það er nú soldið merkilegt að í hvert skipti sem ég ætla að skrifa í þetta blogg þá kemur eitthvað upp á til að hindra það. Þannig að líklegast er það guðleg forsjón.
En loksins á þessum hversdagslega laugardagsmorgni kemst ég inn á síðunna. Í gærkveldi fórum við Arnar út að borða og í Bíó, já yndislegt. Eins gaman það er að tchilla með Ísold þá þarf maður að komast út á lífið einstaka sinnum. Myndin sem var fyrir valinu var Mótórhjóladagbækur. Myndin fannst mér góð, reyndar leið mér eins og ég væri að fara í kvikmyndahús í fyrsta sinn og var ég því eins og lítið barn með augun uppglennt af spenningi og gleði. Til þess að auka á þetta var ég í sparifötunum alveg eins og þegar maður fór á leikhús í gamla daga. Litla stúlkan okkar er orðin ansi dugleg að fara að sofa á kvöldin þannig að kannski komumst við á fleiri myndir á þessari frábæru kvikmyndahátíð.
Þar fyrir utan fékk ég góðar fréttir pabbi var tilnefndur til þýðingaverðlauna fyrir Tadeuz.
'otrúlegt að maður geti verið svona hress á svona ótrúlega gráum morgni.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hæ, vildi bara láta þig fá blogg adressuna mína. sjáumst Eva
http://crazy-steve.blogspot.com/

Vinsælar færslur