fimmtudagur, 26. febrúar 2009

álfadís og gríslingur


álfadís og gríslingur , originally uploaded by pipiogpupu.

öskudagur, afmæli, herðubreið og ýmislegt komið á myndasíðuna.
Annars er það að frétta af afkvæmunum að þau stækka og þroskast með degi hverjum. Komumst að því að Ísold kann að skrifa marga stafi þar sem hún er alltaf að fela sig og stelast til þess að skrifa þá á blöð og húsgögn! Karólína er bleyjulaus nema á nóttunni. Það kom mér mest á óvart eftir húsmæðraorlofið að hún er orðin altalandi þó sum orð séu auðvitað óskýrari enn önnur. Segir t.d. ennþá að hún sé að Besa bók og kisur heita bisur... Þær systur eru algjör gull saman og finnst mér yndislegt að fylgjast með þessu samspili þeirra. Því eins og þær eru ólíkir karakterar kemur þeim yfirleitt vel saman, knúsast mikið og kyssast og ef þær eru ekki sammála er ekki erfitt að fá þær til að biðjast afsökunar og kyssast....

miðvikudagur, 25. febrúar 2009

yfirlýsingar

ég veit ekki hversu oft ég hef varað fólk við sjálfstæðisflokknum eða Davíð Oddssyni en það er töluvert oftar en do varaði við hruninu...í sumar vissi ég vel að hann væri ekki að gera neitt gagn þarna í sínum gráa turni, og í þessi sirkabát 17 ár sem þeir voru að einkavinavæða var ég á móti þeim! Maðurinn segist ekki hafa skálað með glæponunum...en samt gaf hann þeim banka...hann var höfuðpaurinn, dondavid út takk. Hættið svo að vorkenna þessum skarfi eða asnalega ólýðræðislega hugsaaðeinsumsitteigiðrassgat flokkinn hans! og ég nenni ekki að tala við fólk sem kýs þessa landráðamenn punktur og basta

fimmtudagur, 5. febrúar 2009

mánudagur, 2. febrúar 2009

fugl-orðin og bleyjulaus

Rétt áður en vinstristjórnin tók við völd í gær fórum við mæðgur út á sleðann. Fröken Karólína var reyndar ekkert á því að láta draga sig og gekk röskum skrefum mér við hlið á meðan úngfrú Ísold lét fara vel um sig á sleðanum. En auðvitað hafði hún auga með litlu systur og lét hana alveg vita hvenær hún væri að nálgast götuna of mikið. Á klambratúninu stefndum við á nýju brekkuna, sem frænkurnar úr hlíðunum kynntu okkur fyrir og þar renndum við Ísold okkur eins og væri enginn morgundagur. Sú yngri sat á bekk og fylgdist með okkur en var ekkert á því að renna sér sjálf. Þegar við vorum búnar að renna okkur heil ósköp bað Karólína um kakó, við Ísold eltum svo hana niður á Kjarvalsstaði. Þar sem við sitjum og erum að hlýja okkur með heitum drykkjum, pírir sú eldri augun og segir, "Mamma, ég er fugl-orðin eins og þú" en það er einmitt vinsælasta staðhæfing hennar. Þetta þýðir að hún má gera sömu hluti og ég og líka bera ábyrgð á litlu systur. Karólína tekur þessu ekkert illa ekki og lætur ekkert stjórnast með sig frekar en hún vill en segir hins vegar oft "ég er lítil" og skríkir. Hins vegar eru vatnaskil í heimilislífinu (líkt og í stjórnmálunum) þessa daganna því Karólína fór í dag bleyjulaus á leikskólann, ójá og það gekk svona líka vel. Síðustu tvær vikur höfum við hvatt hana óspart til að fara á koppinn og hún hefur verið mjög dugleg meira að segja svo dugleg að hún hefur farið alveg ein og hellt úr koppnum sjálf í klóssettið! Helgin var svo bleyjulaus og þar með lýkur bráðum fjögurra ára bleyjuskeiði okkar...í bili a.m.k.