jæja þá er ég búin að eignast minn fyrsta tölvuleik (Tel ekki með gömlu handleikjatölvurnar....þessar litlu sætu). Litli bróðir minn á hið magnaða tæki playstation 2. En mér leiðast fótboltaleikir, drápsleikir og bílaleikir sem ku vera mjög vinsælir hjá 12 ára drengjum( og reyndar 31 drengjum líka) því fjárfesti ég í leik sem heitir sims og ætla ylja mér við hann það sem eftir er af dvöl minni hér hjá mor. Ég veit nú voða lítið um þennan leik en í honum er maður að búa sér til líf og fjölskyldu og svoleiðis, kannski er hægt að eignast lítið tölvuleikjabarn og þá verð ég að búa til aðra heimasíðu til að tala endalaust um það.tíhí

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Æ, ligg bara uppí rúmi og er að surfa á nýja þráðlausa netinu mínu.... viltu búa þér til vinkonu í sims sem heitir í höfuðið á mér? þú veist hver

Vinsælar færslur