jæja litla sígaunabarnið er sofnað á nýja heimilinu sínu hérna hjá ömmu sinni austan við læk. í dag var hún ósköp dugleg og fór að skríða fram á við nokkur skref og vinkaði meira að segja ömmu sinni(vestan við læk) og afa bless, það var líka í fyrsta sinn. Mér finnst hún að sjálfsögðu afskaplega klár og dugleg.
EN ég er ósköp fegin að vera komin í móðurhús, því hér líður mér alltaf vel. Nú eru nákvæmlega níu ár síðan ég flutti héðan upphaflega, sem sagt að verða áratugur sem ég hef borgað rafmagnsreikninga. djö.. er maður orðinn fullorðinn.
Garðsalan gekk æðislega vel, við seldum allt frá samlokugrillum til stofuborða. Losnuðum við hellings af húsgögnum sem við hefðum líklega þurft að fara með á sorpu hvort eð er. En það sem mér þótti yndislegast var hversu mikið af vinum okkar kom. Takk kæru vinir,luvja....svo er það bara kveðjupartýið jíhaaa.

Ummæli

Vinsælar færslur