miðvikudagur, 29. júní 2005

HÆhæ, átti að standa undir þessari kjánalegu mynd, sem átti að vera miklu minni og fara í profælið. En svona er ég nú klár á tölvur þegar allt kemur til alls.
Ég ætla nú alls ekki að kvarta undan sól en svakalega er ég orðin óvön þessu útlanda góða veðri, dóttirin fær alla þá sólavörn sem hún þarfnast, fínan sólhatt og allt. En við foreldrarnir sólbrennd eða með sólsting.Ótrúlegt en satt þá tókst mér að ganga öruglega 10 km í dag, tók vitlausann bus upp í sveit (hljómar heimskulega ég veit en á sér skýringu) og labbaði endalaust til að komast í bæinn aftur, með viðkomu í taxa reyndar. Á morgun ætla ég að labba í hálftíma í mesta lagi og helst að fara í kringlunna þeirra Hróarskeldubúa sem þeir kalla "torfan", og svo beint heim að slappa af. Annars er það að frétta að daman er farin að sitja,ég var nú ekkert að fatta það strax þú hún sæti í allan dag í vagninum án stuðnings. En fattaði það loksins þegar ég setti hana á teppið sitjandi, á meðan ég var að undirbúa matinn hennar og kom að henni enn sitjandi sem sagt á miðju teppinu og spilandi á pínulítið dótapíanó. Alveg ótrúlega krúttaralegt.

0 ummæli: