'Eg bjó til myndasíðu, er nú ekki búin að setja margar myndir aðallega úr færeyjarferðinni góðu.
'Eg vonast til að notast við þessa síðu þegar við flytjumst út og þá geta vinir og vandamenn fylgst með okkur og þá litla krúttinu.
En talandi um hana Ísold þá var hún algert yndi í morgun vaknaði ekki fyrr en kl 9 sem er lúxus(vaknaði reyndar í nótt líka) þá brosti hún sínu breiðasta og talaði voða mikið. Mér leið soldið eins og ég væri með tvö stykki málglaða Arnara í rúminu.
Nú er hún komin í kjól af Petrínu Rós ömmu sinni því í dag er 50 ára brúðkaupsafmæli afa og ömmu jibbí.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gaman að sjá myndir úr færeyjaferðinni.. þær eru svo fallegar, eyjarnar og fjölskyldan:)

Vinsælar færslur