miðvikudagur, 20. júlí 2005

kassar og kassar þannig er heimurinn minn í dag, ferkantaður og brúnn. Þetta eru að verða síðustu dagar mínir hér á sólvallagötunni sem er pretty weird, leyfist mér að sletta.Íbúðin lítur út eins og eftir sprengjuárás, svakalegt. Svo ekki sé nú minnst á allt ryk sem skýtur nú upp kollinum undan húsgögnum og af hillum sem er verið að taka niður í þessum rituðu orðum. Já þetta fer að minna á sumarfrækornasnjókomuna í Moskvu.jæja hef víst merkilegri störfum að sinna.

0 ummæli: