föstudagur, 26. ágúst 2005

tæpar tvær vikur þangað til við losnum eða þið losnið við okkur. úff, ég er gjörsamlega búin að gefast upp á því að líta á planið, það hrannast upp atburðir, hittingar og stúss. Einbeitingin er í lágmarki.
Góðu fréttirnar eru þær að við aet sáum Kim larsen, sem var æði. Það verður bara að viðurkennast, hann er ógeðslega skemmtilegur. Það merkilega er að ég sá hann líka síðast þegar hann kom þá var ég 12 ára, nýflutt til landsins og mömmu fannst sjálfsagt að taka mig með sér út um allt. Annað merkilegt er að kim er fjandi kjaftstór, það er svakalegt að sjá það, það er bara eins hann sé með hjarir á hausnum.

1 ummæli:

blaha sagði...

ekki fara....