spennandi?
Ég hef mikið verið að skoða nýju Kristjaníuhjólin þeirra Ilmar og Stellu og er ég alveg græn af öfund. ég lenti sjálf í hjólaævintýri, því ég tók fákinn minn með frá íslandi en varð ég að láta hann í hendur þýsks hjólaviðgerðarmanns vegna punkteraðra dekkja. Sá sveiflaði gráa taglinu og fór eitthvað að tauta im deutschland bla im deutschland blabla. Þá stóðst minn kæri Icefox enga örryggisstaðla og á undraverðum tíma var þessi síðhærði búin að setja handbremsu, lukt ,bjöllu nú og svo til að kóróna verkið festi hann lítið hásæti fyrir litlu prinsessuna. Allt saman fokdýrt og hvort þessir öryggisstaðlar eru til eður ei verður bara liggja milli hluta.

þriðjudagur, 18. október 2005

Ég fæ víst ekki nóg af því að blogga þessa daganna, líklega vegna þess ég sakna margra hér í stórborginni. En hér sit ég með ambassador sódavatn í hönd við fína borðstofuborðið okkar. 'Ibúðin okkar er sem sagt farin að líta út eins og heimili með alle græjer, síðast í dag keyptum við sófaborð, ruslatunnu inn á bað og hrikalega raunsæa DDR vigt (appelsínugul). Við familían fórum út að borða á arabískan stað þar sem verðið var hlægilega lágt og cous cousinn góður. Ísold er komin á það mikið skrið að erfitt er að halda henni kjurri í langa stund, hún vill helst tína allt lauslegt af gólfum til átu og svo er hún mikið fyrir að abbast upp á aðra gesti í þeim tilgangi að sjarmera þá með augnhárunum.
Um daginn fórum við að hitta finnanna góðu á svakalega fríkuðu heimili sem þau leigja með innbúi( riddarabrynja hékk úr loftinu, í baðherberginu voru skeljar á veggjum og hægindastóll á palli fyrir ofan klósettið), eftir því sem leið á kvöldið sáum við að við eigum ótrúlega mikið sameiginlegt og fór það næstum út í öfgar.
En nú er næsta verkefni að skilja eitthvað í þessu tungumáli, keypti ég mér bækur á þýsku: Eine kleine Eisbar og Anne franks tagebuch
svo er ég með eina ljóðabók eftir Heine... en kannski ætti ég að bíða með hana.

jæja tinna þá er best að svara þessu klukki, nb komin með skype headfóne... tölumst.

5 staðreyndir gagnlegar sem gagnlausar.

Í fyrsta lagi þá hef ég ekkert/nada tímaskyn. Þetta getur komið sér vel, ég er minna stressuð, en þetta getur líka komið sér mjög illa fyrir þá sem eru nákomnir mér.

2. ég er mikill svefnbjörnzzzzzzzzzzzzz ég elska að sofa eins og þeir sem hafa búið með mér vita þá getur verið ansi erfitt að vekja mig.

3. Færri vita hins vegar að ég er haldin fóbíum. ég þoli illa mannmergð eftir hrikalegt slys í gangaslag í MR þar sem hluti af eyranu mínu glataðist næstum. Nú svo er ég haldin undarlegri innilokunarkennd, en hún blossar upp til dæmis þegar ég er með armbönd eða hálsmen. Mér finnst til dæmis mjög erfitt að bera armband á Roskilde.

4. 'Eg hef ákaflega myndrænt splatterímyndunarrafl, þetta er afskaplega óþægilegur eiginleiki, það eru ófá skipti sem ég sé mig fyrir mér alblóðuga á götunni úti þegar ég hjóla niður ákveðnar brekkur í Reykjavík. Stundum sé ég líka ofsjónir og eins og þegar ég sá glæpamann með tattú sitja fyrir mér upp í tré en þá var aðeins um að ræða samspil ljóss og skugga og laufblöð.

5.Disney myndir, ég veit! ekki mjög hipp og kúl en ég dýrka þessar politically correct kvikmyndir sem enda ávallt vel.

Ok það er nú líklegast búið að klukka alla sem ég þekki en aðrir feel free...

sunnudagur, 16. október 2005

INTERNETIÐ

JÁ það er komið í hús, ekki gekk það skammlaust og enn á eftir að gera það þráðlaust. En hér er ég komin á veraldarvefinn með hjálp velviljaðs heimspekinema. Hvar væri maður án heimspekinganna, já maður sig spyr?
Það hefur margt á daga okkar drifið en nú ætla ég aðeins að segja frá litla gullmolanum. Ísold fékk sínu fyrstu tönn þann 6. oktober og aðra þann 7.oktober, ég var farin að örvænta því flest börn sem ég hef fyrirhitt eru komin langt á undan í þessum efnum.
Amma Ísoldar kom og þótti okkur það ósköp notalegt. Ísold var sérstaklega glöð að fá að kúra hjá ömmu í stað þess að þvælast endalaust með foreldrum sínum. Ekki var það verra að Bryndís hjálpaði okkur að gera heimilislegra hér á Danziger.
En annars er Ísold afskaplega fjörug, talar mikið og er farið að bera á frekjuköstum. Að minnsta kosti er ungfrúin afskaplega ákveðin. Hún skríður hratt og er aðeins farin að ganga með. En eigum við nú svolítið í land með að koma reglu á svefn, en þetta hlýtur að fara koma allt saman:)

mánudagur, 10. október 2005

Ja ja ja, eg segi thetta oft thessa daganna...
Hvar a eg ad byrja?
i fyrsta lagi hvers vegna klukkar mig enginn. I odru lagi leyndardomurinn um internettengingu mou og arnars hefur verid leystur. Hefdi verid leystur fyrir tveim vikum ef vid skildum eitthvad i thessu****+++++ tungumali.I thridja lagi vid arnar upplifdum bransa daudans i gaer, forum a Robbie Williams tonleika+ fyrir og eftiraparty. Fyrst sottum vid passa a gullhoteli, thadan vorum vid keyrd i limmu a tonleika, nei djok i rutu en mjog finni rutu. Ur rutunni var okkur smalad i sal thar var matur og drykkur fyrir heila thridja heimsthjod. Sidan hlustudum vid a misskemmtilega tonlist og horfdum a thennan litla bretaling dilla ser. Eftir thad var farid i eftira party. Vegna ognarmikillrar innilokunarkenndar letum vid ekki smala okkur med helviti mikid af tonlistarbransagaurum og stulkum sem eru ad farast ur atroskunarsjukdomum inn i rutu heldur tokum leigara eins og alvoru folk. Vid komum a potsdamerplatz og arnar dreif mig fram fyrir rodina, nei nei hvad tha erum vid ekki skyndilega ad ganga a Bleikum dregli og a einni hlid er krokt af ljosmyndavelum og tokuvelum. Mer leid nu helst eins einhverri bondakonu ur dolunum og reyndi ad flyta mer sem mest eg gat en Arnar Eggert helt i hond mina, gekk haegt a dreglinum vinkadi ollu lidinu(u can imagine). Thegar inn var komid var krokt af thessu adurnefnda lidi. Vid gengum inn i herbergi thar sem vid blasti SUKKULADIBRUNNUR og JARDARBER, kOMMON er ekki lagi med folk. Arnari NB bodnir vindlar og Wiski af domum i frenchmaiden buningum....eg aetla ekki einu sinni ad faera meira i ord. Fullkomid brjalaedi.
eg er oskaplega glod ad fa komment fra ykkur kaeru vinir....

miðvikudagur, 5. október 2005

veruleikinn a internetkaffihusi; sat vid hlid franskrar stulku sem var ad tala a skype vid fjölskyldu sina. Hun var fremur vandraedaleg ad bidja thau um ad senda ser pening fyrir leigu, hlo eda gret greindi ekki alveg a milli. Sidan bad hun mommu sina um allt milli himins og jardar thetta og hitt skirteinid, pilluna og svo framvegis. Sidan spyr hun fjolskylduna hvort thau komi um jolin og virdist ekkert yfir sig glod med thad, reynir ad fa thau til ad gista a hoteli sem thau vilja greinilega ekki. Mer fannst hun hljoma frekar vanthakklat, ekki thad ad neitt af thessu komi mer vid en tharna sat hun vid hlid mer og trod upp a mig sinu einkalifi.
Godar frettir; Vid erum buin ad eignast finnska vini, vid hittum thau i u-bahn arnar spyr "suomi?" thau segja ja arnar segir og bendir a brjost ser "islandia" med russneskum hreim, thau hlogu og sogdust einmitt hafa verid ad flytja a islandischerstrasse her i PRenslauer berg, a thessari stundu urdum vid ad fara ut a Alexander. En sidan i gaer maeti eg gaurnum(thetta var par sem sagt) og stoppa eg hann, vid spjöllum og skiptumst a simanumerum. Thessi finnski gaur virtist eiga margt sammeiginlegt med arnari eins og ad safna plötum.
veit ekkert hvenaer thetta blessada net kemur, thad getur verid erfitt a stundum ad skilja svona litid, tsjuss

mánudagur, 3. október 2005

Svefnsofinn settur saman af undirritadri, hafdi eg enga tholinmaedi til ad bida eftir husbondanum sem var ad afla med skriftum. Tok mer skiptilykil i hönd og setti saman fjorar nidthungar hlidar saman(engra sexkanta thörf i thetta skiptid en thökk fyrir lanid), a thaer var svo aklaedi smokkad. A sofann eru strax komnir gestir flottafjolskylda fra schonhauser. Thau eru ad bida eftir appelsinugulri ibud a kuglerstrasse.
Isold og fjölsk foru i dyragardinn saum öll dyrin hans Noa, Isold var nu ekkert serlega upprifin,var mest ad skoda mannfolkid. Eg var otrulega hrifin af flodhestunum einn faeddur 1956,Otrulegt ad sja tha i vatninu their virtust svo lettir, sneru ser a alla kanta og dilludu rassinn i att ad ahorfendum. Aparnir fremur thunglyndir nema sa sem aeldi fyrir framan okkur og at sidan upp aeluna. Pandabjörnin vann kruttakeppnina en svartbjörninn gedveikrarkeppnina( var algerlega ad rusta einni lugunni tharna) og svo saum vid wascherschwein.... eg vissi ad Saesvin vaeru til, eg vissi thad eg vissi thad. Annars var ljonid i brjaludu skapi aepti og aepti eins hann vaeri ad leika i lionauglysingu eda Metro-Goldwyn-Mayer.

föstudagur, 30. september 2005

fyrir tha sem fylgjast enn med.
Tha er lifid a Danziger alveg baerilegt, husgognin hrannast inn og nu sidast heill svefnsofi. Hann tharf ad sjalfsogdu ad setja saman eins og allt fra Ikea, sem er vist heljarthraut. Thad er adeins tekid ad kolna. Isold farin ad vera i flispeysum og hufum. Vid hofum enn ekki stigid i vestur-Berlin en aetlum ad gera okkur dagamun a morgun og fara i Dyragardinn sem er i vestri. Hverfid okkar er ansi indaelt ad mer finnst, aragrui ad bornum, leikvollum. vid utidyrnar eru kaffihus og veitingahus, a naesta horni er bio frisch- supermarkadur og hjolaverkstaedi handan vid hornid. Thad er her sannarlega allt til alls.Husvördurinn okkar Herra Hamar hjalpar til vid allt fra thyskukennslu(hann talar ansi skyrt) og til thess ad gera a gat a beltid hans Arnars. Vid hlidina a okkur byr verndarengillinn Diana, hun er amrísk og er bodin og buin til ad tulka fyrir okkur. Baudst til ad hringja i leigjendasamtökin thegar Iskapurinn var Kaput og laetur okkur fra utprent ur tolvunni sinni um kvikmyndahatidir og annad sem gerist her i borg.
Eg mun skrifa oftar thegar netid kemst a og eg verd hressari.

fimmtudagur, 15. september 2005

komin med heimili, jibbí

Erum buin ad fa ibud a leigu a Danzigerstrasse numer 17, takid eftir thad er lukkutalan. Thetta var onnur ibudin sem vid skodudum, hun er a besta stad i hjarta Prenslauer Berg. Thetta er algjor luxusibud med gammeldags vidarbordum a golfum, tvö ristastor herbergi, rumgott eldhus med innrettingu og finum iskap og eldavel, badherbergi med badkeri. Vid erum afskaplega glöd med fenginn. Thad reyndist thrautinni thyngra ad tala vid leigusalann en loks skildist honum ad vid vildum hana. En thar sem vid vorum ekki viss hvort hann hefdi skilid okkur tha fengum vid hjalp formanns Islendingafelagsins. Sa er buin ad reynast okkur frabaer haukur i horni og kom hann tha med okkur lengst ut i uthverfi ad skrifa undir samninginn. Leigusalinn virtist treysta okkur thad vel ad hann let okkur hafa lykla tho ekkert hefdum vid borgad. Heidursmannasamkomulag var gert um ad leigan yrdi greidd i dag th.e. daginn eftir.
Dagurinn i dag for sem sagt i thad ad stofna bankareikning,skra okkur i hverfid og borga leigu. Ad sjalfsogdu var thad meira en ad segja thad, til ad stofna reikning tharf ad skrifa undir otrulega marga pappira og vid thjonustufulltruan urdum vid ad tala thysku....thvilikt. Svo var stefnt a burgeramtid thar sem sost var eftir einum stimpli, thad tok timan sinn. Komum inn i austur evropska byggingu og numer 35 blasti vid, vid fengum numer 121.....eftir sirka 2tima komumst vid inn a skrifstofu thar sem brjostgoda skrifstofudaman skrifadi inn i tolvunna nofnin okkar og nyja heimilisfangid og stimpladi svo litid snifsi. Jaeja tha var naesta verkefni ad redda peningum fyrir leigu, thad er sko engin kreditkorta frenzía her i austri, adeins geld. Svo ad vid fraestum af thremur kortum fyrir leigu og tryggingu. ufff hjartad er rett svo ad komast upp ur buxunum.
I gegnum thetta allt sat Isold i kerrunni sinni lek ser, svaf, bordadi, dadradi vid önnur börn. Thvilikt barn sem vid eigum hun er alveg dasamleg.

þriðjudagur, 13. september 2005

Jaeja, naestum vika i berlin og tvilik vika. I gaer forum vid Edda ad kikja a 120 fm ibud a shonhauser allee sem var auglyst a ljosastaur, nei nei hvad haldidi. I ganginum er litil hljomsveit ad spila og thegar vid komum upp, sjaum vid fullt af folki. Hum ja skrytid, tha var thetta party sem sagt med rosa hip og kul lidi. Mer fannst eg verda staldra vid i einn bjor svo madur liti nu ekki allt of turistalega ut. I ibudinni var sem sagt bar, allar graejur og svona 7metrar til lofts. Tharna satum vid innan um kaffibarslidid og letum fara vel um okkur sidan a leid heim gengum vid i gegnum Kulturbrauerei sem er rosaflott, öruglega gömul bruggverksmidja sem er nu full af restaurantum, börum og tonleikastödum.
Svo er moa bara farin ad tja sig a thysku, tho litid kunni ryd eg ut ur mer thessum fau ordum sem eg kann og stundum skilja their mig.
verd ad hlaupa i thvottahusid
tsjuss

föstudagur, 9. september 2005

Neuen post erstellen: thad er allt a thysku i thessari tölvu. En hvad um thad, familian er komin til thyskalands. Ferdin gekk barasta vel, thad er vid komumst heil med heilan hellings af farangri hingad i Prenzlauer Berg. Isold var fremur brött thangad til kom ad seinni flugferd fra stanstead sem er by the way othaegilegasti flugvöllur i heimi. Tha for litla krutt ad verda threytt og pirrud thegar vid svo lentum eftir oendanlegt flug komum vid a shonefeld flugvöllinn sem er augljoslega austur thyskur thar sofnadi skinnid i magapokanum(gjörsamlega naudsynlegt i ferdalögum) og svaf til naesta morguns alls grunnlaus um ad vera flutt i annad land. derrick klaeddar löggur med yfirvaraskegg stimpludu passportin og okkur visad um langa ganga thangad til vid komum ad salnum thar sem farangurinn var sottur, tha fekk eg nu nostalgiukast vid vorum komin a gamla keflavikurvöll og folk stod ödru megin vid glerrudu ad taka a moti vinum, snökt. Vid einhentum okkur, tvaer thriggja manna fjölskyldur ad na i leigubila. Hvithaerdur sidhippi strauk ser um ennid thegar hann sa allan farangurinn og vagninn en tok okkur i heillanga keyrslu.
Vid erum nu svo sem rett svo ad na attum herna, eigum eftir ad gera svo margt svona pappirsdot. Their eru svolitid i thví. Ja gleymdi naestum, thvílíkur hiti, uhhh madur er bara sveittur allan solarhringinn. Fyrstu athuganir eru: I prenslauer berg er aragrui af börnum, urvalid a biologiskum barnamat er ut i hid oendanlega, goturnar eru storar, otrulega hatt til loft og vitt til veggja johann risi hefdi getad buid i lánsibudinni, verd a matvöru er hreint og beint hlaegileg.
baejo

mánudagur, 5. september 2005

dótið komið í gáminn, þakka ykkur kærlega fyrir. Ég var að sjálfsögðu búinn að magna þetta upp í hundraðasta veldi í huganum en svo var þetta ósköp basic. Dót sótt í geymslu nokkra hér í bæ húrrað með það upp í kerru, keyrt niður á höfn þar sem ungur drengur raðaði því voða vel á eitt bretti. Þvílíka vandvirkni við að raða kössum hef ég líklega aldrei séð, síðan plastaði hann þetta rétt eins og um matarafganga væri að ræða og kryddaði með hjólinu mínu. Síðan var farið á skrifstofu og greitt fyrir 2.33 rúmmetra af þvottavél, sjónvarpi og alls kyns dóti. Ekki málið. Einn dagur eftir í Reykjavík.

sunnudagur, 4. september 2005

Síðasta partýið á Sirkus??

kveðjupartý afstaðið, það var sem betur fer haldið í gærkveldi á sirkus. Heyrði reyndar rétt í þessu að kviknað væri í sirkusnum okkar.
Hvað verður um alla túristana sem eygja þar sínu einu von til að mæta smávöxnu stjörnunum okkar. En sirkus nýttist okkur vel, staðurinn fylltist ekki af 500 manns á slaginu átta eins og Arnar hafði statt og stöðugt haldið fram. Kl 25 mínútur yfir 8 var ég sannfærð um að ég ætti engar vinkonur, ætlaði að fara út á götu og kalla á allt álitlegt kvenfólk. Fimm mínútum síðar stormuðu inn fegurstu konur Reykjavíkur, ójá og nokkrum bjórsopum síðar voru ástarjátningar farnar að fljúga yfir borðum. Tregablandin var gleðin en yndisleg stundin sem við áttum. Ég var nú ekkert að flýta mér heim enda sjaldan sem ég hef komist í dansskóna undafarna mánuði.Þegar tók að líða á kvöldið tók ég eftir að öll vinalegu og fallegu andlitin sem höfðu umkringt mig voru horfin og einhverjir túristar komnir í staðinn, hálf undarleg stemning þarna. Við parísarstelpurnar fengum eitt óskalag (love 2 love u baby)og dilluðum okkur þokkafullt í takt rétt áður en kjóllinn og faraskjóturinn breyttust í tötra og grasker. Prinsinn löngu farinn heim að sofa. Ég missti graskerinu (en skónum hélt ég) og fékk seríos og suðusúkkulaði hjá Þorgerði í nesti heim, mjög gott kombó...Yndislegu vinir takk fyrir að koma:)

miðvikudagur, 31. ágúst 2005

hvað er þá eftir....setja í gám, fara aftur til tannlæknis, fá alls kyns pappíra, halda partý, hitta vini, koma í veg fyrir að sumir fari í veiðiferð, pakka í ferðatöskur, fá lykil að íbúð úti, kveðja fjölskyldu....og svona stúss. Er hægt að binda fyrir alla lausa enda já ég bara spyr.

þriðjudagur, 30. ágúst 2005

úúúúú, 6 dagar og ég er flogin frá litlu eyjunni. Við Arnar fundum tíma til að eyða í sumó með afa mínum, ömmu og júlían. Við dvöldum í Arnarborg við Stykkishólm í lúxusbústað, ummmm, það var ansi ljúft. Við Arnar sváfum á yndislegu blómalaki frá austurlöndum fjær rétt eins og við svæfum á blómabreiðu,litla kríli undi sér vel í ferðarúmi. Nú svo var bara ágætt að slaka á því við erum fórnarlömb vestræns hugsunarháttar og vorum að lamast úr stressi hér í borginni. Að sjálfsögðu bíður okkar einkar heilbrigt líf uppfullt af hugleiðslu og hollum mat austan við járntjaldið:)

föstudagur, 26. ágúst 2005

tæpar tvær vikur þangað til við losnum eða þið losnið við okkur. úff, ég er gjörsamlega búin að gefast upp á því að líta á planið, það hrannast upp atburðir, hittingar og stúss. Einbeitingin er í lágmarki.
Góðu fréttirnar eru þær að við aet sáum Kim larsen, sem var æði. Það verður bara að viðurkennast, hann er ógeðslega skemmtilegur. Það merkilega er að ég sá hann líka síðast þegar hann kom þá var ég 12 ára, nýflutt til landsins og mömmu fannst sjálfsagt að taka mig með sér út um allt. Annað merkilegt er að kim er fjandi kjaftstór, það er svakalegt að sjá það, það er bara eins hann sé með hjarir á hausnum.

mánudagur, 22. ágúst 2005

Nýjar myndir

loksins, loksins, ég er búin að setja inn nýjar myndir af Ísold 7 mánaða svo fylgja myndir af okkur og meira að segja af garðsölunni. Ágúst myndir

sunnudagur, 21. ágúst 2005

jæja ég hef nú verið svolítið slöpp um helgina og því hef ég tekið því rólega. Ég hef reyndar sokkið skammarlega djúpt í heim tölvuleikja og gleymt mér svo tímunum skiptir. Menningarnóttin fór þannig eiginlega framhjá mér. Kommúnulífið fer okkur ágætlega, þetta er farið að líkjast tilsammans. Eins og er er ég að reyna að forðast sunnudagsþunglyndisdagskránni á rúv.

fimmtudagur, 18. ágúst 2005

Rússneska stelpan

Móðir mín sagði mér skondna sögu hér í gærkveldi, þannig var að hún hitti Merkismanninn Steindór Andersen og fór að ræða við hann um ættfræði, sem er mikið áhugamál hjá mömmu. Þau komust nú að ýmsu eins og að mamma ber sama fornafn og móðir Steindórs. Nú þegar er liðið á samtalið berst talið að mér og unnustanum, og spyr hún hann hvort hann kannist ekki við okkur. Hann kannast vel við Arnar en segir um kærustu hans, "bíddu er hún ekki Rússnesk?"(Nota bene ég hef mjög oft rætt við Steindór, jafnvel drukkið kaffi með honum á mokka).
Við hlógum okkur máttlaus yfir þessu, þetta jafnast við eitt skiptið sem ég fór í kolaportið í svartri kápu, með hvíta loðhúfu og hvítt handloð. Skyndilega hleypur risastór maður til mín og blaðrar eitthvað á rússnesku, hann virðist vera nokkuð glaður að sjá mig faðmar mig og allt. Ég get ímyndað mér að hann hafi verið nokkuð vonsvikinn þegar ég tjáði honum á ensku að ég væri íslensk. Já já annars gæti ég fyllt margar blaðsíður af slíkum sögum. Það nægir greinilega ekki að heita Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir til að teljast til Íslendinga. Önnur þjóðerni sem ég hef verið kennd við eru: Ítali,Pólsk, Finnsk, Færeysk, Frönsk(kannski ekki svo óeðlilegt,hum,hum), Já og gyðingur líka, Tékki og margar fleiri.

þriðjudagur, 16. ágúst 2005

jæja þá er ég búin að eignast minn fyrsta tölvuleik (Tel ekki með gömlu handleikjatölvurnar....þessar litlu sætu). Litli bróðir minn á hið magnaða tæki playstation 2. En mér leiðast fótboltaleikir, drápsleikir og bílaleikir sem ku vera mjög vinsælir hjá 12 ára drengjum( og reyndar 31 drengjum líka) því fjárfesti ég í leik sem heitir sims og ætla ylja mér við hann það sem eftir er af dvöl minni hér hjá mor. Ég veit nú voða lítið um þennan leik en í honum er maður að búa sér til líf og fjölskyldu og svoleiðis, kannski er hægt að eignast lítið tölvuleikjabarn og þá verð ég að búa til aðra heimasíðu til að tala endalaust um það.tíhí

föstudagur, 12. ágúst 2005

sumarfrí, í dag leið mér eins og í sumarfríi. Við gengum niður laugaveginn í makindum hittum þar vini og kunningja og tókum því býsna rólega. Það má segja ég eigi í ástar-haturs sambandi við veginn eina þ.e. Laugaveginn, en ég hef gengið hann upp og niður upp á dag síðan ísold fékk leyfi til útivistar. Um margar aðrar gönguleiðir hafði ég svo sem um að velja, en alltaf geng ég laugaveginn. Kostirnir eru óneitanlega að þetta er eina gatan hér í borg þar sem er stöðugt líf, alls staðar annars staðar finnur maður óneitanlega fyrir mannfæð eyjarinnar eða ofgnótt bifreiða. Ókosturinn er kannski einmitt þessi þorpsfílingur, hvergi er maður óhulltur ef maður gengur þennan laugaveg, maður hittir alltaf einhvern.... og stundum nennir maður ekki að hitta neinn, heilsa fólki sem heilsar ekki til baka, eða fara út í smalltalkið. Ætli ég eigi ekki eftir að sakna þessarar litlu götu þegar við verðum komin út á stóru göturnar.

fimmtudagur, 11. ágúst 2005

tíminn flýgur frá okkur, mér finnst ég rétt svo vera að ná andanum eftir þessa svakalegu flutningstörn og strax eru aðeins rúmar 4 vikur til brottfarar. Það er svo margt fólk sem ég þarf að hitta, svo margt sem á eftir að redda. Mér sundlar bókstaflega, Við Arnar tókum okkur til og gerðum svaka plan til að losa aðeins um stressið. Rétt í þessu leit ég á hið mikla plan sem er hér fyrir ofan tölvuna og það er ekkert svo troðið, þó eitthvað sé skrifað í hvern einasta kassa. Já það er kannski pínu lúðó að gera svona plön, en hvað um það.

þriðjudagur, 9. ágúst 2005

Hér erum við í makindum og notalegheitum, mamma eldar dýrindismáltíðir og kokkar töfrate fyrir hálsbólguna sem ég náði mér í. Ísold farin að skríða og brölta þvílíkt mikið, en hún leitar uppi skó til að naga eins og hún fái borgað fyrir það. anyways later, ætla láta dekstra við mig.

mánudagur, 8. ágúst 2005

skandínavískt þunglyndi

fullorðins líf uhh, þvílíkar ákvarðannatökur undafarna daga. Hef farið í gegnum all flestar eignir mínar undanfarið, eitthvað fer í kassa út en mikið var losað.
Já þvílíkt dót sem safnast í kringum mann. Nú erum við búin að láta af hendi heimili okkar og enn á ný er ég að flytja (gróflega talið þá í þrettánda skiptið og 3ja skiptið á milli landa). Ég get ekki sagt að flutningar séu mitt uppáhald en samt þrauka ég nú þetta yfirleitt. Svo er mánuður þangað til við förum, úff.

mánudagur, 1. ágúst 2005

jæja litla sígaunabarnið er sofnað á nýja heimilinu sínu hérna hjá ömmu sinni austan við læk. í dag var hún ósköp dugleg og fór að skríða fram á við nokkur skref og vinkaði meira að segja ömmu sinni(vestan við læk) og afa bless, það var líka í fyrsta sinn. Mér finnst hún að sjálfsögðu afskaplega klár og dugleg.
EN ég er ósköp fegin að vera komin í móðurhús, því hér líður mér alltaf vel. Nú eru nákvæmlega níu ár síðan ég flutti héðan upphaflega, sem sagt að verða áratugur sem ég hef borgað rafmagnsreikninga. djö.. er maður orðinn fullorðinn.
Garðsalan gekk æðislega vel, við seldum allt frá samlokugrillum til stofuborða. Losnuðum við hellings af húsgögnum sem við hefðum líklega þurft að fara með á sorpu hvort eð er. En það sem mér þótti yndislegast var hversu mikið af vinum okkar kom. Takk kæru vinir,luvja....svo er það bara kveðjupartýið jíhaaa.

fimmtudagur, 28. júlí 2005

GARÐSALA HEFST Á MORGUN KL 12

GARÐSALAN MUN STANDA YFIR föstudag laugardag og sunnudag frá kl 12 til 18
komiði...... enga feimni. vínyll,geisladiskar, bækur, föt, skór, alls kyns dót og prjál.
Annars hef ég góðar fréttir að færa börnin okkar af kattakyni hafa bæði fengið ný heimili. Mandla er komin í breiðholtið og mun gleðja lítið barnshjarta sem hefur tekið hana að sér. Mysingur hinn mikli hefur hins fengið heimili í Elliðaárdalnum hjá frænku minni. Þar mun hann búa ásamt nokkrum hefðarköttum umkringdur guðsgrænni náttúru. Við erum að sjálfsögðu glöð yfir þessu en finnum fyrir nokkrum trega. Það var ansi undarlegt að koma á kattlaust heimilið. Það er fremur einmannalegt og finnst mér eins og bergmáli í íbúðinni, ég skil hreint ekki hvernig er hægt að lifa án þessara vera.

mánudagur, 25. júlí 2005

GARÐSALA -GARÐSALA

formlega eigum við tvær vikur eftir hér heima og svo verðum við heimilislaus. Fáum að búa í móðurhúsum og mig hlakkar til,hvers vegna? því þar eru ekki kassar út um allt, dót sem flæðir um öll gólf og almennur flutningsskítur. 'Eg hlakka svo til að komast á venjulegt heimili að ég get bara ekki beðið.uhhh
Næstu helgi verður garðsala í garðinum á sólvallagötu 54, þeir sem ætla ekki að plebbast eitthvað á útihátíð er velkomið að kíkja hingað Til sölu verður vínyll, geisladiskar, alls kyns kúl dót eins og háhælaðir skór og flíkur....eldhúsdót og alle græjer. Allt selt á spot prís frá 10 kr til 300 kr

Það hefur gengið misvel að nota þetta blogg sem auglýsingamiðil, nú eru kettirnir enn heimilislausir og einasta manneskjan sem hefur lagt inn komment við þá færslu er ég. aumkunarvert. En hvað um það bjartsýnin er alveg að drepa mig hérna

sunnudagur, 24. júlí 2005

Hér má finna myndir af ísold í útlöndum og af umtöluðum köttum

föstudagur, 22. júlí 2005

ákall til hjálpar

Nú erum við familian að flytja í annað land. Tveir meðlimir þessarar familíu komast ekki með. Þau Mysingur og Mandla. Við erum virkilega farin að hárreyta okkur af örvæntingu því þeim vantar fósturfjölskyldu. Ég vil helst ekki hugsa til þess hvað gerist ef enginn finnst því okkur þykir afar vænt um þessi skinn.
Ef einhver skyldi lesa þessa síðu sem hefur einhver ráð eða úrlausn, hafið þá samband.
hér kemur smá lýsing á þeim sem ég birti áður á síðunniMysingur; Hvítur og Bleikbrúnn á litinn, soldið stór og voðalega fallegur. Hann er mikill útiköttur og hugsar vel um svæðið sitt. Hann rólegur og nokkuð þrjóskur. Mysingur hefur lent í ýmsu og á líklegast 6 og hálft líf eftir.
Mandla; Kolsvört, Smágerð dama með stór og falleg augu. Mandla er mun meiri inniköttur en gerir þarfir sínar úti. Hún er soldið fiðrildi og prakkari en er ofsalega kelin. Hún gerir líka mikið af því að finna sér dimma felustaði þar sem hún dvelur tímunum saman, þessi hegðan gerir það að verkum að hún getur opnað suma skápa og er almennt mjög úrræðagóð.

miðvikudagur, 20. júlí 2005

kassar og kassar þannig er heimurinn minn í dag, ferkantaður og brúnn. Þetta eru að verða síðustu dagar mínir hér á sólvallagötunni sem er pretty weird, leyfist mér að sletta.Íbúðin lítur út eins og eftir sprengjuárás, svakalegt. Svo ekki sé nú minnst á allt ryk sem skýtur nú upp kollinum undan húsgögnum og af hillum sem er verið að taka niður í þessum rituðu orðum. Já þetta fer að minna á sumarfrækornasnjókomuna í Moskvu.jæja hef víst merkilegri störfum að sinna.

miðvikudagur, 13. júlí 2005

i love suomi

Vínyllinn er kominn í kassa og ansi marga kassa, kyrfilega merktir númeri og innihaldi lýst í flutningsbókinni. Við fengum góða hjálp frá honum Júlían en án hans hefði þetta ekki getað klárast nokkrum dögum á undan áætlun.
Annars var ég að hitta finnska vinkonu mína eftir 8 ára aðskilnað og það er ótrúlegt hversu lítið hafði breyst. Við ræddum eins og við hefðum hist í gær. Merkilegt

sunnudagur, 10. júlí 2005

komin heim, lestin á leið á flugvöllinn var stoppuð vegna grunsamlegs pakka, ég fékk risastórann kökk í hálsinn, óhugnarlegt.
loksins búin að taka upp úr töskum og koma aðeins meiri reglu á heimilishaldið.
búin að fara í skemmtilegt Japís partý, skoðaðar myndir og hlegið dátt.
búin að borga himinhátt verð til að sjá D. Roth í listasafni Rvíkur.
er í þessu að hlusta Dongs of sevotion með smog og á výnil, gaf Arnari hana einu sinni
í jólagjöf. yndisleg plata.
bara smá stöðutékk

sunnudagur, 3. júlí 2005

Stal þessu prófi af Valdísarbloggi,og í því byrjaði einmitt lag með Tav Falco and the Panther burns... þvílík tilviljun.

Ride
You Are... Ride.

You are young at heart and full of energy. You are
talented but very modest. You are happy go
lucky and care free. You have learned to take
the good with the bad and you just accept life
for being what it is. People tend to be envious
of you, That's only because they don't
understand you and they just want some of what
you have. There's no task too hard for you and
you excel at pretty much everything you try to
do. You have a playful personallity and a
beautiful inner soul.


what Creation Records band are you? (complete with text and images)
brought to you by Quizilla

Rakst á eina eða fleiri Ride plötur í röðuninni miklu.

love crazy love

Jæja sá Joanna Newsom, reyndar sá ég aðeins agnarsmáar hendur spilandi á risastóra hörpu. Mér þótti lagið love crazy love flottast, þar sem love crazy love er endurtekið endalaust. Annað merkilegt er það að hún talandinn hennar er jafn skrýtinn og söng-
röddin...og eins og arnar orðaði það þá var tjaldið fullt af píum í kínaskóm og jarðaberjakjólum!
Á svæðinu var hellingur af hreinu fjölskyldufólki sem blandaðist þreyttum og sólbrenndum tjaldbúum. En fyrir nákvæmlega ári síðan var ég orðin svo þreytt á drullu og rigningu að ég grét mest allann daginn eða þangað til við komumst á hótel í Köben.
Nú er ég að horfa á breska mynd sem gerist í Rvík... voðalega getur Reykjavík verið "Bleak" eitthvað. vises

laugardagur, 2. júlí 2005

Ísold er orðin hálfs árs, ég er búin að bíða eftir þessu með þó nokkrum spenningi. Keypti því ljúffeng kirsuber og héldum við uppá afmælið heima. Ætluðum reyndar að dýfa okkur í Roskilde badet en sneri við þegar ég mætti íslenskum fyllibyttum.
En í gær fór stúlkan á sína fyrstu tónlistarhátíð og hlustaði á Mugison, hún skríkti af ánægju þegar fyrstu tónarnir byrjuðu en mér varð um og ó og hlustuðum við á hann út á miðju túni(til verndunar litlum eyrum).
Ég er nú farin að hlakka svolítið til að sjá bæinn án allra hátíðagestanna. Því þetta er ósköp sætur bær.

fimmtudagur, 30. júní 2005

nú svo gleymdi ég black sabbath, ég vildi sjá þá líka.

Aet hringdi og leyfði mér að heyra í Le tigre í gegnum símann þær voru eitt af fjórum atriðum sem mig langaði að sjá... ég fékk pínu öfundar stíng, hin atriðin eru Sonic Youth sem ég er búin að missa af, Mugison sem við mæðgur höfum færi á að sjá þar sem það er um daginn. En það sem ég ætla totally að sjá er Joanna Newsom hún spilar kl 1300 á fjölskyldudaginn, þ.e. sunnudaginn. Annars fékk ég svolítið "drullu flashback þegar ég fór að ná í armbandið í gær, þannig ég nenni ekkert að hanga þarna á svæðinu.

Jarðarber(með jarðaberjabragði ekki súru vatnsbragði)með mascarpone ummmmmmmmmmmmmmmmmm.

miðvikudagur, 29. júní 2005

HÆhæ, átti að standa undir þessari kjánalegu mynd, sem átti að vera miklu minni og fara í profælið. En svona er ég nú klár á tölvur þegar allt kemur til alls.
Ég ætla nú alls ekki að kvarta undan sól en svakalega er ég orðin óvön þessu útlanda góða veðri, dóttirin fær alla þá sólavörn sem hún þarfnast, fínan sólhatt og allt. En við foreldrarnir sólbrennd eða með sólsting.Ótrúlegt en satt þá tókst mér að ganga öruglega 10 km í dag, tók vitlausann bus upp í sveit (hljómar heimskulega ég veit en á sér skýringu) og labbaði endalaust til að komast í bæinn aftur, með viðkomu í taxa reyndar. Á morgun ætla ég að labba í hálftíma í mesta lagi og helst að fara í kringlunna þeirra Hróarskeldubúa sem þeir kalla "torfan", og svo beint heim að slappa af. Annars er það að frétta að daman er farin að sitja,ég var nú ekkert að fatta það strax þú hún sæti í allan dag í vagninum án stuðnings. En fattaði það loksins þegar ég setti hana á teppið sitjandi, á meðan ég var að undirbúa matinn hennar og kom að henni enn sitjandi sem sagt á miðju teppinu og spilandi á pínulítið dótapíanó. Alveg ótrúlega krúttaralegt.

fimmtudagur, 23. júní 2005

miðvikudagur, 22. júní 2005

'otrúlegt, plöturöðun að mestu búin, bunkarnir komnir af gólfinu og aðeins fínröðun eftir. Fengum hjálp frá Júlían litla bróður, hlustuðum á merkilegar plötur þar á meðal búlgarskt þungarokk og lestarhljóð. Í það heila var þetta einkar skemmtileg áskorun. 'Ymislegt kom í ljós; S er að sjálfsögðu stærsti stafurinn í katalóg, I sá minnsti; nokkrir flokkar bættust við svo sem austur evrópskt rokk, ástralskt og nýsjálenskt rokk(sem hljómar allt eins og keivarinn);en sem komið er eru 50 plötur sem fara út,það eru til nákvæmlega eins eintök í safninu.
Það er mér líka orðið ljóst að Arnar fékk vinnu handa mér í japís á sínum tíma til að undirbúa mig undir einmitt svona aðstæður.
Og ég verð að viðurkenna að ég er ansi stolt af okkur, það er svo gaman að ná settu takmarki.

miðvikudagur, 15. júní 2005

gamli jálkurinn, það er tölvan mín ibook frá 2001, hún svínvirkar að sjálfsögðu með hjálp ótrúlegrar tölvukunnáttu minnar. núna er ég á airportinu heima kan jú belív itt....þannig get ég verið á netinu um leið og arnar úlalla. Veit svo sem ekki hversu lengi það endist. Anyways, við Ísold höfum aðeins verið að forðast sólina undafarna tvo daga þar sem ég varð pínu lasin en það er að lagast.

þriðjudagur, 14. júní 2005

jæja þá er það plöturöðunin, við arnar höfum einhent/einfætt okkur í plöturöðun. Það þarf að setja í Katalóg sem sagt popp og rokk en svo eru ýmsir flokkar: Klassík, Rapp, Djass, Sál, reggí,heims, dans/raf, Jóla,kvikmynda, barnatónlist, metal og so on....
Þetta er nú bara ágætisvinna sem verður eiginlega að gerast á meðan daman sefur.
Maður rekst nú á ýmislegt við þetta bæði gullmola og undarlegheit. Nú svo kynnist ég alls kyns plötum sem ég hef ekki heyrt áður. Nálin var að enda við að sleppa við plötu með Saint Etienne að nafni So tough. Og ég verð að gefa þessari plötu fjórar af fimm.
En ég vona nú bara að þetta taki ekki of langann tíma því ringulreiðin sem skapast í stofunni tekur á.

laugardagur, 11. júní 2005


m�r finnst svona matur ekkert g��ur... Posted by Hello

fimmtudagur, 9. júní 2005

Neikvæðni er algjör tásveppur. Það er einhvern veginn óleysanleg hringrás. Það byrjar yfirleitt á því að einhver hreytir í mig neikvæðum athugasemdum, ég næ svo aldrei að vera nógu orðheppin eða kaldhæðin til að svara þessu og þá verð ég fúl og neikvæð. Þá er það yfirleitt næsta manneskja sem lendir í mínu neikvæða skýi. Þetta er ömó. Svo er eitthvað svo lúterskt og íslenskt við þessa neikvæðni. Það er aldrei hægt að gleðjast yfir litlum hlutum því það er svo mikið af stórum vandamálum. Hver man ekki eftir að hafa horft á skandínavíska mynd á rúv á sunnudagskveldi, farið í rúmið með heiminn á herðum sér. Þessir skandínavar eru vissulega snillingar í þunglyndi.
Á svona stundum sakna ég ljósbláss miðjarðarhafsins, hljóðsins í froskum og "criquet" við náttfall og einfaldlega glaðlynds lífernis.

þriðjudagur, 7. júní 2005

fimmtudagur, 2. júní 2005

Hún ísold fór í sund í dag og stóð sig þvílíkt vel, ég tók andköf af stolti og spurði kennarann hvort hún væri ekki dugleg. Kennarinn játti því og brosti kankvís. Svo gaf hún mér leiðbeiningar hvernig ég geti haldið við þessum eiginleika. Þau læra þarna ýmislegt gagnlegt fyrir utan það að kafa, eins og að halda í bakkann, busla og einfaldlega að venjast sundlaugum. Ég hins vegar fór tvisvar í sund í dag, því nú er Arnar kominn í feðraorlof og ég fæ lots of Móatime..... sem ég ætla að eyða mestu í sund til að bursta "the girls" í brúnkukeppninni miklu. jibbíiii

fimmtudagur, 26. maí 2005

Jæja fótbrotni fótboltakærastinn er kominn í göngugifs, bjart er í veðri og allt virðist líta betur út Nokkuð margir hafa skoðað íbúðina nú er bara að bíða og sjá. Í gær var ég svo að kanna íbúðir í þýskalandi, en ég verð eiginlega að vera með orðabók mér við hlið því ég var latur menntaskólanemandi, valdi frönsku og fékk frjálsa mætingu.

mánudagur, 23. maí 2005

Nú er ég búin að leggja litla krútt í rúmið, því familian átti fremur erfiða nótt. En hún var að afreka rétt áðan það að sitja alein á teppinu í nokkrar mínútur. Nú svo er hún farin að segja alls kyns nú hljóð, eitt af því er skrækt öskur þegar hún vill að maður taki sig upp. Og í stað þess að liggja kjur í rúminu áður en hún sofnar þá snýr hún sér í marga hringi þannig að ég þarf að rétta hana við nokkrum sinnum áður en hún sofnar. Já það er skrýtið að sjá svona lítinn persónuleika inn the making. Bara nokkrir mánuðir síðan að hún svaf bara mest allan daginn og ég þurfti að vekja hana til að gefa henni.

fimmtudagur, 19. maí 2005

'Eg er nú ekki mjög stressuð manneskja svona yfirleitt, en einstaka sinnum er eins og stressið komi aftan að mér. Þá er eins og stressið setjist á axlirnar og ég fæ líka tilheyrandi höfuðverk. mórallinn með þessu er að sleppa því að stressa sig yfir vandamálunum. Við erum sem sagt að setja íbúðina okkar á sölu.
Litla skinnið er búin að uppgötva lyklaborð situr hjá mér og vill helst skrifa þessa færslu fyrir mig.
en í gær tók hún þátt í fjölskyldumyndatöku við Holtagerðið, þar var la familia og 'Isold fékk heiðurinn af því að vera fyrsta langömmu/afa barnið á svæðinu. En mér tókst að vera elsta og lægsta barnabarnið, frekar ósanngjarnt að allir litlu krakkarnir semég passaði séu nú að minnsta kosti höfðinu hærri en ég.

laugardagur, 14. maí 2005

'Eg bjó til myndasíðu, er nú ekki búin að setja margar myndir aðallega úr færeyjarferðinni góðu.
'Eg vonast til að notast við þessa síðu þegar við flytjumst út og þá geta vinir og vandamenn fylgst með okkur og þá litla krúttinu.
En talandi um hana Ísold þá var hún algert yndi í morgun vaknaði ekki fyrr en kl 9 sem er lúxus(vaknaði reyndar í nótt líka) þá brosti hún sínu breiðasta og talaði voða mikið. Mér leið soldið eins og ég væri með tvö stykki málglaða Arnara í rúminu.
Nú er hún komin í kjól af Petrínu Rós ömmu sinni því í dag er 50 ára brúðkaupsafmæli afa og ömmu jibbí.

föstudagur, 6. maí 2005

Fréttir af uppáhalds manneskjunni minni. Ísold litla var bitin af Mysingi Bin Laden W. Bush og öskraði hún og grét í örruglega lengstu fimm mínútur lífs míns. Bitið var ekki til blóðs en samt fórum við mæðgur í 3 ættliði upp á barnaspítala. Þar var hún skoðuð og allt reyndist í lagi. Í dag er hún hress og kát en ég ennþá fremur hvekkt. Hann Mysingur hefur nú stundum sýnt okkur þennan skapgerðarbrest sinn þó hann sé oftast rólegur og spakur, en nú er ég orðin smeyk um litlu krúttabombuna sem mér finnst alls ekki nógu gott. En er hún nú búin að eignast ofsa fína talstöð/barnapíu kannski hjálpar það okkur í barráttu okkar við hryðjuverk.
Þetta hefur nú líka leitt hugann að því að bráðum þurfa Mysingur og Mandla að fá nýja eigendur því við erum að flytja af landi brott. Þetta er nú kannski ekki góð auglýsing fyrir hann Mysing en maður verður vera hreinskilinn.
Mysingur; Hvítur og Bleikbrúnn á litinn, soldið stór og voðalega fallegur. Hann er mikill útiköttur og hugsar vel um svæðið sitt. Hann rólegur og nokkuð þrjóskur en er ekki kelinn nema þegar það hentar honum þá kemur hann og byrjar á að troða marvaða á manni í langann tíma þar til hann sest. Hann er en sýnir þennan umtalaða skapgerðarbrest sinn ef hann fær ekki fiskinn sinn eða hefur átt slæman dag hér á "vesturbakkanum" þeirra katta. Mysingur hefur lent í ýmsu og á líklegast 6 og hálft líf eftir.
Mandla; Kolsvört, Smágerð dama með stór og falleg augu. Mandla er mun meiri inniköttur en gerir þarfir sínar úti. Hún er soldið fiðrildi og prakkari en er ofsalega kelin. Hún gerir líka mikið af því að finna sér dimma felustaði þar sem hún dvelur tímunum saman, þessi hegðan gerir það að verkum að hún getur opnað suma skápa og er almennt mjög úrræðagóð.
Já sumum gæti þótt það undarlegt að ég sé að auglýsa kettina mína svona til annara eigenda en svona er lífið seirt og kalt.
Vonandi vilja einhverjir taka þá að sér því mér þykir ofurvænt um þá og vill hag þeirra sem bestan (þó ég sé enn að jafna mig á honum Mysa)

mánudagur, 2. maí 2005


ísold í færeysku vöggunni Posted by Hello

Bækur í kassa, nú er ég í óða önn að pakka bókum mínum í kassa vegna tilvonandi flutnings til útlanda. Þetta er nokkuð undarleg tilfinning mér finnst eins og ég þurfi að kyssa hverja einustu bless því ég veit í raun ekki hversu langt er þangað til ég sé þær aftur.
Þó þetta séu aðeins efnislegir hlutir þykir mér ósköp vænt um þær, margar hverjar eru gjafir frá pabba sem auka enn á gildið.
annars er ég að æfa litla gríslinginn á að vera ein á teppinu að leika sér en nú er hún að verða brjáluð so see you later

Bækur í kassa, nú er ég í óða önn að pakka bókum mínum í kassa vegna tilvonandi flutnings til útlanda. Þetta er nokkuð undarleg tilfinning mér finnst eins og ég þurfi að kyssa hverja einustu bless því ég veit í raun ekki hversu langt er þangað til ég sé þær aftur.
Þó þetta séu aðeins efnislegir hlutir þykir mér ósköp vænt um þær, margar hverjar eru gjafir frá pabba sem auka enn á gildið.
annars er ég að æfa litla gríslinginn á að vera ein á teppinu að leika sér en nú er hún að verða brjáluð so see you later

laugardagur, 30. apríl 2005

'I gær fór ég í mjög skemmtilegt stelpupartý þar sem var talað heil ósköp ég saknaði soldið dansins og þá sérstaklega freestyledansins hennar Þorgerðar og Rassahristingsins hennar Tinnu. 'Eg var nú farin að síga ansi djúpt í sófann hennar Brynju af þreytu þegar Arnar hringdi, baunin mín var bandbrjáluð, þannig að ég henti mér heim í einum grænum og skellti henni á brjóstið. Það sem mér þykir undarlegt er að í hvert sinn sem ég heyri grátur barnsins hvort sem það er úr símanum eða þegar ég er á göngu með vagninn læðast að manni samviskupúkar og maður efast um hæfni sína sem foreldri yfirleitt þó næ ég að vekja skynsemina sem segir mér að þetta sé algjör vitleysa.
En annars er komið svo mikið sumar í mig að ég á orðið erfitt með mig, lítil fiðrildi í maganum gera mig eirðarlausari með hverjum deginum. Nú get ég ekki lengur huggað mig í sófanum með Aet og sjónvarp, ég hreinlega get ekki setið kjurr. Mig langar að klára allt óklárað eins og að pakka, mála, sauma, föndra en get ekki byrjað á neinu. Nei þetta gengur ekki verð að gera eitthvað gagnlegra.

miðvikudagur, 27. apríl 2005

Frjálsar Færeyjar

jæja þá er Ísold búin að fara til útlanda, ó já. Fjölskyldan brá sér til Færeyja. Ísold var nú ekkert að kippa sér upp við allan þvælingin. Lét sér líða vel í yndislega húsinu hennar Vonbjartar þar sem Ísold fékk að sofa í 80 ára gamallri trévöggu. Við keyrðum voðalega mikið eða fram og til baka af austurey yfir á straumey en þar er Þórshöfn. Það er margt líkt með okkur frændum en stundum finnst manni bara að tilveru færeyinga vanti afruglara til að vera " eðlileg". Um leið og við lentum blossaði mikil þjóðernistilfinning og hatur á kúgurunum. Það er ótrúlegt hvernig þessi kúgun virðist vera alls staðar, sem dæmi má nefna er lítið spilað af færeyskri tónlist í útvarpinu og ein besta hljómsveit þeirra; Pönkhljómsveitin 200, pönk með ofursvölum söngvara sem syngur í elvisstíl. Sú hljómsveit er lítið spiluð enda er þeir með Frjálsum Færeyjum. Þarna á sér stað menningarkúgun og ekki nóg með það heldur er börnum gert að læra ýmis fög á dönsku þó kennslubækur séu til á Færeysku...

mánudagur, 18. apríl 2005

'i gærkveldi brá ég mér á gamla góða hjólið í fyrsta sinn í marga mánuði eða eða síðan ég var komin 6 mánuði á leið. Og það var ósköp ljúft að svífa hér í vesturbænum með ferskan mótvind, nú svo var líka voðalega gott að komast í bíó en ég fór á Napoleon Dynamite. Sú mynd var stórskemmtileg í henni var skemmtilegasta og fyndnasta dansatriði ever made...jeij
En svo kom mánudagurinn grár og gugginn, ég verð að viðurkenna að skaphöfn mín fer óskaplega mikið eftir þessum ytri aðstæðum; veðurfar, birta og annað. Þó ég berjist á móti er ég soldið grá í skapinu í dag.
Litla ljósið mitt er nú að leika sér á teppinu og hlustar á bítlana( eitthvað sem gleddi poppfræðinginn mikla)

föstudagur, 15. apríl 2005

ég er nú svolítill hrakfallabálkur í þessu bloggi, skrifa færslur sem eyðast. Annars finnst mér þessi bloggtilraun ekkert vera að virka hjá mér. Veðrið er að sjálfsögðu að gera mig fremur þungbrúna. En nú rétt í þessu vaknaði litli gríslingur þannig að ég læt þetta vera gott í bili

laugardagur, 9. apríl 2005

það er nú soldið merkilegt að í hvert skipti sem ég ætla að skrifa í þetta blogg þá kemur eitthvað upp á til að hindra það. Þannig að líklegast er það guðleg forsjón.
En loksins á þessum hversdagslega laugardagsmorgni kemst ég inn á síðunna. Í gærkveldi fórum við Arnar út að borða og í Bíó, já yndislegt. Eins gaman það er að tchilla með Ísold þá þarf maður að komast út á lífið einstaka sinnum. Myndin sem var fyrir valinu var Mótórhjóladagbækur. Myndin fannst mér góð, reyndar leið mér eins og ég væri að fara í kvikmyndahús í fyrsta sinn og var ég því eins og lítið barn með augun uppglennt af spenningi og gleði. Til þess að auka á þetta var ég í sparifötunum alveg eins og þegar maður fór á leikhús í gamla daga. Litla stúlkan okkar er orðin ansi dugleg að fara að sofa á kvöldin þannig að kannski komumst við á fleiri myndir á þessari frábæru kvikmyndahátíð.
Þar fyrir utan fékk ég góðar fréttir pabbi var tilnefndur til þýðingaverðlauna fyrir Tadeuz.
'otrúlegt að maður geti verið svona hress á svona ótrúlega gráum morgni.

miðvikudagur, 30. mars 2005


ísold með fyrsta páskaeggið sitt, í páskadressinu Posted by Hello

föstudagur, 25. mars 2005

handritin og fischer heim

Fischer er komin heim og það er bara gott mál. Að setja manninn inn fyrir að tefla, mann sem hafði unnið heimsmeistaratitil fyrir þjóð sína. Stór orð sagði fréttin um ummæli Meistarans og skiljanlega búin að vera innilokaður í 9 mánuði með enga von um að komast út. Honum tókst að sjálfsögðu að eyðileggja alla okkar utanríkisstefnu sem hingað til hefur gengið út á að hlýða slefandi heimskingja frá Texas. Og já ég er sammála honum að það bandaríkin séu talin vera lýðræðisríki er náttúrulega bara hneisa þar sem á að ríkja málfrelsi, hum.
Spennan þegar hann var að koma var yfirþyrmandi, fékk hnút í magann og allt. Auk þess sem ég hef hitt sæma rokk að störfum og finnst mér hann vera snillingur.

fimmtudagur, 17. mars 2005


mæðgurnar með húfurnar hennar sólu Posted by Hello

afmælisbarn

ég held bara að það skemmtilegasta sem til er sé að eiga afmæli, jafnvel þó öll öfl séu að reyna gera daginn sem verstan. alla veganna fékk ég röndóttan bleikan bol frá mínum heitelskaða og dásamlegan sumarhatt. Nú svo er hún Ísold komin í bleikar smekkbuxur í tilefni dagsins, ég vildi eiginlega að það væri til svoleiðis fullorðins. Annars stefni ég á jarðaberjasjeik með kvöldmatnum
sem Tommi er búinn að auglýsa grimmt, ummmmm

miðvikudagur, 16. mars 2005

komin aftur

já er það ekki ljúft, endurlífgaði atvinnuleysisbloggið sem er nú fæðingarorlofsblogg en er að sjálfsögðu komin í barnalandsfílingin. Nú geta vinir mínir sem sagt fylgst með henni Ísold.
En aldrei að vita nema ég láti hálfkláraða skáldsögunna flakka í leiðinni.
Og svo á ég afmæli á morgun ég hreinlega get ekki beðið úha, ég hlakka svo til þeir sem vilja halda upp á það geta farið á dubliners og fengið sér einn dökkann og drukkið mína skál.

mánudagur, 14. mars 2005