Neikvæðni er algjör tásveppur. Það er einhvern veginn óleysanleg hringrás. Það byrjar yfirleitt á því að einhver hreytir í mig neikvæðum athugasemdum, ég næ svo aldrei að vera nógu orðheppin eða kaldhæðin til að svara þessu og þá verð ég fúl og neikvæð. Þá er það yfirleitt næsta manneskja sem lendir í mínu neikvæða skýi. Þetta er ömó. Svo er eitthvað svo lúterskt og íslenskt við þessa neikvæðni. Það er aldrei hægt að gleðjast yfir litlum hlutum því það er svo mikið af stórum vandamálum. Hver man ekki eftir að hafa horft á skandínavíska mynd á rúv á sunnudagskveldi, farið í rúmið með heiminn á herðum sér. Þessir skandínavar eru vissulega snillingar í þunglyndi.
Á svona stundum sakna ég ljósbláss miðjarðarhafsins, hljóðsins í froskum og "criquet" við náttfall og einfaldlega glaðlynds lífernis.
Á svona stundum sakna ég ljósbláss miðjarðarhafsins, hljóðsins í froskum og "criquet" við náttfall og einfaldlega glaðlynds lífernis.
Ummæli