föstudagur, 22. júlí 2005

ákall til hjálpar

Nú erum við familian að flytja í annað land. Tveir meðlimir þessarar familíu komast ekki með. Þau Mysingur og Mandla. Við erum virkilega farin að hárreyta okkur af örvæntingu því þeim vantar fósturfjölskyldu. Ég vil helst ekki hugsa til þess hvað gerist ef enginn finnst því okkur þykir afar vænt um þessi skinn.
Ef einhver skyldi lesa þessa síðu sem hefur einhver ráð eða úrlausn, hafið þá samband.
hér kemur smá lýsing á þeim sem ég birti áður á síðunniMysingur; Hvítur og Bleikbrúnn á litinn, soldið stór og voðalega fallegur. Hann er mikill útiköttur og hugsar vel um svæðið sitt. Hann rólegur og nokkuð þrjóskur. Mysingur hefur lent í ýmsu og á líklegast 6 og hálft líf eftir.
Mandla; Kolsvört, Smágerð dama með stór og falleg augu. Mandla er mun meiri inniköttur en gerir þarfir sínar úti. Hún er soldið fiðrildi og prakkari en er ofsalega kelin. Hún gerir líka mikið af því að finna sér dimma felustaði þar sem hún dvelur tímunum saman, þessi hegðan gerir það að verkum að hún getur opnað suma skápa og er almennt mjög úrræðagóð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hrikalegt les þetta enginn?