Síðasta partýið á Sirkus??

kveðjupartý afstaðið, það var sem betur fer haldið í gærkveldi á sirkus. Heyrði reyndar rétt í þessu að kviknað væri í sirkusnum okkar.
Hvað verður um alla túristana sem eygja þar sínu einu von til að mæta smávöxnu stjörnunum okkar. En sirkus nýttist okkur vel, staðurinn fylltist ekki af 500 manns á slaginu átta eins og Arnar hafði statt og stöðugt haldið fram. Kl 25 mínútur yfir 8 var ég sannfærð um að ég ætti engar vinkonur, ætlaði að fara út á götu og kalla á allt álitlegt kvenfólk. Fimm mínútum síðar stormuðu inn fegurstu konur Reykjavíkur, ójá og nokkrum bjórsopum síðar voru ástarjátningar farnar að fljúga yfir borðum. Tregablandin var gleðin en yndisleg stundin sem við áttum. Ég var nú ekkert að flýta mér heim enda sjaldan sem ég hef komist í dansskóna undafarna mánuði.Þegar tók að líða á kvöldið tók ég eftir að öll vinalegu og fallegu andlitin sem höfðu umkringt mig voru horfin og einhverjir túristar komnir í staðinn, hálf undarleg stemning þarna. Við parísarstelpurnar fengum eitt óskalag (love 2 love u baby)og dilluðum okkur þokkafullt í takt rétt áður en kjóllinn og faraskjóturinn breyttust í tötra og grasker. Prinsinn löngu farinn heim að sofa. Ég missti graskerinu (en skónum hélt ég) og fékk seríos og suðusúkkulaði hjá Þorgerði í nesti heim, mjög gott kombó...Yndislegu vinir takk fyrir að koma:)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Takk fyrir síðast Móa, þetta var mjög skemmtilegt, en ég er sammála þér að þegar leið á kvöldið varð stemmingin frekar furðuleg Þ
Nafnlaus sagði…
Mikið fannst mér leiðinlegt að geta ekki komið á Sirkus og enn leiðinlegra fyrst að ég missti af óskalaginu! Ég vona að ég heyri nú í þér áður en þú ferð en annars bara góða ferð og hlakka til að fá fréttir frá Berlín:)

Vinsælar færslur