love crazy love

Jæja sá Joanna Newsom, reyndar sá ég aðeins agnarsmáar hendur spilandi á risastóra hörpu. Mér þótti lagið love crazy love flottast, þar sem love crazy love er endurtekið endalaust. Annað merkilegt er það að hún talandinn hennar er jafn skrýtinn og söng-
röddin...og eins og arnar orðaði það þá var tjaldið fullt af píum í kínaskóm og jarðaberjakjólum!
Á svæðinu var hellingur af hreinu fjölskyldufólki sem blandaðist þreyttum og sólbrenndum tjaldbúum. En fyrir nákvæmlega ári síðan var ég orðin svo þreytt á drullu og rigningu að ég grét mest allann daginn eða þangað til við komumst á hótel í Köben.
Nú er ég að horfa á breska mynd sem gerist í Rvík... voðalega getur Reykjavík verið "Bleak" eitthvað. vises

Ummæli

Vinsælar færslur