þriðjudagur, 30. ágúst 2005

úúúúú, 6 dagar og ég er flogin frá litlu eyjunni. Við Arnar fundum tíma til að eyða í sumó með afa mínum, ömmu og júlían. Við dvöldum í Arnarborg við Stykkishólm í lúxusbústað, ummmm, það var ansi ljúft. Við Arnar sváfum á yndislegu blómalaki frá austurlöndum fjær rétt eins og við svæfum á blómabreiðu,litla kríli undi sér vel í ferðarúmi. Nú svo var bara ágætt að slaka á því við erum fórnarlömb vestræns hugsunarháttar og vorum að lamast úr stressi hér í borginni. Að sjálfsögðu bíður okkar einkar heilbrigt líf uppfullt af hugleiðslu og hollum mat austan við járntjaldið:)

2 ummæli:

Ilmur sagði...

þið eruð svo ávallt velkomin í heimsókn til okkar ef þið eruð stödd í borginni. það er reyndar stutt á milli Berlínar og Kaupmannahafnar svo hver veit...hver mun banka uppá....

pipiogpupu sagði...

takk, Ilmur og sömuleiðis eigum reyndar eftir að finna okkur samastað en látum vita þegar það er komið í höfn:)