sunnudagur, 23. maí 2010

pipiogpupu afmæli


pipiogpupu afmæli, originally uploaded by pipiogpupu.

myndir komnar frá viðburðarríku vori í Norðurmýri: Pipiogpupu átti afmæli, móa líka, maó fékk tattú, páskar komu með tilheyrandi hreti og lungnabólgu, kræklingaævintýraferð, nýtt hjól, fyrsti mai og bara hele livet í blíðu og stríðu.

sunnudagur, 16. maí 2010

hellirigning

ég er ekki nógu kát þessa daganna og þá virðist allt erfiðara og vaxa mér í augum. Birtan of mikil og upplýsandi. verkefnin of mörg og tíminn naumur. Laugardagskvöld með tveimur hnátum breytist í vælukeppni og móðirin úttauguð...eftir að hafa komið þeim í svefninn bætist á sálina hrúga af þvotti sem þarf að brjóta saman. Krafan um að finna alltaf jákvæðu eða björtu hliðina finnst mér þrúgandi, má fólk ekki bara vera stundum leitt í friði.