mánudagur, 26. nóvember 2007

geymt en ekki gleymt


Hugmynd að þím-park ( á engilsaxnesku theme-park t.d. disney eða múmíndalur) hér á Íslandi. Þessari hugmynd laust niður í huga minn þegar ég var að lesa leiðara skrifaðann með zetu í ónefndu blaði. En þar er sagt frá því að andófsmaður Pútíns Rússlandsforseta,nefnilega Kasparov hafi verið handtekinn og fangelsaður í fimm daga. Þessu var svo líkt við ofsóknir Stalíns heitins. Nei nei kaldastríðið er enn við lýði, því það er eins og svipuðum aðgerðum ameríkana sé aldrei lýst á viðlíkan hátt(guantanamo...hum hum). Jæja hvað um það, hugmyndin er sú að þar sem við eigum nú einn andófsmann, Bobby Fisher skákmann(af amerísku bergi brotinn, tilviljun!!) gætum við tekið að okkur fleiri eins og t.d. Kasparov. Þeir myndu svo vera aðal-attraction þímparksins. Byggð væri skákhöll og í einum salnum væru þeir með daglega uppákomu, skák, rifrildi um skák og skákaðferðir nú og svo auðvitað týpíska melódramatíska prímadonnustæla og köst sem við þekkjum svo vel hjá stórmeisturunum. Í öðrum sölum gæti verið bókasafn, kennslustofur og meira að segja rannsóknarstofur með ofvöxnum skákmönnum. Aðalviðburður skákhallarinnar væru Kaldastríðsdagar, þar sem bandarískir skákmenn myndu mæta rússneskum, á boðstolnum væri kalt buffet og kælt vodka. Sæmi Rokk gæti verið safnvörður. Við höfum allt til alls, nú þurfum við bara smá Björgólfsfé og Kasparov. Þvílík hugmyndaauðgi, þegar ég ætti að vera grúfa mig yfir lærdómnum;)

fimmtudagur, 22. nóvember 2007

um stúlkubörn

Hvar er snjórinn minn? spyr Ísold á leið heim úr leikskólanum, svo segir hún " laufblöðin öll farin, en hvar er snjórinn. Ísold er að sjálfsögðu einstaklega skýrt barn og veit vel að þegar laufblöðin eru farin ætti að kyngja niður snjó. Við biðjum um smá snjó sem sagt.
Ísold hefur gaman af því að leika hin og þessi hlutverk og setja hina og þessa í hlutverk stundum er Arnar Ísold og þá breiðir hún yfir hann og segir góða nótt jólapakki, svo stundum er ég Ísold hún Karólína og Arnar ég, við erum stundum alveg rugluð hvaða hlutverk við eigum að leika en hún er alltaf með þetta á hreinu. Svo breytir hún röddinni eftir því hvort hún er að leika mig, pabba, karólínu og svo auðvitað Mikka ref. Hún er mjög ánægð með sig þegar hún gerir þarfir sínar í kopp eða klósett og við hvetjum hana auðvitað áfram. Hún kveður oftast pissið eða kúkinn áður en þau leggja af stað í vegferð sína. Kúkinn nefnir hún eftir stærð, stór kúkur er pabbakúkur og um daginn fylgdu tveir smávaxnir þeir hétu auðvitað Ísold kúkur og kalíní kúkur og var mjög ánægð að Karólína hefði fengið sinn(því þetta er mikill heiður). Þrátt fyrir að stundum finnist henni Karólína tæta óþarflega mikið í dótinu sínu ber hún mikla umhyggju og verndartilfinningu fyrir litlu systur. Í morgun fylgdi hún litlu systur í leikskólann og sagði deildarstjóranum svo ekki færi milli mála "þetta er Karólína mín" en hver á þig þá segir deildarstjórinn, "mamma og pabbi".

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Bókahelgi

Bók Arnars míns og Einars Bárðar kom út á föstudag á afmæli Jónasar. Svaka útgáfupartý með frægu fólki, vinum og tilheyrandi glysi. Svo erum við að fara í annað glyspartý í kvöld...(gær) þó ég sé engan veginn stemmd og vill helst ekki fara út fyrir hússins dyr! Við hér á Íslandi hljótum að taka með fyrirvara öllum fréttum um hlýnun jarðar!

Partýið var hörmung, bombur og grámenn, alls ekki þess virði að maður færi út í þennann frostvind. Í dag tók yngsta barnið fyrstu skrefin óstudd heima hjá ömmu sinni og afa á Sólvallagötu, hún var gífurlega stolt af sjálfri sér og við auðvitað líka...ótrúlegt hvað þau vaxa fljótt þessi gull:) bara mánuður í að Karólína verði eins árs.

Svara áskorun Eddu og tileinka Arnari.

1: Hardcover or paperback, and why?

Kiljur, þær eru girnilegri eins og Edda segir. Elska rendurnar á kilinum sem sýna að maður hefur lesið bókina oft.


2: If I were to own a book shop, I would call it…
kál og kenning3: My favourite quote from a book (mention the title)
Tala til þín blítt sem sjálfur skíni/og stjörnur blómgist á engi eigin blóðs/mín eigin sýn eru stjörnur blóðs þíns/ skuggi minn fölnar er mæli til þín blítt/.../ tala svo blítt til þín/ sem talir þú til mín. e. R. W.
nei ég kann þetta ekkert utanbókar en þessi ljóðaþýðing pabba úr pólsku ljóði blasti hér við mér(þar sem ég sit) og hún er ein af þessum mörgu uppáhalds...

4: The author (alive or deceased) I would love to have lunch with would be…
Tolstoy

5: If I was going to a deserted island and could bring only one book, except for the SAS survival guide, it would be
Anna Karenina

6: I would love someone to invent a bookish gadget that
man ekki eftir neinu í fljótu bragði er það ekki einmitt kosturinn við bókina það þarf ekkert háþróað "gadget" til að njóta hennar. Bókin er háþróaðasta afþreyingin.


7: The smell of an old book reminds me of…
það er ekki hægt að segja eitthvað eitt. Mjög sérstök lykt af pabbabókum t.d. svo er nýjubóka lykt, bókasafnabókalykt...


8: If I could be the lead character in a book (mention the title) it would be…
Anna Karenina...kannski ekki svo eftirsóknarvert en hvar væri maður án dramans!


9: The most overestimated book of all times is…
hef líklega ekki lesið hana.


10: I hate it when a book…
glatast í láni, er vond eða tilgerðarleg

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

bonne nuit

Ekki varð af heimsendi þó mér hafi næstum tekist að vera álíka melódramatísk í sjálfsvorkun minni og fólkið á eddunni. Okkur er öllum að batna og sem betur fer því ég er komin í slæm mál í skólanum. En á morgun er stór dagur, bonne nuit

miðvikudagur, 14. nóvember 2007

þriðji i pest

Ástand á heimilinu, ungarnir sluppu ekki undan pestinni og ég versnaði aftur. Góðu fréttirnar eru að ég fékk sýklalyf fyrir augað. Nú ætla ég að láta mér batna og ungunum líka.

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

la peste

Hef aldrei viljað aðhyllast einstaklingshyggju eða aðrar einhverfar íhaldshyggjur sem kemur því náttúrulega ekkert við en ég hefi smitað betri helminginn að pestinni minni. En ég er orðin mjög þjóðleg og farin að sjá að pestar og veður eru langbestu umræðuefnin, um þetta er hægt að tala endalaust. Lýsa alls kyns tilbrigðum og ef hægt er að tengja pestina við veðrið þá verður það óhjákvæmilega krassandi umræðuefni. Eitthvað annað en verðbólga og stýrivextir, hver nennir að hlusta á þvaður um það...bankastarfsmenn kannski. Ég botna ekkert í þessum fréttum sem boða heimsenda í fjármálaheimum...þýðir þetta að ríka fólkið fær að blæða...tæpast. Augað mitt (svo ég fari nú út í eitthvað krassandi) er nú orðið fremur rautt í augnkróknum og bólgið. Vonandi held ég sjóninni þó ég fái ekki tíma hjá lækni fyrr en á morgun.

mánudagur, 12. nóvember 2007

ó mig auma

Já ótrúlega hæfileikaríkir háskólanemar og norðurmýrarhúsmæður geta líka veikst... Nei ég hefði svo sem ekki trúað því heldur. En upplitið á mér (aumingjans ég í efsta veldi) var hreint út sagt ömurlegt. Lungum og lifrum var ælt og dagurinn fór í eitt allsherjarmók. Ofan á það bætist að augað mitt er bólgið og undarlegt á að líta líklega af illkynja sýklum! Annað er það að frétta að mér var bjargað frá skömm aldarinnar í fagnaði hér í bæ, þvi þó ég hafi þrábeðið nokkra gesti um að syngja með mér Purple rain eða Susie Q þá þáðist enginn boðið, úff. Hins vegar njóta litlu prinsibessurnar mínar gaulsins í mér því við höfum farið út í miklar samanburðarrannsóknir á Vísnabókinni í nokkrum útgáfum. Hver veit nema purple rain verði vögguvísan annað kvöld. Jæja ég ætla fara fá mér smá kóka kólalögg og kringlu.

mánudagur, 5. nóvember 2007

eplasæt


eplasæt, originally uploaded by pipiogpupu.

Setti inn fjölmargar myndir af tveimur gullmolum.

indie-ísold


indie-ísold, originally uploaded by pipiogpupu.