miðvikudagur, 19. desember 2012

3. bréfið um Snorrabrautina og blaðagrein


Kæra fólk.

Ég sendi ykkur hér með grein sem fjallar um áhyggjur mínar af Snorrabrautinni. Ég veit að tillaga mín á Betri Reykjavík um lífvænlega Snorrabraut er nú þegar til umfjöllunar og þess vegna spyr ég: Hvenær má eiga von á því að gangandi vegfarendur og hjólandi geti með góðu móti ferðast um téða götu?

Sumum ykkar hef ég sent bréf tvö undanfarin ár þess efnis og alltaf hef ég fengið þau svör að breytingarnar væru til umfjöllunar eða á þriggja ára plani. Nú er þetta þriðja árið sem ég skrifa ykkur um þetta ástand. Er dagsetning komin á þessar breytingar og enn fremur hvernig kemur bygging á nýju Háskólasjúkrahúsi niður á skipulagi Snorrabrautar og umferð um nærliggjandi hverfi eins og Norðurmýri og Skólavörðuholt? Einnig vil ég minna á að börn frá Austurbæjarskóla og nærliggjandi leikskólum ganga sum hver á hverjum degi yfir þessa hættulegu götu:þriðjudagur, 4. desember 2012

listalistar

nú fer að koma tími lista...já allt er sett í lista, besta bókin, besta platan, besta e-h ársins.
ég er með smá lista yfir hvað ég fíla geðveikt hérna í Skotlandi (er að herma eftir Hauki nokkrum Magnússyni nema hvað hann á heima í Ameríku)...En ég ætla ekki að fara að tala um ameríku neitt of vel svo að forfeður mínir fari nú ekki í einhverjar snúningsæfingar.

1. Skoskur hreimur er skemmtilegur (nema þegar hann er óskiljanlegur...þá er hann bara óskiljanlegur)

2. Skotar eru fyndnir og með bikasvartan húmor en þeir eru líka kurteisir og vinalegir (ekkert sérlega kurteisir bílstjórar við gangandi vegfarendur...en það er líkast til internationalt...fólk breytist í asna undir stýri)

3. Teatime, það er eitthvað mjög huggulegt við að fólk taki sér smá pásu fái sér tebolla, ræði saman...hlýja, hlé frá amstrinu. Ég er algerlega búin að taka þessa siðu upp á arma mína.

4. BBC ER ÆÐI og BBC 4 GAELIC er ennþá meira æði!

5. helgarblöðin, guardian, sunday times...eins og að liggja í menningarlegu bleyti.

6. Panta mat frá súpermarkaðinum og fá hann borinn heim að ísskáp...þetta sparar fáránlega mikinn tíma og erfiði fyrir litlu familíuna.

7. Ég segi eins og Haukur, panta dótarí og fá það heim án nokkurra samskipta við blessaðan tollinn...

8. Tómatar, mandarínur, hvítlaukur, salatið, sveppirnir, vínberin, jarðaberin og svo margt fleira sem er svo mikið mikið ferskara og bragðbetra en heima á fróni...Hvað er það?

9. skólabúningar...ok soldið skrítið að klæða börnin sín upp í miniwallstreetföt...en vá hvað þetta sparar mikið hassle á morgnana, tískudrottningin fer ekki í fýlu vegna þess hún fær ekki að fara stuttgallabuxurnar (sem hún nb. klippti sjálf og eyðilagði þar með fínar polarnogpyret buxur), skottan fer heldur ekki í fýlu vegna þess hún fær ekki að vera í sömu sokkabuxunum og síðermabolnum (grútskítugum) alla daga.

9 a) Svo er nú greinilega haldið á spöðunum hér í skólakerfinu, maður finnur að það er mikill stuðningur við nemendurna í bekknum og námið virkar bæði krefjandi og skemmtilegt fyrir þessi litlu skott!
Ísold er t.d. að læra frönsku, með tvo kennara sem hjálpa henni aukreitis við ensku og lestur, og búin að læra heljarmikið um Egyptaland og hýróglífur... Karó er með tvo kennara í bekknum og tvo kennara aukreitis! Búin að læra að lesa og farin að tjá sig reiprennandi á ensku.

10. Curry, þ.e. indverskir matsölustaðir...er algerlega forfallin nú eftir stutta dvöl hér.

11. Menningin út um allt, kastalinn, arkítektúrinn, andinn svo hjálpar að vera hrifin af köflóttu...

12. þorpsfílíngurinn í hverfinu, kanallinn, búðin á horninu, blueberryhill með sísyngjandi Valtý,

13. Jólaundirbúningur...byrjar strax eftir halloween, margir hverjir í hverfinu komnir með jólatré...hér er ansi jólalegt! Svona Love actually fílingur.

14. Trén eru falleg

Gallar:

Sundlaugar...stór mínus þar!

hitaveitan...(já við erum blessuð á Íslandi...hugsiði um það þegar þið opnið gluggana með hitann á fullu)

Stærsti gallinn að mati dætranna hlýtur að vera vöntun á ömmum á staðnum. Litla skottan var ansi aum í dag og lítil eins og stundum vill verða eftir erfiðan mánudag...þá skildi hún ekkert í því að amma Rós eða amma Bryndís gætu ekki bara komið núna í heimsókn, knúsað hana og gert það sem aðeins ömmur geta gert.
æjá skæp er fínasta fínt en kemur ekkert í staðinn fyrir the physical thing...

(höfundur áskilur sér rétt til að endurskoða þennan lista ef svo ber undir)

mánudagur, 26. nóvember 2012

vitleysingar


Ég man þegar ég var lítil, á mínu reglubundna labbi á laugaveginum með pabba. Annað hvort á leið í kál og kenningu þar sem ég naut nú oft bókakaupaæðis pabba, af mokka eftir kakódrykkju já eða á leið í skákhúsið...ó guð hvað ég hataði skákhúsið...pabbi þurfti að skoða fáránlega mörg skákblöð sem hann endaði auðvitað á því að kaupa svo ég skyldi ekki hvers vegna hann var að hanga þarna, og ekki þoldi ég Grammið betur...þar þurfti pabbi að skoða endalausar blúsplötur, spjalla við hinn og þennan...En hvað um það alltaf þegar pabbi hitti einhvern, kíkti fullorðna manneskjan niður til mín og sagði..."Rosalega hefur þú stækkað" eða "Mikið hefur hún Móheiður stækkað" Eða "Svakalega ertu orðin stór" ...Og skemmst frá því að segja velti ég því fyrir mér hvers vegna fullorðið fólk hefði ekkert fjölbreyttara að segja við ágætlega klára aðeins minni manneskju. Yfirleitt þekkti ég fólkið lítið eða mundi ekki hver var en oftast bætti fullorðna fólkið við "síðast varstu bara svona lítil (viðeigandi handapat-misraunsætt hjá hverjum á einum)",
Þvílíkur vitleysingur hugsaði ég stundum...
Jæja svo varð ég að fullorðnum einstaklingi...og ég eignaðist minni einstaklinga. Og ég stend sjálfa mig að því síknt og heilagt að vera segja við börn út um allt já eða á feisbúkk..."vá hvað hún/hann X hefur stækkað" "Jemundur minn borðar þú ekkert annað en lýsi, þvílík lengja sem X er orðin(n)" Og "Mamma mía, ég ætlaði ekki að þekkja þig þú ert orðin(n) svo stór!" ....og klykkt út með "Þú varst nú bara svona stór síðast þegar ég sá þig : mjög óraunsætt handapat sem er nær grænni baun en ungabarni".
Af hverju verður maður vitlausari með tímanum. Ég segi nú bara eins og litlu gáfumennin sem búa með mér "þetta er algjört svindl"!

fimmtudagur, 22. nóvember 2012

ófyrirséður fylgifiskur þess að börnin mín eru farin að lesa á ensku...


Hugleikur ef þú fyrir einhverja fáránlega tilviljun ratar inn á þetta afskekkta blogg, þá bið ég hér með um leyfi fyrir myndbirtingu þessari og plís ekki láta handtaka mig...


þær geta lesið frábærlega fyndna dagatalið okkar frá honum Hugleiki sem jú
er mjög fyndið en já kannski ekki fyrir börn eða hvað?
Áhugi á þessu ákveðnu dagatali hefur aukist jafnt og þétt bæði til að lesa og skoða. Og myndirnar já segja meira en þúsund orð...
Heyrst við matarborðið nýlega "typpi, ahahaha" ... "Oj þeir eru með typpi í munninum, Ojjjjjjjjjjj"
"Já ok elskan, hættu að skoða þetta og borðaðu matinn þinn"  "Oj hann er að kúka á tannburstann..oooojjjjjj" "Viltu gjörusvovel (foreldri um það bil að missa sjálfstjórn) og setjast og hætta að tala um þetta við matarborðið"
Ég ætla að kaupa Charlie and Lola dagatal fyrir næsta ár...

mánudagur, 19. nóvember 2012

himneskur

Var boðin út í karrý í gær með innfæddri. Það þýðir ekki fiskur í karrýgulri sósu, nei. Heldur indverskur  eða ætti ég að segja himneskur. Það var nú ansi huggulegt fannst mér af einni mömmuni í skólanum að bjóða mér ásamt vinkonu sinni með sér út að borða og ég er ekki frá því að skotar séu hinir skemmtilegustu í viðkynningu.

föstudagur, 9. nóvember 2012

heimsendapest

Fór með Karó í bólusetningu í gær, það voru national geographic blöð á biðstofunni...
Komst að því að jarðarbúar verða bráðum 7 billjónir og að mannfjöldi hefur tvöfaldast frá 1960. Svo var auðvitað talað um hvað þriðji heimurinn ætti mikið af börnum en við eyðum þrefalt til ferfalt meiri orku en þau...við hérna í fyrsta heiminum.
Hvað segiði annars gott?

miðvikudagur, 7. nóvember 2012

óákveðið veður

Ég er enn að með klukkuna á heilanum... er alltaf að reyna telja mér trú um að ég sé búin að græða þennan blessaða klukkutíma.(ég veit, obsessing). En að öðru merkilegra...þá finnst mér enn bara frekar milt veður hérna. Ég er mikið að spá eða kvíða þessum ægilega kulda sem var að búið að segja mér frá, gef hlýjum ullarpeysum pervertískt auga, skammta hitanum heima...alveg mishörð í þeim efnum samt. En samt er eins og veðrið geti ekki ákveðið sig. Í gær þóttist ég sjá að það væri skítkalt úti, vindurinn gnauðaði um arinn og glugga en svo þegar ég kom út fann ég að vindurinn var hlýr! Hlýr vindur er nánast ómöguleg hugsun fyrir íslendinginn mig, ég og tvær ömmur ræddum þetta í löngu máli á meðan við biðum eftir börnunum.
Svo ræddum við um jólamatinn, ég sagði þeim að við myndum alveg örugglega ekki svelta með allan íslenska matinn sem við hefðum fengið frá mömmum okkar Arnars. Þær fengu áfall þegar þær fréttu að við ætluðum að leggja okkur Rúdolf til munns...og sögðu mér að segja ekki börnunum frá því.
"i'm hungry, mum" sagði barnið mitt þegar það kom úr skólanum, um helgina byrjaði hún að setja saman hljóð og lesa orð á minnismerkjum um látna hermenn við kastalann. Litla fimm ára skottið sum sé farin að lesa og ég nýbúin að lýsa yfir áhyggjum við kennarann um að hún væri ekki farin að lesa sem róaði mig strax og sagði að það væri nú eðlilegt þegar hún væri líka að læra nýtt tungumál...en þá bara gerist það allt í einu! Ég held nú að amma í Skjólinu verði glöð að fá þær fréttir.

laugardagur, 27. október 2012

tímarugl

Það á að breyta klukkunni í nótt...eða ég held það! Ég er hreinlega ekki að ná þessu...man aldrei hvort það er verið að færa hana aftur eða fram, ég veit þetta hefur eitthvað með sólarljós að gera...ekki eru menn að rugla í manni að gamni sínu, sei sei nei! Eina hugsunin sem kemst að hjá mér er fæ ég að sofa lengur?! Jú svefn er eitt mest áhugamál mitt og mér dettur ekki í hug að skammast mín fyrir það.
Ég er líka mikið að spá hvar þessi klukkutími er tekinn og hvernig hann er settur aftur þegar vorar. Þegar ég vakna á morgun eða réttara sagt þegar stelpurnar tölta á fætur heimta morgunmat og sjónvarp...eða réttara sagt þegar Arnar og stelpurnar eru búin að vera vakandi heillengi og ég dröslast á lappir(svo ég sé nú ekki að fegra neitt) þá verður klukkan einum tíma fyrr en hún ætti að vera...
sem þýðir að ég verð með betri samvisku þrátt fyrir að hafa sofið jafn lengi!? er það ekki?
Ég er auðvitað strax farin að kvíða því þegar þetta gengur tilbaka því þá þarf ég að vakna fyrr til að vakna á sama tíma, eða hvað? ó þetta er svo ruglandi fyrir svona fólk eins og mig sem kann varla á klukku...

fimmtudagur, 25. október 2012

lítið sandkorn

Góðu fréttirnar eru þær að við fundum hleðslusnúruna fyrir myndavélina í dag en við héldum að hún hefði misfarist í landflutningunum miklu. ég var reyndar í þann veginn að fara panta svoleiðis einhvers staðar á netinu...en já sem betur fer kom ekki til þess. Ég er nú nokkuð ánægð að hafa ekki týnt neinu stórkostlegu í þessum flutningum...Já það verður að segjast.
Aðrar góðar fréttir fyrir veisluglaða eins og mig: Halloween og þessi hátíð virðist vera jafn mikilvæg og jólin hér í landi, það er skreytt, það er bakað, það er farið í sparibúninginn, það er sérstök förðun...það er hátíð í borg! Heyrið og haldiði ekki að indverjinn á horninu sé að selja flugelda!!!
Halló(vín) ég er að græða auka jól hérna!
 Annars er þetta mótmælablogg ég er í augnabliks ergelsi við Sykurberg fésbókar...þoli aðallega ekki að vera háð þessu kapítalíska samskiptaeiturlyfi... þetta voru vondu fréttirnar.
áfram góðar fréttir þá er að spá í að hlaða eitthvað af myndunum á flickr er samt mikið að brjóta heilan um stasi/persónunjósnir/þetta með börnin á alnetinu hræðir mig. Pabbi sagði stundum að við yrðum afar óáhugaverð kynslóð fyrir fornleifafræðinga...það væri hreinlega of mikið efni til að fara í gegnum...
Halloween er tekið alvarlega hér í borg

Himinninn oft flottur fyrir utan Harrison

tvöfaldur regnbogi úr skorsteini

Firth of Forth séð frá Kastalanum
Karó sagði í kvöld "this is my sister, the lucky girl"...mér fannst það fyndið, þær pikka upp margar setningar á dag, stundum virðast þær skilja þær alveg stundum ekki!

sunnudagur, 21. október 2012

Skye -Skæslegt

Old man of Storr heitir tröllið þarna uppá fjallinu við gistum hinum megin við sum sé á norðuhluta eyjunnar
Stelpurnar voru varla byrjaðar í haustfríi þegar við brunuðum út úr bænum í átt að skæ, veðurkonan, ein amma sem ég spjalla alltaf við um veðrið á skólalóðinni hafði ráðlagt mér hvaða leið skyldi farið. Við keyrðum sum sé í gegnum Glenn Coe, og glenn þýðir gil. til mikillrar undrunar voru þarna ægileg fjöll sem jú minntu helst til á Ísland og inn á milli voru Loch (vötn), ár, skógar og stórbrotin náttúra. Skosku hálöndin í öllu sínu veldi...
Stelpurnar tvær vanar keyrslum til Akureyrar og Ólafsfjarðar voru furðu þolinmóðar þó stundum væri hnakkrifist, legið í hláturskasti og auðvitað þráspurt "hvenær komum við?". Við foreldrarnir heyrðum allt í einu hversu mikið þeim hefur farið fram í tungumálinu...og það sem meira er þær æfa sig á hvor annari (sem ég hafði ekki séð fyrir)..þannig eftir tveggja mánaða skólagöngu í Skotlandi geta þær sagt að mér finnst furðu mikið og skilja ennþá meira (við getum ekki lengur talað á ensku við hvort annað um leyndó). ég er ekki að gera mér grein fyrir hvernig tungumálið er að síast inn í þær en það er að síast með hreim og öllu, þannig segja þær Tu(2) en ekki tú(2) eins og ég segi og t.d. misskildu þær Isle of Skye sem I love skye en sögðu það samt með fullkomnum hreim.
Þegar við komum loks til skæ var orðið dimmt svo við sáum lítið sem ekkert og vissum varla á hverju við ættum von á. Ég var búin að lesa að nafnið skye, kæmi úr norrænu og vísaði í skýin sem umlykju oft cuillin fjallgarðinn sem er á syðri hluta eyjunnar. Veðurkonan og fleiri voru búin að mæra eyjunna út í eitt. Og jú í stuttu máli Sky er Skæsleg:)
En það sem vakti kannski hvað mesta furðu okkar þarna var hegðun dýra..
Fyrsta sjón okkar á laugardagsmorgni voru Svín og gylta að gera það á já hvað skal segja sinn einstaka svínslega hátt...Okkur varð starsýnt á þetta og þegar stelpurnar fóru eðlilega að spyrja hvað svínin væru nú að gera...þá fór Arnar að útskýra á sinn einstaka hátt hvernig skepnur búa til börn. Það þarf kannski ekki að koma á óvart en hann sér algerlega um þessa upplýsingagjöf (á meðan rannsóknir benda til að það sé yfirleitt móðirin sem sér um þennan þátt) Þegar við fórum svo í Þjóðminjasafnið í Edinborg hér um daginn er heil útstilling af dýrum að búa til börn...þá voru mín börn auðvitað alveg með á nótunum "mamma, sjáðu þau eru að búa til börn eins og svínin".
Hins vegar voru kindurnar á skye mun furðulegri (það er víst ekkert óeðlilegt við það að fjölga sér...og þurfa svínin öruglega að hafa sig alla við miðað við beikonneyslu skota ....), þær eru þarna út um allt og helst á miðjum einbreiðum vegunum...ekki séns að þær færi sig og þurfti Arnar oftar en ekki að finna leið einhvern veginn í kringum þær..ein kindin beið þarna í strætóskýli og mesta furða að þær væru ekki í einum af fjölmörgu rauðu símaklefunum á víð og dreif um afskekkta eyjunna...

þriðjudagur, 2. október 2012

ég þoli ekki þegar (zwei monate í Skotlandi)

ég les blogg þar sem eru langar gloppur á milli bloggpósta...samt gleymi ég pipiogpupu inn á milli og þar eru gloppurnar mun reglulegri en bloggin. Ég þoli ekki þegar mér er kalt á tánum og ég nenni ekki að standa upp og fara í sokka (það er tilfellið akkurat núna)
Annars erum við búin að vera með gesti þessa helgi, Sóla og Steini fengu náðarsamlegast að sofa á gólfinu okkar þar sem dýnan sem við höfðum pantað með flýtisendingu kom viku á eftir áætlun...þ.e. þegar Bryndís tengdamamma mín átti eina nótt eftir af sinni heimsókn. Já ég hringdi að sjálfsögðu og sagði ofurkurteisri konu að svona þjónusta væri bara ekki málið og fékk nokkur pund endurgreidd og samúð...Bryndís nostraði annars svo mikið við okkur að það er svolítið tómlegt hjá okkur núna bæði í íbúðinni og í hjartanu. Hins vegar er jólamaturinn kominn í hús, kynstrin öll af pítusósu, lakkrís, harðfisk og flatkökum, nei það væsir ekki um okkur í skotalandinu. Haustvindarnir farnir að blása (sbr. kaldir fætur) svo ekki sé minnst á haustrigningarnar... Á morgun ætla ég í skógarferð með Karólínu minni í skólanum, báðar eru þær farnar að segja ýmislegt á ensku/skosku og m.a. heilu setningarnar. Er ekki enn farin í hlýja sokka...

þriðjudagur, 25. september 2012

sinn er siður...

Jú hér kemur ýmislegt spánskt/skosk fyrir sjónir...vorum boðin í Tea einn daginn eftir skóla og fengum indæliskvöldverð. Þar komust við líka að því að fólk er ekkert mikið að kyssa bless, hvað þá karlmaður kyssi annan á báðar kinnar (sem væri argasta ókurteisi að gera ekki í Frakklandi) en gerir breta frekar vandræðalega.
Umferðin er auðvitað fáránleg, þeir eru öfugu meginn í bílunum og á götunni, sem þýðir að maður horfir alltaf ósjálfrátt í öfuga átt og oft hefur legið við slysi á okkur fjórum. Þeir eru mjög lítið með sebrabrautir, notast við umferðavörð við skólann...(dvergvaxin kona sem talar viðstöðulaust og ég skil ekki orð af því sem hún segir) og mér finnst fólk keyra frekar hratt. Hins vegar er hjólað á götunni á hjólreiðaakreinum og bílstjórar bara frekar tillitsamir við hjólreiðafólk (ný reynsla!!).
Te er drukkið með mjólk og maður er viðundur ef maður gerir það ekki og þeir eru endalaust að tala um  þetta blessaða Tea...hvort sem þeir eru að tala um eftirmiðdagste, kvöldverð, kvöldte...ég bara átta mig ekki á því. Maður þakkar strætóbílstjóranum, ég man aldrei hvort ég eigi að gera það fyrir ferð eða eftir svo ég geri bæði. Svo er það kurteisin...hvað er þetta með Íslendinga en þeir eru fullkomnir barbarar í samanburði við Skota. Hér er endalaust verið að þakka manni fyrir, biðjast afsökunar og segja please. Hvað varðar sundlaugamenningu eða kyndingu húsa eru Skotar hins vegar nokkrum ljóshundruðum ára á eftir okkur heima... en það verður víst ekki á allt kosið.

þriðjudagur, 11. september 2012

venjulegur mánudagur

Rútínan er fylgifiskur sem erfitt er að losna við á hversu ævintýralegum slóðum sem maður er, er það ekki? Mánudagar eru í það minnsta alltaf mánudagar og víðast hvar í þessum vestræna miðstéttarheimi. En það sem gerist við flutninga að rútínan verður samt öðruvísi en rútína engu að síður.
Við vöknuðum, Karólína er yfirleitt fyrst til að vakna. Hún heimtar mat og segist ekki vilja fara í skólann...þó ekki grátandi eins og undanfarnar vikur, þetta er allt að koma. Síðan eru þær systur klæddar eða klæða sig sjálfar í skólabúningana, greiddar, húsfaðirinn undirbýr morgunmatinn fyrir þær sem í þetta skiptið var ristað brauð og tekur nesti til f. skólann.
Síðan göngum við leiðandi sitt hvora stúlkuna.
Í dag fór Karólína í fyrsta sinn inn í skólann með Frú Börk án þess að gráta!
Skólatímann þeirra notum við foreldrarnir til að vinna að okkar mikilvægu verkefnum, stelpurnar hafa mismikla trú á því að við séum að gera nokkuð gáfulegt og finnst að þær ættu að geta hangið með okkur allan daginn.
Nú svo er Karólína sótt í skólann korter í þrjú, kennarinn fylgir krökkunum út fyrir dyr þar sem allir foreldrarnir standa og bíða-(Frístundaheimili er greinilega ekki málið hér) Í dag var rigning svo við biðum inn í skólanum eftir Ísold sem er búin  korter yfir þrjú...
Furðulegt system finnst mér sem gerir ráð fyrir að foreldrar séu búnir snemma í vinnunni og hafi tíma til að hanga á skólalóðinni í hálftíma.
Í dag kíktum við foreldrarnir aðeins á Valtý í Bláberjahæð fyrir pick up vegna rigningar (Walter á Blueberry Hill)sem er kaffihús hverfisins, afskaplega breskur og barngóður náungi sem á það til að bresta í söng. Þar drukkum við te.
Þegar heim var komið var annar tetími og ávaxtaát (stelpurnar hafa fengið ansi mikinn sykur undanfarið strax eftir skóla svo nú erum við að taka okkur á)
Svo var farið í ýmsar tilfæringar, tiltektir, heimalærdóm... Arnar fór svo út að hlaupa á meðan ég fór að taka til við að elda mánudagssúpuna skv. matseðli vikunnar. Í dag bjó ég til misosúpu í fyrsta skipti. Arnari fannst hún góð, Karólína kláraði sína en Ísold fannst hún vond. Tókst upp mikið drama þar sem eldra barnið var með leiðinlega stæla við matarborðið og dugði það dramakast alveg fram að háttatíma og tannburstun, þá tók hin við með einhvers konar mömmusýki þegar pabbinn var að fara lesa ( segið mér að við séum ekki ein í heiminum í slíkum málum?) Svo það endaði með því eftir þónokkuð vol að mamman las bókina sem Karólína hafði fengið að láni á skólabókasafninu, sú stutta sofnaði þegar ég var hálfnuð með aðra blaðsíðu (sem gerist iðulega). Restin af kvöldinu fór í smá skæp og tölvunethangs af minni hálfu.
Nú svo er komið að síðasta punktinum í rútínu dagsins og byrjað það strax annað kvöldið okkar hér í borg. Te klukkan ellefu, ég fæ myntute en Arnar Scottish blend með mjólk ("Cuppa"). Fyrstu vikurnar var þetta ríkúpptíminn og planleggingar gerðar fyrir næsta dag í bjúrókratíuverkefnum. Nú er þetta háheilagur afslappelsistími...
bonne nuit

fimmtudagur, 6. september 2012

Scottish weather...(sagt með ímynduðum skoskum hreim)

Veðrið, já uppáhalds umræðuefnið mitt er mér til mikillrar ánægju jafn umhugsunarvert hér í Skotlandi og heima á Íslandi...sem dæmi má nefna að ég er búin að tala um veðrið við nánast alla þá skosku foreldra sem ég hef rætt við. Ein konan virðist hafa jafn ástríðufullan áhuga og ég og kemur sérstaklega til að ræða það við mig nánast daglega þegar við erum að sækja unganna.
En hvað gerir það svona spennandi? Jú þessi síbreytileiki sem við könnumst nú heldur betur við. Veðrið hér hefur reyndar leikið við okkur allan ágúst og töluðu foreldrarnir um það að það væri búið  að vera nokkuð sérstakt. Þegar ég var farin að hafa áhyggjur af því að vera sísveitt með pírð augun vegna mikillrar sólar, birtist gamallkunnur vinur: vindurinn! Þar sem hann er enn nokkuð hlýr get ég ekki beinlínis kallað hann rok. Mikið höfðum við verið vöruð við rigningunni en hún ekki látið sjá sig þar til loks um daginn rétt í þann mund sem við sóttum börnin kom demba, þvílík demba að ég hef sjaldan séð annað eins, þrumur, eldingar, haglél og hvort ef ekki brennisteinn líka...sum sé þetta margumtalaða skoska fárviðri. Ég fór að skilja hvers vegna Skotar framleiða stígvél í lange baner og plön voru gerð um að versla mér slík. Nú þegar vindurinn er aðeins farinn að kólna er ég farin að hafa áhyggjur af því hvernig ég eigi eftir að höndla þetta skoska hitasystem...á fróni hafði ég vanið mig á að skrúfa ofnanna á fullt um leið og fyrsta laufið féll (ef ekki fyrr) og hafa glugga alltaf opna...kannski ekki málið hér!

miðvikudagur, 29. ágúst 2012

fráttir

 feðgini í strætó með háalofti og engu þaki
 nesti í Harrison park eftir skóla
 Karólína og vinir á bát á skólalóðinni
 Espressobar á ferð um skosku hálöndin
 Ströndin í Findhorn
 Skýin í Skotlandi eru einstaklega falleg, Findhorn
 Skosku hálöndin, þjóðgarðurinn Cairngorm...
 Pitlochry
 Kaffistopp í Pitlochry
 Nýja skrifstofa systranna
 Karólína súperglöð að fá að hitta vinkonu sína Heklu á skæp
Brjóstsykur og lakkrís


ég meinti fréttir en fráttir er líka ágætisorð og ekki er ég nú þekkt fyrir að vera með orðarasisma. En hvað um það hér er fjölskyldan búin að vera í næstum mánuð...komum á fullu tungli og nú er það orðið ansi fullt aftur. Og já við erum búin að vera á fullu endalaust. Og búin að ferðast um Skotland. Samt er sumt eftir eins og sjónvarpið sem er ekki komið í gang og það er að gera mig geðveika vegna þess að já geðheilsa mín veltur á því að geta horft á lélegt sjónvarp einhverjar mínútur á dag. Hins vegar er alnetið komið, síminn var kominn en farinn aftur vegna tengingarvitleysu. Nú börnin, hjartans börnin eru komin í skoskan skóla, ekki Hogwarth en ansi nálægt því samt. Þangað fara þær misglaðar á morgnana, Karólína volandi en Ísold minna í volinu en alltaf eru þær brosandi þegar við sækjum þær. Foreldrahjörtun okkar A. eru því svona miskramin því það er erfitt að horfa upp á börnin sín volandi...mikið í einu. Þessi foreldrahjörtu hafa því styrkt kindereggjaframleiðendur meira en góðu hófi gegnir. Við erum hins vegar bjartsýn á að þær verði bráðum blaðrandi á skosku og á fullu að leika við nýja vini. Annað í fréttum er að ritstjóri pipiogpupu hefur fært kvíarnar-ómæ, getur það verið...ég hélt þetta væri aðeins kjaftasaga? kann einhver að hugsa, en jú! Heimasíðan heitir því mikilvæga og sögulega hlaðna nafni Lesbókin. Þetta verður m.a. starfsvettvangur pipiogpupu sem sagt tilraun til að gera eitthvað smá fullorðins...

fimmtudagur, 23. ágúst 2012

fimmtudagur, 16. ágúst 2012

tvær vikur í skotlandi og Heideggerískt ástand


ferðamátinn hér í borg ögn betri fyrir umhverfið en gamli góði fjölskyldubíllinn:)

Elín Ey á Íslensku kvöldi á bókmenntahátíð borgarinnar, frábær tónlistarkona!
 Nú höfum við verið hér í tvær vikur og komin ansi langt í þessu skrifstofustússi öllu saman. Mér tókst að rennbleyta tölvuna mína...og var að fá tölvuna aftur eftir rúma viku í herkví...ég er enn svo stressuð að ég þori varla í sturtu eða koma nálægt vatnsbrúsum! Þvílíkt áfall og þvílíkt sem maður treystir á þessi fyrirbæri:)
Angistin var líka mjög mikil hjá okkur foreldrunum þegar skólastjórinn í Craiglockhart vildi ekki staðfesta 100% að Karólína fengi pláss fyrr en daginn fyrir skólasetningu...Við vorum gjörsamlega að fara yfir um og sátum um skólann síðustu daganna og Arnar gaf skólastjóranum lúkkið! Lúkkið sem já er einhvers staðar á milli eldingu Þórs og Auga Óðins...það er svakalegt. Og blessaður skólastjórinn skalf á beinunum minnugur meðferðar okkar víkingana á Skotunum fyrr á öldum. Þannig að sjálfsögðu komst Karólína inn og þær saman í þennan skóla sem er víst mjög góður að sögn nágrannans og J.K Rowling var með barnið sitt þarna áður en hún varð rosalega þekkt og rík. Ps. Joan K. Rowling er Björkin þeirra og þeir tala um lítið annað hérna. En við getum státað af því að búa í hverfinu þar sem Harry Potter var skapaður! En hverfið gæti varla verið meira næs, það er park rétt fyrir utan sem lítur út fyrir að vera klipptur út úr votta jehóva bæklingi (vantar bara að börnin séu að leika við góðglatt ljón) Fyrir aftan parkinn (Harrison park) er Union canal og meðfram þessum kanal er göngu/hjólreiðastígurinn okkar niður í bæ, þar eru endurnar áreiðanlega votta jehóvar líka og svanapar til að toppa þetta og já árabátaleiga...(hljómar eins og dísætt te) Á einu horni er melabúð og svo auðvitað breskara en allt sem breskt er lítið kaffihús sem heitir Blueberry hill...hvað annað.
Og nú eru stúlkurnar byrjaðar á námi sínu erlendis á undan heimilisföðurnum í mínískrifstofufötum sínum og bara nokkuð brattar með þetta:)

mánudagur, 13. ágúst 2012

ósjálfstæði meikar ekki sens!

Dætur mínar eru svolítið ruglaðar á ýmsu sem tengist nýlegum flutningi okkar...Þær spurðu mig um daginn,
"mamma, ef við erum í skotlandi hvar er þetta  Bretland  og england" Tilraun mín til að útskýra..... the Commonwealth  var einhvern veginn á þá leið að: Skotland og England eru hluti af Bretlandi sem þýðir að Bretland og Drottningin eru yfir Skotlandi" "Fer maður þá til Bretlands þegar maður deyr" svöruðu þær þessari fínu útskýringu...(reyndar nýbúnar að horfa á bróður minn ljónshjarta) og seinna bendir önnur þeirra á Edinborgarkastala "Er þetta Bretland?"

mánudagur, 6. ágúst 2012

Í sinnepsveröld


Í miðbænum

Bakgarðurinnvið endan á canalnum

Craiglockhart-grunnskólinn

Pipiogpupu er jú komin yfir atlantsálar eða til Skotlands. Ekki að hún væri neitt ósátt við hina undurfögru norðurmýri, ónei. Eftir tveggja mánaða pakkningartörn( því pipiogpupu getur ekki átt lítið dót eins og fólk ætti að eiga ef það flytur mikið) flaug hún út ásamt fylgifiskum stórum og smáum með innan við 100 kílógramma farangur til Edinborgarfjarðar. Leigubílaferðin sem slík var ekkert ævintýraleg...eiginlega ósköp venjuleg. Þegar komið var inn í borgina blöstu húsaraðir við, velflest úr múrsteinum eins og ungviðið athugaði og með mörgum skorsteinum á hverju húsi. Landslagið líkist því mjög heimili Vöndu og Mary poppins. Inn úr leigubílnum komum við beint inn í framtíðarheimilið okkar þar sem tók við okkur leigusalinn og gekk það allt saman að óskum þannig að hér sit ég í íbúðinni sem er ósköp fín, með húsgögnum. Eitt vakti athygli mína hér fyrst um sinn, íbúðin er öll máluð í sinnepslitrófi frá gulu dönsku yfir í franskt dijon...afskaplega huggulegt. Það er hátt til lofts og baðherbergið er himinblátt :) P.s.  hér er svefnsófi!

Svör við þeim fjölspurðu spurningum sem ritstjóri fékk áður en hún fór af landi brott: Já við erum flutt til Edinborgar, Edinborg er ekki í Þýskalandi, Nei Arnar fór ekki að nema Sítarleik í Egyptalandi (heyrt á seltjarnanesi) Nei ég veit ekki hvað lengi og já við tókum ekkert sérlega mikið dót með okkur!  og já ég er ættuð ofan af Snæfellsnesi og finnst jarðaberjasjeik bestur.

laugardagur, 28. júlí 2012

Flutningar....meira!

Þessi mynd er ekki tekin á stað tengdum ritstjóra eða höfundum á pipiogpupu, hún tengist efni greinarinnar aðeins lítillega. Og ritstjóri p og p neitar öllum ásökunum um að hann eigi neitt af þessu drasli. Hann bendir jafnframt á þessa grein fyrir þá sem finna fyrir einhverjum einkennum sem lýst er hér á eftir.

Augljóslega skemmtilegasta umræðuefni allra tíma...Ég er nú orðin svo fluttnuð að eitt það fyrsta sem mér datt í hug í morgun er að fólk ætti að flytja reglulega til þess eins að flytja og hreinsa íbúðirnar og sjálfa sig í leiðinni. Ég fór að ímynda mér fólk flytja dótið út á stétt til þess eins að sortera og raða aftur inn...soldið kex ég veit. Hins vegar gæti ég vel unað án þess að horfa á pappakassa nokkurn tíman aftur á ævinni. Eitt get ég staðfest það hér og nú að við munum aldrei þurfa versla okkur neitt í eldhúsið (það má minna mig á það hvenær sem og helst þegar ég er stödd í Íkea), við kæmumst vel af án þess að fara í ÍKEA nokkurn tíman aftur og nei við þurfum aldrei að versla okkur kertastjaka. Hreinsunin er góð endurnýjun fyrir sálina sem áður en hún veit af er rígföst við skran. 
En þessi dótasöfnun er auðvitað ekkert annað en sjúkdómseinkenni...á einhverju heilkenninu. Heilkennið er ákveðin birtingarmynd öryggisleysis í fólki og til þess að öðlast öryggi þá sankar það að sér hlutum. Vel þekkt er "hoarder-inn" sá sem sankar að sér dóti sem hann þarfnast engan veginn og getur alls ekki hent neinu og þá meina ég engu! Aðrir angar af þessum hluttengdu heilkennum eru minna þekktir s.s. habitatheilkennið, það lýsir sér þannig að fólk safnar dýrum húsgögnum helst úr habitat/epal til þess að líða eins og það skipti máli í öldu aldanna. Design-heilkennið getur verið ansi dýrkeypt fyrir fjölskyldur þess sýkta, oft er velferð fjölskyldumeðlima stefnt í voða til þess eins að útvega sér einhvern egg-lagaðan stól frá einhverjum borubröttum skandínava.

föstudagur, 20. júlí 2012

óguð hvað það getur verið erfitt að flytja

og hvað maður sankar að sér mikið af dóti og hvað við eigum eftir að pakka miklu og hvað það getur verið erfitt að vera skipulagður þegar maður er ekkert sérstaklega skipulagður...og hvað er vonlaust að finna nákvæmlega það sem þarf að finna. Sitthvor sokkurinn er ekki lengur lífstíll heldur nauðsyn og það er fullkomlega vonlaust að laga til og búið að vera vonlaust undafarna tvo mánuði og var ég búin að segja að ég hata drasl...

miðvikudagur, 11. júlí 2012

Dót vík burt

enn er ég að flytja: Stundum finnst mér lífið vera flutningur. Einhvern veginn er það ósköp náttúruleg-kannski af því ég hef flutt svo oft. En það er ákveðið ferli sem er bæði frábært, jákvætt og gott en líka hrikalega erfitt, óþægilegt og jafnvel óþarfi. En fyrstu jákvæðu áhrifin eru hreinsunin...heimilinn eru eins kóralrif sem hlaða á sig þörungum sem vaxa út um allt...heimilin eru troðfull ef ekki yfirfull af dóti sem vex eins og þessir fyrrnefndu þörungar. Dóti sem við notum ekki, dóti sem við þurfum ekki, dóti. Allar hirslur eru fullar og svo ekki sé minnst á geymslur. Nú erum við búin að taka úr geymslu um 10.000 vínylplötur og geisladiska í öðrum geymslum eru svo bækur...þetta líf. Það er eins og maðurinn sé hver og einn að reyna komast yfir heiminn í einhverjum skömmtum, einn með því að eiga allar plöturnar, annar vill eiga allar bækurnar, frímerkin, dúkkur, dagblöð...nefndu það fólk safnar því. En það sem gerist við flutninga er endurskoðun. Vill ég eiga þetta eða hitt, þarf ég þess. Svarið við fyrrnefndum spurningum er yfirleitt, Nei! Auðvitað vildi maður geta minnkað dótið sitt þannig það væri ekki alltaf svona gífurlegt mál að flytja. Því Dótið gengur á plássið manns og fær á endanum meira rými en maður sjálfur.

miðvikudagur, 20. júní 2012

áætlanir um að vera ósammála þjóðinni!

Ég er mikið að spekúlera núna í að stofna annað blogg...sem væri ekki svona persónulegt þvaður, eitthvað meira profesiónelt. En auðvitað er ég búin að búa til risastóra flækju í hausnum út af því. Ég er líka að spekúlera að lesa þessa grein eftir Guðberg sem allir eru svo hneykslaðir yfir en ég meika það ekki. Hann Guðbergur er auðvitað frændi minn man ekki hvernig en amma var afskaplega hrifin af honum og frændum mínum er einkar lagið að vera á móti öllu og segja eitthvað hrikalega asnalegt. Svo nenni ég heldur ekki að lesa þennan pistil sem ég ímynda mér að sé hræðilegur af því ég nenni ekki að vera sammála múgæsingunni. já já svona er lífið í þorpinu íslandi eins gott maður er að flytja héðan...hinir vilja bara myglaðan forsetan aftur og sjálfstæðisflokkinn við stjórn og þá erum við nú aldeilis búin að læra af reynslunni, vei hvað verður gaman á íslandi þá!

mánudagur, 11. júní 2012

mon amoureux


viðræður við franska samstarfskonu:
Franska: Já hvað segirðu, ertu að flytja til skotlands? en interessant. Tekurðu fallegu stelpurnar þínar með þér?
Móa: ouioui.
í millitíðinni koma eiginmaður og börn að sækja mig upp á safn og hanga fyrir utan í einarsgarði.
Franska: Jeminn eina en hvað stelpurnar þínar eru guðdómlegar. Hvað segirðu er þetta elskhugi þinn?
Móa: já þetta er elskhuginn minn:)
Franska: Tekurðu hann líka með til Skotlands?

Það verður að segjast eins og er að franskur hugsunarháttur getur verið svo miklu rómantískari og gjörsamlega óþýðanlegur yfir á- Hvað áttuekkimannhundhúsogbörn hugsunarháttinn sem ríkir á þessu landi.


fimmtudagur, 7. júní 2012

einhvers staðar einhvern tímann aftur...

einhvers staðar erum við stödd mismunandi mikið til staðar...en alltaf á einhverjum stöðum. Um helgina færðum við okkur úr stað og fórum í hina undurfögru mývatnssveit. Jú það hlýtur að vera einn fegursti staður á jörðu. Fyrir 14 árum var ég þar stödd og þá var ég á allt öðrum stað í mínu lífi...sami staður en samt ekki sá sami! - staður. Hrikalega staðbundið orð, en samt erum við ekki bundin stöðum með rótum eins og öspin í næsta garði. Við færum okkur stöðugt úr stað og í stað. Og enn fremur getum við verið allt annað en á staðnum í huganum. Þegar ég var krakki var ég ansi lagin við það að vera ekki á staðnum eða "í skýunum" eins og frakkar orða það sem þýðir ekki óbærilega glöð heldur utan við mig. Ég þráði líka að geta verið á nokkrum stöðum í einu, helst á íslandi og frakklandi samtímis, fá góða mjólk, hressandi golu en líka pain au chocolat og nýtýnd kirsuber...Þegar ég fæddist bjó ég í húsi sem heitir á próvensölsku Togo de gun og þýðir Hvergi (líkast til andstæðan við að fæðast á Staðarstað)  Ef hvergi er staður er þá hvergið nokkuð til?

miðvikudagur, 30. maí 2012

af hverju flytur ritstjóri pipiogpupu?

Hvers vegna breytist allt smátt og smátt? Fræ verða að tvíblöðungum, plöntum, trjám og visna svo og deyja ... stundum er þau flutt tekin upp með rótum sett í potta eða nýja garða. Já það er næst á dagskrá hjá pipiogpupu að umpotta sig, familíuna og hvað - fljúga yfir hafið með sem minnst hafurtask. Þess vegna þarf pipiogpupu að losa sig við dót. Við hér í ritstjórninni skiljum ekki hvers vegna við dauðlegar verur söfnum dauðum hlutum út í hið óendanlega. Mýrarbælið er fullt af leikföngum, húsgögnum, bókum og geisladiskum, barnateikningum, listaverkum og til hvers söfnum við öllum þessum hlutum og það sem meira er hvernig getum við losað okkur við þetta. Hvað er þá líf án dóts og umfram allt er hægt að lifa án þess? Hvað um það HÉR VERÐUR FLÓAMARKAÐUR/ NORÐURMÝRARHÁTÍР16. JÚNÍ 2012- ALLT Á AÐ SELJAST Á HLÆGILEGU VERÐI! JEij gaman :D

miðvikudagur, 16. maí 2012

af hverju eru börnin í afríku svona fátæk?

Spurðu stelpurnar mig eitt kvöldið, þær eru einkar áhugasamar um afríku en hafa einnig miklar áhyggjur af aðstæðum fólks þar. Jú ég reyndi eitthvað að krafla mig úr þessu með fremur slökum árangri. Af því hvítingjar hafa arðrænt þriðja heiminn í trilljón ár, af því við erum kapítalistar og höfum það gott á kostnað hinna sem svelta, eiga ekki föt til skiptanna, eru þrælar og ekki séns þau eignist nokkurn tíman bratz eða trampólín...
Hins vegar er þessari spurningu gjörsamlega fullkomlega ómögulegt að svara svo vel sé.
"einhvern tíman ætla ég til afríku til þess að fara með mat og föt til þeirra" sögðu stelpurnar í kór.
Jú það var fallega hugsað... en einhvern veginn samt svo óendanlega lýsandi á þessu kerfi sem er hreinlega ekki að virka fyrir fólkið í heiminum....Jú jú við erum öll heimsins börn-en sum eru bara heppnari en önnur.

mánudagur, 26. mars 2012

til minningar um páfagaukinn Stínu.


Elskulega Stína páfagaukurinn okkar lést síðastliðinn föstudag.
Það verður að segjast eins og er að okkur var mjög brugðið þegar við fórum með hana til dýralæknisins þar sem síðustu hjartslögin slógu í páfagaukshjartanu hennar.
Stína hefur verið hluti af fjölskylduni í rúm tvö ár, hún var fyrst ákaflega taugaveikluð og næstum árásargjörn. Hún gekk undir nafninu Stína Salander. Ilmur og fjölskylda gáfu okkur hana en þar flaug hún undir nafninu Ása, Edda lánaði okkur búrið hans Pésa sem hafði nýlega fallið frá. Húsmóðirin og ritstjóri pipiogpupu varði löngum stundum í að horfa á jútjúb vídeó til þess að reyna að gera hana gæfari, lítið gekk. Hins vegar fann ég það út að henni fannst skemmtilegast að hlusta á gufuna. Eftir smá tíma fórum við að leyfa henni að vera frekar frjálsa og fljúga inn og út úr búrinu að vild og þá má segja að smátt og smátt hafi hún orðið gæfari. Það byrjaði með því að hún var alltaf inní herbergi hjá stelpunum þegar við lásum fyrir þær. Nokkrum sinnum gerðist það að Stína flaug út úr íbúðinni, í fyrsta sinn fékk ég smá áfall og var að búa mig undir að segja stelpunum en hún kom aftur eins og ekkert hefði í skorist...þetta gerðist nokkrum sinnum eftir það. Síðasta sumar flaug hún út í útskriftarveislunni minni og kom heim örugglega ekki fyrr en klukkutíma seinna öll úfin og þvæld, eftir það fór hún ekki aftur út þó allt væri opið hér upp á gátt.
Ég gat verið svolítið óvægin við hana blessaða, fannst hún svolítið pirrandi stundum en hafði líkast til mesta kompaníið af henni af öllum fjölskyldumeðlimunum. Í fyrra fór hún að taka upp á því að setjast á hausana okkar og vera bara frekar mikið með okkur. Síðan um áramótin ágerðist það allsvakalega, hún fór meira að segja að kroppa í fæturnar okkar og hendur. Hún lét sig aldrei vanta í kvöldlesturinn og var barasta orðin hið skemmtilegasta gæludýr. Síðustu vikurnar var hún farin að haga sér svolítið undarlega sem var líkast til ástæða fráfallsins. Hún var t.d. oftar en ekki að reyna kúra sig undir sæng, rúmteppi, á heitri tölvunni, við ofninn og ofaná heitri uppþvottavélinni. Dýralæknirinn sagði að hún hefði greinilega verið hætt að næra sig nóg og þess vegna farið að sækja á hlýja staði. Okkur brá mikið við að heyra það því hún hafði haft hrausta matarlyst fram að þessu og látið okkur vita þegar hana vanhagaði um mat, og var orðin bara nokkuð pattaraleg og sæt. Það er með harmi sem við fjölskyldan jörðuðum Stínu út í garðinum undir einu reynitréinu.
Ísold skrifaði smá sögu um þetta fyrir skólann sinn í dag: