þriðjudagur, 14. júní 2005

jæja þá er það plöturöðunin, við arnar höfum einhent/einfætt okkur í plöturöðun. Það þarf að setja í Katalóg sem sagt popp og rokk en svo eru ýmsir flokkar: Klassík, Rapp, Djass, Sál, reggí,heims, dans/raf, Jóla,kvikmynda, barnatónlist, metal og so on....
Þetta er nú bara ágætisvinna sem verður eiginlega að gerast á meðan daman sefur.
Maður rekst nú á ýmislegt við þetta bæði gullmola og undarlegheit. Nú svo kynnist ég alls kyns plötum sem ég hef ekki heyrt áður. Nálin var að enda við að sleppa við plötu með Saint Etienne að nafni So tough. Og ég verð að gefa þessari plötu fjórar af fimm.
En ég vona nú bara að þetta taki ekki of langann tíma því ringulreiðin sem skapast í stofunni tekur á.

0 ummæli: