Frjálsar Færeyjar
jæja þá er Ísold búin að fara til útlanda, ó já. Fjölskyldan brá sér til Færeyja. Ísold var nú ekkert að kippa sér upp við allan þvælingin. Lét sér líða vel í yndislega húsinu hennar Vonbjartar þar sem Ísold fékk að sofa í 80 ára gamallri trévöggu. Við keyrðum voðalega mikið eða fram og til baka af austurey yfir á straumey en þar er Þórshöfn. Það er margt líkt með okkur frændum en stundum finnst manni bara að tilveru færeyinga vanti afruglara til að vera " eðlileg". Um leið og við lentum blossaði mikil þjóðernistilfinning og hatur á kúgurunum. Það er ótrúlegt hvernig þessi kúgun virðist vera alls staðar, sem dæmi má nefna er lítið spilað af færeyskri tónlist í útvarpinu og ein besta hljómsveit þeirra; Pönkhljómsveitin 200, pönk með ofursvölum söngvara sem syngur í elvisstíl. Sú hljómsveit er lítið spiluð enda er þeir með Frjálsum Færeyjum. Þarna á sér stað menningarkúgun og ekki nóg með það heldur er börnum gert að læra ýmis fög á dönsku þó kennslubækur séu til á Færeysku...
Ummæli