Rússneska stelpan
Móðir mín sagði mér skondna sögu hér í gærkveldi, þannig var að hún hitti Merkismanninn Steindór Andersen og fór að ræða við hann um ættfræði, sem er mikið áhugamál hjá mömmu. Þau komust nú að ýmsu eins og að mamma ber sama fornafn og móðir Steindórs. Nú þegar er liðið á samtalið berst talið að mér og unnustanum, og spyr hún hann hvort hann kannist ekki við okkur. Hann kannast vel við Arnar en segir um kærustu hans, "bíddu er hún ekki Rússnesk?"(Nota bene ég hef mjög oft rætt við Steindór, jafnvel drukkið kaffi með honum á mokka).
Við hlógum okkur máttlaus yfir þessu, þetta jafnast við eitt skiptið sem ég fór í kolaportið í svartri kápu, með hvíta loðhúfu og hvítt handloð. Skyndilega hleypur risastór maður til mín og blaðrar eitthvað á rússnesku, hann virðist vera nokkuð glaður að sjá mig faðmar mig og allt. Ég get ímyndað mér að hann hafi verið nokkuð vonsvikinn þegar ég tjáði honum á ensku að ég væri íslensk. Já já annars gæti ég fyllt margar blaðsíður af slíkum sögum. Það nægir greinilega ekki að heita Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir til að teljast til Íslendinga. Önnur þjóðerni sem ég hef verið kennd við eru: Ítali,Pólsk, Finnsk, Færeysk, Frönsk(kannski ekki svo óeðlilegt,hum,hum), Já og gyðingur líka, Tékki og margar fleiri.
Við hlógum okkur máttlaus yfir þessu, þetta jafnast við eitt skiptið sem ég fór í kolaportið í svartri kápu, með hvíta loðhúfu og hvítt handloð. Skyndilega hleypur risastór maður til mín og blaðrar eitthvað á rússnesku, hann virðist vera nokkuð glaður að sjá mig faðmar mig og allt. Ég get ímyndað mér að hann hafi verið nokkuð vonsvikinn þegar ég tjáði honum á ensku að ég væri íslensk. Já já annars gæti ég fyllt margar blaðsíður af slíkum sögum. Það nægir greinilega ekki að heita Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir til að teljast til Íslendinga. Önnur þjóðerni sem ég hef verið kennd við eru: Ítali,Pólsk, Finnsk, Færeysk, Frönsk(kannski ekki svo óeðlilegt,hum,hum), Já og gyðingur líka, Tékki og margar fleiri.
Ummæli