GARÐSALA HEFST Á MORGUN KL 12

GARÐSALAN MUN STANDA YFIR föstudag laugardag og sunnudag frá kl 12 til 18
komiði...... enga feimni. vínyll,geisladiskar, bækur, föt, skór, alls kyns dót og prjál.
Annars hef ég góðar fréttir að færa börnin okkar af kattakyni hafa bæði fengið ný heimili. Mandla er komin í breiðholtið og mun gleðja lítið barnshjarta sem hefur tekið hana að sér. Mysingur hinn mikli hefur hins fengið heimili í Elliðaárdalnum hjá frænku minni. Þar mun hann búa ásamt nokkrum hefðarköttum umkringdur guðsgrænni náttúru. Við erum að sjálfsögðu glöð yfir þessu en finnum fyrir nokkrum trega. Það var ansi undarlegt að koma á kattlaust heimilið. Það er fremur einmannalegt og finnst mér eins og bergmáli í íbúðinni, ég skil hreint ekki hvernig er hægt að lifa án þessara vera.

Ummæli

Vinsælar færslur