sumarfrí, í dag leið mér eins og í sumarfríi. Við gengum niður laugaveginn í makindum hittum þar vini og kunningja og tókum því býsna rólega. Það má segja ég eigi í ástar-haturs sambandi við veginn eina þ.e. Laugaveginn, en ég hef gengið hann upp og niður upp á dag síðan ísold fékk leyfi til útivistar. Um margar aðrar gönguleiðir hafði ég svo sem um að velja, en alltaf geng ég laugaveginn. Kostirnir eru óneitanlega að þetta er eina gatan hér í borg þar sem er stöðugt líf, alls staðar annars staðar finnur maður óneitanlega fyrir mannfæð eyjarinnar eða ofgnótt bifreiða. Ókosturinn er kannski einmitt þessi þorpsfílingur, hvergi er maður óhulltur ef maður gengur þennan laugaveg, maður hittir alltaf einhvern.... og stundum nennir maður ekki að hitta neinn, heilsa fólki sem heilsar ekki til baka, eða fara út í smalltalkið. Ætli ég eigi ekki eftir að sakna þessarar litlu götu þegar við verðum komin út á stóru göturnar.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ummæli