Ísold er orðin hálfs árs, ég er búin að bíða eftir þessu með þó nokkrum spenningi. Keypti því ljúffeng kirsuber og héldum við uppá afmælið heima. Ætluðum reyndar að dýfa okkur í Roskilde badet en sneri við þegar ég mætti íslenskum fyllibyttum.
En í gær fór stúlkan á sína fyrstu tónlistarhátíð og hlustaði á Mugison, hún skríkti af ánægju þegar fyrstu tónarnir byrjuðu en mér varð um og ó og hlustuðum við á hann út á miðju túni(til verndunar litlum eyrum).
Ég er nú farin að hlakka svolítið til að sjá bæinn án allra hátíðagestanna. Því þetta er ósköp sætur bær.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Aftur og aftur til hamingju með afmælið Ísold
orðin svona stór og frt á tónlistarhátíð. Afinn
er svolitið einmana og syfjaður af öllum belgjunum sem hann fær í læknadóp.því fer
hann að sofa eins og góðu börnin

Vinsælar færslur