Nú er ég búin að leggja litla krútt í rúmið, því familian átti fremur erfiða nótt. En hún var að afreka rétt áðan það að sitja alein á teppinu í nokkrar mínútur. Nú svo er hún farin að segja alls kyns nú hljóð, eitt af því er skrækt öskur þegar hún vill að maður taki sig upp. Og í stað þess að liggja kjur í rúminu áður en hún sofnar þá snýr hún sér í marga hringi þannig að ég þarf að rétta hana við nokkrum sinnum áður en hún sofnar. Já það er skrýtið að sjá svona lítinn persónuleika inn the making. Bara nokkrir mánuðir síðan að hún svaf bara mest allan daginn og ég þurfti að vekja hana til að gefa henni.

Ummæli

Vinsælar færslur