miðvikudagur, 28. mars 2007

mánudagur, 26. mars 2007

þegar vorar

ekki nógu snemma í sálarlífinu mæli ég með:
að fara í rósablaðabað og sofna í hreinum rúmfötum
taka til á skrifborðinu sínu og skoða gamlar dagbækur, miða og kort
fá smá tíma til að vera út af fyrir sig
annars er ég að leita að þýðingu á orðinu "lyngmóar" yfir á ensku, takk?

þriðjudagur, 20. mars 2007

úff púff, þvílíkt andskotans veður. Voðalegt að berjast við þetta, gleymdi algerlega að gera það sem ég þurfti á göngu minni með Karólínu í vagninum, Snorrabrautin sérstaklega erfið hélt hreinlega að við myndum fjúka á haf út. Annars erum ég og Karólína báðar búnar að eiga afmæli, ég á laugardaginn sánkti Patrek og var dagurinn ósköp notalegur og kvöldið dásamlegt.(þakkir til prinsessanna allra). Svo í gær varð Karólína þriggja mánaða hvorki meira né minna og í tilefni dagsins hló hún! Líklega að hlæja að bugtum og beyjum móðurinnar í mömmujóganu.

fimmtudagur, 15. mars 2007

syngur fingralagið


syngur fingralagið, originally uploaded by pipiogpupu.

Ísold syngur og syngur þessa daganna enda flensan að baki og allir orðnir hressir. Ísold er voðalega umhugað um systur sína og knúsar hana mikið, þegar hún grætur spyr hún hana "hvað er að kalíní mín". Fullorðins vísitölulífið gengur ágætlega er meira að segja komin með bakverk í stíl við aldurinn sem er að færast yfir.......jam ég á afmæli bráðum. Ótrúlegt fyrir einu ári vorum við á ferðinni á Írlandi, afmælisdeginum varði ég í cork í skrúðgöngu þar sem allir og þá meina ég allir voru rauðhærðir. Kvöldinu áður hafði ég drukkið guinness og whiský til þess að róa aldurskrísuna og það verður að viðurkennast að með mjöðinum hvarf krísan eins og dögg fyrir sólu.

miðvikudagur, 7. mars 2007

Hey þú?


Hey þú?, originally uploaded by pipiogpupu.

ástandið heldur áfram, nú er Karólína komin með hor og nokkrar kommur. Setti inn nokkrar nýjar myndir.

mánudagur, 5. mars 2007

flensuskott

Flensan náði í skottið á okkur, því fórum við lítið um helgina nema einn langan bíltúr um alls kyns úthverfi borgarinnar(sem ég kalla út í sveit, en það má AET auðvitað ekki heyra). Á laugardagskveldið fékk svo Ísold mikinn hita svo við fórum á læknavaktina hér handan við götuna á sunnudaginn. Alltaf þegar litla skottið mitt verður veikt þá er ég guðslifandi fegin að búa ekki í henni Berlín, því þó hún sé að mörgu leyti frábær fannst mér sýstemið þeirra ekkert sérlega frábært, hvað þá að geta ekki skilið leiðbeiningar á lyfjunum eða að vera húðskömmuð af þýskum lækni(úff). Svo er auðvitað bara óþægilegt að vita ekki hvert nákvæmlega maður getur farið í neyð með lítil veik börn og skilja fólkið ílla. Þjóðverjarnir eru auðvitað svo nákvæmir að ef þeir kunnu ekki á útlendingadæmið sendu þeir mann bara burt! Þetta þýðir að ég kann ósköp vel að meta að geta sótt auðveldlega í læknishjálp....þetta er farið að hljóma eins og eitthvað sem stjórnmálamaður myndi segja, but what the hell!
Í dag voru allir veikir nema litla(minnsta) skott þannig að ástandið var ekki beysið. En einhvern veginn kemst maður í gegnum daginn, mamma kom eins og frelsandi engill með svo miklar birgðir að við erum vel undirbúin undir kjarnorkustyrjöldina.
Annars sæki ég hér með um gott veður og batnandi tíð...þessi veikindi eru þreytandi.