tíminn flýgur frá okkur, mér finnst ég rétt svo vera að ná andanum eftir þessa svakalegu flutningstörn og strax eru aðeins rúmar 4 vikur til brottfarar. Það er svo margt fólk sem ég þarf að hitta, svo margt sem á eftir að redda. Mér sundlar bókstaflega, Við Arnar tókum okkur til og gerðum svaka plan til að losa aðeins um stressið. Rétt í þessu leit ég á hið mikla plan sem er hér fyrir ofan tölvuna og það er ekkert svo troðið, þó eitthvað sé skrifað í hvern einasta kassa. Já það er kannski pínu lúðó að gera svona plön, en hvað um það.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ummæli