miðvikudagur, 25. ágúst 2010

afar dapurlegt án þín

elsku pabbi minn-svo ég vitni í þig sjálfan sem átt afmæli í dag.
"leiði

bardzo smutno bez ciebie
máð letur stirðnaðra tilfinninga
málið órætt
smáletri fjarlægða málfræði gleymskunnar
eldingavararnir klofnir
sumt letur geymist best i ösku
án upphafsstafa
tryggð dökka pennans
takmarkalaus
spyr aldrei tilefni áritana áheita
bez ciebie
á miðju torginu minnismerki
torginu umluktu gráum súrkálsilmandi húsum
borgin mannlaus minningalaus
hlaðin áletrunum merkjum hvítum
borðum
veggspjöldum
að gleymi sér
smutno bez ciebie
niðrað fljótinu stigi hruninn
rústir upplýstar á aðra hönd
reimt eftir gángstígunum
en aldrei milli runna eftir rigningu
gegnum rúðurnar glittir í kertaljós
óvært
bardzo smutno bez cibie"
Geirlaugur Magnússon

mánudagur, 16. ágúst 2010

sófar og finnar

Sófasagan heldur áfram, af einhverri ástæðu virðast sófar áskotnast okkur frá öllum áttum og einhvern veginn virðast þeir kannski ekki endast sem skyldi hjá okkur. Hann Derrick yfirgaf okkur í vor og sameinaðist feðrum sínum á sófahimnum. Í stað hans fengum við sófa og stóla frá ömmu minni á Skjólbrautinni. Þetta eru húsgögn sem eru meir en 100 ára gömul en hafa þjónað ömmu síðan um 1944 giska ég og þar á undan afabróður mínum...sem var fæddur á nítjándu öld! Já hann er grænn og nokkuð virðulegur hins vegar er hann ekki beint slaka á sófinn svo upphófst leit hjá undirritaðri að dívan, já Dívan...Ég veit ekki af hverju en skyndilega varð ég hugfangin af því að eignast dívan fékk fólk út um allan bæ til þess að vakta góða hirðinn og kíkja í geymslur. Allir áttu dívan þegar ég var að alast upp sem reyndist svo hentugur bæði til að liggja í fyrir framan sjónvarp, láta unglinga sofa á og breyta svo í sófa. Um kosti dívana gæti ég skrifað endalaust. Allt kom fyrir ekki og þegar ég var í raun búin að gefast upp á dívan-hugmynd minni(eftir að hafa séð góðæriseftirlíkingu í okurbúllunni Ilva á 70.000 og það á rýmingarsölu) Þá datt dívaninn í hendurnar á okkur(ekki bókstaflega) en sambóndi okkar í skammadal var að losa sig við slíkan. Dívaninn er með grænuvelúr og köflóttu baki sem sagt Fullkominn
Hann hefur verið nefndur Sherlock Holmes og ömmusófi Hercule Poirot, já við nefnum sófana okkar eftir persónum í reyfurum og lögregluþáttum...skrítið en svona er þetta. Í stofunni eru því Holmes, Harry klein, Der Alte og lögregluhundurinn Rex en í nýju heimspekistofunni(svefnherbergi okkar Arnars) er Hercule poirot, þar eru aðeins rædd siðfræðileg og frumspekileg vandamál!
Finnar eru okkur álíka jafn hugstætt áhugamál og sófar. Þeir virðast líka áskotnast okkur á undarlegan og yndislegan hátt. Sælla minninga var Viivi vinkona mín frá því ég bjó í París í heimsókn í sumar ásamt familíunni sinni sem var yndislegt. Síðastliðið haust komu Jussi og Maija sem eru kærir vinir okkar sem við kynntumst í Berlín. En í þessum skrifuðu orðum er finnskt par að hjóla í kringum landið, Viivi benti okkur á þau og Arnar búin að skrifa grein um þetta par sem hjólar út um allt á tveimur alvöru og tveimur gervi-fótum og þar að auki teikna myndasögur um herlegheitin: Ég bendi hér með á bloggið þeirra
kveðja úr klein!

fimmtudagur, 12. ágúst 2010

Martröð

Mig dreymdi martröð í nótt og það var svo sannarlega martröð, átti sér stað út á rúmsjó. Við vorum að sigla í draumkenndum veruleika, sjórinn var ógagnsær og hvítur. Höfnin var þakin sjó og ég missti annað barn mitt í sjóinn þegar ég ætlaði að láta hana á bryggjuna, Þura veiddi barn mitt upp úr á meðan ég var frávita af hræðslu. Skyndilega vorum við öll komin inn á spítala sem var mjög mikið gulur eiginlega habsborgaragulur(þ.e. eins og húsin í Austurríki) þar fyrirhittum við strangar hjúkrunarkonur sem skipuðu okkur öllum að gista þar!
Þvílíkt og annað eins.
Annars var hjóli eiginmanns míns stolið um síðustu helgi! Virkilega ömurlegt og lágkúrulegt-næ ekki upp á nef mér af hneysklun á þessum hjólaþjófum.

föstudagur, 6. ágúst 2010

Dansar eins og madonna


Dansar eins og madonna, originally uploaded by pipiogpupu.

Það eru komnar myndir á flikkrið síðan fyrri hluta sumars! ég var að átta mig á því að ekki allir hafa brennandi áhuga á að skoða barnamyndir manns og sumum finnst það jafnvel hrútleiðinlegt...en ég meina who cares...for bears:)

þriðjudagur, 3. ágúst 2010

skelfilegi bloggarinn ég

hef verið upptekin við svo margt að undanförnu að ég hef varla litið hér inn...en að sjálfsögðu lofa ég sjálfri mér bót og betrun. Verð hálfpartinn fegin að lesendurnir séu búnir að yfirgefa þetta sísökkvandi skip en þráast við að halda því á floti. En hvað um það sumrin eru til þess að njóta þeirra, hvers vegna skyldi maður hanga inni endalaust í asnalegum tölvusamræðum.
Við vísitölufamilían höfum verið mjög mikið saman undanfarin mánuð saman í fríi og það er dásamlegt að maður er alltaf að kynnast lífsförunautum sínum betur. Ég hef t.d. komist að því að frumburður minn getur talað frá því hún vaknar og þar til hún sofnar án afláts! Að litla skottan elskar að hlusta á rokk og vill hlusta á það mjög hátt(meira að segja hærra en rokkpabbinn); Að báðar dætur mínar fíla Ramones sem þær kalla ramons og geta sofnað mjög vært út frá þeim! Að frumburðurinn getur lært söngtexta eftir fyrstu hlustun en litla skottan virðist hafa erft hæfileika móðurinnar á því sviði. Að Karólína gæti lifað á kakói einu saman(sum sé kölluð Kakólína í útilegunni). Að tvær systur geta sprengt í foreldrum hljóðhimnuna en alltaf svo friðsælar þegar þær lygna aftur augunum á kvöldin.
Jú um moi hef ég komist að ýmsu nýju aðallega því að ég er ekkert endilega sú sem ég held ég sé...Meikar sens?
En nú er síðsumarið komið og það finnst mér dásamlegur tími, uppskeran, birtan, notalegheit og ýmis afmæli!
Fréttir dagsins Móa er komin með skrifstofu, JÚHÚ!!!